Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2006, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 27. maí 2006 S krif og lestur minningargreina hafa um langt skeið verið Íslendingum hugleikin. Á hverjum degi tileinkar Morgun- blaðið minningargreinum allt að tíu blaðsíður, í annars dýru plássi sínu. Stór hluti Íslendinga eyðir jafnframt töluverðum tíma í að lesa það sem skrifað er „eftir“ fólk sem það þekkti aldrei í lifanda lífi. Margir Íslendingar segja minningargreinar vera uppáhaldslesefni sitt í blaðinu. Minningargreinar í Morgunblaðinu skera sig úr minningarskrifum sem birt eru í blöðum flestra, ef ekki allra, annarra landa. Á Íslandi er það fólk sem þekkti til hins látna sem skrifar greinarnar og ger- ir það af eigin hvötum um vini sína, samstarfsfólk eða ættingja. Minningar- greinar eru ekki skrifaðar af starfsmönnum blaðsins og þarf fólk ekki að greiða fyrir birtingu á þeim. Efnahagsleg staða ræður því ekki birtingu minningargreina eins og tíðkast í Nígeríu til dæmis. Minningargreinar um „venjulegt“ fólk eru birtar ólíkt öðrum löndum þar sem hinir valdamiklu, ríku og frægu eru oft þeir einu sem fá slíka umfjöllun í fjölmiðlum. David Koester hefur birt áhugaverðar rannsóknir á íslenskum minning- argreinum eins og þær voru skrifaðar fram til ársins 1990. Minningar- greinaskrif hafa þó tekið umtalsverðum breytingum á síðustu tíu árum eða svo. Áður fyrr reyndu greinarhöfundar að lýsa ævi og persónulegum ein- kennum hins látna. Greinarnar voru jafnframt sjaldan skrifaðar af einhverjum mjög nákomn- um ættingja og einkenndust af ákveðinni til- finningalegri stillingu eða hlédrægni. Minningargreinar samtímans eru hins vegar að því virðist andstæða við fyrri skrif, þar sem nákomnir ættingjar eru farn- ir að skrifa um hinn látna og lögð er rík áhersla á að tjá tilfinningar þess sem skrifar. Nú er hinn látni líka ávarpaður eins og minningargreinin sé sendi- bréf til hans. Ætlunin okkar hér í þessari grein er að líta á þær breytingar sem orðið hafa á minningargreinum á Íslandi síðastliðin ár. Hvatinn að þessum skrif- um er mjög áhugaverð grein Guðmundar Andra Thorssonar um „einkavæð- ingu textans“. Við beitum fyrir okkur mannfræðilegum skrifum um nota- gildi minninga og gleymsku í sjálfsmyndarsköpun einstaklinga, félagshópa og þjóða, og setjum breytingarnar sem um ræðir á þeim grundvelli í tengsl við breytingar á sambandi ríkisvalds, þjóðar og einstaklings sem orðið hafa í landinu síðasta áratuginn eða svo. Minningargreinar í Morgunblaðinu Árið 1994 tilkynnti Morgunblaðið að það ætlaði að minnka umsvif minning- argreina í blaðinu. Ákvað ritstjórnin að í byrjun fyrstu minningargreinar- innar skyldi setja æviágrip hins látna. Þannig var ætlunin að koma í veg fyr- ir endurtekningar í greinunum sjálfum. Við innleiðingu þessara vinnureglna breyttust aðrar viðmiðanir blaðsins um hvað væri hægt að birta. Helsta breytingin sem kom í kjölfarið var sú að fólk gat nú ávarpað hinn látna beint, líkt og það væri að skrifa honum sendibréf. Samkvæmt viðmælendum okkar á blaðinu var þessi breyting gerð vegna þrýstings frá fólki sem skrif- aði minningargreinar í blaðið. Hér var um kúvendingu að ræða frá því sem áður hafði tíðkast, en minningargreinum sem ávörpuðu þann látna beint hafði verið hafnað. Starfsfólk Morgunblaðsins hefur sagt okkur frá því að því hafi alltaf fundist erfitt að framfylgja þessari reglu. Það var hins vegar talið nauðsynlegt, þar sem ekki þótti tilhlýðilegt að ávarpa látið fólk á þenn- an hátt, a.m.k. ekki í dagblaði. Í kjölfar þessa hafa orðið tvær meginbreytingar á minningargreinum. Í fyrsta lagi er það orðið mjög algengt að nákominn ættingi skrifi um látinn ástvin. Þar með hefur verið grafið undan þeirri félagslegu rökvísi sem David Koester fann í hefðbundnu minningargreinunum, þar sem að minnsta kosti tveggja tengsla fjarlægð var oftast nær milli þess sem skrifaði og hins látna. Áður fyrr gátu barnabörn skrifað um ömmur sínar og afa (tveggja kyn- slóða fjarlægð), og tengdabörn um tengdaforeldra (fjarlægðin er ein kyn- slóð og vensl). Nú skrifa allir um alla, börn um foreldra sína, foreldrar um börn, og makar hvor um annan. Í annan stað hafa minningargreinar orðið mun tilfinningahlaðnari en áður var. Nú tala höfundar opinskátt um tilfinn- ingar sínar til hins látna og þá sorg sem þeir upplifa vegna dauða hans. Hin hefðbundna minningargrein byrjaði oft á setningu á borð við þessa: Ég vil minnast Jóns Jónssonar sem jarðsettur verður í dag. Yfirleitt enduðu greinarnar á samúðarkveðjum til aðstandenda. Efnislegt innihald grein- anna var oftast æviágrip og lýsing á persónulegum einkennum hins látna. Oft var sagt frá skemmtilegum uppákomum sem hinn látni og höfundur greinarinnar höfðu tekið þátt í saman. Hefðbundnar minningargreinar eiga sér fyrirmyndir í bókmenntum fyrri alda. Í upphafi tuttugustu aldar birti Skírnir t.d. dánartilkynningar velmegandi fólks með stuttum æviágripum. Æviminningar voru jafnframt vinsælt les- efni í upphafi aldarinnar. Þetta bókmenntaform lagði ríka áherslu á mann- lýsingar, þar sem reynt var að gefa raunsanna mynd af einstaklingum. Lýs- ingarnar gátu sveiflast frá lýsingu á útliti, venjum og kækjum til metnaðarfyllri tilrauna til að lýsa hvað réði örlögum þeirra í lifandi lífi. Ein- kenni þessara skrifa er að einstaklingurinn er álitinn hafa ákveðna eðlis- kosti sem taka litlum eða engum breytingum í tímans rás. Þannig eru minn- ingargreinar skrifaðar með „kennivaldslegri“ röddu sem lítur á eðli einstaklingsins sem gefið, óumbreytanlegt og þekkjanlegt. „Hefðbundnar“ og „nýjar“ minningargreinar eru staðalgerðir (ideal types) og enn má finna í Morgunblaðinu báðar gerðir. Umtalsverðar breyt- ingar hafa hins vegar orðið á minningargreinum og þær hafa ekki farið fram hjá neinum. Breytingarnar eru umdeildar bæði meðal almennings og starfs- manna Morgunblaðsins. Sumir starfsmenn blaðsins velta því t.d. fyrir sér hvort að persónuleg bréf eigi heima á síðum blaðsins. Þeir benda á að hefð- bundnu minningargreinarnar hafi verið merkilegar sögulegar heimildir um aldafar. Þannig hafi það gerst að í minningargreinum um látna stjórnmála- menn hafi verið afhjúpaðir þættir í stjórnmálasögu landsins sem hafi legið í þagnargildi fram að þeim tíma. Um orsakir breytinga Við höfum nú lýst minningargreinum lítillega og lagt áherslu á breytingar sem orðið hafa á þeim síðastliðinn áratug eða svo. En af hverju stafa þessar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið, þar sem þær lagslegri sjálfsmynd. Þetta hefur sérstaklega átt við ingarsvæði Evrópu sem lagt hafa ríka áherslu á skri Benedict Anderson hefur t.d. bent á mikilvægi fré þeirra í því að skapa þau ímynduðu samfélög sem þj Þetta er mjög mikilvægt þar sem framleiðsla, dreifin hefur löngum þótt mikilvæg fyrir upphaf íslenskrar frelsisbaráttu og fyrir sífellda sköpun og viðhald ísle Það sem er talið sérstaklega íslenskt byggist einmit Íslendingar tali sérstakt tungumál, eigi sér sérstaka og séu allir læsir. Útbreiðsla og lestur texta af ýmsu mikilvæg við sköpun þjóðerniskenndar á nítjándu öl Þannig geta maður á Kópaskeri og kona í Sandge bæði ímyndað sér að þau séu hluti af samfélaginu „ís lestur á efni sem beint er að Íslendingum. Dreifing M leikið stórt hlutverk í því að gera þessar hugmyndir hver ekki, að veruleika meðal Íslendinga. Morgunbl „blað allra landsmanna“ og finnst sumum forsvarsm staða sem blaðið hefur notið meðal landsmanna byg minningargreinunum sem þar birtast. En hvað er minning? Og hvers er minnst? Milan K í Testaments betrayed að rangt sé að líta á minninga andstæður. Hann bendir á að minningar séu aldrei r breytingar? Hvað hefur gert það að verkum að þær eru núna tilfinningalega hlaðnari en áður tíðkaðist, og hvers vegna taka þær á sig form sendibréfa til hins látna? Tilraun til að svara síðari spurningunni gæti byrjað á því að benda á þá stöðu og þau áhrif sem spíritisminn hefur haft á Íslandi um nokkuð langt skeið. Hann gerir kannski ráð fyrir og gengur út frá að hægt sé að hafa samband við þann látna svipað því og gerist í sendibréfum. Spíritisminn get- ur þannig hjálpað Íslendingum að skilja þá löngun minningargreinahöfunda að skrifa til hins látna, en hann getur að sjálfsögðu ekki skýrt hvers vegna slík bréf eru birt núna en voru það ekki áður, né hið tilfinningaþrungna inni- hald þeirra. Það síðastnefnda má kannski frekar skýra með vísan í víðtæk- ari breytingar sem orðið hafa á viðhorfi til dauðans og sorgarinnar á Íslandi síðastliðin fimmtán ár eða þar um bil. Margir segja að stofnun samtaka á borð við Nýja Dögun hafi leitt til þess að fólk er orðið opnara gagnvart til- finningum sínum í tengslum við dauðann og sorgina. Nokkuð kann að vera til í því, en þá er samt ógert að velta fyrir sér þeim afleiðingum sem þessar breytingar hafa og hið víðtækara félagslega samhengi sem þær eru hluti af. Einkavædd minning Að skrifa minningargreinar er tilraun til þess að varðveita minningar, til- raun til þess að festa í sessi minningar um þann látna. Minningar og þá sér- staklega félagslegar minningar hafa nýlega fangað athygli mannfræðinga og annarra félagsvísindamanna. Þeir hafa m.a. bent á mikilvægi minninga Einkavæðing minningar Minningargreinar hafa breyst síðustu ár. Þær eru orðnar persónulegri nánast eins og sendibréf til hinna látnu. Hvað veldur? Eru breytingar í minningargreinaskrifum hluti af stærra ferli einkavæðingar á Íslandi, þar sem stjórnun sjálfsmyndar einstaklinga og persónulegra tengsla er eitt helsta einkenni nýfrjálshyggjunnar? Eftir Arnar Árnason, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Tinnu Grétarsdóttur ziggy@temple.edu Frjálst framtak „Á tímum einkavæðingar efnahagslífsins og ríkisfyrirtækja er nauðsynlegt að gleyma öllum hugmyndum um sameiginle Ef framtíðarvelferð landsins hvílir á frjálsu framtaki einstaklinganna er ágætt ef fólk man aðeins eftir framlagi hinna látnu til síns eig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.