Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Page 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006
W
agner kom fyrst til Feneyja
árið 1858. Hann varð sam-
ferða landafræðingnum
Karl Ritter, en þeir veittu
hvor öðrum félagsskap í
Feneyjadvölinni. Wagner
dvaldi veturlangt í borginni, nánar til tekið í
einni af Giustiniani-höllunum við Canal Grande
eða Stórasýki. Árin þar á undan höfðu verið við-
burðarík og stormasöm – eins og allt líf tón-
skáldsins var raunar. Hann hafði um nokkurt
skeið átt í ástarsambandi við Mathilde Wesend-
onck, en hana hitti hana fyrst árið 1852, en
maður hennar, Otto von Wesendonck, var mik-
ill Wagneraðdáandi.
Hún var skáldkona
og veitti Wagner
mikinn innblástur og
fyrir hana samdi hann bæði píanósónötu og
ljóðaflokkinn Wesendoncklieder. Sama ár og
Wagner kynnist Mathilde skrifar hann ljóðin
bæði fyrir Rínargullið og Valkyrjuna, en 1854
hefst hann handa við að semja tónlistarhluta
Valkyrjunnar sem hann svo lýkur við tveimur
árum síðar. Árið 1858 um það leyti sem Wes-
endonckljóðin líta dagsins ljós, finnur eiginkona
Wagners, Minna „ástarbréf“ ætlað Mathilde.
Hjónin skilja um tíma, hún fer til Dresden en
hann til Feneyja. Svo virðist sem tilfinningar
Wagners til Mathilde hafi blásið honum í brjóst
þá ákvörðun að leggja Hringinn (hina mögnuðu
fjögurra óperu seríu) til hliðar, en hefjast hins
vegar handa við annað meistaraverk, ástarsög-
una um Tristan og Ísoldu. Wagner þurfti al-
gjört næði og einveru við verkið og því hélt
hann til Feneyja haustið 1858 og varð sér fljótt
úti um húsnæði við hæfi, eða tvö stór og rúm-
góð herbergi í einni af þremur Giustinianihöll-
unum við Canal Grande. Eftir að hafa fengið
farangur sinn fluttan þangað sagði Wagner:
„Loksins bý ég í Feneyjum.“ Wagner lifði ein-
földu lífi í Feneyjum, eða eins og hann segir
sjálfur frá í Feneyjardagbók sinni: „Ég vann til
klukkan tvö, þá steig ég upp í gondól sem beið
ætíð tilbúinn og bar mig eftir hinum virðulega
Canal Grande út að upplýstu og glaðlegu torg-
inu, en sérstæður sjarmi þess hafði alltaf upp-
lífgandi áhrif á mig. Að svo búnu fór ég á veit-
ingastaðinn minn á Markúsartorginu og að
loknum snæðingi gekk ég einn eða með Karli
eftir bökkunum og að almenningsgörðunum,
Giardini Pubblici, sem er eina útivistarsvæðið í
Feneyjum þar sem tré er að finna og um sól-
arlag hélt ég til baka með gondólnum niður sík-
ið, sem þá var mun alvarlegra og þögulla, uns
ég kom að staðnum þar sem ég sá ljóstíruna úr
einmana lampanum mínum í glugga næt-
urskýldrar framhliðar hinnar gömlu Giust-
inianihallar.“
Það eru engar ýkjur að halda því fram að all-
ir sem komi til Feneyja heillist af borginni.
Tugir þúsunda túrista flykkjast þangað árlega
og það „skemmir“ óneitanlega upplifun á töfr-
um borgarinnar sé hún heimsótt yfir sumartím-
ann. Ráðlegast er að fara þangað á vorin eða
haustin. Listamenn hafa löngum sogast að Fen-
eyjum eins og mý að mykjuskán, enda varla
hægt að hugsa sér magnaðri stað á byggðu bóli,
bæði í sögulegu, listalegu og landfræðilegu til-
liti en þessa töfraborg Venetóhéraðs. Umsvipað
leyti og Wagner dvaldi í fyrra skiptið í Fen-
eyjum bjó þar einnig (í annarri Giustinianihöll)
bandaríski konsúllinn William Dean Howell
sem árið 1866 gaf svo út bókina Venetian life
eða Feneyjalíf, þar sem hann lýsir lífinu í Fen-
eyjum á mjög lifandi hátt: „Það er eitthvað í
hinum blessaða andardrætti Ítalíu (hversu
fljótt finnur maður það eftir því sem sunnar
dregur og hversu ljúft það er eftir hið harða loft
alpanna!) sem undirbýr þig fyrir komu þína að
næturlagi til þessa staðar; og ó þú! hver sem þú
ert, sem ferðast í fyrsta sinn til töfraborg-
arinnar, leyf mér að segja þér hve lánsamur þú
ert! Skynfæra þinna bíður sýning sem býr yfir
svo einstakri fegurð sem engin mynd eða bók
gæti nokkurn tíma miðlað þér, – fegurð sem þú
munt finna fullkomlega fyrir aðeins einu sinni,
og sakna að eilífu.“
Orð Howell hitta naglann á höfuðið, a.m.k.
hafa margir átt í erfiðleikum með að lýsa með
orðum fyrstu upplifun sinni af Feneyjum, jafn-
vel færustu skáld, svo sterk og ólýsanleg hefur
hún verið þeim. Orð hans eiga einnig við um
Wagner, en Feneyjar náðu sterkum tökum á
sálarlífi hans þótt hann hafi ekki snúið þangað
aftur fyrr en 24 árum síðar eða í september
1882, eftir Bayreuthátið þar sem Parsifal var
flutt. Aftur var stefnt á vetrardvöl í Feneyjum,
nú ásamt seinni eiginkonu, Cosimu Wagner,
dóttur Franz Liszt og þremur börnum, en 13.
febrúar 1883 fékk Wagner hjartaáfall sem dró
hann til dauða sama kvöld. Líkkista hans var
flutt frá Palazzo Vendramin (oft nefnd Il Cas-
inò, því þar er Feneyjarkasínóið staðsett) í tól-
færingsgondól til lestarstöðvarinnar, en Wag-
ner var svo jarðaður í Bayreuth 18. febrúar
1883.
E.t.v. má lesa einhvers konar fyrirboða út úr
eftirfarandi dagbókarbroti Wagners (sem fyrr
frá 1858): „Um eina svefnlausa nótt, þegar mér
fannst ég eins og knúinn til að fara út ásval-
irnar mínar um miðja nótt, heyrði ég í fyrsta
skipti hinn fræga gamla söng gondólaræðarans.
Mér fannst ég heyra fyrsta kallið, í kyrrð næt-
urinnar, berast frá Rialtobrúnni í um mílu fjar-
lægð líkt og hrjúft kvein og því var svo svarað
með sama tóni ennþá fjær í aðra átt. Þetta dap-
urlega samtal, sem endurtók sig með löngu
millibili, hafði svo djúp áhrif á mig að mér tókst
ekki að leggja hið ofur einfalda tónamynstur
þess á minnið. Engu að síður var mér við síðara
tækifæri tjáð að þetta þjóðlag væri mjög áhuga-
vert út frá ljóðrænu sjónarmiði. Er ég var eitt
sinn á leið heim seint um kvöld eftir drungalegu
síkinu, birtist tunglið skyndilega og lýsti upp
stórkostlegar hallirnar og hina háu mynd gón-
dólaræðarans sem gnæfði yfir skut gondólsins
og hreyfði hægt árina sína. Skyndilega gaf
hann frá sér djúpt kvein, sem líktist helst dýr-
söskri, sem svo dvínaði smám saman í styrk og
breyttist, eftir langdregið ó!, í hina einföldu
tónlistarlegu upphrópun: Venezia! eða Fen-
eyjar! Í kjölfar upphrópunarinnar fylgdu svo
önnur hljóð sem ég man ekki nákvæmlega
hvernig voru, því þetta ákall hrærði svo djúpt
við mér þar og þá. Það voru slík hughrif sem
virtust mér mest sérkennandi fyrir Feneyjar er
ég dvaldi þar og þau fylgdu mér þar til ég hafði
lokið við annan þátt Tristans og voru e.t.v. inn-
blásturinn að hinu langdregna kveini hornsins í
byrjun þriðja þáttar.“
Sjáðu Feneyjar og dey!
Þetta gamla orðtak hefur löngum loðað við
Feneyjar. Það hefur líklega orðið til vegna hug-
hrifa þess sem „fann það upp“ þegar hann leit
Feneyjar í fyrsta sinn. Líklega hefur meiningin
verið: „Úr því þessum toppi hefur verið náð er
ekkert annað eftir en að deyja.“ Manni finnst
þetta dálítið öfugsnúin athugasemd þar sem
hins vegar meira viðeigandi væri að segja:
„Sjáðu Feneyjar og lifðu.“ En líklegast hefur
orðatiltækið semsé orðið til við geðshræringu
höfundarins við að líta dýrðina augum. Hins-
vegar hefur dauðatengingin loðað við Feneyjar
í gegnum tíðina og hjá listamönnum rómantíska
tímabilsins mætti halda að það hafi verið í
„tísku“ að deyja í Feneyjum. Breska skáldið
Wagner í Feneyjum
Orson Welles gerði heimildarmynd 1982 þar sem hann segir frá og nær að fanga hið sérstaka samband sem var á milli listamannsins og mannsins
Richards Wagners og hinnar rómantísku borgar, Feneyja. Á sýninguValkyrju meistarans í hinu fallega, nýuppgerða óperuhúsi La Fenice skartaði
sönghópur sýningarinnar m.a. tveimur íslenskum söngvurum, þeim Kristni Sigmundssyni og Elsu Waage.
Rialto-brúin: Wagner barst þaðan söngur gondólaræðarans fyrir 148 árum. Það telst ekki langur tími í sögu Feneyja.
Stórsöngvarar: Tenórinn Christofer Ventris (Sigfried) og Kristinn Sigmundsson (Hunding) í hlutverkum sín
Vel fagnað: Flytjendur hneigja sig í lok sýningar á Val
Eftir Hönnu
Friðriksdóttur
hannasoprano@yahoo.it