Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Page 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 9
Robert Browning dó í höll sonar síns Cá Rezzo-
nico í Feneyjum 1889, annar eiginmaður bresku
skáldkonunnar George Eliot henti sér í örvænt-
ingu í Canal grande í brúðkaupsferðinni þeirra,
en var veiddur upp úr lifandi og náin vinkona
rithöfundarins Henry James, Constance Feni-
more Woolson kastaði sér ofan af gotnesku
höllinni Palazzo Semitecolo. Ekki má gleyma
bókmenntaperlunni Dauði í Feneyjum eftir
Thomas Mann, sem Visconti gerði stórfenglega
bíómynd eftir árið 1971.
Kannski er það dálítið með Feneyjar eins og
náttúruna að þar kemst maður í svo náið sam-
band við sjálfan sig og lífið og ekki eru allir
jafnvel undir það búnir og höndla því ekki
ástandið og fleygja sér út um gluggann?! Það er
ekki gott að segja. Feneyjar eru í rauninni ekki
borg, heldur hugarástand, draumsýn og það er
alveg sama hvað maður hefur lesið margar
bækur eða séð myndir um Feneyjar, það er
aldrei hægt að undirbúa sig fyrir hinar raun-
verulegu Feneyjar.
Valkyrjan í Feneyjum
Eitt af því sem er svo heillandi við Feneyjar
er hið auðugu listalíf sem þar dafnar og hefur
gert um alda skeið. Óperuhús borgarinn La Fe-
nice er t.d. eitt það fallegasta í heimi, allavega á
Ítalíu og hljómburðurinn eftir því. Óperuhúsið
brann nánast til kaldra kola 1996 (vegna
íkveikju) en var endurreist og vígt fyrir tveimur
árum. Nú í febrúar var þar færð upp Valkyrja
meistara Wagners en það er fyrsta ópera Nifl-
ungahringsins og munu hinar þrjár óperurnar
verða færðar upp þrjú næstu árin. Sami hljóm-
sveitarstjóri og leikstjóri munu fylgja sýning-
unum eftir, þeir Jeffrey Tate og Robert Car-
sen, en upphaflega kemur uppfærslan frá
óperuhúsinu í Köln og er Hringurinn í La Fen-
ice settur upp í samvinnu við það óperuhús.
Valkyrjan er líklegast sú vinsælasta og mest
dáða af fjórum óperum Hringsins, a.m.k. er hún
sú sem oftast er færð upp af óperuhúsum
heimsins. Hún er má segja hjarta Hringsins
þar sem hinn leikræni aðalkjarni verksins krist-
allast því þar er dregin upp mynd af tímanum
þar sem úrslitaatburðir verksins í heild eiga sér
stað og í óperunni er leyst úr hnút afgerandi
viðburðar á meðan Wagner virðist hugsa Rín-
argullið sem eins konar „vöku“ eða formála. Af-
leiðingar hans koma svo fram í heildarsviðsetn-
ingu atburða „seinni óperudaganna“, þ.e.
síðustu óperanna tveggja. Fyrir þessar sakir er
e.t.v. mest spennandi að sviðsetja Valkyrjuna.
Uppsetning Carsen er nútímaleg og óperan er
látin gerast í stríðshrjáðu Evrópulandi á okkar
tímum. Það gengur fullkomlega upp og er al-
gerlega í samhljóm við vilja Wagners varðandi
það að í Valkyrjunum skyldi kvöl landslagsins
renna saman við sálarkvalir allra persóna
verksins. Óperur eru í eðli sínu abstrakt og
jafnvel súrrealískar í eðli sínu og því truflaði
mann ekki vitund þegar Sigfried – ein að-
alpersónan, sem líkt og allar persónur verksins
er sótt til norrænnar goðafræði betur þekktur
undir nafninu Sigurður Fáfnisbani – tók að
munda hið fræga sverð innan um alla byssu-
stingina.
Hljómsveitarstjórinn Jeffrey Tate náði einn-
ig að gera verkinu fullkomlega skil og það eru
fáir hljómsveitarstjórar í heiminum í dag sem
þekkja Wagner jafnvel og hann. Söngvararnir
voru allir til fyrirmyndar og að öllum ólöstuðum
var Geer Grimsley stórkostlegur í hinu svíns-
lega erfiða og krefjandi hlutverki Wotans eða
Óðins sjálfs. Allir söngvarar í sýningunni voru
af erlendu bergi brotnir nema ein Valkyrjanna,
Carla Centi Pizzutilli hélt uppi heiðri Ítala.
Tveir íslenskir söngvarar voru hins vegar í sýn-
ingunni, þau Kristinn Sigmundsson sem fór
með hlutverk Hunding og Elsa Waage sem var
í hlutverki Grimgerde, einnar af Valkyrjunum.
Stóra fólkið í óperunni
Þetta er ekki í fyrsta og örugglega ekki í síð-
asta skipti sem tveir Íslendingar syngja saman
í erlendu óperuhúsi og það í Wagneróperu.
Kristinn hefur fylgt þessari Valkyrjuuppfærslu
frá upphafi og segir frá því að í Köln hafi Magn-
ea Tómasdóttir verið í einu Valkyrjuhlutverk-
inu og eins hafi hann sungið ásamt Guðjóni
Óskarssyni í Rínargullinu í Scalaóperunni. Elsa
segist einnig hafa „rekist á“ Sólrúnu Braga-
dóttur í Lingottotónleikasalnum í Tórínó fyrir
nokkrum árum, þar sem þær fóru með sitthvort
hlutverk Valkyrja. Ástæður þess að Íslendingar
„henta vel“ í Wagneróperur liggja bæði í radd-
gerðunum og útlitinu. Yfirleitt eru íslenskar
raddir tærar, kraft- og hljómmiklar og svo eru
Íslendingar náttúrlega oft eins og nánast
klipptir út úr norrænu goðafræðinni, stórt fólk
með ljóst yfirbragð. Í lifanda lífi var Wagner
mjög umdeildur og menn skiptust í fylkingar
„með eða á móti“ tónlist hans sem þótti í meira
lagi framúrstefnuleg. Ítalir féllu þó nánast
strax fyrir tónlist Wagners og í Feneyjum
myndaðist snemma sterkur hópur Wagner-
aðdáenda. Aðspurð hver ástæða þessa kunni
hafa verið svarar Elsa: „Feneyjar er mikil lista-
borg og hefur alla tíð verið og hér hafa alltaf
verið miklar hræringar og þegar Wagner var
að ryðja sér til rúms voru bæði komnar fram
nýjar stefnur í bókmenntum og myndlist. Þar
sem borgin liggur við sjó er mikið af nýju fólki
sem kemur til Feneyja líkt og til annarra hafn-
arborga. Ég held að Feneyingar séu e.t.v. af
þessu mjög víðsýnir og opnir fyrir hvers kyns
list, sem dæmi má nefna Peggy Guggenheim-
safnið í Feneyjum sem helgað er nútímalist.
Feneyjar virðist í fyrstu e.t.v. vera lokuð borg,
vegna staðsetningarinnar – hér er ekki hægt að
keyra um eða taka strætó, heldur þarf að taka
litla báta til að komast leiðar sinnar – en fólkið
hér er almennt mjög víðsýnt, opið og vel upp-
lýst, einnig í menningar- og sögulegu tilliti.“
En víkjum aftur að uppfærslunni. Hér að
framan var minnst á súrrealisma í óperum. Þar
sem saga Wagners er byggð á norrænu goða-
fræðinni verður hún enn súrrealískari og æv-
intýralegri en t.d. ópera sem byggð er á sögu-
legum atburðum. Fyrir þær sakir er hægt að
ganga lengra í uppfærslu hennar heldur en á
mörgum öðrum óperum og raunveruleikateng-
ingin má sigla sinn sjó. Elsa tekur undir:
„Dæmi um þetta er einmitt Valkyrjusenan þar
sem Valkyrjurnar hlaupa um í blómakjólum líkt
og á víðavangi, en þar liggja lík manna sem þær
hafa drepið og þær vappa um og dást að þess-
um fallegu mönnum sem liggja í blóði sínu.
Hver veit nákvæmlega hvernig er umhorfs í
Valhöll? Það gæti allt eins verið svona. „Val-
kyrjusenan“ er eitt dæmi um hve staða kon-
unnar er mismunandi í menningu norrænna
þjóða og Ítalíu. Nánast hvergi í ítölskum sögum
eru dæmi um að konur hafi verið stríðsmenn,
en í okkar sögum eru aðal stríðsmennirnir oft
konur og við vinnum stríðin.“
Bæði Elsa og Kristinn dásama dvölina í Fen-
eyjum og Kristinn líkir henni hvorki meira né
minna en við dvöl á heilsuhæli fyrir líkama og
sál og bætir við: „Feneyjar eru mesti ævintýra-
heimur sem ég hef nokkurn tímann komið til.
Hér er ekkert stress né bílar, heldur fer maður
um annaðhvort gangandi eða með bátum. Mað-
ur er því ekkert að stressa sig yfir að komast
hratt yfir, heldur hefur þetta bara sinn gang.
Þetta er stórborg með náttúruhljóðum og í stað
stöðugs umferðargnýs heyrir maður bara fugla-
hljóð, tal manna, öldugjálfur og einstaka
hundgá. Síðan er saga Feneyja svo heillandi
sem nær óslitið allt til þess er Illyrar settust að
í héraðinu í fornöld. Verdi og Wagner voru hér
áðan miðað við þá löngu sögu. Það er frábært
að ganga um borg þar sem yngstu bygging-
arnar eru 200–300 ára gamlar. Maður kemst
hvergi held ég í eins mikla snertingu við sjálfan
sig og söguna og í Feneyjum og ég mæli með
dvöl þar við alla, en alls ekki yfir sumartím-
ann.“
Kristinn syngur oft í Wagner-uppfærslum
víða um heim og þegar ég spyr hann hvort hann
verði ekkert þreyttur á Richard svarar hann:
„Tónmál Wagners er miðað við t.d. tónmál Ver-
dis mun merkilegra og það er einhver galdur í
því falinn sem lætur engan ósnortinn. Upp-
byggingin er þannig að um engar klassískar
aríur er að ræða þar sem klappað er á milli.
Milliklappið hefur sinn sjarma og því fylgir
ákveðin stemning en það brýtur vissulega upp
dramauppbyggingu og heildarupplifun manns á
verkinu. Hjá Wagner fær maður hins vegar
tónlistina beint í æð ótruflaða. Eina skýringuna
á vinsældum Wagners tel ég vera þá að maður
er alltaf að finna nýja fleti á verkinu, heyra eitt-
hvað nýtt og persónulega held ég að það muni
taka mig mjög langan tíma að tæma tónmáls-
brunn Wagners.“
Valkyrjuatriði: Valkyrjurnar skoppa glaðbeittar um vígvöllinn og vekja líkin upp með kossi.
num.
lkyrjunni. Kristinn Sigmundsson og Elsa Waage meðal flytjenda.