Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 3
ópersónuleg tjáning af þessu tagi
þurfi að vera til að teljast gjaldgeng
í náttúrunni. Hvers vegna virðist til
dæmis meirihluti ferðamanna sætta
sig betur við smápeninga á gjábotni
Flosagjár en ástarjátningar á gíg-
botni Hverfjalls?
Í fjórða lagi má skoða steinskrift-
ina í Hverfjalli út frá sálfræðilegum
forsendum; með hliðsjón af þrá
dauðlegra manna til að skilja eitt-
hvað eftir til marks um veru sína á
jörðinni, löngun okkar til að rita
eigið nafn eða annarra í gestabók
náttúrunnar. Sumarið 1872 vitjaði
breski ferðalangurinn Samuel E.
Waller jarðhitasvæðisins í Hauka-
dal. Hann lýsti heimsókn sinni í
ferðarollu sem út kom tveimur ár-
um síðar og varpaði þar skemmti-
legu ljósi á þær hvatir sem verða til
þess að fullorðið, viti borið fólk
krotar á steina og fjöll … já, meira
að segja á heimsfræga hveri:
Þegar ég leit ofan í skálina [á Geysi] sá ég
að búið var að grafa bókstafi í hana. Já,
það fór ekki á milli mála. Jafnvel hér, á
eitt hið merkilegasta náttúruundur sem
um getur, jafnvel hér hafði hinn óviðráð-
anlegi Breti ritað nafn sitt. Ég hafði séð
áletranir af þessu tagi á veggjum margra
merkisstaða á Englandi – í grafhvelfingum
kirkjubygginga okkar, á styttum í söfn-
unum okkar, og það hafði ekki komið mér
á óvart, en ég átti ekki orð þegar ég sá
þær í hvernum. Á bakkanum hinumegin
fann ég líka á annan tug upphafsstafa og
dagsetninga grafinn djúpt í steininn, og
nálægt brún uppsprettunnar, í miðri skál-
inni, liðlega feti undir yfirborði sjóðandi
vatnsins, kom ég auga á kvenmannsnafn –
enskt – djúpt grafið á tveimur stöðum,
„Fanny“, og lengra frá annað nafn,
„Laura“. Ég virti þau lengi, lengi fyrir mér
og því lengur sem ég hugsaði málið þeim
mun meira furðaði ég mig á því að nokkur
maður væri slíkur heimskingi að grafa
nafn á slíkum stað. Síðan settist ég aftur
niður og dró fram hnífinn minn. Ég snyrti
nögl sem var brotin á fingri mínum, tálg-
aði nokkrar skorur í prik mitt, kroppaði
litlar steinflísar úr brún hversins og fór, að
síðustu, að dæmi forvera minna og gróf
svolítið í steininn; það var kvenmannsnafn
– enskt – en þó hvorki Fanny né Laura.
Síðast en ekki síst eru þær sið-
ferðilegu forsendur steinskrift-
arinnar við Mývatn, sem fitjað er
upp á í leiðara Morgunblaðsins, at-
hyglisverðar í ljósi þeirrar umræðu
sem farið hefur fram um virkj-
anamál hér á landi undanfarið. Þeir
foreldrar sem fara með börnin sín í
ferðalag um Norðausturland á
næstu árum þurfa líklega að finna
réttan meðalveg á milli þess að for-
dæma hin afturkræfu umhverfis-
áhrif í gígbotni Hverfjalls og rétt-
læta það varanlega
stíflu-veggjakrot sem er verið að
leggja lokahönd á umhverfis Kára-
hnjúka. Ef fer sem horfir verður
hægt að lesa risavaxna ástarjátn-
ingu okkar, sem nú lifum, til ís-
lensku fjallkonunnar langt utan úr
geimnum um mörg ókomin ár.
Morgunblaðið/RAX
Stíflu-veggjakrot „Ef fer sem horfir verður hægt að lesa risavaxna ástarjátningu okkar, sem nú lifum, til íslensku fjallkonunnar langt utan úr geimnum
um mörg ókomin ár,“ segir greinarhöfundur og leiðir hugann að ólíkum hliðum þess að „krota“ á náttúruna.
Kilroy við
Kárahnjúka
Á meðan himinninn
virtist gefa ótal möguleika
í sportlegum bláma sínum
leituðum við hælis
við skuggsæl dimm borð
án annarrar sýnilegrar ástæðu
en að sitja af okkur sólina.
Hún var úti og skein á fólkið
sem gekk um göturnar
og naut þess að vera vitlaust
undir sportlegum bláma
við skuggsæl dimm borð
í orðum sem héngu
grá ský í loftinu.
Það rigndi í ljóðum okkar,
í orðum okkar,
það rigndi um allan heim.
Örlögin spegluðust
á votu malbiki,
auðum gangstéttum
og haustvindar þutu
í laufum trjánna
eða okkur brá fyrir
í gluggum
án þess að vita
hver á vegi okkar varð.
Annars vissum við fátt
nema bráðum átti að dimma.
Við lofsungum kyrrðina
og tíndum blóm
úr hári stúlkunnar
er vísaði til sætis
í bíósalnum
sem guð lagði niður
af því að það var engin aðsókn
að góðum myndum.
Dvöldum svo í myrkrinu
bakvið rimla hugans,
í klefum sem fylgdu okkur
hvert sem við fórum.
Það rigndi í ljóðum okkar,
orðum,
rigndi ofan í bolla tímans
á meðan við sátum
gestir
á kaffihúsi tómleikans
og horfðum á rúðurnar gráta.
Rimlar hugans
Höfundur er rithöfundur. Ljóðið er úr væntanlegri
ljóðabók hans, Ég stytti mér leið framhjá dauðanum.
Eftir Einar Má Guðmundsson