Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Side 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006 | 3 Í myndum okkur eyju sem væri umlukt svo víðáttumiklu Mið- jarðarhafi eða torfærum Ölpum að íbúarnir töluðu ennþá latínu. Börnin myndu læra hana við móðurkné og nútíminn með öllu sínu tölvu-, net- og síma- sambandi væri þar í síendurnýj- uðum latneskum búningi. Þessi þjóð myndi eiga ríkulega nútímamenningu á latínu, fyrir utan arfinn gríðarstóra sem rómverska heimsveldið lét henni í té, hún væri einka- erfingi að Virgli, Ovidiusi, Hórasi, heilögum Ágústínusi og öllum hinum. Fyrir utan ótæmandi lindir þeirrar latínu sem streymdu til hennar úr öllum áttum Evrópu allt frá miðöldum fram til þeirrar átjándu, allt frá Danasögu Saxa fróða og Hugsunum Des- cartes til Kirkjusögu Finns Jónssonar. Þessi þjóð er að sjálfsögðu ekki til og nú les enginn lat- ínu nema fáeinir sérfræð- ingar og við verðum að nálgast þennan hug- arheim í gegnum tilfallandi þýðingar (nýlega var Eneusarkviða Virgils gefin út á ís- lensku). Sem breytir ekki því að þessi horfna menning minnir á afskorin, þurrkuð blóm, við getum rennt grun í fegurð þeirra, en ilmurinn, hinn lifandi safi, streymir ekki lengur í gegn. Á eyju einni í Atlantshafi er enn töluð ís- lenska, börnin sem fæðast meðtaka hana í móðurkviði (rannsóknir sýna að fóstrið er byrjað að leggja við hlustir strax þá). Og þetta ævaforna mál gengur í endurnýjun líf- daga með hverju barni sem lítur dagsins ljós og meðtekur tröllvaxinn nútímann eins og að drekka vatn um leið og hann berst. Ungling- ur sem skiptist á boðum við stöllu sína á smass-íslensku getur í næstu andrá tekið til við að halda áfram að lesa Völuspá eða Hávamál og er þá kominn í milliliðalaust samband við þúsund ára gamlan tíma: „Deyr fé, deyja frændur …“ Í öllum heiminum er talið að um 300 þús- und sálir, búsettar á Íslandi, séu þessa að- njótandi. Sú var aftur á móti tíð að þetta mál var talað miklu víðar, meðal annars um gervöll Norðurlönd, en landfræðilegar ástæður og frábrugðin áhrif valda því að hin forna tunga tekur að greinast í mállýskur sem enda með að missa samband við móðurtunguna sem heldur velli á Íslandi. En það er ekki farið að tala um íslensku fyrr en löngu síðar, fyrstu heimildir um sjálft heitið eru frá 16. öld, nánar tiltekið ár- ið 1558 í texta eftir Gísla Jónsson biskup: „Eru hér nokkrir sálmar útsettir af mér, Gísla Jónssyni, á íslensku,“ segir þar (með nútímastafsetningu).1 Snorri Sturluson (1179–1241) aftur á móti talar um danska tungu og norræna þegar hann víkur að miðli sínum. Hann minnist ekki á íslensku, ekki frekar en við færum að tala um borgfirsku, ísfirsku eða hornfirsku. Á Íslandi er töluð norræna. *** Ein afleiðing þess að Norðurlandaþjóðir missa lifandi samband við móðurtunguna er að þær hætta að skilja sínar eigin bók- menntir og ýmist glata þeim að fullu eða missa þær yfir til Íslendinga sem bæta þeim við ógrynnin sem þeir áttu fyrir. Þannig er t.d. um Eddukvæðin sem mörg hver eru eldri en Íslandsbyggð, en teljast samt til ís- lenskra bókmennta af því að engir aðrir geta gert tilkall til þeirra. Það er um þau eins og hvern annan hlut sem týnist, ef enginn kem- ur að vitja hans á sá fund sem finnur. Síðar áttu þessar þjóðir eftir að leita í sagnaarfinn íslenska til að verða sér úti um efnivið í eigin sögu. Þannig var um Dani og Svía sem þrálátt elduðu saman grátt silfur á öldum áður í kapphlaupinu um forræði á Norðurlöndum. Þegar tók að renna upp fyr- ir þeim á öndverðri 17. öld að fortíð þeirra væri að einhverju leyti að finna á íslenskum bókum hófst nýtt kapphlaup sem snerist um að sanna hvor þjóðin væri eldri á svæðinu með tilheyrandi samtíningi úr íslenskum handritum, útgáfustarfsemi og eftirspurn eftir íslenskum fræðimönnum.2 Og ekki þarf lengi blöðum að fletta um Norðmenn sem þiggja sögu sína á miðöldum í heilu lagi frá Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar og öðrum konungasögum sem varð- veist hafa á Íslandi. Þjóðverjar hafa líka sótt í þennan sjóð því íslenskan varðveitir efni sem nær allt aftur til þjóðflutningatímans þegar germanskir ættbálkar voru á faraldsfæti um álfuna svo af kviknuðu frásagnir og ljóð sem varða þá.3 Því það er svo mikilvægt að eiga sér sögu, án hennar troða þjóðirnar skamma stund marvaðann á ómælisdjúpi gleymskunnar. En sagan býr í tungumálinu og til að búa henni varanlegan búning þarf ritmál. Tunga án rit- máls er hverfult fyrirbæri og hefur lítinn mótstöðukraft þegar hún mætir utanaðkom- anndi áhrifum. Af á þriðja hundrað tungu- málum frumbyggja Ástralíu og á sjötta hundrað tungumálum frumbyggja Brasilíu hafa nær öll liðið undir lok og með þeim ómældir sjóðir sagna, goðsagna og visku. *** Hver er staða okkar Íslendinga þegar málið er annars vegar? Erum við með alla okkar ritmálshefð í svipaðri aðstöðu og með hitann, rafmagnið og vatnið: eitthvað óþrjótandi mitt í yfirvofandi skorti svo margra annarra. Höfum við efni á áþekku andvaraleysi og þegar við notum 30 lítra af vatni til að bursta í okkur tennurnar per skipti? Ekki segir sagan það. Þvert á móti er ekki ýkja langt síðan íslenskan lenti í hremmingum og villum svo minnstu munaði að hún lognaðist út af. Upphaf þess má rekja allt aftur til siðaskiptanna, en þá aukast mjög ítök hins erlenda valds á Ís- landi þegar kóngurinn danski eignast hér auðæfi sem áður voru í umsjá kirkju og klaustra. Eignir sem þurfti að sýsla um og hagsmuni sem þurfti að vernda og viðhalda. Stjórnsýslan, lagamálið, guðsorðið verður æ dönskuskotnara, fyrir utan aðsenda embætt- ismenn ómælandi á íslensku. Íslenskan er útlæg ger í eigin landi og þegar komið er fram á átjándu öld stendur málið svo tæpt að sjálfur rektor Skálholtsskóla, Bjarni Jónsson, leggur til að landsmenn fari að dæmi Norðmanna og kasti fyrir róða móð- urmáli sínu og taki upp dönsku. Og svarar sjálfur þeim sem kynnu að malda í móinn vegna fornritanna: að öllum þeim helstu hafi nú þegar verið snúið yfir á latínu og latínan mun jú blífa um aldur og ævi.4 Að sjálfsögðu voru þeir til sem vildu spyrna við fótum og leiftraði þá fyrir sjónum glæsileiki fornmálsins. Þó er eins og sú við- leitni finni sér ekki farveg fyrr en sjálfstæð- isbaráttan er komin á skrið á þeirri nítjándu. Þráin eftir frelsi er samofin end- urreisn íslenskunnar, úr þessu tvennu verð- ur sá kjarnasamruni sem knýr baráttuna fyrir því fullveldi sem að lokum náðist á síð- ustu öld. *** Sæju menn í anda háskólarektor í dag leggja til að við hættum að tala íslensku og tækjum í staðinn upp ensku, sem væri hvort eð er mál viðskipta og í vaxandi mæli stjórn- sýslu, en Íslendingasögurnar flestar komnar út á heimsmálinu? Þótt líkindi til þess teljist ekki mikil er engu að síður hollt að hafa í huga að málið er ekki sjálfgefið, þvert á móti er ævinlega ástæða til að vera á tánum, minnug þess að íslenskan hefur áður staðið tæpt. Að vísu blasir við að tungan hefur á síðastliðnum hundrað árum gengið í gegnum blómaskeið, ritfeikn síðustu aldar að ógleymdri ljós- vakamiðlun málsins votta það. En áherslurnar færast til. Nýr miðill kom til sögunnar á ofanverðri 20. öld sem ger- breytti stöðu bæði prentverks og útvarps. En þá gerist það að íslenskt sjónvarp nær ekki máli á þjóðtungunni. Um leið snuðar það landsmenn í stórkostlegum mæli um sjálfan veruleikann. Þeir eru að heita má framandi í eigin landi, heilu árgangarnir hafa vaxið upp annars hugar, þ.e. með hug- ann á allt öðru málsvæði, öðru umhverfi. Það má heita regla á Íslandi að eftir að fréttum og Kastljósi lýkur heyrist ekki ís- lenskt orð í sjónvarpi allra landsmanna. Með helstu menningarþjóðum er þessu svo þver- öfugt farið að hið erlenda efni er talsett á þjóðtungunni. Þannig heyrist aldrei enskt orð í sjónvarpi Þjóðverja, Frakka, Ítala, Spánverja svo dæmi séu tekin af fjórum evr- ópskum stórþjóðum. Og mætti einhver millivegur vera. En það má mikið vera ef þessi fjarvera Ís- lendinga frá málhverfi sínu og hugarheimi á ekki stóran hlut í hvað okkur tekst oft bág- lega að fóta okkur í veruleikanum, hvað við erum oft eins og gestkomandi í eigin að- stæðum (vorum við ekki síðast um daginn að horfa á danskan fréttaskýringarþátt um „ís- lensku útrásina“?). *** Hér hefur verið talað eins og iðkun og rækt- un málsins sé eftirsóknarverð og af hinu góða. En þá má ekki gleyma hinu sjónarmið- inu sem hefur skotið upp kolli í nútímanum, nefnilega að öll málstýring sé af hinu vonda, andlýðræðisleg og þegar allt kemur til alls tæki valdastéttarinnar til að viðhalda völdum sínum.5 Þessi skemmtilega hugmynd er eins og að líkum lætur upprunnin í Frakklandi þar sem stéttaskipting er geirnegld og málið op- inbera óvígur kastali innan hvers hin franska valdastétt hreiðrar sig, hvort sem í hlut eiga sósíalistar, gaullistar eða lengra að komnir hægrimenn. Þeir eru allir úr sömu útungunarstöðinni og lifa og hrærast utan við samfélagið og ekki fyrr en búið er að kveikja í talsvert mörgum bílhræjum eða sturta x-mörgum tonnum af tómötum á göt- ur og torg að þeim verður á að líta út um gluggana á Palais Bourbon. Hugmyndafræðingar þaðan á borð við Bourdieu, Foucault og Barthes hafa eðlilega beint sjónum að stéttaeðli tungumálsins og séð í því ómissandi lið í undir- og yfirtökum valdastéttarinnar. Roland Barthes tók m.a.s. svo djúpt í ár- inni að lýsa því yfir að öll málbeiting væri fasismi.6 Nú hljóta allir sem á annað borð vinna með tungumál að finna fyrir beiningu máls- ins og á stundum allt að því afvegaleiðingu þess. Tökum til dæmis orðaleppinn „stærsta framkvæmd Íslandssögunnar“, hér er raðað saman þremur orðum sem öll eru jákvæðrar merkingar, „stór“, „framkvæmd“, og kór- ónað með sjálfri „Íslandssögunni“. Sam- anhengd mynda þau nánast óvinnandi vígi sem verst hverri atlögu, eins þótt hvert klámhöggið á fætur öðru ríði af innan þess. Annað dæmi er „hlýnun andrúmsloftsins“ sem sniðgengur kerfisbundið kólnunina sem af henni hlýst þegar hafstraumarnir raskast og golfið nær ekki lengur til stranda Ís- lands. Stundum hafa menn talið sig geta siglt fram hjá farangrinum sem heitin bera með sér með því að skipta um nafn, dæmi um það er „nýbúi“ sem átti að krækja hjá gild- ishlöðnu orði á borð við „innflytjandi“. En hvað gerist? Nýbúi samsamast inntakinu sem átti að forðast og gott ef ekki bætir við sig seinni tíma vandræðagangi með þeim af- leiðingum að þeir sem áttu að njóta góðs af hljóta að fúlsa við. En lengra nær samlíkingin við franska dæmið tæpast. Af hverju? Af því að íslensk- an er alþýðusprottin í meiri eða minni and- stöðu við yfirstétt landsins sem hallaðist að dönsku. Til marks um fyrri stöðu íslensk- unnar má hafa orð nítjándualdarmannsins séra Árna Helgasonar, að um aldamótin 1800 á Suðvesturlandi „þá var það haldið á sínum stöðum ósómi að tala íslensku, þó ís- lenskir menn væru; það hét næstum því hið sama að vera íslenskur og að vera villudýr“.7 Svona skrifaði t.a.m. Sveinn Sölvason lög- maður sem á átjándu öld var einn af áköf- ustu talsmönnum þess að íslenskan tæki mið af dönskunni: Að síðustu vil eg ekki gleyma að standa mínar skriftir fyrir Mr. Logicis Grammaticis et Philolog- is, um það er eg hefi bæði viljandi og óviljandi syndgað á móti þeirra reglum: og fyrst hvað mínar Definitiones áhrærir, veit eg þær halda ekki Stik, ef examinerast skyldu juxta methodum definiendi et demonstrandi logicam, og ekki verðugar að heita utan Descriptiones; því eg hefi látið mér segja, að slíkur Methodus passi sig ekki eiginlega í Scientiis Practicis, heldur all- eina Theoreticis, hverjar sig láta mathematice demonstrera 8 Hvarflar að mönnum að allt hefði orðið hér miklu frjálsara og lýðræðislegra ef menn hefðu fengið að rita hver eftir sinni sérvisku og sletta holt og bolt þeim tungum sem þeim voru tamar? Liggur ekki í augum uppi að sú málstefna að smíða og þýða á ís- lensku er mun lýðræðislegri aðferð? Það væri leikur einn að taka til að mynda orð á borð við epistemologia og lima það inn í ís- lenskt mál. „Ég legg stund á epistemológíu“ gæti námsmaður sagt. En hverju er óinn- vígður viðmælandi hans bættari? Aftur á móti er til íslenskt heiti sömu merkingar: „þekkingarfræði“ og nú á hver sem á annað borð er mæltur á málinu að eiga sjens í ein- hverja skilningsglætu. Hitt er jafn satt að fjölmörg erlend orð eiga heima óbreytt í hvaða máli sem er, ein- faldlega af því að þau bera með sér hughrif sem verða trauðlega flutt á milli eða þýdd. Til dæmis að taka „rasisti“ sem er allt of bil- lega sloppið að kalla „kynþáttahatara“. Fleira mætti nefna af vanhugsaðri mál- vöndun. Þannig mátti lengi vel í fræðslu- bæklingum til skólabarna ekki tala um „bíl“ og „götu“ heldur „bifreið“ og „akbraut“. Fyrr skyldi íslensk æska verða fyrir bíl (bif- reið) en jafn hversdagslegt orð og „gata“ öðlaðist þegnrétt í íslensku máli. Skemmti- legt dæmi um ógöngur slíkrar ofvöndunar er að finna í nýútkominni endurminningabók Solveigar Einarsdóttur þar sem segir frá því að hún hafi sem krakki ekki sinnt banni við að hjóla niður Bankastræti af því að hún misskildi fyrirmæli á umferðarskilti svo- hljóðandi: „Hjólreiðar bannaðar“ og Staða málsins ’En það eru blikur á lofti. Eða skyldi sá fimmti hverunglingur sem útskrifast ólæs úr grunnskóla ekki vera jafn ólæs á klassíska texta sem annað lesmál? ‘ Eftir Pétur Gunnarsson peturgun@ centrum.is Staða málsins 

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.