Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Page 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006 S pennuskáldsaga bandaríska rithöfundarins Dans Browns, Da Vinci-lykillinn, kom út ár- ið 2003 og er orðin miklu meira en metsölubók. Vissu- lega hefur bókin setið kirfi- lega skorðuð á helstu met- sölulistum frá því að hún kom út og hefur í mesta lagi verið hnikað um sæti eftir að hafa trónað á toppnum mánuðum sam- an. Þegar hér er komið sögu hefur bókin selst í rúmlega 40 milljónum eintaka, verið þýdd á yfir fjörutíu tungu- mál og er meðal söluhæstu skáldsagna allra tíma. Umfjöllunarefni sögunnar er því orðið velkunnugt milljónum lesenda, en hún fjallar um tilraunir trúarlega táknfræðingsins Ro- berts Langdons og samstarfskonu hans, dulmálsfræðingsins Sophie Neveu, til að leysa morðráðgátu sem kemur þeim á spor enn stærri ráðgátu er afhjúpar aldalangt hug- myndafræðilegt samsæri innan kristinnar kirkju. Sá trúarlegi og sagnfræðilegi efniviður sem Dan Brown gerir sér mat úr í Da Vinci- lyklinum hefur höfðað gríðarlega sterkt til les- enda og hrundið af stað umræðum sem líta má á sem menningariðnað út af fyrir sig. Þar tvinn- ar hann saman spennandi söguþræði, æsileg- um eltingarleik, trúarlegu og sagnfræðilegu samhengi og lestri á frægum listaverkum, eink- um málverkum Leonardo Da Vinci sem sam- kvæmt skáldsögunni búa yfir duldum skila- boðum. Dan Brown hafði sent frá sér þrjár skáldsögur áður en Da Vinci-lykillinn kom út, m.a. bókina Englar og djöflar (Angels & Demons), sem kynnir til sögunnar persónuna Robert Langdon. Um er að ræða lipurlega skrifaðar spennusögur þar sem dulmál, tákn og leynifélög skipa stórt hlutverk. En það var hins vegar Da Vinci-lykillinn sem gerði Dan Brown að umtalaðasta spennusagnahöfundi síðustu ára. Óstöðugleiki tákna Þegar Robert Langdon, önnur aðalsöguhetja Da Vinci-lykilsins, er spurður af hinum óþreyjufulla lögregluforingja Bezu Fache um merkingu stjörnutákns sem rist er í blóð á líki listfræðingsins Jacque Saunière, svarar Lang- don spurningunni eins og sannur fræðimaður: „Tákn bera mismunandi merkingu í mismun- andi samhengi.“ Þetta tilsvar Langdons er langt frá því að uppfylla væntingar lögreglufor- ingjans um svar sem styður hans eigin kenn- ingu um það hver hafi myrt hinn virta listfræð- ing í salarkynnum Louvre-safnsins í París. Samtal þeirra Faches og Langdons á fyrstu blaðsíðum skáldsögunnar, þar sem þeir standa yfir líki Saunières, umkringdu merkingum og dularfullum táknum, leggur grunninn að um- ræðu sem Dan Brown notar til þess að gæða spennusögu sína hugmyndasögulegri dýpt. Viðbrögð Langdons við spurningu lögreglu- foringjans hrinda af stað hugleiðingum hans um það hvernig tákn eru sögulega og menning- arlega mótuð. Þannig varð fornt stjörnutákn náttúrudýrkunar að tákni djöfladýrkunar er kaþólska kirkjan leitaðist við að setja sinn eigin guð ofar heiðnum guðum. (Langdon bölvar kvikmyndaverksmiðjunni Hollywood í hljóði fyrir að vinsældavæða hina afbökuðu merkingu táknsins með því að birta það ítrekað í sam- hengi við djöfladýrkun í lélegum hrollvekjum.) Tákn standa ekki fyrir stöðuga eða endanlega þekkingu, því slík þekking er ekki til En mannkynssagan er mótuð af sýn þeirra sem skrifa hana, og hefur beiting tákna ávallt verið áhrifamikil leið til þess að stýra og ná valdi þekkingu í tilteknu samfélagi. Sama á við um þau tákn sem tungumálið samanstendur af, og þar með öll merkingarkerfi, ekki síst bók- menntir og hvers kyns texta. Ráðgátan sem sögupersónur Da Vinci-lykilsins glíma við snýst um sögulega og pólitíska mótun texta sem kristin trú byggir kennisetningu sína á, hina heilögu ritningu. Í úrvinnslu fléttunnar styðst Dan Brown við kenningar sem nokkuð hafa verið til umræðu meðal sagn- og trúarbragðafræðinga og tengj- ast meðal annars rannsóknum á hinum svoköll- uðu apókrýfu og gnostísku ritum, helgirita og guðspjalla sem ekki rötuðu í Biblíuna. Þannig framsetur skáldsagan kanóníseringu guðspjall- anna sem mynda uppistöðuna í Nýja- testamentinu sem þátt í hugmyndafræðilegri stýringu kirkjunnar á kenningu sem þjónaði viðhaldi tiltekinnar valdskipanar í samfélaginu. Í ljós kemur að hinn myrti var meðlimur leyni- reglu sem helguð er varðveislu skjala sem sanna m.a. að Jesús var mannlegur en ekki guðlegur, var kvæntur Maríu Magdalenu, átti með henni barn og ætlaði henni lykilhlutverk við stofnun kristinnar kirkju. Þessi vitneskja féll hins vegar ekki að hugmyndafræði kirkj- unnar sem hefur um aldabil útilokað konur frá valdastöðum stofnunarinnar og lagt áherslu á guðlegt eðli Krists. Samkvæmt skáldsögunni hefur vitneskjan um barnsmóður Krists hins vegar varðveist í mýtunni um gralið helga, og kristilegum táknum og sögnum er leggja áherslu á þátt hinnar helgu gyðju í kristinni trú. Þannig er Da Vinci-lykillinn meira en spennusaga, hún er hugmyndafræðileg vanga- velta (framsett á grípandi máta) um forsendur kristinnar trúar og þeirra sögulegu og pólitísku þátta sem hafa mótað hana. Þá felur bókin í sér sterka gagnrýni á karlveldi kirkjunnar og íhaldssemi vatíkansins og kaþólskra trúarhópa á borð við trúarregluna Opus Dei sem skipar veigamikinn þátt í sögunni. Tengingar Browns við öfgatrú eru augljósar í sögupersónunni Sil- as, sanntrúaðs meðlims Opus Dei, sem fremur ofbeldisverknaði og morð í nafni trúarinnar. Þessi þáttur bókarinnar hefur vakið við- brögð kirkjunnar manna og trúarhópa sem telja bókina draga upp neikvæða og villandi mynd af kristinni kirkju og sögu hennar. Vart þarf að geta þess hversu mjög meðlimum Opus Dei-trúarreglunnar þykir að sér vegið, en fulltrúi þeirra í sögunni er m.a. munkurinn Sil- as sem ástundar sjálfhýðingar og hlýðir læri- feðrum sínum í blindni. Vinsældum og fyrirferð skáldsögunnar sjálfrar hefur því verið mætt með öðru eins ógrynni bóka, blaðagreina og vefsíðna sem fara í saumana á kenningu Browns, leitast við að svara sögulegum stað- hæfingum skáldsögunnar eða afhjúpa blekk- ingu hennar. Meðal bóka sem skrifaðar hafa verið gagngert til þess að benda á stað- reyndavillur og rangfærslur í Da Vinci- lyklinum er bækur á borð við Decoding Da Vinci og Breaking the Da Vinci Code, en sú síð- arnefnda komst á metsölulista. Þá birti banda- ríska vikuritið Time umfangsmikla grein eftir listfræðinginn Bruce Boucher þar sem hæðst er að framsetningu bókarinnar á lífi og list Leonardo Da Vinci. Auk ritaðs máls, hefur sanngildi kenninga Da Vinci-lykilsins verið tek- ið til umræðu í heimildarmyndum og sjón- varpsþáttum, í ótal fyrirlestrum og málþingum innan og utan kirkjunnar, að ógleymdum hvers kyns námskeiðum sem taka efni sögunnar fyr- ir. Louvre-listasafnið í París hefur nú öðlast nýtt gildi sem pílagrímsstaður aðdáenda spennusögunnar, og ævintýraferðir um slóðir Da Vinci-lykilsins í París og London eru nú orðnar að sígildri túristagildru. Sannleiksgildi skáldskaparins Það er athyglisvert hversu harðvítug umræðan um sannleiksgildi Da Vinci-lykilsins er, í ljósi þess að þar er augljóslega um skáldsögu en ekki sagnfræðirit að ræða. Umræddar bækur sem benda á staðreyndavillur í skáldsögunni tefla þeim fram líkt og þær komi upp um mis- tök í sagnfræðiriti, og saka höfund skáldskap- arins um að beita blekkingum. Að vissu leyti hefur höfundurinn kallað þessi viðbrögð yfir sig, þar sem skáldskapur hans er markvisst framsettur bæði í kynningarherferð og textanum sjálfum undir formerkjum sagn- fræðilegrar nákvæmni. Þar er um gamalt stíl- bragð að ræða sem finna má út í gegnum bók- menntasöguna. Höfundur hefur sögu sína á því að vitna í „staðreyndir“ eða sögulegar heimildir sem byggja upp trúverðugleika og fá lesandann til þess að lifa sig inn í söguheiminn – gleyma því um stund að um skáldskap er að ræða. Þessi sagnfræðilegi upptaktur Da Vinci- lykilsins hefur þau áhrif að auka spennugildi sögunnar til muna. Þannig birtir höfundurinn stuttan formála á undan sögunni, þar sem hann þakkar þeim sem gerðu honum kleift að stunda rannsóknir fyrir bókina, og getur þess að Sion- bræðralagið og Opus Dei séu raunveruleg sam- tök og að allar lýsingar á listaverkum, arkitekt- úr, skjölum og helgiathöfunum í bókinni séu sannar. Það fer ekki milli mála að skáldsagan er unnin með hliðsjón af sögulegum heimildum og nákvæmum athugunum á staðháttum. En það er ekki þar með sagt að samhengið sem höfundurinn skapar í kringum þessa texta hafi sagnfræðilegt gildi – þvert á móti, þar er um að ræða leik höfundarins með texta og tákn sem virkjuð eru í þágu tiltekinnar kenningar, kenn- ingar sem þjónar hinni heillandi hugmynda- fræði skáldsögunnar. Líklegt má telja að útkoma Da Vinci- lykilsins á tímum þegar bókstafstrú og þáttur trúar í opinberu lífi er að aukast gríðarlega í Bandaríkjunum, eigi nokkurn þátt í eldfimi hennar. Í því samhengi er athyglisvert að hin neikvæðu viðbrögð við umfjöllunarefni bók- arinnar gerðu ekki vart við sig fyrr en eftir að vinsældir hennar urðu ljósar og lesendur tóku að bera sig eftir upplýsingum um mótunarsögu kirkjunnar og draga í efa ýmsar forsendur kristinnar, t.d. með því að spyrja spurninga um valdleysi kvenna innan hennar. Viðbrögðin hafa verið á tvenna vegu, annars vegar þeirra sem bregðast hart við gagnrýni á kirkjuna og hins vegar þeirra sem fanga auknum áhuga á kristinni trú og uppruna hennar. Í því sam- bandi má nefna námskeið á borð við það sem haldið var hér á landi á vegum Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar og gaf þátttakendum kost á að fara í saumana á kenningum Da Vinci-lykilsins undir leiðsögn trúarbragðafræðings. Stóru bíókarlarnir og trúarumræðan Þess var vitanlega ekki langt að bíða að stóru stúdíóin í Hollywood tryggðu sér kvikmynda- réttinn að Da Vinci-lyklinum. Forsvarsmenn Sony Pictures Entertainment-fyrirtækisins voru snarir í snúningum og höfðu gengið frá samningi við Dan Brown í júní 2003, áður en ljóst var orðið hversu löng sigurganga bók- arinnar átti eftir að verða, og einnig áður en hin harkalegu viðbrögð ýmissa trúarhópa höfðu fyllilega komið fram. Sony hefur að öllum lík- indum litið svo á að þar væri fyrirtækið komið með réttinn að gulltryggðum stórsmelli, spennumynd sem ótakmarkað púður yrði sett í að framleiða og markaðssetja. Í grein Peters J. Boyers í nýjasta hefti vikuritsins New Yorker er því lýst á skemmtilegan hátt hvernig tvær grímur tóku að renna á Sony-menn er þeir átt- uðu sig á þeim trúarlega deilupakka sem hugs- anlega fylgdi sögunni og gæti orðið hinum beina og breiða vegi stórmyndarinnar fjötur um fót. Bent hefur verið á í því sambandi að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að frem- ur fámennir mótmælendahópar sniðgengu sýn- ingu kvikmyndar Martins Scorsese, Síðasta freisting Krists árið 1988. Kvikmynd sú var umdeild fyrir áþekka kenningu og Dan Brown vinnur með í Da Vinci-lyklinum, þess efnis að Jesú hafi kvænst Maríu Magdalenu. Nú séu kristnir þrýstihópar bæði orðnir mun skipu- lagðari og áhrifameiri í opinberri umræðu, og gætu hrundið af stað tilmælum um að snið- ganga myndina, yrði ekki farið vel að þeim. Urðu Sony-menn fyrst verulega áhyggjufullir þegar Mel Gibson virkjaði hina vaxandi stétt strangtrúaðra kristinna Bandaríkjamanna til stuðnings við hina umdeildu kvikmynd sína Píslarsaga Krists. Í kjölfar velgengni Písl- arsögunnar varð nefnilega til ný stétt í Holly- wood, þ.e. stétt svokallaðra trúarlegra mark- aðsráðgjafa, en Mel Gibson hafði ráðið einn slíkan til þess að markaðssetja Píslarsöguna sína. Í ljósi þess aukna trúarhita sem einkennir opinbera umræðu í Bandaríkjunum veita um- ræddir ráðgjafar þjónustu sem spannar allt frá því að finna leiðir til þess að halda kristnum þrýstihópum góðum, til þess að laga sjálfa framleiðsluna að lífsskoðunum þessara sömu markhópa. Einn slíkur er Jonathan Bock, en hann hefur verið framleiðendum kvikmyndarinnar um Da Vinci-lykilinn innanhandar um heppilega markaðssetningu kvikmyndarinnar með við- tökur kristinna áhorfenda í huga. Þar hefur Bock tekið þá stefnu að „vinna“ með umræðuna fremur en að óttast hana, og reyna þannig að fá þá sem andsnúnir eru bókinni til þess að segja álit sitt á kvikmyndinni með því að borga sig inn á hana fremur en að sniðganga hana. Þann- ig standa framleiðendur myndarinnar sjálfir fyrir vefumræðuvettvanginum Da Vinci Dialogue, þar sem tekist er af hörku á um trúarlegar hugmyndir bókarinnar. Margir hafa hins vegar lýst áhyggjum yfir því að óttinn við það að móðga tiltekna trúar- hópa hefði áhrif á kvikmyndaaðlögunina sjálfa, en tal um almennt afþreyingargildi sögunnar og spennuþáttinn í myndinni, þykja hafa ein- kennt málflutning leikstjórans Rons Howards í fjölmiðlum. Þá hafa aðstandendur mynd- arinnar gjarnan svarað spurningum fjölmiðla um hinar umdeildu trúarhugmyndir bók- arinnar þess efnis að þar væri fyrst og fremst um skáldskap að ræða. Nú þegar hinum langa meðgöngutíma kvikmyndarinnar er lokið og hún komin fyrir sjónir almennings með sjálfum Tom Hanks í hlutverki Roberts Langdons, mun unnendum skáldsögunnar gefast kostur á að bera saman bók og kvikmynd. En af um- sögnum gagnrýnenda, sem teknar eru að streyma inn, má hins vegar ráða að e.t.v. hafi hugmyndafræðilegur broddur bókar Dans Browns slípast eitthvað til við flutninginn yfir í kvikmyndaformið. Sumir gagnrýnendur telja myndina ágæta að gæðum, og aðrir ekki, en trúarumræðan virðist að flestra mati afgreidd með silkihönskum. Tákn og túlkendur Da Vinci-lykillinn og markaðssetning trúarinnar Frumsýning nýrrar kvikmyndar sem gerð er eftir skáldsögunni Da Vinci-lykillinn hefur hleypt auknu lífi í þá heitu umræðu sem skapast hefur í kringum þessa vinsælu spennusögu. Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Da Vinci Code Kvikmyndin verður frumsýnd í kvöld um víða veröld. Hún hefur þegar skapað mikla umræðu. Tom Hanks er í aðalhlutverki. Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi á Morgunblaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.