Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.2006, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 4. mars 2006 | 15 GUÐRÚN HELGADÓTTIR rithöfundur varð sjötug hinn 7. september síðastliðinn. Af því til- efni kom út bókin Í Guðrúnarhúsi, greinasafn um verk Guðrúnar sem hefur að geyma níu greinar eftir jafnmarga bókmenntafræðinga, átta konur og einn karl. Það er fátítt að út komi íslensk greinasöfn af þessu tagi, þar sem kast- ljósinu er beint úr mörgum áttum að einum og sama rithöfundinum, en þeim mun gleðilegra þegar það gerist því slík rit eru fengur fyrir ís- lenska bókmenntaumræðu. Það er einmitt helst í tilefni af stórafmælum sem slíkar bækur líta dagsins ljós og í haust kom einnig út greinasafn um verk Svövu Jakobsdóttur sem gefið var út í tilefni af því að Svava hefði orðið 75 ára hinn 4. október síðastliðinn, hefði hún lifað. Þessar tvær konur hafa hvor um sig skarað fram úr á sínu sviði og rík ástæða til að beina kastljósinu að verkum þeirra. Titillinn, Í Guðrúnarhúsi, kallast á við titil einnar bókar Guðrúnar, Í afahúsi, sem kom út árið 1976. En það var tveimur árum áður að Guðrún sló í gegn með fyrstu barnabók sinni Jón Oddur og Jón Bjarni (1974) sem var sú fyrsta af þremur bókum um hina ógleymanlegu tvíbura sem íslensk börn og foreldrar tóku sam- stundis ástfóstri við. Ármann Jakobsson skrifar grein um þessa ástsælu tvíbura og kallar hana „Að kunna sér hóf í alvörunni. Þegar nútíminn kom með tvíburum inn í íslenskar barnabók- menntir“. Eins og Ármann bendir á ollu bækur Guðrúnar straumhvörfum í íslenskum barna- bókum; þær komu inn á heldur tíðindalítið svið þar sem þýddar bækur voru í aðalhlutverki og samkeppni við þær lítil. Ármann setur bækur Guðrúnar í norrænt samhengi og ber þær sér- staklega saman við bækur Anne-Cath. Vestly en margir muna eflaust eftir bókum hennar um Óla Alexander Fílibomm-bomm-bomm. Sá norski piltur og hinir íslensku tví- burar voru dæmigerð nútímabörn, bendir Ármann á, og íslenskar fjöl- skyldur áttu auðvelt með að tengja sig við veruleika þeirra, auk þess sem bækurnar leiftruðu af húmor sem sjaldséður var í íslenskum bókum fyrir börn á þessum tíma. Það er annar ritstjóranna, Dagný Kristjánsdóttir, sem skrifar inngangsgrein safnsins þar sem hún lítur yfir höfundarverk Guð- rúnar og kynnir aðrar greinar í bókinni, auk þess sem hún rekur æviágrip Guðrúnar og fjallar um barnabókmenntir sem bókmennta- grein. Grein sína kallar Dagný „Börn þurfa sögur og sögur þurfa börn“ og er um tilvísun til orða Guðrúnar að ræða, en þau eru tekin úr viðtali sem Matthías Viðar Sæmundsson tók við Guð- rúnu og birti í bók sinni Stríð og söngur frá 1985. Inngangsgrein Dagnýjar er vönduð og fróðleg og góður upptaktur að ritinu í heild. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir fjallar um þær sögur Guðrúnar sem gefnar hafa verið út í formi myndabóka. Hún fjallar um einkenni slíkra bóka almennt og ræðir síðan sérstaklega um samspil mynda og texta í hverri bók fyrir sig. Frægasta bókin í þessum flokki er áreiðanlega Ástarsaga úr fjöllunum (1981) um hina óborg- anlegu Flumbru, ástamál hennar og syni. Anna Heiða Pálsdóttir beinir sjónum að bókinni Litlu greyin (1993) sem hefur ekki verið mikið í sviðs- ljósinu þótt hún hafi hlotið Barnabókmennta- verðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur árið 1994. Hér tekur Guðrún á alvarlegum vandamálum, skilnaði og afbrotum, en eins og Anna Heiða bendir á gerir hún það af ríkum skilningi og húmor og forðast af list að gera frásögnina af vandamálum þrúgandi og neikvæða. Hinn ritstjóri greinasafnsins, Brynhildur Þórarinsdóttir, fjallar í grein sinni „Glæpa- kvendi og góðar sálir“ um þríleikinn Ekkert að þakka! (1995), Ekkert að marka! (1996) og Aldr- ei að vita! (1998) sem einnig fjallar um sam- félagsvandamál, þ.e. glæpi af ýmsu tagi. Bryn- hildur skoðar sérstaklega „þær siðferðislegu línur sem lagðar eru í bókunum“ og sýnir hvernig hinir fullorðnu verða oft ósamkvæmir sjálfum sér þegar kemur að því að kenna börnum rétta siðferðilega hegðun. Í niðurlagsorðum sínum segir Brynhildur: „[b]ækurnar hvetja unga lesendur til að velta fyrir sér grundvallaratriðum á borð við: „Hvað er glæpur?“, „Hver er sekur?“ og „Hvernig á að refsa fyrir tiltekinn glæp?“ Þetta sýnir að Guðrún gerir mikl- ar kröfur til hinna ungu lesenda sinna og sýnir þeim þannig þá virðingu sem þeir eiga skilda. Brynhildur endar á því að benda á að líkt og í glæpasögum fyrir fullorðna eru glæpirnir í bókum Guðrúnar rammi um félagslega ádeilu. Katrín Jakobsdóttir fjallar um leikritið Óvita og um persónuna Pál Vilhjálmsson sem íslensk börn þekkja bæði úr samnefndri bók sem og úr Stundinni okkar þar sem hann var fyrst kynnt- ur til leiks. Í þessum verkum kemur það kannski einna skýrast fram að Guðrún Helga- dóttir er baráttumaður fyrir réttindum barna, sem reyndar má einnig lesa út úr flestöllum öðr- um verkum hennar, enda heitir grein Katrínar „Litlir og stórir baráttumenn og -konur“. Sig- þrúður Gunnarsdóttir tekur „tvö sýni“ úr höf- undarverki Guðrúnar og ber saman bókaflokk- inn um Jón Odd og Jón Bjarna annars vegar og nýjustu bækur Guðrúnar, Öðruvísi dagar (2003) og Öðruvísi fjölskylda (2004), en sú síðastnefnda hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverð- launanna á síðasta ári. Sigþrúður sýnir fram á að þótt margt sé ólíkt með þessum bókum eiga þær það samt allar sameiginlegt að þar er rekin sterk barátta „fyrir réttindum og hagsmunum barna“ – og ítrekar hún þar með niðurstöðu Katrínar og reyndar fleiri greinahöfunda. Þríleikurinn Sitji guðs englar (1983), Saman í hring (1986) og Sænginni yfir minni (1987) byggist, eins og kunnugt er, á æsku Guðrúnar og uppvexti í Hafnarfirði. Það er Hafnfirðing- urinn Birna Bjarnadóttir sem beinir sjónum að þessum bókum í greininni „Víglína undir klaustri“. Birna skrifar fallega um þessar bæk- ur og bendir á að í þeim blasi „lífið [við] eins og því er lifað“ og að stórar spurningar séu ekki sniðgengnar, þótt stundum sé „fátt um svör“. Aftur mætti kannski minnast á að Guðrún Helgadóttir kemur fram við lesendur (á hvaða aldri sem er) af virðingu og gerir til þeirra kröf- ur og það kunna lesendur að meta. Þetta kemur skýrt fram í grein Birnu án þess að það séu hennar orð. Lokagrein safnsins er eftir Silju Aðalsteins- dóttur sem hefur þá sérstöðu meðal annarra greinahöfunda að hver og einn hinna vísar til eldri skrifa Silju um verk Guðrúnar. Og óhætt er að kalla Silju sérfræðing í verkum Guðrúnar því hún hefur manna mest um þau fjallað op- inberlega. Grein Silju heitir „Úr afahúsi til engla guðs“ og í henni fjallar Silja um þróun persónulýsinga í verkum Guðrúnar, frá þeim fyrstu til hinna nýjustu. Silja sýnir á sannfær- andi hátt hversu mjög Guðrún hefur vaxið sem höfundur á þeim þremur áratugum sem ritferill hennar spannar, þótt hún hafi þegar slegið í gegn með sínum fyrstu bókum. Kannski dregur grein Silju saman í hnotskurn ástæðu þess að Guðrún Helgadóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru í tilefni af degi ís- lenskrar tungu, 16. nóvember 2005. Þeir sem hafa lesið bækur Guðrúnar vita hversu vel hún er að þeirri viðurkenningu komin og greinasafn- ið Í Guðrúnarhúsi undirstrikar það rækilega. Hér skal þó tekið fram að þeir fræðimenn sem í þetta rit skrifa hafa þó ekki uppi eintóna lofsöng um verk Guðrúnar, þeir benda líka á hinar veik- ari hliðar, t.a.m. eru ekki allir sáttir við sumar kvenlýsingar hennar. En ljóst er að fáir íslensk- ir rithöfundar standa Guðrúnu á sporði þegar kemur að því að segja sögur sem bæði börn og fullorðnir geta heillast af og skemmt sér yfir. Ritið Í Guðrúnarhúsi gefur greinargóða mynd af verkum Guðrúnar og mun áreiðanlega nýtast vel þeim sem um bókmenntir fjalla í skólum og annars staðar. Það er einnig áhugaverð lesning fyrir aðdáendur verka Guðrúnar. Baráttumaður barnanna BÆKUR Fræðirit Ritstjórar: Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Krist- jánsdóttir. Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Vaka-Helgafell 2005, 176 bls. Í Guðrúnarhúsi Soffía Auður Birgisdóttir Guðrún Helgadóttir Leiklist Tvær áhugaverðar frumsýningar verða í Þjóð- leikhúsinu um helgina sem Lesbók ætlar að leyfa sér að mæla með óséðum. Þar er annars vegar Virkjunin eftir Nóbelsverðlaunahöfund- inn austurríska Elfriede Jelinek í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og leikgerð Maríu Kristjánsdóttur. Hins vegar er það frumsýning í kvöld á Pétri Gaut í leikstjórn Baltasars Kor- máks en það er opnunarsýning hin nýja leik- sviðs Kassans sem miklar væntingar eru tengd- ar. Verður að leyfa sér að vona að sýningarnar standi undir væntingum en mikið er í lagt svo vel takist til. Tónleikar Lesbók mælir með tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Háskólabíói á fimmtu- dagskvöldið, en þar verða eingöngu leikin verk eftir Jón Nordal í tilefni af áttræðisafmæli hans í vikunni. Þar gefst tækifæri til að hlýða á fimm frábær hljómsveitarverk eftir Jón; Choralis, Tvísöng og þrjá einleikskonserta – fyrir selló, píanó og klarínettu. Einleikarar á tónleikunum verða margir snjöllustu tónlistarmenn þjóð- arinnar: Einar Jóhannesson, Guðný Guðmunds- dóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Víkingur Heiðar Ólafsson og Erling Blöndal Bengtsson, en gam- all kunningi hljómsveitarinnar og fyrrum fasta- gestur á stjórnandapallinum, Petri Sakari, stjórnar. Þetta er sjaldgæft og einstakt tæki- færi til að heyra mörg bestu verka Jóns á einum tónleikum. Myndlist Það er ekki ofsögum sagt að myndlist blómstri um þessar mundir en ljóst er að vel á annan tug myndlistasýninga opna um þessa helgi. Tölu- vert er um opnanir utan höfuðborgarsvæðisins; m.a. í galleríinu Suðsuðvestur þar sem sýning á verkum Önnu Guðjónsdóttur opnar í dag kl. 16. Mesta athygli þessa helgi vekur þó opnun sýn- ingar á verkum Spencer Tunick í Listasafni Ak- ureyrar, en hann hefur gert garðinn frægan fyr- ir myndir af nöktu fólki sem fjölmennir á ýmsa hversdagslega staði sem oft á tíðum heyra svo- nefndri siðmenningu til – og varpar þar með ljósi á tengsl mannsins við uppruna sinn í dýra- ríkinu, en einnig á tengsl manns og samfélags. Í Listasafni Akureyrar opnar einnig sýning Höllu Gunnarsdóttur, sem hún nefnir Svefnfara, en þessi verk hennar hafa ekki verið sýnd áður hér á landi. Kvikmyndir Lesbókin mælir að þessu sinni með kvikmynd- inni The Constant Gardener með Ralph Fienn- es og Rachel Weizs í aðalhlutverkum. Leikstjóri myndarinnar er Fernando Meirelles, sá hinn sami og færði okkur verðlaunamyndinni City of God. Sæbjörn Valdimarsson kvikmynda- gagnrýnandi Morgunblaðsins hefur meðal ann- ars þetta um myndina að segja: „Meirelles kemur frábærlega til skila bæði um- hverfisstemningunni í viðsjárverðu álfunni svörtu, spennunni sem skapast þegar Justin fer á stúfana og að gefa áhorfandanum nasasjón af framkomu lyfjarisanna við þriðja heiminn. Þeir eru hið illa afl sem Sovétið var löngum í bókum höfundarins og kæmi fáum á óvart að Le Carré hefði fundið í þeim verðugan arftaka, nú þegar kalda stríðið tilheyrir fortíðinni.“ Lesarinn 44 Scotland Street, eftir Alexander McCall Smith útg. 2005 Polygon Espresso Tales, eftir Alexander McCall Smith útg. 2005 Polygon. Skoski rithöfundurinn Alex- ander McCall Smith er höf- undur The No. 1 Ladies’ Detective Agency-bókanna sem fjalla um Precious Ramotswe frá Bótsvana sem vinnur sem sjálfstætt starf- andi spæjari, og margir hafa lesið. Hér er hann hins veg- ar á heimaslóðum með sögu- persónur venjulegra íbúa í Edinborg. Í formála er skemmtileg lesning um hvernig höfundur kom sér í þann aflagða sið að vera með daglega framhaldssögu í dagblaðinu The Scotsman. Bækurnar tvær eru samantekt á framhaldssögunum í blaðinu og sú þriðja er í smíðum. Í stuttu máli má segja að Smith takist hér það sama og heillar í sögum um frú Precious Ramotswe, þ.e. þessi hæga og hlýlega nærvera höfundar við venjulegt fólk. Í upphafi sögu eiga sögupersónurnar það eitt sammerkt að búa í sama húsi; nr. 44 við Scotland Street, og við fyrstu sýn er eins og ekkert sé að gerast, alla- vega engir „viðburðir“, en lesningin fangaði at- hygli mína þannig að hvor bók um sig var lesin viðstöðulaust nema að ég varð að leggja aðra bókina frá mér til að jafna mig á einum atburði (opnaðar dyr á skáp), segi ekki meir. Nú bíð ég eftir að heyra meira af lífi sögupersónanna, með svipaðri tilfinningu og maður fylgist með lífi uppáhalds ættingja sinna og vina. Dagbókarbrot Úr dagbók Kristófers Kólumbusar Sunnudagur 3 mars 1506. Eftir sólsetur fylgdi hann stefnu til austurs. Vindsveipur kippti í seglin og hann taldi sig í mikilli hættu en Guð sá aumur á þeim. Hann varpaði hlutkesti um að senda pílagrím, sem hann sagði, skyldu fara á skyrtunni til Santa María de la Cinte í Huelva, og það kom í hlut að- mírálsins. Þeir hétu því einnig allir að neyta ein- ungis brauðs og vatns á fyrsta laugardegi land- töku. Hann komst sextíu mílur áður en seglin rifnuðu; síðan sigldu þeir með ber möstrin vegna roksins og sjávarins sem gekk á tvær hliðar yfir skipið. Þeir sáu merki um að land væri nærri; þeir voru á nágrenni Lissabon. Lesbók mælir með… Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen verður frumsýnt á nýju leiksviði, Kassanum, í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Björg Sveinsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.