Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2006 11
lesbók
Þýðingar skáldverka og ljóða,ekki síður en torráðinna fræði-
bókmennta, er listgrein sem nýtur
ekki alltaf þeirrar virðingar sem hún
á skilið. Þýðingar eru þá sömuleiðis
fræðigrein út af fyrir sig sem á skilið
bæði aukna umræðu og athygli með-
al fræðimanna. Bók, sem ætti að
gleðja áhugamenn um þetta merka
efni sem leit dagsins ljós á dögunum
Translation – theory and practice:
A Historical Reader, en henni er rit-
stýrt af þeim Ástráði Eysteinssyni,
prófessor í bókmenntafræði við Há-
skóla Íslands, og Daniel Weissbort,
prófessor við Iowa-háskóla. Er bók-
inni ætlað að bregðast við þörf fyrir
samansafn frumtexta um enskar
þýðingar allt frá fyrstu tíð og til
dagsins í dag, og á hún þar með að
sinna hlutverki kennslubókar ekki
síður en uppflettirits.
Mikil gróska hefur verið í þýð-ingum hér á landi undanfarin
ár og er Neon-flokkur bókaforlags-
ins Bjarts gott dæmi um þá þróun. Í
Neon-flokkinn er þessa dagana að
bætast við 41. bókin og varð að
þessu sinni fyrir valinu Norwegian
Wood, sem skaut Haruki Murakami
upp á stjörnuhimininn í heimalandi
hans Japan árið 1987 og seldist þar í
um fjórum milljónum eintaka. Þar
segir frá Toru Watanbe, sem rifjar
upp fyrstu dagana með æskuástinni
– tíma er hann var ungur náms-
maður í Tókýó og lífið snerist um
kynlíf og ástríður, þrá og missi, ein-
semd og einangrun.
Fortíðin er líka viðfangsefni
James McKinnon í Dead Man in
Paradise, þótt öllu meiri spennu-
sagnablær sé á bókinni sem engu að
síður byggist á dagsönnum atburð-
um er tengjast höfundinum sjálfum.
Fjallar hún um morðið á rómversk-
kaþólskum presti rá Nova Scotia,
frænda McKinnon, í Dóminíska lýð-
veldinu í júní 1965. Rannsóknin
leiddi síðar í ljós að tveir lög-
reglumenn höfðu myrt hann, hið
undarlega við málið var hins vegar
að lík lögreglumannanna tveggja
fundust skammt frá hinum látna
presti og því greinilega einhverjir
aðrir einnig viðriðnir málið. Fjörutíu
árum síðar reynir McKinnon síðan
að komast að því hver hafi verið
ábyrgur fyrir morðinu á þessum
frænda sínum.
Örlög ættingja reynast skoskarithöfundinum Irwine Welsh
einnig efniviður í nýjustu skáldsögu
hans, þótt með
öðrum hætti sé,
en söguhetjan
þar nefnist
Danny Skinner
og leitar föður
síns. Bókin nefn-
ist The Bedroom
Secrets of the
Master Chefs og
ætti engum sem
þekkir til verka
Welsh að koma á óvart að Danny sé
Edinborgarbúi sem neyti áfengis og
eiturlyfja í ótæpilegu magni, auk
þess að vera orðljótur með af-
brigðum. Annar Welsh, spennu-
sagnahöfundurinn Louise Welsh, er
einnig á skoskum slóðum í The Bul-
let Trick. En bókin sú býr yfir sömu
meistaralegu persónusköpun,
stemningslýsingum og flæðandi frá-
sögn og fyrsta verk Welsh, sem fær
gagnrýnanda Daily Telegraph til að
óska þess að hún reyni fyrir sér utan
spennusagnageirans þar sem hún
hafi svo sannarlega allt sem til þurfi.
BÆKUR
Irvine Welsh
Ástráður Eysteinsson
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Þ
egar nítján bóka listinn var kynntur
fyrir skemmstu fannst mörgum
sem hann væri full venjulegur. Á
honum væru nánast allir góðkunn-
ingjar bókmenntafræðanna und-
anfarin ár en fátt um nýja og spenn-
andi höfunda. Innan um þekkta höfunda eins og
Sarah Waters, Peter Carey, David Mitchell, Nad-
ine Gordimer og Barry Unsworth er einn sem
komst á listann með sína fyrstu bók, Hisham Mat-
ar, en bók hans, In the Country of Men, kom út
fyrir tæpum mánuði.
In the Country of Men segir frá Suleiman, níu
ára dreng, sem býr í Líbýu undir lok áttunda ára-
tugarins, um það leyti er Muammar al-Gaddafi,
„hinn bróðurlegi leiðtogi byltingarinnar“, hafði
verið við völd í um áratug. Gaddafi stjórnaði land-
inu af mikilli hörku, allt andóf var harðlega bannað
og þeir sem létu á sér kræla voru handteknir,
pyntaðir og síðan myrtir.
Spenna og óhugnaður
Suleiman og leikfélagar hans þekkja til svart-
klæddra útsendara byltingarráðsins sem allir ótt-
ast án þess þó að gera sér grein fyrir því hvers
vegna þeir eru svo óttalegir – vita þó að menn eiga
það til að hverfa fyrir litlar sem engar sakir og
sjást aldrei meir. Smám saman rennur þó upp fyr-
ir Suleiman að faðir hans er einn af þeim mönnum
sem byltingarráðið hefur illan bifur á, faðir hans
er sem sé andófsmaður, dreymir um að koma á
lýðræði í Líbýu og því í mikilli hættu.
Smám saman vex spennan í bókinni og óhugn-
aðurinn eykst og ekki er annað að sjá en að Su-
leiman eigi eftir að steypa fjölskyldu sinni í glötun
í viðleitni sinni til að bjarga henni, en móðirin, sem
gift var sér tvöfalt eldri manni aðeins fjórtán ára
gömul, er ráðvillt, drykkfelld og bitur. Hún var
nefnilega gift með hraði til að forða mannorði fjöl-
skyldunnar enda hafði sést til hennar þar sem hún
leiddi jafnaldra pilt. Biturleiki hennar snýr þó ekki
beinlínis að eiginmanninum heldur frekar að því
sem hann aðhefst þegar hann fer í „viðskiptaferð-
ir“ sínar, en oftar en ekki eru þær ferðir farnar til
að blása í glæður frelsis og lýðræðis.
Suleiman býr við Mórberjastræti í Trípólí og
mórber koma við sögu sem einskonar leiðistef,
enda eru þau í huga Suleimans gjöf ungra engla til
mannkyns eftir að þau Adam og Eva hafa verið
gerð útlæg úr paradís – englarnir vilja gera þeim
útlegðina bærilegri og gróðursetja því mórber,
besta ávöxt sem guð hafi skapað og guð, sem vit-
anlega er alvitur, sér í gegnum fingur sér við engl-
ana. Vandamálið er bara það að sá sem er alvitur í
Líbýu þessa tíma, og allt fram á okkar daga, er
harðstjórinn grimmi Muammar al-Gaddafi og þeir
sem ætla að sá lýðræði uppskera þjáningar og
dauða. Gaddafi er reyndar aldrei nefndur á nafn,
en iðulega er getið um „Leiðsögumanninn“ og
byltingarráð hans.
Matar er að nokkru leyti að skrifa eftir eigin
reynslu, enda rændu flugumenn Gaddafis föður
hans, sem þá bjó í Kaíró, og fluttu til Líbýu. Ekk-
ert hefur til hans spurst síðan. Ekki er bara að fað-
ir Matars hafi horfið þannig, og hafi líklega verið
myrtur, heldur segir Matar gjarnan frá því að
frændur hans, föðurbróðir og vinir hafi verið
hengdir fyrir að gera eitthvað á hlut hins „bróð-
urlega“ leiðtoga, aukinheldur sem hann eigi ætt-
ingja og vini í fangelsum í Líbýu.
Sitthvað sem ekki mátti segja
Faðir Matars var sendifulltrúi Líbýu hjá Samein-
uðu þjóðunum í New York og þar fæddist Matar
og ólst upp í New York og síðar í Trípolí þar sem
faðir hans rak fyrirtæki. Þegar hann síðan rakst á
nafn sitt á lista yfir menn sem stóð til að kalla til
yfirheyrslu fyrir byltingarráðinu fluttist fjöl-
skyldan til Kaíró 1979, líkt og fer fyrir Suleiman í
lokin, þó hann sé þá einn á ferð. Í framhaldinu
snerist faðir Matars gegn Gaddafi og lá ekki á
skoðunum sínum. Það átti eftir að verða hans bani,
eins og getið er í upphafi. Matar var þá níu ára
gamall, líkt og Suleiman, og eftir að hafa alist upp í
Kaíró hélt hann til Bretlands í skóla og var einmitt
við nám í Lundúnum þegar föður hans var rænt.
Matar lýsti því í viðtali við Guardian fyrir stuttu
að hann hafi í raun ekki átt margt sameiginlegt
með Suleiman þó lífshlaupi þeirra svipi saman um
margt. Eitt nefnir hann þó sem gefur góða mynd
af andrúmsloftinu í landi þar sem íbúarnir búa við
stöðuga skoðanakúgun: „Ég fann að það var sitt
hvað sem ekki mátti segja. Maður sat kannski við
matarborðið og einhver frændanna sagði eitthvað
og allir þögnuðu vegna þess að þeir áttuðu sig á
því að það var barn við borðið sem myndi kannski
endurtaka það sem sagt var utan hússins og þá
yrði einhver handtekinn.“
Ljóð verður að bók
Matar lærði arkitektúr og starfaði um hríð við fag-
ið, rak eigin teiknistofu. Löngunin til að skrifa var
þó sterk og fékk útrás í ljóðagerð. Eitt ljóðanna
varð síðar að bókarkafla sem varð kveikjan að In
the Country of Men. Í kaflanum segir frá því er
Suleiman er að tína mórber í eina mórberjatrénu
sem eftir er við Mórberjastræti – kemur vænt-
anlega ekki á óvart að það er í garði andófsmanns
sem tekinn er höndum rétt áður en frásögn bók-
arinnar hefst. Í kaflanum, sem er býsna ljóðrænn
þó Matar hafi skrifað hann út úr ljóðinu vegna tak-
markana ljóðaformsins að því hann segir sjálfur,
klifrar Suleiman upp í tréð og les mórber sem
mest hann má, finnst hann vera nánast kominn í
himnaríki en fær svo sólsting, eða kannski of mikið
af mórberjum, of mikið frelsi.
Smám saman tók bókin á sig mynd og Matar
varð haldinn þráhyggju, eins og hann lýsir því, og
fljótlega fór það ekki saman að teikna hún og
smíða skáldsögu, arkitektúrinn varð að víkja og í
hans stað kom íhlaupavinna sem veitti Matar
meira frelsi til að skrifa, en þýddi líka stopulli og
minni tekjur. Svo aðþrengdur var hann orðinn, þó
kona hans hafi unnið úti, að hann var að semja við
leigusala sinn um loka, loka, lokafrest á greiðslu
leiguskuldar þegar hann fékk fréttir af því að út-
gefandi hefði keypt útgáfuréttinn. Segir sitt að
hann þurfti að fá að hringja hjá leigusalanum til að
segja konu sinni góðu fréttirnar – hann átti ekki
inneign á farsímanum.
Í viðtali á BBC fyrir stuttu lagði Matar þannig
áherslu á að bókin sé ekki sannsöguleg þó víst sé
margt í henni byggt á raunverulegum atburðum
og raunverulegri upplifun Matars frá því hann var
níu ára gamall. Hann lýsir til að mynda yf-
irheyrslu sem Suleiman sér í sjónvarpinu þar sem
verið er að yfirheyra verksmiðjueiganda sem sak-
aður er um að vera kapítalisti, mann sem greini-
lega er búið að berja rækilega og sem mígur á sig í
miðri yfirheyrslu. Í þeim kafla er Matar að lýsa
eigin upplifun, því slíkar útsendingarnar voru al-
gengar og ætlaðar til að halda fólki í greipum ótt-
ans. „Ég sá fjölmargar slíkar yfirheyrslur í sjón-
varpinu,“ segir Matar, „og margar voru verri en
sú sem ég lýsi“.
Húsið við Mórberjastræti
Booker-verðlaunin bresku eru ein helstu bóka-
verðlaun hins enskumælandi heims. Verðlaunin
hafa verið umdeild alla tíð eða allt frá því þau
voru fyrst tilkynnt fyrir tæpum fjórum áratug-
um. Ýmist hamast menn að verðlaunanefndinni
fyrir að bækurnar séu eiginlega allar eins eða þá
að hún sé að velja of óvenjulegar bækur. Fyrir
stuttu var birtur svonefndur „longlist“ Booker-
verðlaunanna 2006, sem var víst óvenju lengi í
smíðum, en úr þeim nítján bókum sem er að
finna á þeim lista eru síðan valdar sex bækur á
styttri lista sem kynntur verður síðar á árinu, en
þær bækur eru líka verðlaunaðar, og svo loks
verða verðlaunin sjálf kynnt 10. október næst-
komandi.
Eftir Árna Matthíasson
arnim.blog.is
Ljósmynd/Diana Matar
Hisham Matar Föður hans var rænt af flugu-
mönnum Gaddafis og Matar hefur tekið þátt í
starfi Amnesty International til að vekja athygli
á mannréttindabrotum í Líbýu.
Franski heimspekingurinn Jean Baudrill-ard hefur löngum vakið furðu mannameð óvæntri og stundum að því er virðistþverstæðukenndri sýn sinni á heiminn.
Frægar eru til dæmis yfirlýsingar hans um að
veruleikinn sé horfinn og að Persaflóastríðið hafi
aldrei átt sér stað.
Dagana fjórða til sjötta september nk. verður
haldin ráðstefna um heimspeki Baudrillards í Há-
skólanum í Swansea í Wales undir heitinu Engag-
ing Baudrillard. Þetta er stærsta ráðstefna sem
haldin hefur verið um Frakkann á Bretlandi en 82
fræðimenn hvaðanæva úr heiminum munu taka til
máls, þar á meðal allir helstu sérfræðingar í verk-
um hans svo sem Mike Gane, Douglas Kellner,
Mark Poster, Rex Butler og Gary Genosko.
Baudrillard ætlaði sjálfur að sækja ráðstefnuna
en hefur þurft að hætta við vegna veikinda en hann
hefur undanfarna mánuði barist við illvígt krabba-
mein. Baudrillard er 77 ára að aldri.
Baudrillard er gríðarlega afkastamikill höfundur
en bækur hans eru á fjórða tug. Áhrif hans eru og
mikil. Þrátt fyrir að hugmyndir hans hafi flestar
sætt harðri gagnrýni þá eru þær kenndar við alla
helstu háskóla heims. Kenningar hans eru hins veg-
ar þess eðlis að hingað til hefur ekki verið mikil sátt
um skilning þeirra eða túlkun.
Einn af skipuleggjendum ráðstefnunnar í Swan-
sea, William Merrin, gaf á síðasta ári út bók um
fjölmiðlakenningar Baudrillards, Baudrillard and
the Media: A Critical Introduction, sem líklega er
ein albesta úttekt á Baudrillard sem gerð hefur
verið hin síðari ár.
Það hljómar kannski undarlega að skrifa bók um
fjölmiðlakenningar Baudrillards í ljósi þess að árið
1971 lýsti hann því yfir í grein sinni „Requiem for
the media“ að fjölmiðlafræði væri ekki til. Merrin
bendir á að það sé hægt að skilja yfirlýsinguna með
ýmsum hætti. Baudrillard kann að hafa átt við að
það hafi ekki verið til nein nægilega góð fjölmiðla-
fræði en hann gagnrýnir flesta sem hafa fengist við
hana, hann kann líka að hafa átt við að fyrst það sé
ekki til nein almennilega fjölmiðlafræði ætli hann
að búa hana til en einmitt það hefur hann gert,
einnig kann að vera að Baudrillard hafi verið þeirr-
ar skoðunar að það sé í raun ekki mögulegt að móta
neina kenningu um fjölmiðla en þeirri fullyrðingu
mætti einnig finna stað í skrifum hans og í síðasta
lagi má vera að Baudrillard hafi viljað koma því á
framfæri með yfirlýsingu sinni að það hafi ekki ver-
ið til nein viðurkennd fræði um fjölmiðla vegna þess
að aðferðafræðilegur ágreiningur hefur verið
ríkjandi. Merrin leggur mesta áherslu á þessa síð-
ustu útleggingu í bók sinni.
En eins og svo oft þegar Baudrillard hefur lýst
því yfir að einhver hluti veruleikans sé horfinn þá
er iðulega hægt að benda á að hann sé nú samt sem
áður til – hvað með allar fjölmiðlafræðideildirnar í
háskólum heimsins og alla fjölmiðlafræðingana. Og
það sem Merrin gerir svo vel í bók sinni er að stað-
setja Baudrillard innan þessa „raunverulega“
kenningaheims fjölmiðlanna. Hann gerir ljósa
grein fyrir hugmyndum hans í ljósi annarra kenn-
inga, skoðar viðtökur hans, ólíkar túlkanir og er
hæfilega gagnrýninn og að því er virðist laus við þá
fordóma sem fræðimenn, ekki síst breskir, virðast
margir haldnir gagnvart Baudrillard. Þar munar
ekki síst um það að Merrin er ekki blindaður af
langþreyttri umræðu um að Baudrillard sé umfram
allt erki-póstmódernisti sem lítið mark sé takandi á
enda sé það fyrirbæri óskiljanlegt.
Þetta þýðir ekki að Baudrillard fjalli ekki um
póstmódernískt ástand og þetta þýðir heldur ekki
að það sé ekki hægt að tengja kenningar hans við
póststrúktúralisma og póstmóderníska kenn-
ingasmiði eins og Marshall McLuhan og aðstæð-
ingana frönsku eða róttæka kenningahefð Durk-
heims sem Merrin telur rauða þráðinn í
Baudrillard. Þetta er þvert á móti umhverfið sem
Baudrillard hefur mótað kenningar sínar í. Það er
bara einfaldlega ekki hægt að smætta það ofan í
hugtakið póstmódernisma.
Baudrillard taklaður
’Dagana fjórða til sjöttaseptember nk. verður hald-
in ráðstefna um heimspeki
Baudrillards í Háskól-
anum í Swansea í Wales
undir heitinu Engaging
Baudrillard.‘
Eftir Þröst Helgason
throstur@mbl.is
ERINDI