Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 9 inga almennt og hvaða lærdóm mætti draga af sögunni hvað slíkt varðaði. "Það eru til mörg gömul og ný dæmi um það hvernig stórfelldir fólksflutningar hafa gerbylt aðstæðum á heilum heimssvæðum. Menn þurfa ekki að leita alla leið aftur til upprunalegu þjóðflutninganna í Evrópu til að sjá þetta því að mörg dæmi eru til frá 19. og 20. öld um gagngerar breytingar í heilum heimshlutum vegna stórra mannflutninga. Á síðustu áratugum hafa fólksflutningar á milli landa aftur færst stórlega í vöxt og nú eru lík- lega 200 milljónir manna búsettar í öðru landi en þær fæddust í. Líklega eru 30 milljónir þeirra á flótta vegna versnandi umhverfisskil- yrða. Mörg þeirra landa, sem menn leita mest til, eru á meðal þéttbýlustu ríkja heims og í langflestum tilvikum á norðurhveli. Fá, ef nokk- ur, samfélög eru tilbúin að taka við stórauknum straumi flóttamanna þótt mörg vilji fá til sín menntað fólk frá öðrum löndum í einhverjum mæli. Stórfelld aukning á mannflutningum get- ur því ekki átt sér stað án alvarlegra átaka.“ Vatnsaflsvirkjanir og bráðnun jökla Ör rýrnun jökla á Íslandi er vart umdeild. Glögglega má sjá minnkun þeirra með því að bera saman loftmyndir á milli ára. Bráðnun jöklanna er einnig áþreifanleg að því leyti að vatnsmagn í jökulsám landsins eykst jafnt og þétt og hefur þar með áhrif á raforkufram- leiðslu hér á landi. Blaðamaður ræddi við Elías B. Elíasson hjá Landsvirkjun og spurði hvort veruleg eða mælanleg aukning hefði orðið á raf- orkuframleiðslu vatnsaflsvirkjana landsins á síðustu árum og hvaða áhrif það gæti haft á af- komu fyrirtækisins og þjóðarbúsins. „Í fyrsta lagi er í raun um tvær tegundir virkjana að ræða. Annarsvegar virkjanir sem eru hannaðar fyrir almenna notkun, heimili og þess háttar, og hins vegar þær sem eru ætlaðar stóriðju og senda út meira eða minna sama magn af orku, jafnt og þétt, allan ársins hring. Þær fyrr- nefndu eru í meirihluta og voru byggðar með tilliti til þess að hægt væri að nýta meira vatns- flæði en virkjuninni var upphaflega ætlað að taka við. Þær ráða, sem sagt, við meira en með- alnotkun. Gallinn er bara sá að rafmagn er óvenjuleg vara og hana er ekki hægt að geyma fyrir seinni tíð. Við höfum líka tekið eftir því að þó svo að almennt séð hafi vatnsflæði í ánum aukist eru töluverðar sveiflur á milli ára. Okkar vandamál felst þess vegna í því að við verðum að vita fyrirfram hvað við getum framleitt mikið rafmagn og það er ekki hægt að reiða sig alfarið á þessar aukningar á milli ára. Þær skila vissu- lega sínu en sveiflurnar eru ekki enn áreið- anlegar.“ Samfara hlýnun jarðar hafa margar dýra- og plöntutegundir færst á milli landsvæða und- anfarna áratugi og allt bendir til þess að sú þró- un haldi áfram þar sem lífríki fylgja hitastigi og loftslagi náið eftir. Hér á landi hefur brotthvarf loðnunnar, en loðnan er fiskur sem þrífst best í köldum sjó, nú þegar haft veruleg áhrif á efna- hagslíf og byggðastefnu. Ætla má að Íslend- ingar, sem og aðrar þjóðir, þurfi að búa sig und- ir frekari breytingar af þessu tagi. Blaðamaður ræddi við Snorra Baldursson hjá Nátt- úrufræðistofnun og spurði hann út í breyttar aðstæður í náttúru Íslands. Snorri tók það fram að hann væri ekki dýra- fræðingur, en hann hefur þó fylgst töluvert með þróun lífríkis landsins. „Það er vitað að sjórinn í kringum landið hefur verið að hlýna frá árinu 1995 og að hitastig sjávar hefur mikil áhrif á fiskgengd. Kaldsjávarfiskar á borð við loðnu hafa væntanlega leitað norður og vestur á bóg- inn út úr landhelginni undanfarin ár og hugs- anlega heldur hún sig nú að einhverju leyti und- ir hafís þar sem erfitt er að finna hana. Í staðinn verða suðrænni tegundir, sem eru van- ari hlýrri sjó, algengari.Ýsa, skötuselur og aðrir hlýsjávarfiskar hafa t.d. verið að veiðast í óvenjulega miklum mæli fyrir norðan land und- anfarið. Sömu sögu má segja af fuglalífinu, stofnar norrænna tegunda dragast væntanlega saman en stofnar suðlægari tegunda styrkjast. Nefna má greinilega fækkun í hvítmáf og stuttnefju, en báðar þessar tegundir eru nor- rænar, þ.e. algengari fyrir norðan okkur en sunnan. Ef veðurfar heldur áfram að mildast með þessum hætti má líka gera ráð fyrir því að flækingsfuglar lifi af veturinn og setjist hér að í auknum mæli.“ Aðspurður um heildaráhrif jarðhlýnunar á lífkerfi Íslands sagðist Snorri telja að fram- leiðni þess og fjölbreytni hlyti að aukast. „Nor- rænar tegundir verða væntanlega minna áber- andi en hingað til, en þær hafa reyndar aldrei verið verulega stór hluti af lífríki landsins. Aft- ur á móti getur vaxandi ársmeðalhiti, einkum aukinn vetrarhiti, gefið nýjum tegundum tæki- færi á að ná fótfestu hér á landi, en það er erfitt að spá nákvæmlega fyrir um hverjar þessar tegundir verða eða hver langtíma áhrif slíks landnáms verða á það lífríki sem fyrir er ." Reuters Al Gore Bráðnun Grænlandsjökuls veldur ísöld og gerir stóran hluta norðurhvels óbyggilegan. Morgunblaðið/Sverrir luti landsvæðis um miðbaug óbyggilegur og meirihluti fólks mun flytja til norðurhvels jarðar. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. – Öldungadeildarþingmaður repúblikana, James Inhof að nafni, hefur opinberlega líkt mynd Als Gore An Inconvenient Truth við áróðursrit Adolfs Hitler: Mein Kampf. – George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann sé ekki sannfærður um að gróðurhúsaáhrifin séu vísindaleg staðreynd. – Olíufyrirtækið ExxonMobil hefur verið bendlað við áróðursmyndband í gamansömum tón þar sem gert er stólpagrín að Al Gore og áhyggjum hans af umhverfismálum. Myndbandið var sett á internetið af fyrirtækinu DCI media sem sér um ýmis markaðsmál fyrir ExxonMobil. – Hópur andstæðinga gróðurhúsakenninga bauðst árið 1998 til að veðja ótiltekinni upphæð á það að hitastig jarðar myndi lækka jafnt og þétt á tíu ára tímabili. Loftslagsfræðingurinn James Annan hafði samband við hópinn árið 2005 og benti þeim á að þeir væru að tapa meintu veðmáli sínu en bauðst til að leggja pening á borðið og byrja upp á nýtt frá árinu 2005. Því var neitað og upprunalega veðmálið dregið til baka skömmu seinna. – Þeir sem efast um áframhaldandi hlýnun jarðar benda á að á áttunda áratugnum myndaðist til skamms tíma ótti við nýja ísöld sökum kólnandi veðurs. Loftslagsmælingum hefur þó farið mik- ið fram síðan. Viðbrögð og deilur Trausti Valsson: – Innan hundrað ára verður stór hluti landsvæðis um miðbaug óbyggilegur og meirihluti fólks mun þurfa að flytja á norð- urhvels jarðar. – Menning og uppbygging alþjóða- samfélagsins mun að öllum líkindum taka stakkaskiptum í kjölfarið. – Skipaleiðir munu gjörbreytast og meg- inhluti skipaumferðar í framtíðinni verður um norðvesturhliðið, fram hjá norð- urpólnum. – Lífkerfi Íslands mun breytast og verða fjölbreyttara eftir því sem veturnir verða mildari. – Hækkandi sjávarmál mun sökkva mörg- um fátækari löndum en tækni og fjármunir Vesturlanda munu koma í veg fyrir stórfellt landtap þar. Al Gore: – Bráðnun Grænlandsjökuls mun leiða til ísaldar í Evrópu og því verður ekki býlt á stórum hluta norðurhvels jarðar. – Samsæri stórfyrirtækja og stjórnmála- manna hefur komið í veg fyrir að nokkuð sé aðhafst til að sporna við losun gróðurhúsa- lofttegunda. – Að vekja fólk til vitundar um yfirvof- andi hörmungar af völdum gróðurhúsa- áhrifa er langmikilvægasta mál nútímans. – Aukin fjölbreytni í lífkerfi getur þýtt aukna sjúkdómahættu. – Hækkun sjávarmáls mun sökkva stórum hluta jarðar í sæ, þar á meðal þéttbýlum landsvæðum á Vesturlöndum. Ólík sýn Gore og Trausta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.