Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Side 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 3
BASIC REQUIREMENTS: Aged 18+ with
good English Language ability
APPLICATION AND INFORMATION
Email info@laban.org or
call +44 (0)20 8691 8600
CREEKSIDE
LONDON SE8 3DZ UK
WWW.LABAN.ORG
Programmes offered at Laban compliant with the national framework for higher education
qualifications are validated by City University, London. Laban is committed to equality of
opportunity. Laban is incorporated by Trinity Laban. Registered Charity 309998. Supported
by Arts Council England with National Lottery funds. Design Laban 2005 Photo Merlin
Hendy.
Launch yourself into the world of
professional dance, training in
Contemporary Dance with a
renowned teaching faculty, at
Laban’s unique award-winning
building in London, UK.
Offering undergraduate and
postgraduate programmes
WWW.LABAN.ORG
REYKJAVIK, ICELAND 11 -12 MARCH
CONTACT Thordis Schram
JSB Artschool of Dance
Lagmuli 9
105 Reykjavik
T 00 354 581 3730
E jsb@jsb.is
For more details on our overseas auditions visit www.laban.org
AUDITIONING FOR OUR 3 YEAR
BA (HONS) DANCE THEATRE
PROGRAMMME
Interested in discussing postgraduate
training opportunities at Laban?
Please contact the administrator at
your nearest venue, who can book you
onto an information session with our
programme leaders.
Þ
að hefur verið vel þess virði að
fylgjast með bókmenntaumræð-
unni í Lesbók Morgunblaðsins
að undanförnu. Sigurður Gylfi
Magnússon sagnfræðingur hóf
hana að þessu sinni með grein
um útgáfu og sölu fræðirita og umfjöllun um
þau. Að sögn hans er þar víða pottur brotinn. Í
kjölfarið hafa margir lýst skoðunum sínum á
ýmsum þáttum bókaútgáfu og bóksölu.
Ég leyfi mér að bæta héðan að vestan örlitlu
við þetta prógramm – af sjónarhóli smáútgef-
andans.
Vinsæl iðja
Að skrifa og gefa út bækur er vinsæl iðja hér á
landi og naumast verri en hvað annað sem
menn taka sér fyrir hendur. Ritstarfa- og út-
gáfugenin virðast atorkusöm hjá mörgum Ís-
lendingum.
Ekki veit ég til þess að nokkur maður hafi
orðið ríkur á bókaútgáfu hérlendis. Þeir geta
a.m.k. ekki verið margir. Mörg bókafélög og
stór forlög hafa gegnum tíðina
hætt starfsemi, södd lífdaga,
eða farið á hausinn. Sama er
með marga einyrkja á þessum
akri. Líkja má bókaútgefendum við útgerð-
armenn hér áður fyrr. Þeir voru að vísu „stór-
varasamir menn“ upp til hópa, eins og kunn-
ugt er, og ætluðu sér að græða. En löptu þeir
ekki flestir dauðann úr skel þegar upp var
staðið? Ég veit ekki betur. Að maður tali nú
ekki um bæjarútgerðirnar!
Margir hafa byrjað á bókaútgáfu og ætlað
sér að hagnast en komist að því fullkeyptu.
Hvers vegna eru menn þá að þessu? Sumir út-
gefendur segja að þetta sé svo gaman og svo
mikil lífsfylling því samfara að gefa út góða
bók. Undirritaður er einn þeirra. Stundum
hafa menn sagst vera hættir. En freisting-
arnar leynast víða. Gott handrit dúmpar upp!
Og er ekki sagt að menn eigi að fást við það
sem þeir hafa ánægju af, svo framarlega sem
það er ekki náunganum til óþurftar?
Aðskiljanleg örlög bóka
Sumar bækur seljast, aðrar ekki. Þannig er
það og hefur alltaf verið og munu á því margar
skýringar. Vestfirska forlagið hefur t.d. gefið
út nokkrar mjög góðar bækur sem lítið hafa
selst í bókaverslunum eða stórmörkuðum,
þrátt fyrir býsna góða auglýsingu og beina og
óbeina kynningu. Meðal þeirra er Höfundar-
saga mín eftir Þorstein Antonsson, sem er
einn af okkar þekktari höfundum. Hún hreyfð-
ist ekki, þrátt fyrir að hafa fengið mjög góða
dóma. Qupersímán, endurminningar græn-
lensks galdramanns eftir Otto Sandgreen, sem
Ingibjörg Vigdís Friðbjörnsdóttir þýddi mjög
laglega úr dönsku, liggur í stöflum hjá forlag-
inu. Þá bók, sem einnig fékk mjög góða dóma,
má vel kalla fræðirit um okkar næstu ná-
granna á austurströnd Grænlands, sem við vit-
um nánast ekkert um.
Ekki síst má hér nefna verkið Úr verbúðum
í víking austan hafs og vestan í tveimur bind-
um, eftir Vestfirðinginn Ólaf Guðmundsson
frá Breiðavík, sem er meðal vönduðustu og
best skrifuðu endurminninga síðari ára. Höf-
undurinn er einn af frumkvöðlum fisksölumála
okkar Íslendinga, maður sem var í innsta
hring hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Þarna er margt sem aldrei hefur verið sagt frá
áður og síst í opinberu afmælisriti samtak-
anna. Vestfirska forlagið lagði allan sinn metn-
að í þá útgáfu en dugði ekki til.
Þannig mætti áfram telja og gætu margir
um vitnað.
Jólaþrýstingurinn
Margir hafa fjallað um útgáfutíma bóka hér á
landi og jólabókaflóðið margfræga. Fróðir
menn segja að siðurinn að nota bækur til jóla-
gjafa hafi færst í aukana í seinni heimsstyrjöld
og eftir hana. Það er hið besta mál og enn í
fullu gildi. Spurningin er þó sú, hvort endilega
þurfi að hrúga öllum þessum hundruðum titla
á verslunarborðin nokkrum dögum fyrir jól.
Til þess að reyna að minnka þennan jóla-
þrýsting hefur Vestfirska forlagið gefið út
bækur á öllum tímum árs. Þannig var bókin
Saga Fjalla-Eyvindar eftir vestfirska fræði-
manninn Guðmund Guðna Guðmundsson, eina
heildstæða frásögnin sem til er af þeim Fjalla-
Eyvindi og Höllu, gefin út fyrir páska eitt árið,
að vísu endurprentun eftir 35 ár frá frumút-
gáfu. Einnig barna- og unglingabókin Hanna
María á héraðsskóla eftir Strandakonuna
Magneu frá Kleifum, sem er einnig fyrir full-
orðna eins og allar góðar barnabækur. Þessar
bækur báðar seldust þokkalega, þ.e. skiluðu
nokkurn veginn útgáfukostnaði. En þegar
flóðið nálgaðist lentu þær sums staðar undir
borðum. Það er hættan þegar bækur koma út
fyrri hluta árs.
Margir útgefendur segja að seljist bók ekki
fyrir jólin, þá seljist hún ekki nema í einhvers
konar nauðungarsölu fyrir spottprís. Þetta er
þumalputtareglan. Hluti sumra bókaupplaga
fer óhjákvæmilega í endurvinnslu. Hér höfum
við vandamál bókaútgefandans í hnotskurn.
Margir bóksalar farnir á hausinn
Nú er svo komið, að velflestir gömlu, góðu,
klassísku bóksalarnir eru ýmist farnir á haus-
inn eða búnir að loka. Margir telja að það sé
stórmörkuðunum að kenna. Það má vel til
sanns vegar færa ef menn vilja. En samkeppn-
in lætur ekki að sér hæða. Það verður víst ekki
bæði sleppt og haldið.
Fyrir nýliðin jól fékk Vestfirska forlagið
vinsamlega ábendingu frá Samkeppnisstofn-
un, eftir kvörtun sem þangað hafði borist frá
verslun á Ísafirði, að ekki mætti neita viðkom-
andi um að hafa Bækurnar að vestan til sölu.
Það varðaði við fákeppnis- og samkeppnislög.
Til skýringar skal þess getið, að Vestfirska
forlagið hafði fram að þessu eingöngu haldið
sig við feðgana í Bókhlöðunni á Ísafirði varð-
andi dreifingu og sölu bóka sinna þar. En nú
er sem sagt orðin breyting þar á samkvæmt
lögum og paragröffum, hvort sem mönnum
líkar betur eða verr. Nú má selja bækur í
hvaða verslun sem er, jafnvel bakaríum ef rétt
er skilið, og útgefandinn raunar skyldaður til
að afhenda þær hverjum sem er til sölu!
Til fróðleiks og gamans skal einnig sagt frá
því hér, að ekki minnkaði umsetningin hjá
þeim Bókhlöðufeðgum á Ísafirði á bókum
Vestfirska forlagsins að heldur, þó að þær
væru einnig til sölu við góðan orðstír í Bónusi
og Office One þar á staðnum. Svona er lífið!
Félag íslenskra bókaútgefenda
Jón Þorvarðarson, rithöfundur og útgefandi,
skrifar athyglisverða grein í Lesbók um dag-
inn. Þar segir hann m.a. að smælingjarnir eigi
ekki greiðan aðgang inn í Félag íslenskra
bókaútgefenda. Þeir komi að lokuðum dyrum.
Ég hef aðra sögu að segja. Vestfirska for-
laginu var að fyrra bragði boðin innganga.
Boðið var þegið og hafa samskiptin við fram-
kvæmdastjóra félagsins, Benedikt Kristjáns-
son, verið eins góð og á verður kosið. Tekið var
fram að fjórar útgáfubækur á ári væri viðmið-
unin fyrir inntöku nýrra félaga, ef rétt er mun-
að.
Jón Þorvarðarson nefnir Íslensku bók-
menntaverðlaunin í sinni ágætu grein og finn-
ur þeim ýmislegt til foráttu. Að mínum dómi
mætti gjarnan leggja þau niður í núverandi
mynd, sem og ýmis önnur verðlaun í okkar
verðlaunasjúka samfélagi. Hérlendis fá menn
oft verðlaun bara fyrir að mæta á staðinn, ef
svo mætti segja.
Með nokkrum ólíkindum má telja hrikalega
frásögn smáútgefandans Jóns Þorvarðarsonar
af samskiptum hans við Menningarsjóð vegna
fræðibókar um stærðfræði eftir hann sjálfan,
þá einu sem hér hefur komið út um sögu þess-
arar undirstöðugreinar. Bók sú fékk frábæra
dóma, ef rétt er munað. Skulu vera einhverjir
maðkar í mysunni hjá Menningarsjóði?
Niðurlag
Í upphafi þessara orða voru fræðibækur
nefndar. Sumir höfundar slíkra bóka segja sín-
ar farir ekki sléttar. Með tilkomu netsins er
landslagið hins vegar að breytast. Nú er
spurningin þessi: Teygja fræðimenn, náms-
menn og aðrir fróðleiksfúsir sig í bókina uppi í
hillu eða fara þeir einfaldlega á netið?
Svarið virðist liggja í augum uppi. Þó virð-
ast margs konar bækur aðrar halda velli, þó
svo að hitt sé ljóst, sem margir hafa bent á, að
titlar eru allt of margir í íslenskri bókaútgáfu,
bækurnar koma út á of skömmum tíma og
upplögin eru oft á tíðum of stór.
Hljóð úr horni að vestan
„Ekki veit ég til þess að nokkur maður hafi
orðið ríkur á bókaútgáfu hérlendis,“ segir
greinarhöfundur sem blandar sér í umræður
sem fram hafa farið í Lesbók um bækur,
bókaútgáfu og bókmenntaverðlaun í vetur.
Morgunblaðið/Árni SæbergBókaútgáfa „… titlar eru allt of margir í íslenskri
bókaútgáfu, bækurnar koma út á of skömmum
tíma og upplögin eru oft á tíðum of stór.“
Eftir Hallgrím
Sveinsson
jons@snerpa.is
Höfundur er bókaútgefandi.