Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Side 8
8 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
N
ýverið kom út í Banda-
ríkjunum myndin An
Incovenient Truth, eða
Óþægilegur sannleikur
og verður hún tekin til
sýninga á kvikmyndahá-
tíðinni IIFF sem hefst
30. ágúst næstkomandi.
Myndin hefur vakið mikla athygli og hörð við-
brögð en í henni lýsir Al Gore, fyrrverandi
varaforseti og forsetaframbjóðandi (2000), ára-
langri baráttu sinni gegn meintri fáfræði og
skammsýni annarra stjórnmálamanna og við-
skiptajöfra. Gore er lýst sem hugsjónamanni
sem verið hafi á undan sinni samtíð en ekki
fengið hljómgrunn. Núverandi ríkisstjórn
Bandaríkjanna er hins vegar fundið allt til for-
áttu og hún sökuð um að stinga höfðinu í sand-
inn þrátt fyrir að stærstu hörmungar mann-
kynssögunnar bíði handan við næsta horn. Af
pólitískum ástæðum eru menn því eðlilega á
öndverðum meiði hvað varðar ágæti mynd-
arinnar en framsetning Gores á vísindalegum
gögnum hefur einnig verið gagnrýnd.
Í myndinni byrjar Gore á því að teikna upp
einfaldaða en skýra mynd af vandamálinu:
gróðurhúsalofttegundir losna við brennslu olíu
og kola, þær þykkja loftslagshjúp jarðar og
gera það að verkum að þó svo að hiti sólarinnar
sleppi inn á hann töluvert erfiðara með að kom-
ast út. Sú samlíking, sem best hefur gengið að
nota til útskýringar á þessu, er að líkja hjúpn-
um við gler í gróðurhúsi. Nákvæmlega sama
lögmál gildir jú í gróðurhúsi þar sem varmatap
er hlutfallslega lítið miðað við þann hita sem
sleppur inn. Ef litið er á hnöttinn í heild sinni,
segir Gore, má gera ráð fyrir áframhaldandi al-
mennri hlýnun. En hún mun ekki dreifast jafnt,
heldur vex hitastigið á pólunum töluvert hraðar
en í kringum miðbaug. Þetta er í samræmi við
allar viðurkenndar rannsóknir á sviði loftslags-
breytinga en á hinn bóginn eru til margar mis-
munandi spár um hvaða afleiðingar þetta gæti
haft í för með sér.
Al Gore styðst við töluvert umdeilda hug-
mynd í spádómum sínum. Hún gengur í meg-
indráttum út á það að bráðnun Grænlandsjök-
uls muni trufla eða jafnvel stöðva
Golfstrauminn sem er ein meginforsenda fyrir
lífi og siðmenningu í Evrópu – ekki síst á Ís-
landi. Síðast þegar þessi straumur truflaðist, en
það var einmitt í kjölfar þess að gríðarlega mik-
ið ferskvatn rann úr jöklum Norður-Ameríku út
í hafið, setti það af stað litla ísöld í Vestur-
Evrópu og gerði stór landsvæði þar óbyggileg
með öllu. Al Gore heldur því fram kenningu
sem virðist við fyrstu sýn þversagnakennd:
Þ.e.a.s. að hlýnun jarðar muni óbeint leiða til ís-
aldar.
Framtíð Íslands og norðurhvels jarðar
Enn sem komið er hafa fæstir vísindamenn tek-
ið undir þessar kenningu og margar aðrar hafa
verið settar fram – en hafa skal í huga að þær
útiloka ekki endilega hver aðra og einhver
blanda af hlýnunar- og kólnunarskeiðum er allt-
af möguleiki. Trausti Valsson, prófessor við Há-
skóla Íslands, er þessa dagana að leggja loka-
hönd á bókina How the world will change with
global warming (Hvernig heimurinn mun breyt-
ast að völdum hlýnunar jarðar) þar sem hann
setur fram kenningar sínar um málið og varpar
ljósi á eina mögulega framtíð jarðarbúa. Blaða-
maður tók hann tali og spurði út í meginefn-
istök bókarinnar. „Í bókinni leitast ég við að
draga upp mynd af heiminum í heild sinni og
þeim loftslagslegu áhrifum sem telja má líklegt
að hækkandi hitastig á heimsvísu hafi í för með
sér. Það að hitastig fer hækkandi er einfaldlega
staðreynd og það er leitun að vísindamanni sem
telur það ekki vera að einhverju leyti af manna-
völdum. Síðan fer ég út í hvaða áhrif þessar
breytingar geti haft á ýmsa „strúktúra“, t.d.
munu skipasiglingar taka stakkaskiptum,“ seg-
ir Trausti.
Þegar talið berst að siglingaleiðum tekur
Trausti fram stafla af skýrslum og hnattlíkan
sem hann notar til að benda á þær löngu sigl-
ingaleiðir sem stærri flutningaskip þurfa í dag
að fara til að ferja varning á milli heimsálfa.
„Risaskip dagsins í dag komast ekki í gegnum
Panamaskurðinn og þurfa því að sigla óralanga
leið í kringum heilu heimsálfurnar til að komast
á áfangastað. Það er ljóst að ef hafís heldur
áfram að bráðna á þeim hraða sem við sjáum í
dag mun ekki líða á löngu þar til Norðvest-
urhliðið svokallaða opnast og hægt verður að
sigla beint yfir Norðurskautshafið. Þetta mun
gjörbreyta öllum siglingasamgöngum og flutn-
ingaleiðum, enda verður um u.þ.b. fimm til níu
þúsund kílómetra sparnað að ræða. Við getum,
sem sagt, búist við því að skipaumferð fram hjá
Íslandsströndum stóraukist og verði orðin tölu-
verð innan tveggja áratuga; en því fylgja bæði
tækifæri og hættur. Íslenska Landhelgisgæslan
þarf að fjárfesta í mjög kostnaðarsömum tækja-
búnaði til að geta aðstoðað skipverja í hættu
stadda,í skipum af þeirri stærðargráðu sem bú-
ast má við að fari að sigla um landhelgi okkar.
Svo geta þessi skip haft alls kyns hættulegan
varning innanborðs. Tækifærin felast hins veg-
ar í umskipun og almennri þjónustu við þessi
mörgu og gríðarstóru skip. Ég var einmitt á
ráðstefnu á Akureyri í janúar síðastliðnum um
þessi tækifæri og möguleg sóknarfæri Íslands í
þessum málum. Úr annarri en tengdri átt má
svo minnast á að með aukinni bráðnun jökla
eykst raforkuframleiðsla vatnsaflsvirkjana og
af því er að sjálfsögðu hægt að hafa tekjur.“
Orka er auðvitað ein eftirsóttasta markaðs-
vara í heimi en það vill svo heppilega til að á
þeim ísilögðu svæðum, sem talið er að muni
þiðna á næstu áratugum, er einnig að finna
miklar olíubirgðir. „Það er talið að um tuttugu
prósent olíubirgða heimsins liggi á þessum
svæðum. Vegna ástandsins í Miðausturlöndum
eru Bandaríkjamenn farnir að setja mikla fjár-
muni í að leggja drög að innkomu olíufyrirtækja
sinna á þetta svæði. Þau landsvæði sem þarna
eru að opnast eru örugg hvað varðar hryðju-
verk og auk þess eru þau mörg þúsund kíló-
metrum nær Norður-Ameríku. Olíuskip eru nú
þegar farin að sigla með fram Íslandsströndum
og það hafa alls sautján skip, hundrað þúsund
tonn hvert, farið hér fram hjá á allra síðustu ár-
um. Ef við tökum gasflutninga með í reikning-
inn tel ég að innan átta ára verði umferðin um
hafsvæðið í kringum Ísland allt að eitt þúsund
stærðarinnar eldsneytisflutningaskip á ári.“
Hvað verður um alla hina?
Í ljósi þessara upplýsinga mætti draga þá álykt-
un að loftslagsbreytingar af mannavöldum
væru í rauninni hið besta mál fyrir Íslendinga
og aðrar norðlægar þjóðir. Trausti komst þó
fljótlega að því að erlendir kollegar hans höfðu
mestan áhuga á þeim hugsanlegu hörmungum
sem þær breytingar, sem Trausti spáir, gætu
leitt af sér. „Ég var að flytja erindi um þessi
mál á ráðstefnu um daginn. Þegar kom að því
að svara spurningum kom í ljós að þarna inni
voru allir lafhræddir við þessa framtíðarsýn.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að ef núverandi
þróun heldur áfram munu vissulega skapast
mörg tækifæri á norðurhveli – á suðurhveli er
einfaldlega ekki mikill landmassi – en hins veg-
ar gæti stór hluti heimsins í kringum miðju
jarðar orðið óbyggilegur. Þar býr þorri mann-
kyns í dag og pólitískar og efnahagslegar afleið-
ingar stærstu fólksflutninga mannkynssög-
unnar valda mönnum auðvitað áhyggjum. Í dag
má sjá að ákveðnar dýrategundir og flóra er
farin að flytja sig til í leit að æskilegri lífsskil-
yrðum. Gera má ráð fyrir að mannskepnan
hegði sér eins þegar uppskerubrestur og þurrk-
ar fara að verða daglegt brauð við miðbaug.
Áveitukerfi eru nú þegar farin að bregðast á
fjölbýlum svæðum og gríðarmiklar ár, t.d. í
Kína, hafa nánast þornað upp. Ofan á allt annað
munu fátækari lönd síðan sökkva í sæ eftir því
sem yfirborð sjávar hækkar. Ríkari samfélög
undir sjávarmáli hafa hins vegar yfir að ráða
fjármunum og tækni sem mun gera þeim kleift
að halda landi sínu að öllu eða mestu leyti.“
Spurður um hinn fyrrnefnda hlutfallslega
mun á hækkun hitastigs eftir heimssvæðum
svarar Trausti: „Þó svo að hitastigið við mið-
baug hækki hlutfallslega hægar en hjá okkur
munar mun meira um hverja gráðu fyrir þá sem
þar búa. Það er í sjálfu sér ekkert að því fyrir
okkur að fá tíu gráðu hækkun. Það gæti jafnvel
verið til mikilla bóta fyrir landbúnað og vakið
almenna ánægju landsmanna. Hins vegar geta
tvær eða þrjár gráður, til eða frá, gjöreyðilagt
samfélög sem lifa nú þegar við háan hita og
vatnsskort. Einnig má búast við flóðum og
óveðri þar sem loftslagsbreytingum af þessu
tagi fylgja oft öfgar í báðar áttir. Vandinn er sá
að þótt mörg dýr eigi auðvelt með að flytja sig
um set, eins og ég sagði áðan, þá er mannlegt
samfélag einfaldlega þannig gert að þjóðern-
ishyggja og annað gerir stórfellda fólksflutn-
inga erfiða og áhættusama.
Stjórnmálafræði er ekki mitt fag og auðvitað
er talsverð spenna á milli margra mismunandi
menningarheima – en persónulega get ég ekki
hugsað mér skemmtilegra umhverfi en fjöl-
menningarsamfélag. Kannski er ég bara bjart-
sýnismaður? Ég vil þó benda á að þau svæði,
sem munu opnast upp í kjölfar hlýnunar, eru
mjög strjálbýl. Þannig að plássleysi ætti í sjálfu
sér ekki að verða vandamál. Það gæti þó farið
fyrir brjóstið á einhverjum ef fólk byrjaði að
flæða yfir landamæri þeirra í þeim mæli að það
myndi þynna út eða jafnvel drepa þjóðark-
arakter þeirra sem voru þar fyrir. Tvær til
þrjár milljónir innflytjenda við þessar aðstæður
er ekkert sérlega mikill fjöldi ef litið er á heim-
inn í heild. En ef svo margir settust til dæmis
að hér á landi myndu Íslendingar fljótt verða
mikill minnihlutahópur og þá yrði erfitt að
segja til um framtíð máls og menningar. Það
mætti ímynda sér litlar Íslendingabyggðir hér
og þar á landinu, t.d. í Búðardal, líkt og nú til
dags eru litlir kjarnar af útlendingasamfélögum
að myndast úti á landi. Efnahagslega held ég að
þetta væri bara fínt fyrir landið en það eru að
sjálfsögðu ekki allir sáttir við þá tilhugsun að
hér verði ekki töluð íslenska í framtíðinni.“
Getur hlýnun orsakað ísöld?
Trausti gefur ekki mikið fyrir þá kenningu Als
Gore og annarra að bráðnun Grænlandsjökuls
muni trufla Golfstrauminn og gera það að verk-
um að íshella leggist yfir Evrópu. „Þetta er nú
frekar furðulegur málflutningur – að halda því
fram að jörðin sé að hlýna hratt en láta það svo
út úr sér í næstu setningu að það muni leiða til
ísaldar. Hver eru skilaboðin hjá honum? Það vill
svo til að landmassi Grænlands liggur í skeifu
og opnast út til vesturs. Þar að auki er landið
kúpt en ekki flatt eins sá hluti Norður-Ameríku
sem fylltist af vatni sem síðan braut sér leið til
hafs og truflaði Golfstrauminn. Vatnið lekur
smám saman niður af Grænlandsjökli á löngum
tíma og það getur aldrei myndast stór pollur.
Sú kenning hefur vissulega verið á lofti að þetta
ferskvatn gæti samt haft áhrif á saltan straum-
inn. Í nokkur ár hafa þó farið fram reglulegar
mælingar á seltustigi og öðrum breytum og
þessir kenningasmiðir hafa enn engar tölur
máli sínu til stuðnings. Það þarf að mæla svona
nokkuð í hundrað ár eða lengur áður en hægt er
að segja eitthvað af eða á. Við vitum afskaplega
lítið um sögu hafstrauma og þess vegna gætum
við í framtíðinni fengið hvort sem væri minna
eða meira af þessum heitu straumum. Þeir
hreyfast vissulega til en það er erfitt að spá fyr-
ir um þetta. Veðurmælingar hafa hins vegar
staðið yfir í meira en öld og þau gögn er mun
betra að vinna með.“
Þar sem hlýnun jarðar virðist vera mælanleg
staðreynd og sumar mögulegar afleiðingar
þeirrar þróunar hljóma vægast sagt ógnvæn-
lega, fýsir blaðamann að vita hvað sé verið að
gera í málinu. „Kyoto-sáttmálinn frægi, sem
átti að stuðla að minni útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda í framtíðinni, gerði ekki fyrirhugað
gagn þar sem þau lönd, sem menga mest, voru
einfaldlega ekki aðilar að honum. Þar að auki
hafa þau lönd, sem skrifuðu undir sáttmálann, í
raun hrakið mengandi iðnað úr landi og til
þriðja heimsins þar sem mengunarvarnir og
löggjöf hvað varðar losun hættulegra efna og
lofttegunda er almennt mun slakari. Nettóá-
hrifin eru því í besta falli engin.“
Að lokum beindi blaðamaður talinu aftur að
hugsanlegum fólksflutningsvandamálum fram-
tíðarinnar og spurði Trausta hvernig hann, sem
leikmaður á sviði félagsfræði og stjórn-
málafræði, teldi líklegt að þau mál myndu
þróast í framtíðinni. „Eins og ég nefndi munu
loftslagsbreytingar næstu áratuga verða lang-
bestar fyrir okkur hérna fyrir norðan og gera
má ráð fyrir að mikill fjöldi fólks vilji flytjast
hingað búferlum. Við vorum búnir að ræða
praktísk vandamál á slíku flakki og þá stað-
reynd að ekki mun öllum lítast á blikuna fyrst
um sinn. En mikilvægt er að hafa í huga sið-
ferðislegar skyldur okkar í þessu máli. Er okk-
ur stætt á því að sitja hérna í vellystingum, efst
á hnettinum, á meðan stór hluti heimsbyggð-
arinnar brennur í vítiseldum rétt fyrir sunnan
okkur? Áður en þeirri spurningu er svarað
mætti líka hafa í huga þá staðreynd að stærsti
hluti þeirrar mengunar, sem veldur þessum
breytingum, hefur einmitt komið frá norð-
urhveli jarðar frá tímum iðnbyltingarinnar.“
Ef heimsbyggðin færir sig um set
Gangi spár Trausta Valssonar og annarra eftir
er ljóst að eitt stærsta vandamál sem komandi
kynslóðir munu standa frammi fyrir er hvernig
haga skuli stærstu fólksflutningum sögunnar.
Stjórnmálakerfi heimsins, eins og við þekkjum
það í dag, gæti gjörbreyst ef heilu stórþjóðirnar
leggjast af og erfitt er að gera sér í hugarlund
þann heim sem tæki við eftir slíkar breytingar á
uppbyggingu þjóðríkja og samruna svo margra
ólíkra menningarheima. Eins og staðan er í dag
er þróunin sú að vestræn ríki á norðurhveli
jarðar eru í sífellt auknum mæli að loka landa-
mærum sínum fyrir aðkomufólki að sunnan og
austan. Því er sumum eðlilega spurn hvort
nokkurn tíma verði hægt að leysa svona stór-
mál með friðsamlegum hætti.
Blaðamaður tók Jón Orm Halldórsson,
stjórnmálafræðing og dósent við Háskólann í
Reykjavík, tali og spurði hann út í fólksflutn-
Heimur hlýnandi fer
Loftslagsbreytingar hafa verið mikið til um-
ræðu undanfarin ár og í dag ætti hvert
mannsbarn að hafa í það minnsta óljósa til-
finningu fyrir því hvað gróðurhúsaráhrif
eru. Áframhaldandi hlýnun jarðar gæti haft
afdrifarík áhrif á lífkerfi og mannlegt sam-
félag en málið er stórpólitískt og ekki eru all-
ir sammála um í hvað stefnir eða til hvaða
ráða sé best að grípa til að forðast stórslys í
framtíðinni. Hér er farið yfir helstu rök vís-
indamanna og stjórnmálamanna í þessum
efnum og kallað eftir viðbrögðum við vænt-
anlegri bók Trausta Valssonar háskólapró-
fessors en hún fjallar einmitt um hugs-
anlegar afleiðingar núverandi hlýindaskeiðs
á jörðina og þá sem hana byggja.
Trausti Valsson Innan hundrað ára verður stór hl
Eftir Gunnar Hrafn Jónsson
gunnarh@gmail.com