Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Page 4
4 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók S tærstu rannsóknarbóka- söfn landsins, Lands- bókasafn Íslands og bókasafn Háskóla Ís- lands, voru sameinuð árið 1994. Þá var aðeins einn stór háskóli í landinu, og hug- myndin þótti mörgum rökrétt. Nú eru átta háskólabókasöfn starfandi í land- inu og ungu háskólarnir leggja metn- að í uppbyggingu. Á meðan sætir Há- skólabókasafn, sem þjónar Háskóla Íslands, ýmiss konar gagnrýni – ekki síst fyrir naumt framlag til ritakaupa. Í pistli í Lesbók fyrir nokkru hélt Jón Ólafsson, forseti félagsvísinda- og hagfræðideildar á Bifröst, og fyrrver- andi stundakennari við HÍ, því fram að tómlæti HÍ um bókasafn sitt hefði verið „smánarblettur á skólanum um áratuga skeið“ enda hefði safnið „aldrei stundað skipulögð eða kerfis- bundin innkaup“ í því skyni að byggja upp breiðan fræðibókakost. „Ég er ekki bara að þeyta upp ryki, ég meina þetta í alvöru,“ segir Jón. „Það er svo ótalmargt sem sýnir að málum bókasafnsins er alltaf ýtt til hliðar. Í markmiði Háskóla Íslands um að komast í hóp 100 bestu háskóla heims er ekkert að finna um bóka- safnið nema til málamynda, en þó eru bókasöfnin eitt af því sem litið er til þegar gæði háskóla eru metin.“ Jón vísar til stefnu Háskóla Íslands 2006–2011, sem samþykkt var á fundi háskólaráðs í vor, en þar segir: „Fjár- magn til kaupa á gagnagrunnum og rafrænum tímaritum og bókum verði aukið um 100% frá því sem nú er til ársloka 2008.“ Með þessu telur Jón að Háskólinn hafi reyndar, loksins, slegið nýjan tón í málefnum bókasafnsins, en enn skorti á stefnumótun. „Mér finnst sjálf peningaupphæðin ekki aðal- atriði, heldur að kerfisbundið sé byggður upp safnkostur. Ég hef sjálf- ur kennt heimspekikúrsa við skólann og komist að því að rit sem maður taldi gefið að væru til á háskólasafn- inu eru það ekki. Hægt er að finna ýmis jaðarrit og skemmtilegar sér- útgáfur, en á sama tíma vantar ýmis meginverk í heimspeki.“ Hugtakið sem helst nái yfir málefni Háskólabókasafns sé „fálmkennt“. „Það eru kannski settar á fót bóka- safnsnefndir og haldnir fundir, en engir peningar settir í neitt.“ Enn- fremur sé ábyrgð iðulega velt á ein- hvern annan, hvort sem litið sé til bókasafnsins eða yfirstjórnar skólans. „Innan safnsins sjálfs virðist vera ein- hver fagfælni, eins og það vilji ekki fá umboð til að reka faglega inn- kaupastefnu og ýti því til háskólans, sem ýtir því til deildanna sem aftur ýta því til einstakra kennara og á leið- inni leysist þetta upp.“ Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri á þjónustusviði Lbs-Hbs, er spurð hvort færa eigi ábyrgðina betur til starfsfólks safnsins. „Um það eru skiptar skoðanir. Það væri líka flókið, því það er samningsatriði hvert ár hversu mikið fé deildirnar leggja til ritakaupa. Eins og er getum við ekki, sem bókasafn Háskóla Íslands, ákveðið hvað eigi að kaupa, deildirnar hafa það hlutverk samkvæmt samn- ingum. Sumir kennarar sinna því mjög vel að byggja upp grunnkost í sínu fagi, sumir ekki. Þess vegna eru þessi göt í bókakostinum, það er alveg rétt hjá Jóni. En einnig ber að hafa í huga að deildirnar eru mjög ólíkar að upplagi.“ Féð klárast á miðju ári Tilhögun ritakaupa í Þjóðarbókhlöðu hefur verið með ýmsum hætti síðustu ár eftir að Landsbókasafn Íslands og Háskólabókasafn voru þar sameinuð árið 1994. Safnið fær árlega eyrna- merkt fé frá ríkinu til kaupa á efni fyrir þjóðbókahluta safnsins. Fyrir fræðileg ritakaup Háskólabókasafns- ins greiðir hins vegar HÍ. Á fyrstu starfsárum sameinaðs safns var fé til ritakaupa Háskólans sérstaklega eyrnamerkt á fjárlögum, í nokkur ár þar á eftir komu greiðslur í Rita- kaupasjóð, en hann hefur verið lagður niður og peningarnir koma nú inn til Háskólans (frá ríkinu) sem hluti af fjármagni deildanna út frá reiknilík- ani. Það er svo í valdi deildanna að ákveða hve mikið fé fer til ritakaupa, og hve mikið í önnur útgjöld. Þegar harðnar í ári hjá deildum há- skólans skera margar þeirra niður fé til ritakaupa, þótt Áslaug þori ekki að fullyrða að ritakaup séu fyrst undir hnífinn. „Félagsvísindadeild er býsna vel stödd, hún setti níu milljónir í rita- kaup í vetur og á enn afgang. Hugvís- indadeild skar sitt framlag hins vegar mjög niður, úr rúmum fimm í 1,6 milljónir. Tímaritaáskriftir deild- arinnar einar og sér kosta 2,2 millj- ónir, þannig að þessar 1,6 milljónir hrukku ekki einu sinni fyrir þeim. Hugvísindadeild fékk af þessum sök- um 1,5 milljóna aukafjárveitingu frá yfirstjórn skólans, en eins og nærri má geta hefur þetta verið vandamál á þessu ári.“ Jón Ólafsson lýsir ástandinu sam- kvæmt fyrri reynslu: „Nú kemur kennari á bókasafnið í ágúst með lista yfir bækur sem hann vill láta kaupa inn fyrir námskeiðið sitt. Hann fær það svar frá starfsmanni safnsins að peningarnir séu búnir og hann geti ekki keypt eina einustu bók. Kenn- arinn verður auðvitað öskureiður og hellir sér yfir starfsmanninn, sem ber samt enga ábyrgð. Það geta allir orðið reiðir, en það er enginn sem hægt er að vera reiður við. Í þessum málum skortir bæði forystu og ábyrgð.“ En hvar er þá boltinn? „Góð spurning. Ég býst við að bókasafnsfólkið gæti sjálft sýnt ákveðið frumkvæði. Af hverju ræður Þjóðarbókhlaðan ekki til sín fólk sem er sérfrótt á ákveðnum fræðasviðum og leiðir faglegt starf og inn- kaupastefnu? Nú gerir starfsfólkið bara það sem því er sagt og innkaupin ráðast af duttlungum kennara. Mér finnst Lbs-Hbs því miður hafa sýnt ákveðið forystuleysi. Mennta- málaráðuneytið mætti líka móta skýr- ari stefnu og svo erum við væntanlega að tala um ábyrgð skólans sjálfs,“ segir Jón. Áslaug er sammála því að enn betri samvinna mætti vera milli deildanna og safnsins en augljóslega þurfi að auka féð verulega. „Ég veit að HÍ tel- ur sig fjársveltan og hann er það áreiðanlega,“ segir hún og bendir á að nemendum við HÍ hafi fjölgað um 60% frá því söfnin tvö voru sameinuð. Fjárveitingar HÍ til ritakaupa hafi engan veginn aukist í líku hlutfalli. „Skólinn þarf meiri pening svo deild- irnar hafi meira fé til ritakaupa. Hins vegar er álitamál hvort deildirnar eigi að ákveða upphæðirnar, en mér skilst að þetta hafi með sjálfstæði þeirra að gera.“ En féð er ekki allt, það verður að vera innkaupastefna. Er hún til? „Við erum vissulega með okkar stefnu, sem Landsbókasafn, en það er ekki okkar að móta stefnu gagnvart háskólanum. Það flækir málið að við erum sjálfstæð stofnun, en pening- arnir til ritakaupa koma frá Háskól- anum,“ segir Áslaug. Bókaverðir grípa í taumana Fyrirkomulagið er því greinilega Há- skólabókasafni fjötur um fót, auk fjár- skorts. Hvernig skyldi málum vera háttað í öðrum háskólum? „Það hefur verið trú starfsmanna bókasafnsins frá fyrstu tíð að þeir sem mest eigi að hafa að segja um inn- kaupin séu kennarar háskólans og aðrir akademískir starfsmenn hans,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. „Ef bókavalið er í þeirra höndum tryggir það að bækurnar sem keyptar eru séu not- aðar. Ef kennarar hins vegar sinna þessu ekki og fá rit eru til í ákveðnum flokkum þá grípa bókaverðir í taum- ana, hafa samband við viðkomandi kennara og hafa áhrif á að ritum sé fjölgað. Það er kostur að starfa í litlum skóla og í nánum tengslum við nem- endur og kennara þegar grípa þarf til svona vinnubragða.“ Þorsteinn segir aðfangastefnu hafa verið til við Bókasafn Háskólans á Ak- ureyri frá upphafi, en uppbygging safnsins hófst árið 1988. Fjárveitingar til kaupa á safnefni hafa aukist úr tæpum fimm milljónum árið 2000 í 11,7 milljónir á þessu ári og er efninu ætlað að sinna þörfum háskóladeild- anna fjögurra og rannsóknum. „Kannanir sýna að mikil ánægja ríkir innan háskólasamfélagsins með þjón- ustu bókasafnsins,“ segir Þorsteinn, „og safnið stefnir að því að vera til fyr- irmyndar á landsvísu sem rannsókna- og sérfræðibókasafn.“ Skólinn á um 22.500 bókatitla í Gegni og fær 221 tímarit í pappírs- og rafáskrift. Auk landsaðgangs á hvar.is kaupir skólinn séraðgang að 12 gagnasöfnum. Nem- endur eru 1.476. Nýskráningar eru verðmæti Listaháskóli Íslands tekur að sögn Hjálmars H. Ragnarssonar rektors mjög alvarlega það hlutverk að byggja upp öflugt listbókasafn. „Við gerum ekki ráð fyrir að Þjóð- arbókhlaðan eða aðrir sinni því fyrir okkur, við öxlum þetta hlutverk,“ seg- ir Hjálmar. „Ef hægt er að segja að við „bruðlum“ á einhverju sviði, þá er það í innkaupum okkar til safnsins. Við fengum í arf ágætt myndlistarsafn frá MHÍ, en á öðrum sviðum eins og leiklist og arkitektúr höfum við þurft að byggja upp frá grunni.“ Samkvæmt aðfangastefnu bóka- safns og upplýsingaþjónustu LHÍ 2005–7 er stefnt að því að bókasafnið standist kröfur um lágmarksstærð há- skólabókasafna árið 2008. Heildarfjöldi eintaka safnsins er nú 36.400. Við innkaup safnefnis veturinn 2004–5 voru 5,3 milljónir fengnar úr rekstri skólans og átta milljónir frá Styrktarsjóði Halldórs Hansen, sem ánafnaði LHÍ fé til tónlistarsafns. Á síðasta skólaári voru þessar tölur 6,3 millj. og 2,1 úr sjóðnum, alls 8,4 millj- ónir. Nemendur við LHÍ eru 400. Draumsýn rektors er að hægt sé að ganga inn í „nýtt húsnæði Listahá- skóla Íslands, á aðra hönd sé leiksvið og á hina sýningarsalur og fyrir miðju bókasafnið með hlustunaraðstöðu og öllum búnaði, þar sem hægt er að þvælast innan um bækurnar, snerta þær og uppgötva …“ Þetta segir hann, í gamni og alvöru, hafa verið eina helstu ástæðu þess að hann léði sameiningu listaskólanna krafta sína. Samvinna milli háskólasafna er með ágætum á mörgum sviðum, þau greiða fyrir sameiginlega þjónustu á borð við millisafnalán og notkun á Gegni. „Reyndar hækkar upphæðin eftir því sem maður skráir meira nýtt efni í Gegni, sem okkur þykir öf- ugsnúið. Skóli ætti frekar að fá afslátt fyrir að bæta miklum verðmætum í pottinn,“ segir Hjálmar, sem telur bókasafn LHÍ vera með flestar ný- skráningar, fyrir utan Þjóð- arbókhlöðu. „Þetta er gríðarleg verð- mætasköpun og í raun sameign allrar þjóðarinnar.“ Hann áréttar að launa- kostnaður við skráningu á flokkun sé ekki inni í tölum um innkaupafé, því veiti skólinn í raun meiru til safnkosts- ins en aðfangaféð sýnir. Lögberg lokar á aðra Fyrst aftur er farið að ræða um fé þykir starfsmönnum Lbs-Hbs ekki réttlátt að safnið standi eitt straum af notkun annarra háskólanema á safn- kostinum. Áslaug Agnarsdóttir nefnir að lagadeild HÍ hafi lent í mikilli sam- keppni við aðra skóla og nemendur þaðan hafi töluvert sótt í bókasafn HÍ, ekki síst lagaútibúið í Lögbergi, og nýtt sér bókakost á lesstofum. „Þetta gat deildin ekki þolað lengur og hefur nú lokað útibúinu fyrir öðrum en nem- endum og kennurum HÍ. Þeim gremst að þeir séu að kaupa þessar bækur á meðan hinir skólarnir leggi ekkert til.“ Hjarta hvers háskóla Misskilningur Þjóðarbókhlaðan er ætluð 18 ára og eldri. „En við opnunina streymdi þjóðin inn og spurði hvar barnabókakrókurinn væri,“ segir starfsmaður. „Hlutverk safnsins var óljóst í huga margra.“ Jón Ólafsson Áslaug Agnarsdóttir Í HNOTSKURN » Á Landsbókasafni – há-skólabókasafni eru yfir 800 þúsund bindi bóka, tímarita og annarra gagna. Starfsmenn eru um 100. »Safnkostur HÍ er að mestuí Þjóðarbókhlöðu, en stærstu útibúin eru í Öskju, Lögbergi og VR-II. »Nemendur Háskóla Íslandseru 9.500.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.