Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 11
Stundum er því haldið fram að myndasögurséu vinsælar um allan heim og kann þaðvel að vera rétt athugað. Því verður þóekki neitað að hugrenningatengslin sem
fara í gang þegar við heyrum orðið „myndasögur“
miðast að mestu við amerískar ofurhetjur, jap-
anskt manga og gamansamar evrópskar æv-
intýrabækur (Ástríkur og Steinríkur, Tinni,
o.s.frv.). Í þessu felst vit-
anlega ákveðin einföldun en
hvað vitum við um mynda-
söguheiminn í Mið-Aust-
urlöndum? Eru til ofur-
hetjur sem eru reiðubúnar
að berjast til síðasta blóðdropa til að vernda ísl-
amska drauminn? Eru til arabískar ofurhetjur?
Naif al-Mutawa stofnaði fyrir nokkru mynd-
miðlafyrirtæki í Kuwait sem hann nefndi Tes-
hkeel Media. Sjálfur er Mutawa frá Kuwait en
hann kynntist myndasöguforminu í Bandaríkj-
unum og hefur verið aðdáandi síðan. Teshkeel
Media hefur samkvæmt New York Times gert
samning við Marvel-myndasögufyrirtækið um
dreifingu og þýðingu þekktra myndasagna á arab-
ísku, þar á meðal sögunum um X-mennin og
Köngulóarmanninn.
Í New York Times kemur fram að dreifing á
bandarískum myndasögum markar aðeins upp-
hafið á áformum Mutawa. Sjálfur hefur hann í
smíðum ofurhetjuseríu sem mun nefnast „Hin 99“
og vonast hann til að þar verði til söguheimur sem
tali til íslamskrar æsku á svipaðan hátt og sög-
urnar um Súperman ná til barna og unglinga á
Vesturlöndum.
Nafnið, „Hin 99,“ vísar til þeirra 99 kosta sem
múslimar telja Guð hafa yfir að búa. Þessir kostir,
þegar þeir eru allir sameinaðir, mynda hina guð-
legu heild. Í þessu tilviki mun hver ofurhetja búa
yfir einum af þessum 99 kostum, eða hæfileikum.
Jabbar býr til að mynda yfir ofurmannlegum
styrk en Noora hefur sérstakt samband við sann-
leikann, hún veit alltaf þegar fólk er að segja satt
og getur séð hið sanna í fólki. Og svona mætti
áfram telja. Hetjurnar verða þó ekki 99 talsins,
þar sem 30 kostir eða hæfileikar teljast svo yf-
irskilvitlegir að þeir eru ekki framsetjanlegir. Eft-
ir stendur þó allstæðilegur hópur, og munu tutt-
ugu hetjur verða kynntar til sögunnar fyrsta árið
(en samkvæmt myndunum sem birtust í NY Tim-
es eru þær ansi hreint reffilegar).
Grunnsaga myndasöguraðarinnar mun fjalla
um 99 gimsteina sem fara á flakk þegar Mongólar
ráðast á Bagdad á þrettándu öld, en í þessa gim-
steina hefur vísdómur hins arabíska menning-
arheims verið dulkóðaður. Gimsteinarnir geyma
þó ekki einvörðungu vísdóm heldur líka mikinn
kraft og þegar komið er fram til dagsins í dag hafa
steinar þessir dreifst um alla veröld. Hetjurnar
þurfa að hafa uppi á þeim á undan illmennum sem
að sjálfsögðu ætla að nota gimsteinana til myrkra-
verka. Sér til liðsauka við skrifin hefur Mutawa
m.a. fengið Fabian Nicieza sem skrifað hefur bæði
fyrir X-mennin og Power Rangers.
Þetta hljómar afskaplega forvitnilega en þó á
eftir að láta reyna á það hvort myndasögur þessar
verða leyfðar á viðkomandi markaðssvæðum.
Enda þótt tengslin við trúmál séu ekki ýkja sterk
eru þau til staðar og það gæti valdið erfiðleikum.
Mutawa segir þó að fyrsta uppkast hafi verið sam-
þykkt af ritskoðunarnefndinni í Kuwait. Það er
ekki hægt að gera neitt annað en bíða og sjá hvort
múslimar eignist sínar eigin ofurhetjur.
Myndasögur í Mið-Austurlöndum
’Eru til arabískar ofurhetjur?‘
Erindi
eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu
Bandaríski rithöfundurinn ValerieMartin, sem hlaut Orange-
bókaverðlaunin 2003 fyrir skáldsögu
sína um þrælahald, sendi nýlega frá
sér sitt annað smásagnasafn. Bókin
nefnist The Unfinished Novel and
Other Stories og er
meginþema sagn-
anna Bandaríkja-
menn sem að mis-
miklu leyti og með mismiklum
árangri skynja sig sem listamenn.
Sögurnar sjálfar snúast svo að jafn-
miklu leyti um
sköpunarferlið
sem og ástir
sögupersónanna
og daglegt líf,
enda byggjast
frásagnirnar ekki
síður á lífi þeirra
sem að hjarta-
sárum búa. Tölu-
vert hefur borið á
endurlífgun smásagnaformsins um
þessar mundir og falla mannlegar
sorgarsögur Martin, að mati gagn-
rýnanda Daily Telegraph, vel að
þeirri tilraun.
Morðið á Abraham Lincoln hefurlengi verið James L. Swanson
hugleikið, en Swanson er laga-
sérfræðingur í málefnum bandarísku
stjórnaskrárinnar og starfar hjá
íhaldssamri rannsóknastofnun. Og
eftir áratuga vinnu er bók hans um
forsetamorðið fullskrifuð. Hún stökk
strax ofarlega á bóksölulista New
York Times og vakti samstundis
áhuga kvikmyndaframleiðenda. Bók-
in nefnist Manhunt: The 12-Day
Chase for Lincoln’s Killer og segist
Swanson aðallega hafa skrifað hana
fyrir sjálfan sig.
Hún er bæði heillandi og furðulegnýjasta skáldsaga Jesper
Wung-Swung að mati gagnrýnanda
danska blaðsins Information. Bókin
nefnist Lidt berømt, meget beryg-
tet. En skolelærerroman og tilheyrir
að sögn blaðsins nýjum hópi skáld-
sagna: kennarasögunum. Að-
alsöguhetja þessarar sögu, Martin
Jensen, er kennari af þriðju kynslóð
og maður sem enginn tekur eftir
nema hann eigi erindi við hann.
Raunar maður sem virðist lifa lítt
spennandi lífi þó hann láti sér annt
um nemendur sína. Jensen er þó lím-
ið sem Wung-Sung notar til að
tengja lífið í þessum litla bæ sem
hann hefur meiri áhrif á en virðist við
fyrstu sýn.
Að lesa nýjustu bók D. B. C.Pierre er eins og að vera sleg-
inn margsinnis í höfuðið með hamri,
segir gagnrýnandi Daily Telegraph
um Ludmila’s
Broken English.
Bókin minni
þannig mest á
það að vera læst-
ur í myrkri inni í
bremsulausum
leigubíl á harða-
spani á leið niður
brekku. Bókin sé
til að mynda of-
skrifuð og á eng-
an hátt óræð, en þannig eigi hún að
vera. Henni sé best lýst sem svo að
hún sé meira í anda barokk lista,
ærslaleiks og klámfengis, en að úr
þessum frábæru ofskrifum megi
finna hjartastoppandi augnablik
missis og fegurðar.
Bók blaðamannsins ElizabethKolbert um afleiðingar gróður-
húsaáhrifinna fyrir jörðina er eiguleg
handbók um stöðu mála að mati
gagnrýnanda New York Times. Bók-
in nefnist Field Notes From á Ca-
tastrophe og byggist á heimsóknum
Kolbert í starfi sínu sem blaðamaður
New York Times til fjölda ólíkra
landa og landsvæða þar sem hún
reynir að komast að því hver raun-
veruleg áhrif hlýnandi loftslags eru.
Og víða um heim heyrði hún sams-
konar dómsdagssögur ásamt ótt-
anum um lífsskilyrði komandi kyn-
slóða. Sjálf efast Kolbert ekki um
tilvist og ástæður gróðurhúsaáhrif-
anna og bókin því drungaleg ef nokk-
uð nauðsynleg lesning fyrir marga.
Valerie Martin
D.B.C. Pierre
Erlendar
bækur
B
ókmenntablað New York Times
lýsti Missing Mom sem ógleym-
anlegri lesningu. Gagnrýnandi
blaðsins hélt því fram að þarna
væri á ferðinni allt að því einstök
skáldsaga í bókmenntaflóru ársins,
jaðraði við að vera meistaraverk. Í TLS var bókin
reyndar líka nefnd til sögunnar sem ein helsta
skáldsaga síðasta árs og fjölmargir gagnrýnendur
og ummælendur aðrir hafa lýst yfir hrifningu sinni.
Ber að undrast hrósyrðaflauminn? Ekki endilega.
Um er að ræða stórfína skáldsögu, bók sem full
ástæða er til að gefa nánari gaum. En er þá einhver
sérstök ástæða fyrir því að viðtökurnar eru nefndar
til sögunnar? Að sjálfsögðu skipta viðtökur, bæði
almennar og sértækar, máli.
Hér er jú um útlínur menn-
ingarlandslagsins að ræða.
En sérstaka ástæðu má
reyndar finna fyrir núverandi áhuga okkar á við-
tökusögu þessa tiltekna verks. Við getum til að
mynda veitt þeirri staðreynd athygli að skáldsögur
Joyce Carol Oates eiga til að hverfa hver inn í aðra í
bókmenntaumræðunni. Oates virðist alltaf eiga yfir
höfði sér að hennar nýjasta skáldverk falli í skugg-
ann af höfundarverkinu, nánar tiltekið hversu af-
skaplega viðamikið það er orðið. Afköst Oates á rit-
vellinum eru með öðrum orðum óvanaleg og eiga til
að fanga mestalla athyglina þegar um höfundinn er
rætt. Það er því skemmtilegt að fylgjast með um-
ræðunni, staldra við og gefa tilteknu skáldverki
gaum.
Þetta er að sjálfsögðu ekki í fyrsta skipti sem
skáldverk eftir Oates vekur athygli. Við gætum
minnst margra eftirminnilegra skáldsagna og smá-
sagna sem hafa birst í gegnum árin enda stöndum
við andspænis höfundaferli sem hófst á öndverðum
sjöunda áratugnum. Þá vakti Oates fljótt athygli og
hlaut til að mynda hin virtu National Book verðlaun
snemma á ferlinum, eða árið 1970 fyrir skáldsöguna
them (hinir). Og svo mætti lengi telja. En eftir sem
árin hafa liðið og skáldverkunum fjölgað hefur e.t.v.
ákveðinn hversdagslegur eða fyrirsjáanlegur andi
gert vart við sig í viðtökum bókmenntagagnrýn-
anda og áhugamanna, enda gefur Oates út að með-
altali tæplega þrjár bækur á ári. Undir slíkum
kringumstæðum þykir það kannski ekki svo ýkja
fréttnæmt að ný bók eftir höfundinn sé komin út.
Ný bók kemur út í þann mund sem lesandinn legg-
ur þá næstnýjustu frá sér. Við erum orðin góðu vön
– ný Oates-bók berst inn á borð hjá okkur án þess
að það komi okkur á óvart eða við gefum því sér-
stakan gaum. En á þessu eru þó alltaf undantekn-
ingar, eins og áður segir. Fyrir tæpum áratug gaf
Oates til dæmis út skáldsöguna We were the Mulv-
aneys (Við vorum Mulvaneys-fjölskyldan, 1996)
sem sló út allt sem Oates hafði gert fram að því
hvað vinsældir og sölu varðar. Skáldaða Monroe-
ævisagan, Blonde, vakti líka umtalsverða athygli og
var m.a. tilnefnd til National Book-verðlaunanna.
Bókina um Mulvaneys-fjölskylduna hef ég ekki les-
ið en Blonde er framúrskarandi skáldverk og skipt-
ir þar engu máli hvort mikill áhugi sé fyrir hendi á
aðalpersónu bókarinnar, henni Marilyn, eða ekki.
Bókin tekur ameríska tuttugustu aldar sögu til end-
urskoðunar, þá einkum menningarsöguna og hlut-
verk ímynda og kvikmynda, og skoðar þessi mál-
efni frá kvenlægu sjónarhorni. Eins og við er að
búast frá Oates er bókin heldur svartsýn og ofbeldi
er aldrei langt undan, einkum ofbeldi gegn konum.
Með nokkurri einföldun mætti
jafnvel halda því fram að menning-
ariðnaðurinn sjálfur sé í því hlut-
verki sem karlar gegna oft í bókum
Oates. Þar á undan hafði hún vakið
allnokkra athygli með skáldsög-
unni Foxfire (Stelpugengið, 1993)
sem var kvikmynduð fyrir sjón-
varp á ofanverðum tíunda áratugn-
um, eða árið 1996. Bókin fjallar um
stelpugengi á sjötta og sjöunda
áratugnum og lýsir því hvernig
sakleysislegur samfélagsmótþrói
leiðir af sér hörmulega atburði.
Þetta er kraftmikil skáldsaga sem
fangar tíðarandann vel og þótt hún
sé e.t.v. ekki með eftirminnilegustu
verkum Oates varð hún vinsæl og
er sennilega ein af þeim bókum
sem Oates er hvað þekktust fyrir.
Og núna er það sagan um sem
móðurina sem er saknað sem hefur vakið athygli.
Hún hefur með öðrum orðum náð að rísa upp úr
flokkunarmenginu „nýja Oates-bókin,“ og öðlast
sjálfstæða tilvist.
Af afköstum …
Hér að ofan var vísað til Missing Mom sem „einn-
ar“ af nýjustu skáldsögum Oates en ástæðan fyrir
þessu svolítið sérkennilega orðalagi kemur svo sem
engum á óvart sem á annað borð þekkir til þessa af-
kastamikla höfundar. Það er stundum erfitt að vísa
til „nýjustu“ skáldsögu Oates, eða nýjasta „verks“
hennar, vegna þess að verkin berast okkur í hálf-
gerðum flaumi. Það er erfitt að festa hendur á því
hvað sé nýútkomið þegar tvær, þrjár, allt upp í
fimm bækur koma út á sama árinu. Þess vegna
segjum við að Missing Mom sé nýleg skáldsaga eft-
ir Oates, en við göngum ekki svo langt að segja að
hún sé nýjasta skáldverk Joyce Carol Oates. Annað
verk sýndist mér koma út á svipuðum tíma, skáld-
sagan Sexy (Kynþokki, 2005) en bók sú fellur í þann
flokk sem stundum er kenndur við unga lesendur.
Snemma á síðasta ári kom svo út skáldsagan The
Stolen Heart (Stolið hjarta) og nú í síðasta mánuði
kom út smásagnasafnið The Female of the Species
(Kvenkynið). Í fyrra kom einnig út bókin Uncenso-
red (Óritskoðað) en þar er nýlegum greinaskrifum
og bókmenntadómum Oates safnað saman, en hún
er ötull greinahöfundur í tímarit á borð við New
York Review of Books.
Joyce Carol Oates fæddist árið 1938 og hefur
undanfarin ár kennt við Princeton-háskóla í Banda-
ríkjunum. Joyce Carol Oates gerir sem sagt ým-
islegt annað en að skrifa. Hún er til að mynda öfl-
ugur ritstjóri sem hefur séð um útgáfu fjölda
safnrita á undanförnum árum, þar á meðal Best
American Mystery Stories (Bestu sakamálasögur
ársins, 2005), Best New American Voices (Fram-
úrskarandi nýjar raddir, 2003) og Norton Antho-
logy of Contemporary Literature (Norton sýnisbók
samtímalegra bókmennta, 1998). Þá hefur hún
skrifað fjöldann allan af kvikmyndahandritum, þar
af eitt að beiðni Martins Scorsese. En eins og áður
var bent á vilja afköst Oates skyggja á það sem af-
kastað er – og kannski viljum við reyna að streitast
gegn slíkri smættun á höfundarnafninu, Oates
verður jú ekki útskýrð með eintómri tölfræði. Verk-
in eru vissulega misjöfn en þau eru aldrei beinlínis
vond og annað slagið kemur út eftirminnilegt bók-
menntaverk. Síðan áðurnefnd skáldsaga Blonde
kom út árið 2000 hefur Oates gefið út ellefu skáld-
sögur og fimm smásagnasöfn. Sjö verk eru á út-
gáfulistanum fyrir 2006, allt frá safnriti þar sem úr-
val smásagna hennar verður að finna til tveggja
nýrra skáldsagna (og einnar myndasögu). Joyce
Carol Oates nýtir tímann vel.
Ekki bætir úr skák, einmitt þegar
leitast er við að öðlast einhvers konar
yfirsýn yfir höfundarferilinn, að
skáldsögurnar eiga til að vera gefnar
út undir ólíkum nöfnum. Þannig var
til dæmis Missing Mom gefin út í
Englandi undir nafninu Mother,
Missing sem er einkennilegt af ýms-
um ástæðum. Gallinn er sá að seinni
titillinn glatar þeim hugrenninga-
tengslum sem sá fyrri skapar fyr-
irhafnarlaust við sorg og missi, trega
og söknuð en því mætti einmitt halda
fram að þessar kenndir myndi uppi-
stöðu bókarinnar.
Því verður þó ekki neitað að glæp-
ur á sér stað í framrás sögunnar.
Bókin hefst hins vegar á svoköll-
uðum mæðradegi og Gwen Eaton,
sem komin er af léttasta skeiði, tekur
á móti fjölskyldu og vinum, þar á meðal tveimur
dætrum sínum, þeim Nikki og Claire, í kvöldverð-
arveislu sem orðin er árlegur viðburður. Claire er
eldri og hefur tekið líf sitt föstum tökum. Hún er
gift ríkum manni og á tvö börn. Hún sýnir systur
sinni nokkra óþolinmæði. Ætlar hin þrítuga Nikki
aldrei að vaxa úr grasi? Ef litið er til útlits Nikki
virðist Claire svarið vera neitandi. Nikki skartar
stuttri broddalegri pönkklippingu með fjólubláum
rákum, klæðist þröngum og stuttum pilsum og, til
að bíta hausinn af skömminni, er hún í sambandi við
eldri, harðgiftan karlmann. Samband þetta er hálf-
gert hneykslismál í Mt. Ephraim, bæjarfélaginu í
norðanverðu New York fylki sem myndar sögusvið
frásagnarinnar (líkt og það gerir í We Were the
Mulvaneys), ekki síst vegna þess að ástmaður
Nikki, Wally, er áhrifamikill og áberandi í bæjarlíf-
inu. En gott og vel. Sögusviðið er með öðrum orðum
hversdagslegt og ekkert í þessum fyrstu köflum
bókarinnar gefur til kynna annað en að um ein-
hvers konar fjölskyldusögu sé að ræða. Sviplegt
fráfall Gwen, þegar um sjötíu blaðsíður eru liðnar
af skáldsögunni, breytir þó gangi sögunnar og and-
rúmslofti og tóni verksins. Glæpur er framinn, illsk-
an sem Nikki og Claire standa andspænis er svo
óskiljanleg og í svo hrapallegu ósamræmi við þá
veröld sem við höfum verið kynnt fyrir í bókinni
fram til þessa að lesandi, líkt og persónurnar, tekur
andköf og trúir vart eigin augum. Og þó. Kannski
er það sem gerir glæpinn svo hræðilegan er að
hann er svo hversdagslegur og tilgangslaus, að því
leytinu til er atburðurinn raunsær. Og málið er
leyst án mikillar fyrirhafnar. Eins og rannsókn-
arlögreglumaðurinn segir við Nikki: „Menn sem
gera svona lagað eru yfirleitt heimskir. Við náum
honum innan sólarhrings“. Og það reynist rétt.
Dópisti sem ekki hugsar skýrt hefur svipt lífi þeirra
systra útaf teinunum, bókin lýsir kringumstæðum
sem hljóta ávallt að vera sértækar en viðbrögð
þeirra systra, en Oates lýsir þeim eins og um hæg-
fara draum, eða martröð sé að ræða, eru sannfær-
andi á djúpstæðan máta. Hér er líka um frásagner-
einkenni að ræða sem oft vill bera á í skáldverkum
Oates: myrkraverk gera innrás í öruggan hvunn-
daginn, það er jafnan stutt í ólgandi hvatalífið og
það þarf ekki nema rétt að krafsa í fágað yfirborðið
til að það blæði. Það eru þó afleiðingarnar sem Oa-
tes beinir sjónum sínum að í þessari bók. Verkn-
aðurinn sjálfur er inngangurinn, eftir standa sak-
laus fórnarlömb og við þeim blasir heldur kaldur og
einmanalegur veruleiki. Þessi orð eiga reyndar við
um fleiri skáldverk eftir Joyce Carol Oates en þótt
skáldskaparheimur hennar sé stundum kaldr-
analegur og harðneskjulegur vitum við að við erum
alltaf velkomin, hún tekur vel á móti okkur.
Við erum öll velkomin
Nýjasta bók bandaríska skáldsagnahöfund-
arins Joyce Carol Oates, Missing Mom, hefur
hlotið umtalsverða athygli frá því hún kom út
á síðasta ári.
Missing mom: Ein af fimm bók-
um sem höfundurinn Joyce Ca-
rol Oates gaf út á síðasta ári.
Eftir Björn Þór
Vilhjálmsson
vilhjalmsson@wisc.edu