Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2006, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þorgrím Gestsson torg@vortex.is Í huga þess sem hefur lagt sig eftir staðfræði fornsagnanna í Noregi er það ljóður á Egils sögu að þar er þess ekki getið hvar var bú Kveld-Úlfs, föður Skalla-Gríms. Hins vegar segir í sögunni að Kári, víkingafélagi Úlfs og tengdafaðir, hafi búið á Berðlu. En nú hefur líklega verið ráðin bót á þessu. Bústaður Kveld-Úlfs hefur líklega verið á bæn- um Kvellestad við Førdefjörð. Það segir í það minnsta í fornum munnmælum sem hafa líklega hvergi varðveist nema þar. Þessi arfsögn er ekki þekkt meðal fræði- manna, hvorki í Noregi né á Íslandi. En fyrstu viðbrögð fræðimanna við henni benda til þess að hún þyki forvitnileg og verð nánari athugunar. Tryggvi Gíslason, fyrrum skólameistari í Menntaskólanum á Akureyri, heyrði þetta fyrstur Íslendinga svo mér sé kunnugt, þegar hann kenndi við háskólann í Björgvin á árunum 1968 til 1972. En hann gerði sögnina ekki heyr- inkunna á Íslandi fyrr en snemma á þessu ári, þegar hann flutti erindi hjá merku en fámennu félagi, Nafnfræðifélaginu, og þetta erindi er nú að finna á veraldarvefnum [slóð: http:// www.ornefni.is/n-greinar2.php?ID=14] Tryggvi nefnir erindið „Norsk örnefni á Ís- landi og torræð örnefni í Eyjafirði“ en þrátt fyr- ir nafnið bindur hann sig alls ekki við það land- svæði eitt og sýnir fram á að samsvaranir staðanafna á Íslandi og í Noregi eru fleiri en flestir gera sér líklega grein fyrir. Þó má vera að það komi flatt upp á einhvern að örnefni eins og Fannardalur, Flatey, Hegranes, Hekla, Herðubreið, Skjaldbreiður, Hóp, Húsavík og Kaldbakur, svo fá ein séu nefnd, eiga sér norsk- ar samsvaranir – og líklega fyrirmyndir! Arfsögnin um bústað Kveld-Úlfs fékk að fljóta með í þessum nafnfræðifyrirlestri vegna þess að hið norska Hegranes er sunnan Førde- fjarðar, gegnt Kvellestad. Tryggvi hefur hana eftir fyrrum nemanda sínum við háskólann í Björgvin, Idar Stegane, sem ólst upp á þeim bæ og er nú sjálfur orðinn prófessor í norrænum fræðum við skólann. Heimsókn til Kvellestad Þegar ég var á ferð í Sogn og Fjordane í sept- ember ákvað ég að leggja lykkju á leið mína og koma við á Kvellestad í Førdefjorden. Vegurinn að norðan liggur niður í fjörðinn innarlega, við smábæ sem Naustdalur heitir, og þaðan út með firðinum, oftast hátt uppi í skógi klæddri fjalls- hlíð, og um nokkur jarðgöng. Þarna er lítið und- irlendi en byggðin ýmist á eyrum og nesjum sem ganga út í fjörðinn eða í litlum dalhvilftum. Það reyndist vera rúmlega tuttugu mínútna akstur frá Naustdal út í Kvellestad, sem er það merkilegur staður að hann er merktur á venju- legt þjóðvegakort. Dálítill tími fór í að hringsóla og spyrja til vegar því Norðmenn eru ekki eins duglegir og Íslendingar að merkja sveitabæi. Ég knúði loks dyra á einu húsanna í snyrtilegri bæjatorfu þriggja smábýla, sem mér hafði verið sagt að væri Kvellestad, og hitti þar aldraða húsráðendur, Ludvik Abelseth og konu hans Liv; hún er fædd Kvellestad enda uppalin þarna á bænum en hann er hins vegar frá næsta bæ og tók skýrt fram að hann væri aðfluttur! Hjónin staðfestu bæði tvö að þau hefðu heyrt söguna um Kveld-Úlf en sögðust þó ekki kunna hana, aðeins vita að hún fjallaði um að þarna hefði Úlfur gamli búið. – Eg har berre så vidt høyrt at den historien finst og kan ikkje seia noko meir om det, sagði Ludvik á firðamállýsku sinni, og kona hans tók undir: – Ja, eg hugsar at eg høyrde ei slik historie i gamle dagar, sagði hún. [hugsa=muna] Síðan sagði Ludvik frá því að Kvellestad hefði eitt sinn verið stórbýli en nú væri löngu búið að skipta jörðinni niður í þrjú smærri býli – þeirra hús teldist vera býli númer eitt þannig að ein- hvers staðar þar hefðu bæjarhús Úlfs líklega staðið. Hann fræddi mig einnig á því að á Kvel- lestad hefði verið ein af höfnum ferjunnar sem gekk um fjörðinn fram til 1960, þegar vega- samband komst á um jarðgöngin sem við höfð- um ekið um stuttu áður. Það eru því liðin 46 ár frá því ferjan hætti að ganga um fjörðinn en hafnarinnar sér ennþá stað; uppgróin kerrugata hlykkjast frá núver- andi þjóðvegi niður nokkuð bratta brekku og undir henni eru tvö hús, að falli komin, og hrör- legur hafnargarður. Þar sást ekkert kvikt þenn- an dag annað en þrjár norskar kvígur, sem voru á stærð við fullvaxnar íslenskar kýr, og ákaflega forvitnar um útlendinga sem skoðuðu þetta gamla naust. Ef til vill er þetta naust Kveld-Úlfs Bjálfasonar sem yfirgaf bæ sinn í fornöld eftir að Þórólfur sonur hans hafði reitt Harald kon- ung hárfagra svo til reiði að hann fór sjálfur að honum norður á Sandnesi og drap hann. Neðanmáls í upphafi Egils sögu Hins ís- lenzka fornritafélags frá 1933 skrifar Sigurður Nordal að auðsætt sé að Kveld-Úlfur hafi búið í Fjörðum eða Firðafylki og líklega ekki langt frá Dalsfirði „því að Ingólfur Arnarson og föru- nautar hans eru kallaði vinir og kunningjar þeirra feðga“. Þetta stendur heima því Dals- fjörður er næsti fjörður fyrir sunnan Førde- fjörð. En eftir sögunni að dæma má einnig ætla að Berðlu-Kári hafi ekki búið langt frá Úlfi enda er talið fullvíst að Berðla sé þar sem heitir nú Berle, á innanverðri eynni Brimangri, sem heit- ir nú Bremanger, um 50 kílómetrum fyrir norð- an Førdefjörð. Þar er nú lítið, fallegt og friðsælt þorp. Kveld-Úlfur eða Hvell-Úlfur? En hvað þýða svo þessi staðanöfn? Tryggvi Gíslason gengur út frá því að Kvellestad þýði einfaldlega Kveldstaðir enda sé eindæma kveld- fagurt þarna við fjörðinn, sem veit mót vestri. Þar með stendur viðurnefndi Úlfs eins og farið er með það í sögunni. En þá verðum við jafn- framt að hafna skýringu sjálfs höfundar Eglu á viðurnefninu, sem er sú að „dag hvern, er at kveldi leið, þá gerðist hann styggr, svá at fáir menn máttu orðum við hann koma; var hann kveldsvæfur“. Í því mikla 21 bindis verki Norske gaar- dsnavne eftir Oluf Rygh, sem kom út snemma á síðustu öld, er þessi merking hins vegar ekki nefnd en sett fram sú að flestra mati hæpna til- gáta að bærinn sé nefndur eftir lítilli á sem fell- ur þarna til sjávar og hafi heitið Hvellur; þannig ætti nafnið að hafa verið Hvellstaðir en breyst með tíð og tíma í Kvellestad. Elsta ritaða heim- ildin um þetta nafn er frá 1563; þá var bærinn nefndur Kullestadt en 1567 var bæjaranafnið ritað Quallestad. Nafnið á sjálfum firðinum er athyglisvert því Førdefjorden þýðir einfaldlega Fjarðarfjörður. Samkvæmt landabréfi Gerhards Munthe af „Det gamle Norge efter gamle Sagaer, Jor- deböger og Skind-breve“, sem var gefið út árið 1840, hét fjörðurinn áður fyrr Naustdalsfjörður en í heimildum frá 1563 er hann aðeins nefndur Fiorden. Árið 1667 var merkingin endanlega týnd vegna skilningsleysis danskra embættis- manna og lestrarkunnáttuleysis innfæddra og farið að rita það Førre; núverandi nafn, Førde, hafði fest sig í sessi árið 1723. Førde eða Fjörður, höfuðstaður héraðsins, stendur við botn Fjarðarfjarðar. Allmörg dæmi eru um það í Noregi að bæir sem standa við fjarðar- eða vatnsbotn séu nefndir þessu nafni en eins og algengt er með staðanöfn í Noregi hefur það staðnað í þágufalli. Ástæðan er ein- faldlega sú að fyrr á tímum, meðan fallbeyg- ingar voru enn viðhafðar í norsku, sögðu bænd- ur dönsku embættismönnunum, þegar þeir mættu til manntalsþings, að þeir væru frá sín- um bæ; þannig var fólkið í Firði til að mynda „frá Firði“. Dönsku embættismennirnir höfðu hins vegar þá þegar týnt öllum fallbeygingum úr sínu máli og héldu að bærinn héti Firði, sem varð fyrst að Førre, síðan Førde, vegna fram- burðarbreytinga. Þegar Førde var orðinn að höfuðstað héraðsins (hugsanlega í stað Kveld- staðar!) var farið að kenna fjörðinn við bæinn svo úr varð Fjarðarfjörður. Við Íslendingar getum ekki nógsamlega þakkað fyrir að hér hefur fólk almennt kunnað að lesa og skrifa frá upphafi vega. Því var unnt að leiðrétta þá dönsku embættismenn sem skrifuðu til að mynda „Reigevig“ eða „Havnef- jord“, og Effersey í stað Örfiriseyjar, sem með- al annars má sjá á gömlum landabréfum. En þeir voru ekki látnir komast upp með það held- ur stóðu Íslendingar fast á því að íslenska skyldi töluð á Íslandi. Er bústaður Kveld-Úlfs fundinn? Bústaður Kveld-Úlfs, föður Skalla-Gríms og afa Egils, hefur líklega verið á bænum Kvelle– stad við Førdefjörð. Það segir í það minnsta í fornum munnmælum sem hafa líklega hvergi varðveist nema þar. Þetta gengur þvert gegn skýringu sjálfs höfundar Eglu á viðurnefninu sem er sú að hann hafi verið kveldsvæfur. Kvellestad Bústaður Kveld-Úlfs hefur líklega verið á bænum Kvellestad við Førdefjörð. Höfundur er blaðamaður. Eftir Jakob Björnsson jakobbj@simnet.is Hjörleifur Guttormsson,fyrrverandi alþingis-maður og ráðherra, ritargrein í Lesbók Morgun- blaðsins 30. september 2006 sem nefnist „Ósjálfbær hagvöxtur og loftslagsbreytingar“. Þetta er ítarleg grein sem margt athyglisvert kemur fram í og margar réttmætar ábend- ingar. Í henni segir m.a: „Okkur ber að taka fullan og ábyrgan þátt í al- þjóðlegum aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum“. Þetta held ég að allir hugsandi menn hér á landi geti tekið undir. En nokkrum línum neðar í greininni segir höfund- ur: „Íslenskar orkulindir bjarga ekki heimi sem er á gegndarlausu sólund- arspori. Það væri hrapaleg skamm- sýni að nýta þær frekar en orðið er til mengandi stóriðju og fórna í leiðinni öðrum náttúrugæðum sem gildi hafa fyrir okkur og heimsbyggðina“. Svo vill til að hver Íslendingur ræð- ur yfir hundrað sinnum meiri efna- hagslega nýtanlegri vatnsorku en hver jarðarbúi að meðaltali og ríku- legum jarðhita í ofanálag. Báðar þessar orkulindir eru að heita má lausar við gróðurhúsaáhrif. Og Ís- lendingar eru í þeirri einstæðu stöðu að geta nýtt þessar orkulindir án þess að nokkur þurfi að flytja nauðugur frá heimkynnum sínum eins og al- gengt er í mörgum vatnsorkuríkum löndum. Þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið höfum við nýtt 29% okkar efnahagslegu vatnsorku og enn minni hlut jarðhitans. Önnur iðnríki hafa nýtt milli 65 og yfir 90% sinnar efnahagslegu vatnsorku. Að láta þau tækifæri sem felast í nýtingu þessarar orku ónotuð getur ekki með nokkru móti samrýmst því að „taka fullan og ábyrgan þátt í al- þjóðlegum aðgerðum til að hamla gegn loftslagsbreytingum“. Vitaskuld er það rétt hjá Hjörleifi að við getum ekki einir „bjargað heiminum“, þ.e. leyst gróðurhúsavandann. Það getur ekkert eitt ríki. En ef allir hugsa eins og Hjörleifur virðist vilja að við hugs- um, þ.e. að færast undan að leggja það af mörkum sem við getum lagt af mörkum og mest munar um, með allskyns afsökunum og undanslætti, ja, þá er sannarlega ekki bjart fram- undan. Það er ómótmælanleg staðreynd að álvinnsla á Íslandi dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Framleiðslu á 1 kg af áli á Íslandi fylgir losun á 1,8 kg af koltvísýringi, eða ígildi hans, samkvæmt gögnum Umhverfisstofnunar. Notkun á 1 kg af áli í bílum í stað þyngri efna sparar andrúmsloftinu 20 kg af koltvísýringi í útblæstri yfir endingartíma bílsins, ca. 10 ár, vegna léttleika þess. Og meira ef hluti álsins er endurnotaður eins og nú verður æ algengara. Til að vega upp losunina á Íslandi þyrftu 9% hráálsins að vera notuð í bíla. Í reynd fer miklu hærra hlutfall hrááls- framleiðslunnar í heiminum til þeirra nota. Bílaiðnaðurinn er nú það notk- unarsvið áls sem er í örustum vexti. Ennþá hagstæðari er útkoman fyr- ir íslenska álvinnslu ef hún er borin saman við álvinnslu með raforku úr eldsneyti. Losunin á Íslandi er aðeins 13% þess sem hún er ef rafmagnið er framleitt úr eldsneyti. Íslenskur áliðnaður á því ekkert erindi í Kyotó-bókunina. Það er m.a. álvinnslu í löndum eins og Íslandi að þakka að losun gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum er ekki enn meiri en hún er. Vonandi verður hann ekki með í næstu bókun. Í staðinn getum við skuldbundið okkur til að nota í hverju nýju álveri þá fullkomnustu vinnslutækni sem er efnahagslega nothæf. Það er rétt að nýting íslensku orkulindanna hefur áhrif á náttúruna sem kallast mega neikvæð, skoðað út af fyrir sig. Þetta er ekkert sérstakt fyrir Ísland. En það er hrein bábilja og fjarstæða að við verðum „nátt- úrulaus“, eða eitthvað í námunda við það, þótt við nýtum orkulindir okkar í þeim mæli sem efnahagsleg rök eru til. Þetta sýndi ég fram á í grein sem birtist í Morgunblaðinu 13. júní s.l. og nefnist „Gersamlega ástæðulaus ótti“. Forsjónin hefur fært hverjum Ís- lendingi hreina og mengunarlausa orku í ríkari mæli en flestum jarð- arbúum öðrum. Af þeim sem mikið er gefið verður mikils krafist. Undan þeirri reglu sæmir okkur ekki að reyna að víkjast með haldlausum undanslætti. Síst af öllu þegar við getum eftir sem áður notið stórfeng- legrar náttúru landsins. Undarlegur tvískinnungur Hjörleifs „Svo vill til að hver Íslendingur ræður yfir hundrað sinnum meiri efnahagslega nýtanlegri vatnsorku en hver jarðarbúi að meðaltali og ríkulegum jarðhita í ofanálag,“ og bendir á að með nýtingu þessara auðlinda séum við að hamla gegn loftslagsbreytingum. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hálslón „Þegar Kárahnjúkavirkjun kemst í gagnið höfum við nýtt 29% okkar efnahagslegu vatnsorku og enn minni hlut jarðhitans.“ Höfundur er fyrrverandi orkumálastjóri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.