Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Page 12
12 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Ár hvert eruÓsk- arsverðlaunin veitt við mikla viðhöfn í Banda- ríkjunum og fylgjast kvik- mynda- áhugamenn um allan heim með enda um að ræða stærstu uppskeruhátíð Hollywood- mynda á hverju ári. Í janúar er tilkynnt hver verða tilnefnd til verðlaunanna eftirsóttu en margir fara að spá í spilin löngu áður. Mikið hefur verið rætt um leiksigur Helenar Mirren í hlutverki sínu sem Elísabet Bretlandsdrottn- ing í The Queen, sem sýnd var á ný- afstaðinni Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík. Flestir þeirra kvikmyndaskrí- benta sem spáð hafa í spilin fyrir Óskarinn telja hana langlíklegasta til að hreppa hnossið sem besta leik- kona í aðalhlutverki. Hafa sumir þeirra gengið svo langt að segja að akademían gæti eins afhent Mirren gullnu styttuna nú þegar. Mirren uppfyllir í myndinni þau skilyrði sem virðast vera nauðsyn- leg til sigurs í flokknum, að vera nær óþekkjanleg í útliti. Sú sem þykir næstlíklegust til sigurs í flokknum er hin spænska Penelope Cruz fyrir hlutverk sitt í Volver eftir Pedro Almodovar.    Í aðalhlutverkikarla þykir líklegt að bar- áttan muni standa á milli þeirra Peter ÓToole og Ís- landsvinarins Forrest Whita- ker. ÓToole hef- ur verið til- nefndur sem besti leikari í aðalhlutverki hvorki meira né minna en sjö sinnum en aldrei hlotið þau. Framistaða þessa 74 ára gamla leik- ara í myndinni Venus þykir líkleg til að skila honum áttundu tilnefning- unni og jafnvel styttunni gullnu. Whitaker þykir hinsvegar sterkur sem skepnan Idi Amin, fyrrum ein- ræðisherra í Úganda, í kvikmynd- inni The Last King of Scotland.    Í flokknumbesta myndin þykja nokkrar líklegar. Þar er oftast nefndur Clint Eastwood, sem virðist hafa verið í áskrift hjá kvikmyndaaka- demíunni síðustu ár. Hann hefur tvisvar fengið verðlaun fyrir bestu leikstjórn og jafnoft fyrir bestu myndina fyrir Mystic River, Un- forgiven og Million Dollar Baby. Nú er það Flags of our Fathers sem þykir líkleg til sigurs, myndin sem tekin var að hluta til hér á landi í fyrrasumar. Þar segir af innrásinni við Iwo Jima og tilurð einnar fræg- ustu ljósmyndar sögunnar, sem sýn- ir bandaríska hermenn reisa þjóð- fána sinn. Það var ljósmyndari AP fréttastofunnar, Joe Rosenthal, sem tók myndina. Þá hefur Martin Scorsese einnig verið nefndur líklegur fyrir nýjustu mynd sína The Departed. Scorsese hefur hlotið fimm tilnefningar á ferlinum en aldrei fengið verðlaun- in. Þó að Emilio Estevez hafi ekki verið orðaður við Óskarsverðlaun á ferlinum gæti leikstjórnarverkefni hans Bobby breytt þar einhverju um. Þar er sögð saga 22 persóna sem allar voru staddar á Ambassa- dor hótelinu kvöldið sem Robert Kennedy var skotinn til bana. Leik- arahópurinn er heldur ekki af lak- ara tagi og nægir að nefna Anthony Hopkins, Helen Hunt, William H. Macy og Laurence Fishburne. KVIKMYNDIR Helen Mirren Forrest Whitaker Clint Eastwood Það er ekki ofsögum sagt að dvd-mynddiskurinn hafi bylt aðgangi al-mennings að meistaraverkum kvik-myndasögunnar. Þótt hún þyki fábrotin í dag voru áhrif vhs-myndbandssnældunnar jafnvel enn meiri, því fyrir daga hennar var með öllu ómögulegt að sjá sígildar kvikmyndir annars stað- ar en í kvikmyndahúsum. M.ö.o. ef þú áttir ekki heima í London, New York eða París áttirðu þess yfir höfuð ekki kost að sjá sígildar myndir (þótt vissulega hafi kvikmyndaklúbbar – t.a.m. Fjala- kötturinn hérlendis – reynt að bæta úr brýnni þörf). Með tilkomu myndbandsins gátu kvik- myndaunnendur í fyrsta skipti séð mörg lykilverka kvikmyndasögunnar þegar þá lysti (þótt vissulega væri úrval slíkra mynda takmarkað á flestum myndbandaleigum). Sá galli fylgdi gjöf Njarðar að hljóð- og mynd- gæði snældunnar jöfnuðust engan veginn á við filmurnar sem sjálfar voru oft orðnar gamlar og rispaðar þegar þær voru færðar yfir á snældur. Og það er þessu sem dvd-diskurinn hefur gjörbreytt á undanförnum árum. Vissulega eru gæðin ekki sambærileg við filmu, og reyndar var oft kastað svo mjög til hendinni við stafræna flutninginn á fyrstu árum disksins að gæðin reyndust engu meiri en á snældunni. En eftir því sem disknum óx ásmegin hefur verið vandað æ meir til slíkra til- færslna og filmurnar sjálfar hreinsaðar og lag- færðar svo gæðin verði sem mest – og myndirnar hafa í mörgum tilfellum ekki litið jafnvel út síðan þær voru frumsýndar áratugum fyrr. Eitt er það fyrirtæki sem borið hefur höfuð og herðar yfir önnur þegar kemur að vönduðum dvd- útgáfum en það er The Criterion Collection sem hérlendir jafnt sem erlendir kvikmyndaunnendur þekkja orðið vel til. Til að fullkomna myndgæði safnar það oft fjölmörgum filmum af hverri mynd og raðar svo saman best varðveittu atriðunum, hreinsar hvern ramma fyrir sig, og þurrkar loks út varanlegar filmuskemmdir á stafrænan máta. Í samanburði eru gömlu myndbandssnældurnar skelfilegar á að líta. Annað hefur diskurinn einnig umfram snælduna en það er samhliða útgáfa margvíslegs fræðsluefnis: yfirlestur kvikmynda- gerðarmanna og/eða fræðimanna, heimild- armyndir og viðtöl, ítarlegur og vandaður bækl- ingur með greinum og öðru efni. Criterion hefur verið í forystuhlutverki um þessa hluti allt frá upp- hafi og áunnið sér tryggð og aðdáun kvikmynda- unnenda. Þótt fyrirtækið gefi út einstaka sinnum nýlegar myndir hefur kvikmyndakanónan ávallt verið miðpunktur útgáfu fyrirtækisins. (Svo dæmi sé tekið eru fimm af þeim tíu kvikmyndum sem Paul Schrader telur til bestu kvikmynda sögunnar fáanlegur í Criterion útgáfum – sjá umfjöllun hér að neðan). Reyndar eru gríðarmikil áhrif fyrirtæk- isins orðin mér nokkurt áhyggjuefni en margir kvikmyndaáhugamenn kaupa allt sem frá fyr- irtækinu kemur en snerta vart við sambærilegum myndum sem gefnar eru út af öðrum fyrirtækjum. Ef grannt er skoðað er útgáfa fyrirtækisins nokk- uð einhæf og fyrst og fremst bundin kanónu evr- ópskra og japanskra verka. Kvikmyndir frá Afr- íku, S-Ameríku og Asíu (að Japan undanskildu) hafa ekki átt upp á pallborðið sem og þöglar mynd- ir. Það er því fagnaðarefni að æ fleiri fyrirtæki taka sér Criterion til fyrirmyndar og vanda mjög til út- gáfu sígildra og oft illfáanlegra kvikmynda. Þeirra fremst er enska fyrirtækið Eureka sem gefur út Masters of Cinema seríuna sem á stundum hefur slegið Criterion ref fyrir rass. Nýleg útgáfa þeirra á Kwaidan (1964, Masaki Kobayashi) var t.a.m. 20 mínútum lengri en útgáfa Criterion, bjó yfir meiri myndgæðum auk þess sem 72 síðna „bæklingur“ fylgdi með í kaupbæti. Sem betur fer er það þó sjaldgæft að fyrirtækin gefi út sömu titla en Eu- reka hefur sérhæft sig í þöglum þýskum kvik- myndum, sbr. viðhafnarútgáfur á verkum Fritz Lang og F. W. Murnau, og japönskum myndum sem ekki hafa hlotið náð fyrir augum Criterion. Þökk sé dvd-disknum eiga kvikmyndaunnendur nú greiðari aðgang að lykilverkum kvikmyndasög- unnar en nokkru sinni fyrr. Kvikmyndasagan á dvd SJÓNARHORN »Myndirnar hafa í mörgum tilfellum ekki litið jafnvel út síðan þær voru frumsýndar áratugum fyrr.Eftir Björn Norðfjörðbn@hi.is B ókmenntakanónan hefur átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum. Deilt hefur verið um hvaða bókmenntaverk eigi heima á lista hinna útvöldu. Öllu mik- ilvægara þó er að tilveruréttur ka- nónunnar yfirleitt hefur verið véfengdur. Bent hefur verið á að hún hampi því sem næst eingöngu verkum hvítra karlpenna (verk kvenna og höf- unda af öðrum kynþáttum hafa mestmegnis verið útilokuð), að hún byggist á einhæfri sýn/ skilgreiningu á listsköpun og að hún sé tilbún- ingar lítils hóps elítista (sem samanstendur fyrst og fremst af hvítum körlum). Fræðimenn á borð við Harold Bloom sem enn verja kanónuna með kjafti og klóm hafa orðið persónugervingar úr- eltra viðmiða í fræðilegri umfjöllun um bók- menntir. Kvikmyndakanóna? Í nýjasta tölublaði Film Comment skrifar Paul Schrader langa (svo langa að Gavin Smith ritstjóri tiltekur að hún sé sú lengsta í sögu tímaritsins – 42 síður) grein um mikilvægi þess að sammælst verði um svipaða kanónu um kvikmyndir líkt og til er um bókmenntir. Áður en lengra er haldið er rétt að nefna að þótt Schrader sé frægastur fyrir myndir á borð við American Gigolo (1980), Mis- hima: A Life in Four Chapters (1985) og Affliction (1997) og ekki síður handritin að myndum Martin Scorsese Taxi Driver (1976), Raging Bull (1980) og Bringing Out the Dead (1999) hóf hann ferilinn sem gagnrýnandi og fræðimaður og skrifaði með- al annars bókina Transcedental Style in Film: Ozu, Bresson, Dreyer sem kom út árið 1972. Því má með nokkrum sanni segja að Schrader hverfi með greininni á vit uppruna síns, en þó ekki án töluverðs undirbúnings. Hann hefur sest aftur á skólabekk og sökkt sér bæði ofan í ýmis lykilverk kvikmyndafræðanna sem og heimspeki fag- urfræðinnar. Helsta fyrirmyndin er þó bók Bloom The Western Canon. Schrader er sér meðvitaður um þá gagnrýni sem beinst hefur að Bloom og kanónunni almennt, en gefur ljóslega lítið fyrir hana. Hann telur reyndar mjög áríðandi að komið verði upp kanónu fyrir kvikmyndir þar sem almenningur þekki lítt til kvikmyndasögunnar auk þess sem þegar séu til staðar fjöldi kvikmyndakanóna er byggist á vafa- sömum viðmiðum (þetta sögulega minnisleysi kemur skýrt fram þegar valdar eru bestu kvik- myndir allra tíma í tímaritum sem Entertainment Weekly og Empire). Hann segir ennfremur að auðvelt sé að velja myndir á listann en erfiðara sé að réttlæta val þeirra, og því verði að byrja á byrj- uninni og útskýra þau viðmið er réttlæta kanón- una. Að mati Schraders eru þau eftirfarandi: Feg- urð, framandleiki (fremur en frumleiki), samræmi í formi og þema, hefð, varanleiki, virkjun áhorf- enda (e. viewer engagement) og siðferði. Að næst- síðasta viðmiðinu undanskildu eru þetta allt hefð- bundnir mælikvarðar sem varða ekki kvikmyndaformið sérstaklega. Sömu vandkvæði snúa auðvitað einnig að þeim hér og í uppbygg- ingu kanóna annarra listgreina: Hvað er fegurð? Hvaða form? Hefð hvers? Er list siðferðisleg? Hver situr í dómarasætinu? Meistaraverkin Hafandi farið vítt og breitt og reyndar langt aftur fyrir kvikmyndasöguna í tíma í leit að hinum sönnu viðmiðum kvikmyndalistarinnar birtir Schrader loks kvikmyndakanónu sína. Seint verð- ur sagt að lesandinn fyllist uppljómun þar sem listinn er hefðbundinn í alla staði – enda töluvert langt um liðið síðan kvikmyndakanónan festist í sessi og maður kemst ekki hjá því að spyrja sig til hvers leikurinnar hafi verið gerður. Sextíu kvik- myndum er raðað niður í þrjá jafnstóra flokka: gull, silfur og brons. Þótt Schrader sverji þess dýran eið að uppröðun listans ráðist af myndum og ekki leikstjórum, þar sem kvikmyndir séu hóp- verk ólíkt bókmenntum, er ekki að finna eina ein- ustu mynd sem ekki er eignað svonefndum kvik- myndahöfundi (f. auteur). Hann tekur Casablanca (1942, Michael Curtiz) sem dæmi um stúdíóverk (frekar en höfundarverk) en hún fær ekki sæti á listanum. Ennfremur, þar sem einungis er valin ein mynd eftir hvern leikstjóra á listann er erfitt að verjast þeirri hugsun að hann snúist um höf- unda frekar en myndir. Skoðum aðeins nánar tíu bestu myndir sög- unnar að mati Schrader: 1. The Rules of the Game (1939, Jean Renoir), 2. Tokyo Story (1953, Yasuj- iro Ozu), 3. City Lights (1931, Charlie Chaplin), 4. Pickpocket (1959, Robert Bresson), 5. Metropolis (1927, Fritz Lang), 6. Citizen Kane (1941, Orson Welles), 7. Orphée (1950, Jean Cocteau), 8. Mas- culin-Feminin (1966, Jean-Luc Godard), 9. Per- sona (1966, Ingmar Bergman) og 10. Vertigo (1958, Alfred Hitchcock). Líkt og áður segir eru þetta allt kvikmyndir sem fyrir margt löngu hafa orðið miðlægar í kanónunni og eru vel þekktar á meðal kvikmyndaunnenda. Þá eru þær allar gerð- ar fyrir 1970 (hefðin og varanleikinn allsráðandi) og eina myndin sem hlýtur gull eftir 1970 er mynd Wong Kar-Wai In the Mood for Love (2000). Rétt er að nefna að í 21. sæti er myndin Mother and Son (1997) eftir Aleksandr Sokurov sem hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Reykjavík fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar. Ekkert kemur á óvart við þennan lista (þótt In the Mood for Love stingi eilítið í stúf í gull- flokknum) nema ef vera skyldi The Big Lebowski (1998, Joel Coen) neðst í silfurflokknum. Þar er um að ræða eldfjöruga grínmynd sem við fyrstu sýn virðist eiga lítið sameiginlegt með þeim „há- menningarverkum“ sem einoka listann. Hún smellpassar aftur á móti á listann sem mynd gerð af hvítum karlmanni. Auk fjögurra leikstjóra frá Asíu (en Japan hefur alltaf verið miðlægt í kvik- myndakanónunni – að einhverju leyti sakir hern- aðar- og iðnaðaryfirburða þess á öld kvikmyndar- innar) eru allar myndirnar í kanónu Schraders verk hvítra karlleikstjóra frá Evrópu eða Banda- ríkjunum – ekki einu sinni Indverjinn Satyajit Ray fær náð fyrir augum Schraders. Hann við- urkennir að kvikmynd Leni Riefenstahl Triumph of the Will (1934) sé snilldarverk en hún fellur á siðferðislega prófinu. Kanóna Schraders rígheld- ur í hefðina og hér hefur farið forgörðum einstakt tækifæri til að hugsa hana upp á nýtt. Það ætti kannski ekki að koma á óvart í ljósi helsta umfjöll- unarefnis Schraders: krísu hvíta karlmannsins í breyttri heimsmynd – Taxi Driver mun vera 36. besta verk kvikmyndasögunnar. Paul Schrader og kanónan Bandaríski leikstjórinn Paul Schrader taldi ný- lega fram bestu kvikmyndir sögunnar. Hér er rýnt í listann sem og slíkar kanónur almennt. Besta myndin The Rules of the Game eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Jean Renoir frá árinu 1939 er besta kvikmynd allra tíma að mati Paul Schraders.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.