Fréttablaðið - 30.03.2009, Síða 13

Fréttablaðið - 30.03.2009, Síða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Könnuna erfði ég eftir ömmu mína Stefaníu og hún erfði hana eftir Stefaníu ömmu sína. Þannig að upprunalega átti langalang- amma mín þessa könnu,“ segir Stefanía Adolfsdóttir, forstöðu- maður búningadeildar Borgarleik- hússins, um fallega blómaskreytta könnu sem hún heldur mikið upp á. „Ég man eftir því þegar ég var lítil í eldhúsinu hjá ömmu og starði á þessa fallegu könnu sem stóð þar ásamt mörgum öðrum könnum sem amma mín safnaði,“ segir Stefanía en kannan hefur ekki verið notuð lengi enda var hún aðeins stofustáss hjá ömmu Stefaníu. „Þegar ég fékk hana fyrst bað ég móður mína um að geyma hana þar sem ég var með lítil börn og engan góðan stað til að geyma hana á. Þegar ég flutti á Laufásveginn þar sem ég eignað- ist fallegt eldhús með háum hillum setti ég hana upp,“ segir Stefanía og greinilegt að kannan er henni hjartfólgin. Þá er komið að því að spyrja hana um litla tréborðið og stól- ana sem hún er með á myndinni. „Dóttir mín Klara smíðaði þetta þegar hún var sjö ára og gaf mér í fertugsafmælisgjöf,“ upplýsir Stefanía stolt. „Hún gerði þetta á verkstæðinu hjá afa sínum og bjó fyrir utan borðið og stólana líka til litla diska og könnur,“ segir Stef- anía en Klara er fjórtán ára í dag og að sögn Stefaníu leikur allt í höndum hennar. Stefaníu þykir gaman að safna fallegum hlutum og leikur sér að því að blanda saman gömlu og nýju. „Ég bý í húsi sem var byggt 1890 og hefur verið gert upp. En ég hef líka gaman af nýrri hönn- un,“ segir Stefanía en það skiptir hana miklu máli að hafa fallegt í kringum sig. Mikið er um að vera í vinnunni hjá Stefaníu þessa dagana enda er hún í óða önn að hanna búning- ana í söngleikinn Söngvaseið sem verður frumfluttur í Borgarleik- húsinu þann 8. maí næstkomandi. „Ég held mig við tímabilið sem sagan gerist á sem er 1938,“ segir Stefanía þegar hún er innt eftir því hvort hún hafi hina frægu kvikmynd til hliðsjónar við bún- ingagerðina. „Kvikmyndin er gerð árið 1965 og er með svolítið „fift- ís“ tísku,“ segir Stefanía sem lofar góðri skemmtun bæði fyrir auga og eyra. solveig@frettabladid.is Kanna þriggja Stefanía Stefanía Adolfsdóttir búningahönnuður á könnu sem amma hennar og langalangamma áttu á undan henni, en þær hétu líka Stefanía. Hún heldur einnig upp á afmælisgjöf sem dóttir hennar gaf henni. Stefanía Adolfsdóttir búningahönnuður með tvo hluti sem standa hjarta hennar nærri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÍTIL ÍBÚÐ getur virðst stærri en hún raunverulega er máli maður alla veggina í einum og sama litnum. Þá virkar hún fremur eins og ein heild heldur en mörg lítil herbergi. Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 5670300 NÆSTA NÁMSKEIÐ BYRJAR 03. APRÍL 2009 ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Langar þig að breyta mataræðinu til batnaðar? Inga Kristjánsdóttir, næringarþerapisti D.E.T. leiðir ykkur í allan sannleikann um hversu auðvelt það er í raun að breyta mataræðinu til batnaðar. Þriðjudaginn 31. mars í Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 20-22 Þriðjudaginn 21. apríl í Heilsuhúsinu Lágmúla kl. 20-22 Verð kr. 3.500.- Upplýsingar og skráning í s 899-5020 eða á eig@heima.is Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Ebba Guðný kennir hvernig má búa til hollan og góðan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri. Miðvikudaginn 8.apríl eða fimmtudaginn 16. apríl í Heilsuhúsinu Lágmúla kl: 20-22. Verð kr. 3500 kr. Upplýsingar og skráning í síma 694 6386 og ebbagudny@internet.is Námskeið um ræktun matjurta og kryddjurta til heimilisnota Heiður Björnsdóttir kennir hvernig rækta á grænmeti og kryddjurtir sér til gagns og ánægju. Miðvikudaginn 15. apríl eða 22. apríl í Heilsuhúsinu Lágmúla kl: 20-22 Verð kr.3.500.- Námskeiðið er opið öllum en áhugasamir skrái sig á lagmuli@heilsuhusid.is eða í síma 578 0300 milli kl:10-18 alla virka daga. Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu Heilsuhússins www.heilsuhusid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.