Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Qupperneq 15
Gjöll – Way Through Zero **** GJÖLL er dúett tveggja manna sem eiga báðir að baki farsælan fer- il í íslenskri neðanjarðartónlist. Jó- hann Eiríksson, sem hér sér um tónlistina, er líklega þekktastur fyr- ir að hafa verið annar helmingur annars dúetts; Reptilicus, sem var fyrsta alvöru „industrial“ sveit Ís- lands. Sigurður, betur þekktur sem Siggi pönk, er aftur á móti söng- spíra Forgarðs Helvítis, einnar rosalegustu og ofsafengnustu hljómsveitar Íslands. Siggi hefur sinnt ýmsu öðru meðfram þeim störfum, er mikilvirkur athafnamað- ur í allra handa neðanjarðarmenn- ingu og hefur m.a. skrifað ljóð. Á Way Through Zero má þannig heyra sögu eftir Sigga, sem sett er við drungalega rafhljóma eftir Jó- hann. Platan byggist á einni heildar- hugmynd og er skipt upp í fimm kafla. Siggi leiðir okkur í gegnum hugsanir manns sem er í upphafi ef- ins og örvilnaður. „Hver hefur þörf fyrir trúð …“ spyr hann þreytulegri röddu. Í öðrum kafla magnast reið- in og í þeim þriðja hefur sturlunin tekið við. En í fjórða kafla kemur sátt, lausn og ró. „Ég veit að hatur er ætandi efni … það er engin ógn nema þú hleypir henni að þér …“ segir söguhetjan, með stóískri röddu. Fimmti kaflinn, sem er sýnu lengstur, er eins lags útgöngustef. Dramatískt, myrkt en fallegt um leið. Síðustu fimm mínúturnar í honum binda það sem á undan er gengið glæsilega saman; lágværir, undurfagrir – eiginlega hugleiðandi – tónar (Sigur Rós?). Af þessum lýsingum má sjá að þetta verk þeirra Jóhanns og Sigga er geipivel heppnað. Uppbygging sögunnar og flæði tónlistarinnar ganga afskaplega vel upp og texti og tónlist smellpassa saman. Jó- hann hefur vald á því að dúndra brakandi og geðveikislegri rafsýru á hlustendur þegar við á en virðist geta farið á hinn enda kvarðans jafn auðveldlega. Siggi „leikur“ sögu- hetjuna af næmi og bjögun á rödd- inni í kreppuköflunum er vel til fundin, sérstaklega í kafla þrjú þeg- ar nístandi von- og bjargarleysið hellist yfir af fullum þunga. Þeir félagar eru þegar farnir að vinna að næsta verki – sem betur fer. Ég ný saman höndum af spenn- ingi. Til helvítis – og til baka aftur TÓNLIST Morgunblaðið/Ásdís Gjöll Sigurður Harðarson eða Siggi pönk er í dúettinum Gjöll ásamt Jó- hanni Eiríkssyni en báðir eiga þeir feril í íslenskri neðanjarðartónlist. Arnar Eggert Thoroddsen Íslenskar plötur Gjöll skipa þeir Sigurður „Siggi pönk“ Harðarson (texti og tal) og Jóhann Eiríks- son (tónlist). ant-zen gefur út. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 15 Morgunblaðið/ÞÖK Börkur Gunnarsson Ísdrottningin fór ekki vel í Börk þótt fósturdóttir hans hafi skemmt sér vel. Gláparinn Ég horfði á Ísdrottninguna með fóstur-dóttur minni um daginn. Myndin var ágætlega byggð – hetjan var ung stelpa sem var yfirburða námsmaður en dreymir um að æfa listskautadans. Hún er að sjálfsögðu líka mjög góð á skautunum og gerir uppreisn gegn móður sinni, hafnar boði um skólavist í Har- vard-háskóla og leggur skautadansinn fyrir sig. Fósturdóttur minni fannst mjög gaman af myndinni og hló oft – ég varð aftur á móti nán- ast þunglyndur. Það eru ekki gerðar neinar unglingamyndir öðruvísi en að aðalhetjan skrópi í skóla, spili tónlist í stað þess að gera stærðfræðina sína, hugsi um hitt kynið í stað þess að hugsa um hvorugkyn, fallbeygingar og fleirtöluendingar. Það var örugglega gaman að horfa á þessar myndir þegar ég var unglingur en það er það ekki lengur. Leikstjórinn og handritshöfundurinn höfðu byggt móðurina upp á þann veg að fyrir flesta virtist hún for- pokuð, gamaldags, einstrengingsleg og sýndi tilfinningum dóttur sinnar ekki skilning. En það var alveg sama hvað þeir reyndu að sýna hana í slæmu ljósi, mín samúð var algjörlega og eingöngu með henni. Ég var mjög óánægður með skilaboðin sem fósturdóttir mín var að fá – gefa skít í mömmu sína og sleppa Harvard fyrir skautaflipp. En ég var kannski mest óánægður með skilaboðin sem voru til mín: „Þú ert bara orðinn svona fjandi gamall og forpokaður!“ Börkur Gunnarsson kvikmyndaleikstjóri. Hlustarinn Í spilaranum er Klarínettukonsert eftirfinnska tónskáldið Magnús Lindberg. Magnús er eitt afkastamesta og þekktasta tónskáld Finna í dag og hafa verk hans oft verið flutt á Norrænum músíkdögum. Klarín- ettukonsertinn er frá árinu 2002 og var fluttur á Norrænum músíkdögum sama ár af Berl- ínarfílharmóníunni undir stjórn Vladimirs Ashkenazy. Þetta er frábær konsert þar sem notast er við gamlan tónefnivið sem settur er í nútímabúning. Kari Krikku leikur á klarínettu í verkinu en hann er einn af fremstu einleik- urum Finnlands. Klarínettukonsertinn hefur síðan verið fluttur reglulega af Kari um víða veröld og er gott dæmi um þá möguleika og tækifæri sem tónlistarhátið sem Norrænir músíkdagar bjóða upp á, bæði fyrir tónskáld og tónlistarflytjendur. Kjartan Ólafsson tónskáld. Morgunblaðið/Eyþór Kjartan Ólafsson Kjartan hefur staðið í ströngu við að skipuleggja Norræna músíkdaga en Klarínettukonsert eftir finnska tónskáldið Magnús Lindberg verður fluttur á þeim. FENGUR var að komu Saxofó- nakvartetts Stokkhólms hingað á Norrænum tónlistardögum. Auð- heyrt var þegar í upphafi að hóp- urinn er í fremstu röð slíkra áhafna og e.t.v. sá bezti sem hér hefur blásið til þessa. Verkin einkenndust af það há- afströktu tónmáli að oft mætti frekar tala um „hljóðverk“ en tónverk. Gerðu þau víða óvægnar kröfur til flytjenda, m.a. um „multiphonics“ og stórvíkkað tónsvið, auk fjölda séreffekta er Adolphe Sax óraði tæpast fyrir á 19. öld. Fátt virtist þó vefjast fyrir SS, því fantaörugg fram- úrstefnutökin voru ekki laus við að minna á kunnar erlendar grúppur á við Avanti strengja- sveitina eða Ensemble Modern. Danski Simon Christensen átti tvö verk, „The Sax’s Track 1 [4:45] og „The Sax’s Track 2“ [1:30], er bættu fyrir krassandi hjakkið með miskunnarsömum stuttleika. Á milli þeirra kom hlutfallslega heilsteypta verkið „Retur“ [10:30] Svíans Åkes Parmeruds; n.k. módernískur óð- ur til Charlies Parkers að við- bættu tónbandi. Stóð það – ásamt ystandi hátíðnitrilluklös- um löndu hans Madeleine Is- aksson í „Andelek“ [9:55] fyrir 3 S-saxa og barýton næst á eftir – nokkuð upp úr öðru efni kvölds- ins. Síðustu tvö verkin guldu ef- laust uppsafnaðrar hlust- unarþreytu flestra nema einörð- ustu framúrstefnueyrna, enda virðast ný verk fyrir téða áhöfn af einhverjum ástæðum jafnan í hvassari kanti. Eftirtektarverð- ast við „rgbmix1 – SAXCON“ [8:25] eftir hinn norska Per Magnus Lindborg var raddskrár- gerðin, er leitaðist við að brúa bilið milli spuna og forskriftar; að sögn n.k. völundarhús er hver spilari gæti ratað sína leið í gegnum eftir nánar tilgreindum umferðarreglum. Heyranleg út- koman var þó varla frábrugðin fullútskrifuðu verkunum, hvað þá eftirminnilegri. Loks var „Mozaik – Future past“ [13:20] eftir Kjartan Ólafs- son fyrir 2 sóprana, alt- og barý- tonsax og geimeffektaskotið tón- band. Vann það úr brotum frá lítt þekktum verkum Mozarts er m.a. sættu mars-útfærslu og jafnvel ávæningi af djasssveiflu og hefði örugglega fallið í þakk- látari jarðveg í tónleikabyrjun. En þegar hér var komið sögu gegndi það frekar hlutverki loka- hreinsunarelds fyrir langþráða þögn. Enda hvorki þar né fyrr gert ráð fyrir öllu minni styrk- leika en forte, líkt og SS hefði síður ráðið við það en annað. Þrátt fyrir frábæra túlkun kvart- ettsins má því segja að einhæft „styrkleikaflipp“ höfunda hafi komið þeim sjálfum mest í koll – hafi athygli hlustenda annars þótt einhverju skipta í vernduðu vinnuumhverfi. Saxað á veikleikann Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Listaháskóli Íslands, Norrænir músíkdagar Stockholm Saxofonkvartett. Laugardaginn 7. október kl. 17. Verk eftir Simon Christensen, Åke Parme- rud, Madeleine Isaksson, Per Magnus Lindborg (frumfl.) og Kjartan Ólafsson (frumfl.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.