Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Page 13
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is S érviska er oft það sem heillar einna mest við tónlistarmenn sem ná langt, sú tilfinning að þeir séu að fara eigin leiðir og hirði lítið um það sem öðrum finnst, hvað þá að þeir taki mið af vonum og vænt- ingum plötukaupenda. Nú eru mál ekki svo klippt og skorin, listamenn eru ekki til í tóma- rúmi og tónlist ekki til ef enginn hlustar. Það vill nú líka vera svo að listamaðurinn fer helst aldrei lengra en svo að aðdáendur hans ná að fylgja honum og þeir lifa lengst á toppnum sem fullnuma eru í þeim fræðum að vera sífellt að breytast án þess að breytast. Er best að breytast sem minnst? Oftar en ekki kemur þó að því að listamaðurinn gengur of langt, tekur svo stórt skref að aðdá- endurnir verða eftir. Það er í sjálfu sér ekkert að því – Bob Dylan þurfti til að mynda að rífa utan af sér spennitreyju þjóðlagasöngvarans til þess að vaxa sem listamaður og gilti þá einu þótt hann hefði orðið fyrir aðkasti þegar hann stakk í samband. Aðrir eru aftur á móti sáttir við að breytast ekki, sjá til að mynda söngv- arann aldna Cliff Richard sem væntanlegur er hingað til lands á næsta ári – hann hefur ekk- ert breyst í fjóra áratugi og ekki annað að merkja en eftirlifandi aðdáendur hans séu sátt- ir við það. Kannski er það er líka affarasælast að breyt- ast sem minnst – sjáið til að mynda hvernig fór fyrir David Bowie sem gerði tvær hallærislegar tilraunir til að breytast undir lok níunda ára- tugarins og í byrjun þess tíunda, fyrst sem rokkari og síðan sem junglebolti. Því er þetta rifjað upp að Robbie Williams, ástmögur Breta, kom aðdáendum sínum í opna skjöldu með síð- ustu smáskífu sinni Rudebox sem skar sig heldur en ekki úr því sem Williams hefur sent frá sér til þessa –fönkað rapp á ekki beint við kappann eins og sést af því að smáskífan seld- ist ekki nema miðlungi vel sem hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Þrátt fyrir það er lagið ekki alvont, það er grípandi og vel unnið og takturinn frábær enda notar það bút úr mögnuðu Sly & Robbie-lagi. Tíðar breytingar Ekki ætti það að koma mönnum á óvart að Ro- bert Peter Williams, Robbie Williams, skuli breyta út af í stíl og stefnu, það hefur hann oft gert í gegnum tíðina; byrjaði sólóferilinn á strákapoppi, þá var það britpop, síðan tilfinn- ingapopp, þá sveifluraul og nú er röðin komin að raftónlist, grime, hiphopi og hvaðeina. Fjölbreytnin á plötunni skrifast að einhverju leyti á upptökustjórana sem eru nokkrir. Soul Mekanik vélar um þrjú lög, Mark Ronson fjög- ur, Pet Shop Boys eitt og William Orbit um tvö. Lagasmiðir eru líka nokkrir; Williams sjálfur á stærstan part í flestum laganna, en einnig semja lög Soul Mekanik og Pet Shop Boys, aukinheldur sem á skífunni er nokkuð af gömlum lögum í nýrri útsetningu; Lovelight (Lewis Taylor), Bongo Bong / Je Ne T’aime Plus (Manu Chao), Louise (Human League), We’re The Pet Shop Boys (My Robot Friend) og það fræga lag Kiss Me (Stephen Duffy). Tónlistin er að vonum fjölbreytt, ýmis tilbrigði af house, hiphop, sálartónlist, baggy, electro og hreinræktað popp. Skotheld poppskífa Það er því varla hægt að amast við vinnubrögð- um á plötunni, hér er á ferð skotheld poppskífa unnin af nokkrum helstu poppvölundum Breta, en hitt er svo aftur annað mál hvernig unnið er úr. Williams hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Mike Skinner (The Streets), Mitchell- bræðrum, sem léku hér á landi fyrir ári, en einnig hefur hann lofað hátt og í hljóði þann andans jöfur Ian Dury, sem lést fyrir nokkrum árum, en áhrif hans eru greinileg í Grime- hreyfingunni bresku sem Streets, Mitchell- bræður og fleiri eru sprottnir úr. Williams setti plötuna saman á lappanum sínum heima í Los Angeles þar sem hann hefur búið undanfarin ár sem skýrir að mínu viti hvers vegna hann hefur ákveðið að snúa sér að því sem ferskast er í bresku poppi í stað þess að halda sig við það sem reynst hefur honum, best – krafturinn í grime-hreyfingunni bresku er margfaldur á við það sem er að gerast í bresku rokki og poppi almennt og útlaginn finnur vel fyrir því, finnur þar spennuna og líf- ið sem hann saknar af heimaslóðum sínum. Tiltekt í kollinum Útlegðin hefur líka orðið honum uppspretta texta, tilefni til að taka til í sálarkirnunni og hreinsa út myglaðar tilfinningar og gamlar pælingar. Á plötunni er Wiliams nefnilega að gera upp líf sitt að miklu leyti, stundum beisk- ur og reiður, en ofast af sömu gamansemi og galgopahætti og einkennt hefur hann alla tíð. Robbie Williams er nefnilega skemmtikraftur af guðs náð og skemmtikraftar láta ekki sál- arflækjurnar skemma fyrir – fátt er betra en gott popplag sem aðeins er kryddað örvænt- ingu. Allt fer þó vel að lokum, eftir sambúð- arslit og tilfinningaríkt uppgjör fallast allir í faðma. Í frétt af útgáfunni er haft eftir Williams að hann hafi byrjað á plötunni sem dægrastytt- ingu í fríi og smám saman hafi hún orðið að einu allsherjar uppgjöri og um leið endapunkti við hinn gamla Robbie Williams – hann hafi ekki getað hugsað sér að gera fleiri plötur á við þær sem hann hafi þegar sent frá sér og því hafi þetta verið eina færa leiðin – hér sé kom- inn hinn nýi Robbie Williams. Hinn nýi Robbie Williams Á nýrri plötu sinni tekur ugluspegillinn Robbie Williams enn eina beygjuna á tónlistarferlinum, sem er orðinn ansi skrautlegur. Hvort það verði til að afla honum frekari vinsælda er ekki gott að segja en hann kallar skífuna nýtt upphaf, hér sé kominn nýr Robbie Williams. Robbie Williams Ekki ætti það að koma mönnum á óvart að Robert Peter Williams, Robbie Williams, skuli breyta út af í stíl og stefnu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 13 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er liðin tíð að allt sé eins ogblómstrið eina. Í vikunni voru birtar niðurstöður könnunar á vin- sælustu útfarartónlist bresku þjóð- arinnar. Það er ekki lengur í tísku að spila sígilda sálma, á borð við Hærra minn guð til þín, heldur taka breskir útfar- arsiðir mið af tón- listartísku dags- ins. Vinsælustu útfararlögin í dag eru Goodbye My Lover, með James Blunt og Angels með Rob- bie Williams. Könnunin leiddi í ljós að 51 prósent Breta hafa ákveðið og fastsett hvað þeir vilji láta spila yfir sér við útför sína, og 79 prósent hafa rætt við fjöl- skyldu sína um langanir sínar í þeim efnum. Klassísk tónlist er á undanhaldi við kirkjulegar athafnir, og það er sjálfur Bon Jovi sem hefur leyst meistara Bach af hólmi í eft- irspili og útgöngumörsum, með lag- inu: I’ll Sleep When I am Dead. Svo virðist þó vera að lag Eltons Johns, Candle in the Wind, sem hann sjálfur flutti yfir moldum Díönu prinsessu, sé orðið nokkurs konar útfar- arklassík, sem hefur höfðað til allra aldurshópa allt frá dauða prinsess- unnar. Á Íslandi breytast útfararsiðir eins og annars staðar og fjölbreytnin í tónlistarvalinu er meiri en áður var.    Þau tíðindi voru borin út í gær, aðsala á tónlist í stafrænu formi, hefði hækkað gríðarlega á fyrri helm- ingi þessa árs, í samanburði við síðari hluta ársins á undan. Alþjóðasamtök tónlistariðnaðar- ins, IFPI, eða International Federa- tion of the Phonographic Industry til- kynnti að hækkunin milli þessara tveggja tímabila, næmi 106 prósent. Með öðrum orðum; tónlist á stafrænu formi var um 5,5 prósent allrar seldr- ar tónlistar á síðari hluta síðasta árs, en var 11 prósent af músíksölu á fyrri hluta þessa árs, og slagaði hátt í andvirði 70 millj- arða króna. „Sú sprenging í þró- un stafrænnar tækni og þjón- ustu, sem neyt- endur hafa knú- ið fram, með auknu framboði á miðlum til spilunar stafrænnar tónlistar hefur valdið söluaukningu úr 9 milljörðum króna á fyrri hluta ársins 2004, til þeirra tæpu 70 milljarða sem við sjáum í dag, aðeins tveimur árum síðar,“ sögðu fulltrúar IFPI í gær. Það þarf því engan að undra að sala á tónlist í föstu formi; - á plötum og slíkum miðlum, dragist jafnt og þétt saman. Reyndar er það svo að þrátt fyrir þennan gríðarlega vöxt í sölu tónlistar á stafrænu formi, þá eru heildarsölutölur á tónlist lægri nú en á samanburðartímabilinu í fyrra. Þar er ekki bara því um að kenna að minna seljist af plötum, heldur því vandamáli sem framleiðendur tónlist- ar í stafrænu hafa glímt við frá upp- hafi: þjófnaði. Það er ekkert launung- armál, að með tækninni við niðurhal tónlistar af netinu, varð þjófnaður á slíku efni ákaflega auðveldur, ef net- miðlar gerðu ekki sérstakar ráðstaf- anir þar að lútandi, og það hefur al- menningur nýtt sér. Þó hlýtur stóraukin sala stafrænnar tónlistar að gefa í kynna, að æ fleiri vilja eign- ast sína tónlist með lögmætum hætti. En hvað verður um plötubrans- ann? Er hann að deyja? Sala á plöt- um dróst saman um 4 prósent á heimsvísu á fyrri hluta þessa árs, meðan samdrátturinn var 3 prósent allt síðasta ár. Þetta virðist því gerast hratt. TÓNLIST Jon Bon Jovi Elton John Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Það var árið 1996 sem ég gerðist einlæg-ur aðdáandi brittpoppgrúbburnar TheStone Roses. Það var líka árið 1996sem The Stone Roses lagði niður laup- ana eftir að hafa sett mark sitt á breskt tónlist- arlíf í um tíu ár. Aðdáun mín á þessari sveit hófst með handahófskenndum kaupum á fyrsta geisladisk hennar sem heitir einfaldlega The Stone Roses og kom út árið 1989. The Stone Roses er eitt af Manchester bönd- um Bretlands og var stofnað í byrjun níunda áratugarins af Ian Brown og Ruby Kitching. Í upphafi sótti bandið áhrif sín til The Clash og The Sex Pistols og spilað tónlist undir pönk- áhrifum. Árið 1985 gaf bandið út sína fyrstu smáskífu með lögunum SoYoung og Tell me, en hún hlaut ekki vinsældir að neinu ráði fyrr en árið 1987 þegar það gaf út aðra smáskífu sína, Sally Cinnamon, hljómsveitin var þá búin að finna sinn eigin breska tón. Árið 1988 kom út þriðja smáskífan, Elephant Stone og henni fylgdi plötusamningur við Silvertone Records. Það var svo árið 1989 sem fyrsta plata þeirra The Stone Roses kom út og þá fylgdu vinsæld- irnar enda platan einstaklega góð og kom með nýja og ungæðislega strauma inn í breskt tón- listarlíf. The Stone Roses hefst á laginu I Wanna Be Adored sem mér finnst eitt besta lag sveitarinnar ásamt Waterfall, Made of Stone og I am the Resurrection sem eru einnig á þessari plötu, og er það því mitt álit að hún gefi gott þversnið af því besta frá bandinu. Það var svo seinna það sama ár sem þeir gáfu út smáskífu með laginu Fools Gold og tryggðu sér endanlegar vinsældir með að komast í Top Of The Pops. Árið 1989 var Roses rétta bandið á réttum tíma. Þeir höfðu yfir sér hrokafulla reisn og götulegt yfirbragð sem minnti oft á tíðum á Rolling Stones á ungdómsárunum. Ro- ses náðu líka til margra því léttur taktur og dansleg lög höfðuðu til fleiri en hörðustu „in- die“ aðdáenda. Bandið hvarf aðdáendum sjónum árið 1990 þegar það lenti í dómsstólabaráttu við útgáfu- fyrirtæki sitt, árið 1994 kom það aftur fram á sjónarsviðið með annarri plötu sinni Second Coming, hún fékk misjafnar viðtökur og bandið fann aldrei aftur sinn stall á tónlistarsviðinu. Eins og áður sagði lagði The Stone Roses end- anlega upp laupana árið 1996 eftir að hafa kom- ið fram á Reading tónlistarhátíðinni í Englandi, þar sem ég sá þá spila í seinasta sinn. Frammi- staða bandsins á Reading var afspyrnu léleg og var það jafnvel púað niður af sínum heitustu aðdáendum, en í mínum huga er það ógleym- anlegt að hafa fengið að heyra I Wanna Be Adored „live“ úr munni Ian Brown. Mörg frægustu „indie“ bönd dagsins í dag nefna oft og iðurlega The Stone Roses þegar þau eru spurð út í áhrifavalda sína í tónlistinni enda er The Stone Roses álitið vera eitt af upp- hafsböndum Brittpoppsins og The Stone Roses er sögð af mörgum vera fyrsta Brittpopp plat- an og nauðsynleg eign öllum tónlistar- aðdáendum að mínu mati. Upphafsmenn Brittpoppsins? POPPKLASSÍK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.