Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.03.2006, Síða 13
White Stripes Jack White, aðalsprauta og laga-smiður dúettsins White Stripes hefur stofnað nýja hljómsveit. Heit- ir hún Raconteurs og segir White að sveitin muni hafa forgang á næstu misserum fram yfir White Stripes. Raconteurs var í raun stofnuð í fyrra eftir að White og lagasmiðurinn Brend- an Benson byrjuðu að spila saman á háalofti þess síðarnefnda í Detroitborg og fljótlega kallaði White í vini sína Jack Lawrence og Patrick Keeler úr hljómsveitinni Greenhornes til að fylla skarð ryþmasveitar. Að sögn þeirra sem heyrt hafa tónlist Racon- teurs, er hún blanda af blúspönki, framsæknu poppi og bílskúrsrokki en sjálfir vilja meðlimir sveitarinnar síst skilgreina tónlistina á einn eða annan veg. Þegar er fyrsta smáskífa sveitarinnar „Steady As She Goes“ komin út og Raconteurs byrjar á hljómleikaferðalagi um Bretlands- eyjar á mánudag en þá hefur þeim einnig verið boðið að spila á tónlist- arhátíðinni Lollapalooza í Banda- ríkjunum. Breiðskífa er væntanleg 16. maí.    Talandi um Lollapalooza. Red Hot Chili Peppers, Mat- isyahu, Manu Chao, Flaming Lips, Kanye West, Common og Wilco munu ásamt 130 öðrum tónlistar- mönnum koma fram á tónlistarhá- tíðinnni sem haldin verður í Chicago í ágúst. Önnur nöfn sem líklegt þykir að komi fram eru Death Cab for Cutie, the Shins, Queens of the Stone Age, Ween, Sonic Youth, Sleater-Kinney, Secret Machines, She Wants Re- venge, The Hold Steady, The Go! Team, The Subways og Panic! at the Disco. Þá má einnig nefna Ryan Adams, Umphrey’s McGee, Iron and Wine, Nickel Creek, Blues Traveler, New Pornographers, Broken Social Scene og Stars and Feist. Á síðasta ári sóttu meira en 30 þúsund gestir hátíðina.    Með minnkandi plötusölu hafastórir tónlistarmenn byrjað að huga meir og meir að sölu á ým- iss konar varningi þeim tengdum. Tónlistarmenn eins og Tom Petty og hljómsveitir á borð við Motley Crue fá himinháar fyrirfram- greiðslur frá fatafyrirtækjum sem framleiða stuttermaboli sem síðan eru seldir á tónleikum og oft á tíðum er meiri gróða að vænta frá slíkri sölu en sjálfri plötusölunni. Svartir bolir eru ennþá vinsæl- astir, að sögn Dell Furano fram- kvæmdastjóra Signatures Network sem sér um framleiðslu á stórum hluta tónlistarvarnings í Bandaríkj- unum en það er af sem áður var að bolir séu það eina sem selst. Hattar, bollar, nælur, treflar og guð má vita hvað rýkur út úr sölubásum sem staðsettir eru víða í tónleikahöllum og hljómsveit á borð við U2 selur að jafnaði varning fyrir um 150 þúsund dali á einum tónleikum. Erlend tónlist Red Hot Chili Peppers U2 Lesbók Morgunblaðsins ˜ 18. mars 2006 | 13 Jeff Mangum var á sínum tíma þátttakandi íElephant Six samsteypunni, samstarfiskólafélaga frá Ruston í Louisiana-fylki.Tónlistaráhuginn sameinaði þá Mangum, Rob Schneider, Will Cullen Hart og Bill Doss og þeir skiptust á snældum með eigin upptökum, flestum frumstæðum. Þeir Mangum, Doss og Hart stofnuðu saman hljómsveitina Synthetic Flying Machine og uppúr henni varð svo til The Olivia Tremor Control sem var að mestu hljómsveit Hart og Doss, en Mangum lék á trommur í henni um tíma og var með á fyrstu smáskífunni. Aðrar hljómsveitir sem tengj- ast þeim félögum eru Apples in Stereo (Schnei- der), Circulatory System (Hart) og Sunshine Fix (Bill Doss). Mangum var alltaf eilítið utangarðs, hélst ekki í vinnu og var oft á flækingi. Hann byrjaði að semja lög einn og fékk til liðs við sig þá tónlistarmenn sem næst voru hverju sinni. Hann gerði nokkrar snældur undir nafninu Neutral Milk Hotel í litlu upplagi en fyrsta smáskífan, Everything Is, kom út 1994. Fyrsta breiðskífa Neutral Milk Hotel var On Avery Island og kom út 1996. Það er góð plata, mjög tilraunakennd og útsetningar venju fremur fjölbreyttar. Þá plötu tók Mangum upp með ýms- um vinum og félögum og í framhaldinu varð til eig- inleg hljómsveit sem lék á tónleikum. Sú sveit tók síðan upp In the Aeroplane Over the Sea sem kom út 1998. Núorðið telst In the Aeroplane Over the Sea með helstu og áhrifamestu rokkskífum sögunnar vestan hafs og kemur kannski ekki á óvart – mann setur hljóðan til að mynda þegar maður heyrir lag- ið Two Headed Boy á plötunni þar sem gítar- strengirnir eru slegnir af svo miklum krafti að þeir eru við að slitna og sungið er af svo mikilli innlifun og tilfinningaþunga að röddin brestur. Enn ýtir það undir aðdáun manns á verkinu að víða er ekki hægt að skilja um hvað er sungið því textarnir eru svo lyklaðir og snúnir, Mangum gæti verið að syngja um hvað sem er. Hver sá sem á hlýðir upp- lifir textann á sinn hátt, leggur í hann sína merk- ingu sem fer fyrir vikið nær hjartanu er texti þar sem allt liggur ljóst fyrir og greinilegt. Að þessu sögðu er þó eitt leiðistef, sagan af An- nie Frank, dagbók gyðingastúlkunnar þýsku sem varð nasistum að bráð. Stuttu eftir að On Avery Island kom út las Mangum Dagbók Önnu Frank og lýsir því svo að hann hafi verið nánast yfirbug- aður af sorg eftir lesturinn. Sú sorg gegnsýrir plöt- una, en ekki bara sorg, heldur felst í henni líka von og gleði, dýpra á henni kannski, en þó þar að finna – víst er heimurinn vondur og við erum öll glötuð, en njótum þó þess sem það hefur upp á að bjóða. Í titillagi plötunnar segir einmitt: „Einhvern daginn deyjum við / og aska okkar svífur úr flugvélinni til sjávar / en nú erum við ung – liggjum í sólinni og tínum til allt það fallegt sem við sjáum.“ Önnu Frank sér víða stað á plötunni, en helst þó í þremur lögum, Holland 1945, Oh Comely og Ghost, þar sem Mangum syngur um fæðingu, dauða og upprisu með textum sem eru margræðir og snúnir, „Now she’s a little boy in Spain / Playing pianos filled with flames / On empty rings around the sun / All sing to say my dream has come“. In the Aeroplane Over the Sea seldist þokkalega til að byrja með og hefur síðan sótt í sig veðrið. Merge gaf plötuna út vestan hafs á sínum tíma, en dreifing utan Bandaríkjanna var takmörkuð fram- an af. Seint á síðasta ári gaf svo öðlingsútgáfan Domino plötuna út að nýju, setti utan um hana þekkilegt pappaumslag og skreytti meðal annars tilvitnunum í hljómsveitir eins og Franz Ferdin- and, Arcade Fire og Fog, aukinheldur sem Boom Bip fær að leggja orð í belg. Í tilvitnunum mæra viðkomandi plötuna fyrir inntak hennar, tilfinn- ingaríkan flutning og útsetningar. Ýmsir hafa síð- an orðið til að taka lög af henni upp á sína arma, til að mynda hefur John Darnelle (Mountain Goats) haft á tónleikadagskrá sinni Two Headed Boy. Eftir stífa tónleikaferð til að fylgja plötunni eftir má segja að sveitin hafi verið á barmi frægðar- innar, útgáfufyrirtæki voru á höttunum eftir henni og buðu gull og græna skóga fyrir samning. Mang- um var þó ekki sáttur við lífið, kunni því illa að vera í sviðsljósinu og félagar hans lýsa því svo að það hafi eiginlega „slokknað á honum“ eftir að heim til Atlanta var komið. Hann hætti að umgangast fólk að mestu, neitaði viðtölum og hætti að troða upp opinberlega, hélt sig heima allan daginn og gerði ekkert, sat og horfði út í loftið. Lagðist svo í stefnu- laust flakk. Hans saga verður ekki rakin frekar hér, en ólíklegt verður að telja að Neutral Milk Hotel snúi aftur. Þegar menn lofa In the Aeroplane Over the Sea fyrir tilfinningaólguna sem einkennir plötuna, magnaða texta og kraftmikinn flutning Mangums gleymist oft hljómsveitin sem leikur undir en því má halda fram að platan hefði ekki orðið nema svipur hjá sjón ef Mangum hefði ekki haft það ein- valalið sem vann með honum á þeim tíma. Ekki var nefnilega bara að rokk lék í höndum aðstoðar- manna hans heldur gátu þeir brugðið sér í allra kvikinda líki þegar tónlistin var annars vegar og ef lag kallaði á óvenjulega útsetningu lærðu þeir á þau hljóðfæri sem þurfti til. Forðum liðsmenn Neutral Milk Hotel hafa hald- ið áfram í tónlist, reka nú sveitirnar The Music Tapes, The Gerbils, A Hawk & A Hacksaw, Babli- con og Marta Tennae. Lykluð og snúin tilfinningaólga Poppklassík Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is T ónleikarnir í Háskólabíói eru hluti af tónleikaferð Lisu um Norðurlöndin sem hófst í Danmörku í síðasta mánuði. Tilefnið er útkoma hljóm- plötunnar Pärlor Av Glas sem kom út hinn 18. janúar en platan fór beint í 1. sætið í Svíþjóð og 3. sætið í Danmörku. Á plötunni heldur Lisa áfram samstarfi sínu og Lars Winnerbäck sem einnig stjórnaði upptökum á síð- ustu hljómplötu Lisu, Olyckssyster, sem hlaut frá- bærar viðtökur almennings og gagnrýnenda þegar hún kom út fyrir tæpum tveimur árum. Á Pärlor Av Glas tekur Lisa Ek- dahl að hluta til upp þráðinn þar sem frá var horfið en sjálf segir hún að á nýju plötunni sé eilítið meiri von og bjartsýni að finna. Fræg á einni nóttu Lisa fæddist í Stokkhólmi en ólst upp í sveitinni rétt fyrir utan borgina. Hún hóf að fikta við tónlist þegar hún komst á táningsaldur og þá lærði hún líka að spila á gítar með hjálp stráksins í húsinu við hliðina. Lisa gaf út sína fyrstu plötu þegar hún var 22 en þá hafði hún verið að semja lög í tvö ár. Hún segir að það hafi verið mjög skrítið að verða allt í einu að þekktri persónu í Svíþjóð. Bæði vegna þess að þar er mikil og löng hefð fyrir stórum poppstjörnum en líka vegna þess að hún taldi sig vera hluta af tónlistarstefnu sem ætti ekki upp á pallborðið hjá meirihluta Svía. „Ég var mjög hissa þegar ég sá hvað ég seldi margar plötur og þetta gerðist líka svo hratt. Að sjálfsögðu var þetta frábært því að það er nauðsyn- legt að tónlistarmenn nái eyrum almennings – en ég var algjörlega óviðbúin þessu,“ segir Lisa með sinni brothættu röddu sem vekur athygli allra sem á hana hlýða. Sérstök rödd Eins og áður sagði eru tónleikarnir hér á landi í tengslum við útkomu síðustu plötu söngkonunnar sem Lisa segir að sé eins konar þjóðlaga-popp- tónlistarplata. En Lisa hefur einnig látið til sína taka í djassinum og það var á þeim vettvangi sem hún reyndi fyrir sér í Bandaríkjunum og á meg- inlandi Evrópu. Í Bandaríkjunum fékk hún mis- jafna dóma og það var ekki síst röddin sem fór fyr- ir brjóstið á gagnrýnendum sem töldu að hún ætti betur heima í popptónlistinni. Lisa segir að þessi umræða hafi meira eða minna farið framhjá sér. Sjálf hafi hún bara fengið senda góða dóma frá plötufyrirtæki sínu og grínast með að þeir hafi vís- ast verið að vernda hana. Djassinn sem Lisa syngur er að því leyti ólíkur popptónlistinni að lögin eru eftir aðra tónlistar- menn. Þegar gengið er á hana viðurkennir hún að hennar eigin tónlist höfði meira til sín en djassinn sé þó ómissandi hluti af hennar lífi. Dáir land og þjóð „Það er auðveldara að túlka sín eigin lög. Þegar þú flytur lag er ekki nóg að kunna það utan að, þú verður að lifa lagið um leið og það er flutt. Textarn- ir mínir fjalla yfirleitt alltaf um mína eigin reynslu og þess vegna á ég auðveldara með að túlka þá.“ Ennfremur segir Lisa að hún aðskilji djassinn og sína eigin tónlist mjög greinilega. Bæði sé erfitt að fara fram og aftur á milli þessara ólíku tónlist- arstefna en svo sé það líka ópraktískt að hafa tvær hljómsveitir í takinu á hverjum tíma. Lisa uppveðrast öll þegar hún er spurð út í tón- leikana í Austurbæ fyrir einu og hálfu ári. Hún tal- ar um hversu vel sér hafi verið tekið og að það hafi komið sér í opna skjöldu hversu alúðlegir og þakk- látir tónleikagestirnir hafi verið. Hún hafi heillast af landi og þjóð og það hafi alltaf verið ljóst í sínum huga að hún kæmi aftur. „Ég hlakka mikið til að koma og spila fyrir ís- lenska tónleikagesti. Ég get varla beðið.“ Brothætt perla SÆNSKA tónlistarkonan Lisa Ekdahl er vænt- anleg til landsins en hún mun halda tónleika í Háskólabíói nk. föstudag. Lisa Ekdahl er mörg- um kunn á Íslandi enda kom hún hingað til lands og hélt tvenna tónleika fyrir troðfullu húsi í Austurbæ fyrir einu og hálfu ári. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Lisa Ekdahl er gríðarlega vinsæl í Skandinavíu og hér á landi á hún fjölmarga aðdáendur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.