Morgunblaðið - 23.01.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 22. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Ævistarfið
fór í útboð
Sæmundur í Borgarnesi hefur
keyrt rútur í 50 ár | Minn staður
Fasteignir | Fiskifélagshúsið verður hótel Samkeppni um hönn-
un húsa á Selfossi Íþróttir | Bikarmeistararnir unnu í Hólminum
Eiður Smári á skotskónum Ólafur hefur áhyggjur af vörninni
Ráðstefna um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi föstudaginn 27. janúar
á Hótel Nordica. Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.sa.is
Fasteignir og Íþróttir í dag
Lissabon. AFP, AP. | Anibal Cavaco Silva var í gær kjörinn
forseti Portúgal en forsetakosningar voru haldnar í land-
inu um daginn. Þegar búið var að telja næstum öll at-
kvæði í gærkvöldi var ljóst að Cavaco Silva hafði tryggt
sér meirihluta atkvæða, hafði hlotið alls 50,6% allra
greiddra atkvæða, sem þýðir að hann hlaut tilskilinn
meirihluta til að ná kjöri strax í fyrstu umferð, en vaxandi
líkur höfðu verið taldar á því fyrir helgi að önnur umferð
myndi þurfa að fara fram.
Sigur Cavaco Silva merkir að hægrimaður verður for-
seti Portúgals í fyrsta skipti frá því að lýðræði komst á í
landinu 1974. Fimm aðrir voru í framboði í forsetakosn-
ingunum, næstur á eftir Cavaco Silva kom sósíalistinn
Manuel Alegre, þingmaður og þekkt
skáld, með 20,7% atkvæða.
Cavaco Silva er 66 ára og var for-
sætisráðherra Portúgals á árunum
1985–1995 en í stjórnartíð hans ríkti
umtalsverður og stöðugur hagvöxtur.
Hann fór fram sem óháður í kosning-
unum nú en naut stuðnings Jafnaðar-
mannaflokksins, sem telst hægri
flokkur í portúgölskum stjórnmálum.
Forseti Portúgals hefur lítil form-
leg völd en getur þó leyst upp þing, boðað þingkosningar
og skipað forsætisráðherra á grundvelli kosningaúrslita.
Cavaco Silva vann í Portúgal
Anibal Cavaco Silva
LITIR hafsins eru kannski kaldir en það virtist
hlýtt á milli Kristófers Jónssonar, skipverja á
Ísaki AK, og þessa væna golþorsks, sem veidd-
ist á Forunum út af Akranesi. Félagarnir á
Ísaki hafa verið fengsælir að undanförnu en
ekki hefur gefið á sjó alla daga.
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Koss í kalsaveðri um borð í Ísaki AK
EVO Morales, leiðtogi kóka-
ræktenda og indíána, sór í gær
embættiseið sem forseti Bólivíu.
Ýmsir erlendir fyrirmenn voru
viðstaddir athöfnina, þ.á m. Fel-
ipe, krónprins Spánar, Luiz
Inacio Lula da Silva, forseti
Brasilíu, Javier Solana, fulltrúi
Evrópusambandsins, og Hugo
Chavez, forseti Venesúela, en
hann kallaði Morales „sendiboða
frá Guði“.
„Ég vil segja ykkur, bræður
mínir af þjóð indíána, að 500 ára
barátta okkar hefur ekki verið til
einskis,“ sagði Morales í ræðu
sem hann hélt við þetta tækifæri.
„Núna tökum við við og ráðum
ferðinni næstu 500 árin. Við ætl-
um að binda enda á óréttlætið og
ójafnréttið.“
Á myndinni sést hvar Morales,
sem er 46 ára gamall, kemur út
úr þinghúsinu í La Paz í gær eft-
ir að hafa tekið við embætti for-
seta.
Morales tekinn
við embætti
AP
ÍSLENSKA verður hvergi töluð eftir
100 ár, ef fram fer sem horfir. Þetta
er mat Páls Valssonar útgáfustjóra
hjá Eddu útgáfu hf., en hann var með-
al fyrirlesara á fjölsóttri ráðstefnu um
stöðu málsins í Norræna húsinu í
gær. Sagði Páll að sá vandi tungunnar
sem t.a.m. Fjölnismenn stóðu frammi
fyrir á sínum tíma væri dvergvaxinn í
samanburði við þá hættu sem nú
steðjar að tungunni.
Of mikil áhersla á smáatriði
Að mati Páls hefur of mikilli orku
verið eytt í smáatriði á borð við það að
leiðrétta þágufallssýki og amast við
slettum á sama tíma og stökkbreyting
sé að verða í þróun tungumálsins.
„Sjálfar undirstöður tungumálsins
eru að bresta. Beygingakerfið er í
uppnámi og setn-
ingafræðilegur
grundvöllur líka.
Svo virðist sem
tilfinning fólks
fyrir uppbygg-
ingu eðlilegra og
einfaldra setninga
sé á mjög hröðu
undanhaldi,“
sagði Páll og benti
á að kynslóðabilið í tungutaki væri
meira nú en nokkru sinni og ungling-
ar t.d. að einangrast í eigin málheimi.
Þannig flytjist orðaforði og orðfæri
ekki lengur milli kynslóða, sem sé, að
mati Páls, stóralvarlegt ef fólk vilji
halda íslenskunni lifandi.
„Lykillinn að allri okkar fortíð er
tungumálið. Ef við missum það er slit-
inn þráður sem ekki verður hnýttur
aftur. Það tjón er óafturkræft. En það
er misskilningur að slíkt tjón sé
einkamál okkar Íslendinga. Glatist ís-
lenskan sem þjóðtunga hverfur um
leið merkilegt framlag þessarar þjóð-
ar til bókmennta og menningar
heimsins. Og hvað er þá orðið okkar
starf?“
Andri Snær Magnason gerði orð og
merkingu þeirra að umtalsefni.
„Tungumál er ekki skraut, spurn-
ing um rétt mál eða rangt, heldur er
það fyrst og fremst grundvöllur sam-
skipta, farvegur minninga, reynslu og
gilda. Tungumálið er mælikvarði á
umhverfi og reynsluheim. Sá sem
skilur ekki orð sem elsta kynslóðin
notar hefur þar af leiðandi ekki átt
samskipti við kynslóðina sem notar
orðin. Hafi orð fallið úr gildi er líklegt
að samhliða orðinu hafi þekking,
reynsla og minning þeirra ekki flust
milli kynslóða.“
Undirstöður tungu-
málsins að bresta
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Páll Valsson
Tungumálið er | 20
London. AFP. | Nú er það svart: rannsóknir
breska vísindamannsins Cliff Arnall sýna
að dagurinn í dag er sá mæðulegasti á
árinu.
Arnall kennir heilsusálfræði við háskól-
ann í Cardiff. Hann segist hafa sett upp
reiknilíkan þar sem tekið er tillit til ólíkra
þátta, niðurstaðan sé sú að sá mánudagur
sem fellur næst 24. janúar ár hvert sé öm-
urlegasti dagur ársins. Fólk sé þá með í
huga að hafa þurft að snúa aftur til vinnu
eftir jólin, reikningar vegna hátíðahald-
anna séu farnir að íþyngja fólki verulega,
það sé farið að leggjast á sinni manna að
þurfa að halda þau áramótaheit sem sett
voru og svo spili auðvitað drungalegt veð-
ur rullu fyrir þá sem búi á norðurslóðum.
Rannsóknir Arnalls byggjast m.a. á við-
tölum hans við mörg hundruð manns. En
erum við eitthvað betur sett, að vita að
dagurinn í dag er sá ömurlegasti á árinu?
Auðvitað, segir Arnall. Þegar menn séu
meðvitaðir um drungann eigi þeir auð-
veldara með að bregðast við honum. „Þú
getur notað vitneskjuna sem tilefni til að
gera breytingar. Hún getur hvatt fólk
áfram,“ segir hann.
Og svo má auðvitað hugga sig við það að
þegar ömurlegasti dagur ársins er liðinn
þá kemur hann ekki aftur í bráð!
Ömurlegasti
dagur ársins