Fréttablaðið - 30.03.2009, Page 22

Fréttablaðið - 30.03.2009, Page 22
14 30. mars 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Golfleik- ur? Spilar þú golf?! Frábært upp- hafs- högg... Jamm! Ég hélt ég væri búinn að kenna þér þetta! Svona, kláraðu þetta! Gerðu þér mat úr sérþekkingu minni! KOMA SVO! Glæsilegt! Ég er að rústa Tiger! Viltu prófa? ... á beinni leið á flötinni en fór svo í glompu! En svo, með flottri vippu... Lauma sér rólega burt, læsa að sér og kalla á aðstoð! Ókei... Daginn eftir var ég mjög hugsi... mér fannst eins og ég væri að verða fullorðinn. Fimmtán er ekki aldur, meira eins og fangelsi. Svo fattaði ég að ég er á aldur við Harry Potter. Litli ljósrauði sokkur. Litli ljós... Það er sandur í sokknum mínum! Ókei, hér er ég. Leyfðu mér að sjá hvar þú varst stungin! Stungin hvað? Hannes sagði að þú hefðir stigið á býflugu. Ég gerði það. Í skónum. Nú, svo það er allt í góðu. Hvar er stíflaða klósettið? Alli pípari Ekki hjá býflugunni. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið Það var nokkuð skemmtileg frétt sem ég rakst á í þessu blaði fyrir nokkr-um dögum. Ég rak augun í hana vegna þess að við hana var mynd af Köngulóar- manninum, sem er ekki algeng sjón svona í fréttakafla blaða. Fréttin fjallaði sem sagt um ellefu ára gamlan strák sem hafði klifrað upp á svala- handrið og neitaði að koma þaðan niður, sama hvað móðir hans og slökkvi- liðsmenn reyndu. Einn slökkviliðsmannanna heyrði móður hans tala um dálæti hans á ofurhetjum og stökk á slökkvistöðina þar sem hann átti Köngulóarmanns- búning, einhverra hluta vegna. Hann klæddi sig í búninginn og mætti aftur og það var sem við manninn mælt, drengurinn litli stökk í fangið á slökkviliðsmanninum. Það var sem sagt ekki fyrr en ofurhetjan mætti á svæð- ið að hægt var að sannfæra drenginn um að hann yrði að koma niður. Nú hef ég aldrei verið mikill aðdáandi nokkurrar ofurhetju, en ég veit um ein- hverja stjórnmálamenn sem hafa lýst aðdáun sinni á hetjum. Til dæmis er frægt dæmið um Björn Bjarnason og Die Hard- myndirnar. Ég man hins vegar ekki eftir að hafa heyrt neitt sérstakt um hetjudýrk- un Geirs Haarde eða Ingibjargar Sólrúnar, en það hefði kannski getað komið sér vel ef við hefðum vitað um eitthvað slíkt. Kannski hefði til dæmis Davíð blessuðum gengið eitthvað betur að sannfæra ríkisstjórnina ef hann hefði mætt til Geirs og Ingibjarg- ar sem Batman eða Súperman. Og þó, hann þarf kannski ekkert ofurhetjubúning til þess að finnast hann vera ofurhetja. Ofurhetjukomplexar NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.