Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
ætukettir) báðar nátengdar skáld-
sögunum Norwegian Wood (1987,
íslensk þýðing 2006) og Spútnik-
ástin (1999, íslensk þýðing 2003).
Eitt af því sem einkennir sögur
Murakami er einkennileg tilfinning
fyrir einmanaleika og einskonar
dapurleika. Þó eru þessar tilfinn-
ingar alls ekki einfaldar, því hinar
einmana persónur hans eru í raun
sjálfum sér nógar í einveru sinni og
dapurleikanum mætti kannski fullt
eins lýsa sem rósemd, kyrrð, eða
bara hægð. Þessi margslungnu til-
finningaviðbrigði virka kannski enn
sterkari því Murakami er japanskur
og er að fjalla um íbúa eins þéttbýl-
asta lands í heimi. Vissulega má sjá
hér stef við hið klassíska tilvist-
arkreppu-tema, einveruna í stór-
borginni, en því fer fjarri að hægt sé
að afgreiða persónur Murakami á
svo einfaldan hátt. Sagan af Tony
Takitani er gott dæmi um þessi
hæglátu tilfinningaátök, en Tony er
sonur jazzleikara sem býr í Kína á
stríðsárunum, en flytur aftur til Jap-
an tæpu ári eftir lok síðari heims-
styrjaldarinnar. Hann stendur uppi
slyppur og snauður en fer að vinna
fyrir sér með því að spila á klúbbum
í bandarískum herstöðvum og kemst
fljótlega í kynni við ameríska off-
ísera. Hann hittir fjarskylda frænku
sína og fer að búa með henni, en hún
deyr þremur dögum eftir að hafa
fætt honum son. Faðirinn er utan við
sig, ekki endilega af sorg, heldur
fyrir það að hann kann ekki að tak-
ast á við tilfinningar. Einn af amer-
ísku vinum hans tekur hann að sér
og gerist guðfaðir drengsins, með
þeim afleiðingum að hann fær amer-
ískt nafn. Stráknum er strítt á
þessu, en hann lærir fljótt að verða
sjálfum sér nógur, faðirinn er alltaf
einhversstaðar að spila, og Tony
þróar með sér sérstaka hæfileika til
að teikna. Þó þykir hann ekki mikill
listamaður, því hann teiknar allt í af-
ar nákvæmum raunsæisstíl. Þetta
kemur þó ekki í veg fyrir að hann
verði eftirsóttur og auðugur teiknari
og einn daginn hittir hann konu sem
hann verður ástfanginn af. Þau gift-
ast og hún játar fyrir honum að hún
hafi dálítinn veikleika fyrir fötum.
Í
smásögunni „A Perfect
day for Kangaroos“ eða
„Fullkominn dagur fyrir
kengúrur“ fer kærustupar
í dýragarðinn til að skoða
kengúrubarn. Sólin skín
og það er heitt og barnið er orðið
mánaðargamalt og nokkuð stórt.
Stúlkan verður fyrir vonbrigðum,
henni finnst unginn orðinn óþarflega
aldraður, en tekur gleði sína á ný
þegar afkvæmið skríður í kviðpoka
móður sinnar (eða allavega annarrar
kvenkengúrunnar) og lúrir þar,
næsta ósýnilegt utan að eyrun og
rófan stingast uppúr. Kengúran er
sallaróleg yfir þessu öllu saman og
„lítur út eins og hún hafi nýlokið við
eftirmiðdagskaupin í stórmark-
aðnum á aðalgötunni í smarta hverf-
inu Aoyama og sæti nú á kaffihúsi og
slakaði á“. Það eru lýsingar eins og
þessar sem gera verk Murakamis
svo ómótstæðileg og ógleymanleg,
lesandinn finnur næstum knýjandi
þörf fyrir að heimsækja næsta dýra-
garð í von um álíka upplifanir, en
löngunin til að lesa áfram í bókinni
er þó sterkari og sigrar að lokum.
Sagan birtist í nýútkomnu smá-
sagnasafni Haruki Murakamis,
Blind Willow, Sleeping Woman
(2006), eða Blindur víðir, sofandi
kona, en þar er að finna sögur sem
spanna allt frá fyrstu smásögum
höfundarins til þeirra nýjustu. Sög-
urnar eru afar fjölbreyttar þó allar
beri þær skýr höfundareinkenni
Murakamis, þarna er fátt sem kem-
ur dyggum lesendum hans á óvart,
en ánægjan af lestrinum minnkar
ekkert við það. Konur hverfa, menn
hitta tvífara sína og spagettí er soð-
ið. Hér eru dæmi um klikkaðar fant-
asíur, eins og sagan af undarlegu
deilunni um lykilorðið í atvinnu-
viðtalinu („Dabchick“), en hún er
einfaldlega óendursegjanleg, og sag-
an um fátæku frænkuna, söguna
sem sögumaður burðast með á bak-
inu lengi vel („A ‘Poor Aunt’ Story“).
Allt í einu dettur honum í hug að
skrifa sögu um fátæka frænku, en
þar sem hann á enga, þá gerist afar
lítið, annað en einskonar fátækur
frænkudraugur sest að á herðum
hans og veldur honum næsta mikl-
um vandræðum félagslega, því hver
og einn sér í draugnum eitthvað sem
hann vill síður vera minntur á. Og
svo eru þessar ofurkyrrlátu sögur
eins og sagan af afmælisstúlkunni
(„Birthday Girl“), sem þarf að vinna
á afmælisdaginn sinn. Hún vinnur á
veitingahúsi og þarf að færa öldr-
uðum eigandanum matinn sinn.
Hann býður henni inn og þarsem
það er afmælisdagurinn hennar seg-
ist hann ætla að gefa henni eina ósk,
hún óskar sér og hann segir: ósk þín
hefur verið veitt.
Í formála, sem er næstum eins og
smásaga, lýsir Murakami viðhorfi
sínu til smásögunnar. Hann segir að
skáldsagnaskrif séu ögrun, en smá-
sagnaskrif ánægja. Hann passi vel
uppá að blanda þessu tvennu aldrei
saman, skrifar smásögur sér og
skáldsögur sér. Þó blandast þetta
innan með honum, því sumar smá-
sagnanna taka á sig eigið líf og verða
að skáldsögum; smásögurnar hrein-
lega ráðast að honum þarsem hann
sefur, vekja hann með látum og æpa
á hann að það sé enn fullt eftir að
skrifa, og áður en hann veit af er
hann farinn að skrifa skáldsögu.
Þannig eru sögurnar „Firefly“ (Eld-
fluga) og „Man-Eating Cats“ (Mann-
Sá veikleiki reynist meira en lítill,
því áður en af veit er hún búin að
fylla heilt herbergi af fötum; líkt og
prinsessan sem átti einn kjól fyrir
hvern dag ársins þá gat þessi kona
skipt um föt tvisvar á dag í tvö ár, án
þess að fara nokkurn tíma í það
sama. Tony finnst þetta hafa gengið
nokkuð langt og ræðir vandamálið
við konuna sem lofar bót og betrun.
En það fer ekki betur en svo að þeg-
ar hún fer að skila einhverju af föt-
unum sem hún hefur aldrei farið í þá
ferst hún í bílslysi. Og Tony situr
uppi með heilt herbergi af ónotuðum
fötum. Seinna deyr faðir hans og þá
fyllist annað herbergi af öldruðum
jazz-hljómplötum sem eru byrjaðar
að mygla.
Einmanaleikinn gegnsýrir sög-
una, svo að hún í raun yfirfyllist eins
og herbergin tvö, annað af fötum og
hitt af hljómplötum. Sagan af litla
stráknum með skrýtna nafnið sem
tekst einhvern veginn að ná taki á
lífi sínu, bara til að tapa því aftur,
fetar varlega einstigið milli kómedíu
og tragedíu, en umfram allt fær les-
andinn á tilfinninguna að Tony
standi fyrir utan þetta allt saman,
eins og sögumaðurinn, og sé eins-
konar áhorfandi að eigin lífi, sem
mögulega gæti verið hárnákvæm
raunsæisteikning eftir hann sjálfan.
Önnur einmanaleikasaga minnir
ofurlítið á aðra skáldsögu Murakam-
is, The Wind-Up Bird Chronicle, eða
Frásögnin af upptrekkta fuglinum
(1994–5, á ensku 1997), en þar segir
meðal annars frá manni sem er að
sjóða spagettí af mikilli návæmni.
„The Year of Spaghetti“ eða Ár spa-
gettísins fjallar um ungan mann sem
„eldar spagettí til að lifa og lifir fyrir
að elda spagettí“. Hann hefur keypt
sér sérstök eldunaráhöld og gleði
hans felst í gufunni sem rís upp af
spagettí-álpottinum hans og stærsta
vonin er tómatsósan í öðrum potti.
Hann borðar alltaf einn, sannfærður
um að spagettí smakkist best þann-
ig. Og í hvert sinn sem hann sest nið-
ur með spagettídiskinn sinn er hann
sannfærður um að einhver sé við það
að banka uppá hjá honum, gamlir
vinir eða skáldsagnapersónur, eða
jafnvel hann sjálfur frá því nokkrum
árum fyrr. En það er aldrei bankað
uppá og ekkert af þessu fólki kemur
nokkurn tíma inn fyrir dyr hjá hon-
um: „Þau sveimuðu rétt fyrir utan
dyrnar, án þess að banka, eins og
minningarbrot. Og síðan læddust
þau burt.“ Dag einn hringir til hans
stúlka, fyrrverandi kærasta kunn-
ingja hans og hún er að spyrja hann
hvort hann viti hvar hún geti fundið
manninn. Sögumaður segist ekkert
vita og ekki geta talað við hana því
hann sé að sjóða spagettí og að það
sé viðkvæm aðgerð. Seinna sér hann
eftir því að hafa ekki sagt stúlkunni
neitt og veltir því fyrir sér hvort hún
hafi horfið eftir að hún lagði símann
á.
Einsemdin er alger í þessari ilm-
andi lýsingu af sjóðandi spagettíi og
spagettísósum, sögumaðurinn hólfar
tilveru sína nákvæmlega niður í rétt
dagsins sem hann sinnir af fullkom-
inni alúð, slíkri að hann verður full-
komlega ófær um að takast á við að
tala við aðra manneskju sem er
greinilega jafn einmana og hann
sjálfur.
Sögur af þessu tagi er bæði
heillandi og dálítið ógnvænlegar, í
þeim býr einhver ofgnótt, mitt í öll-
um einfaldleikanum. Reyndar er
einkennilega mikil ógn í mörgum
sagna þessa smásagnasafns, þó ekki
sé hægt að tala um að hér séu ein-
hverjar hrollvekjur á ferðinni. Það
er frekar eins og þau augnablik sem
smásögurnar taka til verði of sterk,
of mikil upplifun. Dæmi um þetta er
sagan um ölduna sem gleypti einn
strák og var næstum búin að gleypa
annan. Sagan heitir „The Seventh
Man“ eða Sjöundi maðurinn og segir
frá því að fellibylur er að skella á lít-
ið sjávarþorp. Íbúar eru þessu vanir
og negla aftur glugga og festa allt
laust og bíða svo inni í húsum sínum.
Eftir nokkurn hamagang kemur
stilla, auga stormsins. Sögumann
langar út að skoða og vinur hans
kemur með honum, þeir labba niður
á strönd og þá kemur risastór alda
og gleypir vininn. Sögumaður slepp-
ur, nema að svo kemur aldan aftur
og þá sér hann vin sinn sitja í henni
og brosa til sín. Eftir þetta verður
hann afar hræddur við hafið og þjá-
ist af martröðum, sem gera það að
verkum að hann einangrar sjálfan
sig. Önnur álíka eftirminnileg saga
er Veiðihnífurinn, „Hunting Knife“,
sem segir frá ungu japönsku pari á
sólarströnd. Þar búa í næsta húsi
bandarísk móðir og sonur hennar í
hjólastól. Síðustu nóttina í fríinu get-
ur ungi maðurinn ekki sofið og fer út
að ganga og hittir soninn sem sýnir
honum veiðihníf sem hann hefur
keypt. Og hann biður Japanann að
skera eitthvað með honum og áður
en veit er ungi maðurinn farinn að
sveifla hnífnum af afli í kringum sig.
Önnur saga sem líka gerist á sólar-
strönd er af ungum manni sem var
étinn af hákarli á vinsælum brim-
brettastað. Réttara sagt þá át há-
karlinn bara annan fót stráksins,
sem síðan panikeraði og drukknaði.
Móðir hans heimsækir staðinn,
„Hanalei Bay“, reglulega eftir þetta
og eitt sumarið hittir hún tvo unga
brimbrettakappa. Hún hálfpartinn
tekur þá að sér, varar þá við hættum
og gefur góð ráð. Einu sinni segja
þeir henni frá einfætta japanska
brimbrettakappanum sem stendur
yfirleitt nálægt þar sem móðirin sit-
ur á ströndinni. Og hún veltir fyrir
sér af hverju þeir sjá hann en hún
ekki.
Jafnvægið á milli trega og ógnar,
sólarstranda-sælu og einmanaleika
er fullkomið í þessari sögu af ein-
stæðri móður og hennar fábrotna lífi
sem allt í einu hverfist um öldurnar í
Hanalei flóa.
Sagan er ein af fimm síðustu sög-
um bókarinnar en þær komu út í
Japan árið 2005 undir nafninu Und-
arlegar sögur frá Tokyo. „Þegar ég
hugsa um það“ segir Murakami um
þessa útgáfu, „þá er allt sem ég
skrifa, að meira eða minna leyti und-
arleg saga.“ Sögurnar eru sérlega
kraftmiklar og með því besta sem
Murakami hefur sent frá sér. Í einni
bregður svo við að það er karlmaður
sem hverfur, “Where I’m Likely to
Find It“ eða Þarsem ég gæti fundið
það, segir frá manni sem hverfur á
milli hæða í stórri íbúablokk og eins-
konar einkaspæjara sem leitar hans,
nema að spæjarinn er greinilega
meira að leita að leiðinni til að hverfa
en manninum. Önnur er saga inní
sögu, saga um rithöfund sem segir
kærustunni sinni sögu sem hann er
að skrifa um nýrnalaga stein sem
færir sig úr stað á hverjum degi
(„The Kidney-Shaped Stone that
Moves Every Day“) og ein enn segir
frá apanum sem stal nöfnunum („A
Shinagawa Monkey“). Sú er síðasta
saga bókarinnar, nokkuð löng og
hreinlega ótrúlega mögnuð frásögn
um konu sem allt í einu uppgötvar að
hún getur ekki munað eigið nafn.
Lesandi kemst fljótlega að því að líf
hennar er ekki fullkomið þó konan
lýsi því sem ágætu, en hvorki hjóna-
band hennar né aðstæður í vinnu eru
eins og best verður á kosið og því er
gleymskan greinilega dæmi um
einskonar sjálfsmyndarkreppu. En
enn á ný hafnar Murakami öllum
slíkum einföldum lausnum og leiðir
lesanda inn í völundarhús gamallar
minningar um sjálfsmorð stúlku á
heimavist og, að lokum, til apa sem
stelur nafnspjöldum og með því
nöfnum, en í þeim þjófnaði felst ann-
að og meira.
Eins og gengur og gerist eru sög-
urnar nokkuð misjafnar að gæðum
og áhrifum, sumar virka meira eins
og æfingar eða dæmisögur meðan
aðrar búa yfir slíkum krafti að ég
varð hvað eftir annað að leggja bók-
ina frá mér og anda dálítið á milli.
Erlendir gagnrýnendur hafa tekið
bókinni fagnandi og sumir staðfest
það sem Murakami segir sjálfur í
formála að mörgum lesendum líki
betur við smásögur hans en skáld-
sögur. Ég vil þó ekki gera uppá milli,
að mínu mati er Murakami meistari
á bæði formin og sá dagur sem ég fæ
nýja bók eftir hann í hendurnar er
fullkominn dagur fyrir Murakami.
Spagettíaustri Murakamis
Blind Willow, Sleeping Woman
(2006), eða Blindur víðir, sofandi
kona, nefnist nýjasta bók japanska
rithöfundarins Harukis Murakamis
en hún inniheldur sögur sem
spanna allt frá fyrstu smásögum
höfundarins til þeirra nýjustu. Bók-
in ætti ekki að valda aðdáendum
Murakamis vonbrigðum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haruki Murakami „Eins og gengur og gerist eru sögurnar nokkuð misjafnar að gæðum og áhrifum, sumar virka
meira eins og æfingar eða dæmisögur meðan aðrar búa yfir slíkum krafti að ég varð hvað eftir annað að leggja bók-
ina frá mér og anda dálítið á milli,“ segir í grein Úlfhildar. Myndin var tekin á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2005.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Eftir Úlfhildi Dagsdóttur
varulfur@centrum.is