Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.2006, Síða 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. maí 2006
R
yszard Kapuscinski fæddist
árið 1932 í Pinsk í Austur-
Póllandi sem nú er Hvíta-
Rússland. Fjölskylda Kapusc-
inskis flutti til Varsjár á tím-
um seinni heimsstyrjald-
arinnar. Þar ólst hann upp við mikla fátækt.
Þegar hann lauk háskólaprófi í sögu og heim-
speki fékk hann vinnu á blaði fyrir ungt fólk.
Þetta var 1955, tveimur árum eftir dauða
Stalíns. Aðalstarf hans á
blaðinu var að ferðast
um landsbyggðina og
taka viðtöl við fólk sem
hafði skrifað kvörtunarbréf um hitt og þetta.
Úr þessum ferðasögum sínum skrifaði hann
seinna bók (1962 Busz po polsku), sem er sú
eina af bókum hans sem gerist í Póllandi.
Hann skrifaði einnig ljóð og birtust nokkur í
bókmenntatímariti.
Kapuscinski þráði mjög að fá að fara yfir
landamæri, þó ekki væri nema til Tékkóslóv-
akíu, og hann sagði ritstýru blaðsins frá því.
Ári síðar tilkynnti hún honum að þau ætl-
uðu að senda hann til Indlands. Það kom hon-
um gjörsamlega á óvart en hann fór og skrif-
aði um það sem hann sá. Síðan hefur hann
ekki hætt að ferðast. Bækur hans hafa komið
út á 30 tungumálum.
Árið 1957 var Ryszard Kapuscinski út-
nefndur fréttaritari opinberu pólsku frétta-
stofunnar PAP.
Hann var eini blaðamaðurinn sem flutti
fréttir frá „útlöndum“ til Póllands. Á meðan
fréttaritarar frá Reuters og öðrum stórum
stofum gátu flogið á milli staða sat Ryszard
Kapuscinski oft í hrörlegum rútum eða á hest-
vagni til að komast á milli. Næstu tuttugu árin
skrifaði hann um fimmtíu lönd bæði í Afríku
og Suður-Ameríku. Hann hefur heimsótt lönd
á stríðs- og friðartímum og orðið vitni að tutt-
ugu og sjö byltingum og valdaránum. Síðan þá
hefur hann starfað sem sjálfstæður blaðamað-
ur, rithöfundur, ljóðskáld og ljósmyndari.
Nú standa yfir sýningar á myndum hans á
Ítalíu og í Bandaríkjunum.
Hann skrifar reglulega fyrir Gazeta Wy-
borcza. Hann segist þurfa deadline frá tíma-
ritinu, annars sé ekki víst hversu mikið hann
skrifar. Bók hans Keisarinn um Haile Selassie
(1978) kom út á ensku árið 1985. Þá opnaðist
heimur Ryszards Kapuscinskis fyrir alþjóð-
legum lesendum. John Updyke hældi bók
hans um eþíópíska einræðisherrann í New
Yorker.
Næsta bók hans fjallaði um Íran og fall
Resa Palahwi (1979). Síðan fylgdu Einn dagur
eftir til að lifa um stríðið í Angóla og Fótbol-
tastríðið sem er athyglisverð bók um ferðir
hans og störf í Afríku og Suður-Ameríku. Tit-
illinn vísar til deilna Hondúras og El Salvador
árið 1969.
Kapuscinski er alltaf sjálfur nálægur í bók-
um sínum, en þó á hógværan hátt. Hann talar
um tilfinningar, hljóð, lykt og sögur fólksins
og leiðir lesandann inn í heima sem flestum
eru lokaðir.
Aðalsmerki hans er þekking og forvitni.
Hann les sér vel til áður en hann heimsækir
lönd.
Djúp kunnátta hans á viðfangsefninu gerir
honum kleift að tengja saman hátt og lágt án
tilgerðar. Það er sérstaklega áberandi í bók
hans um Sovétríkin, Imperium. Bókin er sam-
ansett úr greinum sem hann skrifaði á sjö-
unda áratugnum og textum frá árunum 1989–
91. Árið 1989 hætti hann ritun bókar um Idi
Amin og ákvað að ferðast aftur um Sovétríkin.
Idi Amin varð kafli í Afríkubókinnni Eben-
holts (1998) eða Fílabein í staðinn.
Árið 1993 kom síðan bókin Imperium eða
Stórveldið út. Þar gefur Kapuscinski góða
innsýn í hið víðlenda ríki. Grimm saga Rúss-
lands er alltaf nálæg og einnig afleiðingar sov-
éskra stjórnarhátta á náttúruna. Kaflinn um
hvarf Aralvatns frá 1991 er ein af mörgum at-
hyglisverðum. Margir telja Stórveldið bestu
bók Kapuscinskis.
Flestir muna eftir hinni tíu ára Tönju í Síb-
eríu. Hún segir Kapuscinski frá því hvað al-
vöru frost er og skrifar hann:
Hart frost þekkir maður af því að það er glitrandi
þoka sem svífur í loftinu. Þegar einhver kemur
myndast göng í þessari þoku. Þessi göng eru jafn
há og manneskjan sem gengur í þokunni. Mann-
eskjan heldur áfram en göngin verða eftir. Stór
maður skilur eftir sig há göng, lítið barn lág göng.
Tanja skilur eftir sig mjó göng af því að hún er
grönn, þó er hún há eftir aldri, auðvitað, hún er
líka hæst í bekknum. Á morgnana getur Tanja lesið
úr göngunum hvort vinkonur hennar hafi gengið
hjá, allir vita hvernig göng nágrannarnir skilja eftir
sig.
Breið lág göng með beinum línum segir til dæmis
að skólastýran Klawdija Matwejewna hafi átt leið
hjá. Ef engin göng sjást á morgnana þýðir það að
skólastarf fellur niður vegna kulda.
Stundum sjást göng eins og sikk sakk sem enda
allt í einu. Það þýðir, Tanja lækkar röddina, að fylli-
bytta hafi gengið þar, hrasað og dottið. Þegar mik-
ið frost er gerist það oft að fullir menn frjósa í hel.
Þá eru göngin bugðótt.
Eftir að hafa ferðast um heiminn í hálfa öld
hefur Kapuscinski lært mörg tungumál. Það
kemur í ljós þegar fyrirlestri hans í Akademi-
bókabúðinni í Stokkhólmi lýkur. Rúmlega
hundrað manns stilla sér upp í röð til þess að
fá eiginhandaráritun hans í nýju bókina.
Reyndar voru sumir með gamlar bækur hans
snjáðar og tilbúnir að láta hann skrifa nafnið
sitt í þær. Kapuscinski skrifaði ekki bara
nafnið sitt heldur rabbaði við flesta. Sumir
ávörpuðu hann á pólsku og hann vildi vita
hvaðan þeir kæmu og á hvern ætti að stila
áritunina. Ég sat á stól rétt hjá og fylgdist
með hópnum minnka smám saman. Kapusc-
inski talaði pólsku við eldri systur, portú-
gölsku við mann frá Angólu, rússnesku við
öldung, spænsku við ungan mann sem sagðist
sjálfur vera blaðamaður og að hann væri hetj-
an hans. Kapuscinski var greinilega hrærður
og tók í hönd hans eins og allra hinna sem
hann talaði við. Þegar röðin var loks búin og
kveðjur á ýmsum tungumálum lágu í loftinu
kynnti ég mig fyrir Kapuscinski. Á meðan við
vorum að tala saman sagði kona frá sænska
forlaginu nokkur orð við mig.
Kapuscinski fylgdist vel með og spurði svo:
„Bíddu varstu að tala sænsku við konuna
hérna, en það er ekki sama málið er það? Hver
er munurinn á íslensku og sænsku?“ Ég
reyndi að finna einfalt svar og sagði að hann
væri svipaður og á milli rússnesku og pólsku.
„Já ég skil,“ sagði hann, „sama fjölskylda.“
Þrátt fyrir langan fyrirlestur og samtöl við
yfir hundrað manns gat sívökull blaðamað-
urinn ekki stillt sig um að spyrja nokkurra
spurninga.
Þegar ég spyr hvernig honum lítist á að
heimsækja Ísland segir hann: „Ég hlakka til
að fara til Íslands í haust. Ég hef aldrei komið
þangað áður.“
Hvað ertu að fara að gera þar? „Satt best að
segja veit ég það ekki, en þeir hringdu og
buðu mér og ég geri ráð fyrir því að þeir láti
mig bráðum vita.“
(Kapuscinski mun heimsækja Ísland í sam-
bandi við pólska menningardaga.)
Sumum hefur þótt erfitt að skilgreina
Kapuscinski. Er hann blaðamaður eða rithöf-
undur? Hann hefur velt því fyrir sér hvers
vegna svona fáir rithöfundar skrifa um það
sem er að gerast í kringum okkur.
Hann segist hafa hugsað um það á eftir öll-
um stríðum og byltingum í Afríkuríkjum sem
hann upplifði. Hvers vegna voru engir rithöf-
undar eða heimspekingar þar? Þegar hann
kom aftur til Evrópu voru þeir að skrifa sögur
sem virtust miðast við það sem hinir voru að
gera.
„Fyrir mig,“ segir hann, „er mikilvægt að
hafa upplifað það sem ég er að skrifa um. Ég
hef stundum kallað það bókmenntir á ferð.
Ég hefði ekki tekið svona mikla áhættu ef
ég fyndi ekki fyrir köllun eða nauðsyn þess að
segja frá. Segja frá atburðum sögunnar og lífi
fólksins.“
Þótt landamæri og tilfinningin að fara yfir
þau heilluðu Kapuscinski þótti honum erfitt
að vera hinum megin landamæra tungumáls-
ins.
Þegar hann var sendur til Indlands árið
1956 kunni hann ekki ensku. Hann átti að fara
heim með skipi en Súezdeilan gerði það að
verkum að hann komst ekki og dvaldi því
lengur á Indlandi en til stóð. Hann sat inni á
herbergi sínu á litlu gistiheimi í gömlu Delhí
og las Hemingway á ensku.
Lærði samtölin utan að og las á skilti versl-
ana til að læra orðin.
Hann bjó um tíma í höll Maharadja og tók
eftir því að jafnvel þótt sumir væru skrautlega
klæddir en aðrir skýldu nekt sinni með stuttu
pilsi þá áttu það allir sameiginlegt að vera
berfættir. Þegar Kapuscinski var að alast upp
í mikilli fátækt þá var hann einnig berfættur.
Hann segir frá því í nýjustu bók sinni hvernig
hann árið 1942 reyndi að selja heimatilbúnar
sápur á brautarstöðinni í Varsjá til þess að
safna fyrir skóm. En það var ekki bara tilfinn-
ingin að ganga berfættur sem Kapuscinski
fanst hann eiga sameiginlegt með fólkinu í
Benares. Hann kunni ekki ensku og stundum
huggaði hann sig við það að milljónir Indverja
gerðu það ekki heldur. Þegar hann síðan var
sendur til Kína haustið 1957 voru það ekki
einungis landamæri tungumálsins sem honum
reyndust ókleif þrátt fyrir nokkrar tilraunir.
Hann fer að skoða Kínamúrinn og hugsar um
að hann sé byggður á líkum þúsunda manna.
Hann skrifar um múra og hversu mikið er lagt
í að loka aðra úti og um leið sjálfan sig inni.
Ryszard Kapuscinski reyndi að lesa andlit
fólks í Peking á sama hátt og hann hafði gert í
Benares. En þótt honum hafi tekist að sjá
margt í augum og andlitum Indverja komst
hann ekki inn fyrir ósýnilegan múr Kínverja.
Hann fór aftur heim til Póllands sannfærður
um að heilt líf þyrfti til að læra kínversku.
Nýjasta bók Kapuscinskis heitir Ferðast
með Herodotos. Í bókinni segir hann frá ferð-
um sínum í fylgd með Herodotos (480–420 f.
kr.) sem er oft nefndur fyrsti ferðasöguhöf-
undurinn. Ryszard Kapuscinski ferðast alltaf
einn. Þó ekki alveg því Grikkinn hefur fylgt
honum í hálfa öld.
Hann talar um hann eins og gamlan vin,
enda hafa þeir farið víða saman. Hann segir
að lítið sé vitað um Herodotos en hann ímyndi
sér að hann hafi verið opinn, forvitinn og vin-
gjarnlegur maður. Ef Kapuscinski hefur rétt
fyrir sér virðist sem hann og Herodotos eigi
margt sameiginlegt.
Bókmenntir á ferð
Um Ryszard
Kapuscinski
Höfundur er blaðamaður.
Það er ekki algengt að nöfn blaðamanna séu
nefnd í sambandi við nóbelsverðlaunin í bók-
menntum enda er Ryszard Kapuscinski einn
um þann heiður. Nýlega heimsótti hann Sví-
þjóð og flutti meðal annars fyrirlestur í Aka-
demibókabúðinni í Stokkhólmi. Þrátt fyrir
stranga dagskrá gaf þessi vingjarnlegi mað-
ur sér tíma fyrir spjall á eftir. Kapuscinski
hefur ferðast um hundrað lönd og segist
hlakka til að heimsækja Ísland í haust.
Eftir Helgu Brekkan
helga.brekk-
an@bredband.net
Ryszard Kapuscinski Hann hefur velt því fyrir sér hvers vegna svona fáir rithöfundar skrifa um það sem er að gerast í kringum okkur.
’Fyrir mig,“ segir hann,„er mikilvægt að hafa
upplifað það sem ég er
að skrifa um. Ég hef
stundum kallað það bók-
menntir á ferð.
Ég hefði ekki tekið svona
mikla áhættu ef ég fyndi
ekki fyrir köllun eða
nauðsyn þess að segja
frá. Segja frá atburðum
sögunnar og lífi fólks-
ins.‘