Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 15

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● SPARISJÓÐUR Kópavogs skilaði 238 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, samanborið við 134 milljóna króna hagnað á árinu 2004. Er það aukning um tæp 78% milli ára. Fyrir skatta nam hagnaður- inn 263 milljónum, samanborið við 163 milljónir árið áður. Hreinar vaxta- tekjur jukust um 8,1% frá fyrra ári og voru 421 milljón króna. Heildareignir sjóðsins námu 17.067 milljónum króna í árslok 2005 og höfðu þá aukist um 57% á árinu. Eiginfjárhlutfallið er 14,1% og jókst það um 2,1% milli ára. Arðsemi eigin fjár jókst einnig milli ára og var það 36,5% samanborið við 22,1% á árinu 2004. Innlán námu 8.150 millj- ónum króna í lok ársins 2005 sem er 24% aukning frá fyrra ári. Eigið fé nam 878 milljónum króna í lok ársins 2005, eykst um 19,7% á árinu. Hagnaður SPK jókst um 78% ● HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Kefla- vík fyrir árið 2005 nam 1.150 millj- ónum króna eftir skatta samanborið við 409 milljónir króna árið áður og er það aukning um 181,2% milli ára. Gengishagnaður jókst töluvert milli ára eða um 735 milljónir króna sem nemur 131% aukningu milli ára. Hreinar vaxtatekjur námu 875,8 milljónum króna og jukust þær um 18,1% milli ára. Er þetta besta af- koma í sögu sparisjóðsins, segir í til- kynningu. Heildareignir sjóðsins jukust um 21% á milli ára og nema þær nú 31.777 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfallið er 12,56% og jókst það um 0,14 prósentustig milli ára. Arðsemi eigin fjár jókst einnig milli ára, var 42,9% á árinu 2005 en 17,3% árið áður. Heildarinnlán í sjóðnum ásamt lántöku námu í lok ársins 2005 24.924 milljónum króna og er það aukning um 32,4% milli ára. Besta afkoma Spari- sjóðs Keflavíkur ● NÝHERJI skilaði 76,5 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári og er það aukning um tæplega 54% frá árinu 2004. Hagnaður Nýherja ásamt dótturfélögum fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir, EBITDA, nam 232,7 milljónum króna en var 268,7 milljónir króna árið áður. Heildareignir félagsins nema 3.968 milljónum króna en þær voru 2.864 milljónir króna. Eiginfjárhlut- fallið er 34,5% og dróst saman um 9,6% milli ára. Tekjur Nýherja á árinu 2005 námu 6.293 milljónum króna, en voru 5.470 milljónir króna árið áð- ur og er tekjuaukning því 15% milli ára. Í tilkynningu með uppgjörinu segir að árið 2005 hafi verið ár marghátt- aðra breytinga og nýjunga í starf- semi félagsins. Hagnaður Nýherja eykst milli ára ● SLÁTURFÉLAG Íslands, SS, hefur sent afkomuviðvörun á Kauphöll Ís- lands þar sem rekstraruppgjör fyrir árið 2005 mun sýna betri afkomu en reiknað hafði verið með. Er þá miðað við afkomu liðinna ára og sex mán- aða uppgjörs síðasta árs. Góð afkoma er rakin til umtals- verðs hagnaðar af sölu hlutabréfa, ásamt hagræðingu í rekstri, hag- stæðum fjármagnsliðum og bættum rekstri dótturfélaga. SS mun birta afkomu ársins 2005 hinn 24. febr- úar næstkomandi. Afkoma SS betri en reiknað var með SKELJUNGUR varð hlutskarpast- ur í nýstárlegu útboði sem fram fór fyrir helgi í olíuviðskipti við Alcan í Straumsvík. Útboðið fór fram á net- inu og á einum og hálfum tíma bár- ust 40 tilboð frá olíufélögunum. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan, var hart barist á lokasprettinum milli Skelj- ungs og Olís og að lokum átti fyrr- nefnda félagið lægsta boð. Eftir er að ganga frá samningum um við- skiptin. Hrannar segir Alcan hafa sparað 400 þúsund dollara, um 24 milljónir króna, miðað við fyrsta boð og síðan þá upphæð sem var niðurstaðan á endanum. Hann upplýsir ekki hver sú upp- hæð var en um var að ræða útboð á 6.000 tonnum af svartolíu og 450 tonnum af vélaolíu, með samningi til eins árs. Að sögn Hrannars hefur Alcan beitt þessari aðferð áður í öðrum verkþáttum með góðum árangri en í fyrsta sinn var þetta gert með olíu- viðskipti. Félögin gátu á hverjum tíma út- boðsins séð á netinu hvaðan besta til- boð kom, en ekki frá hverjum, og reynt þá að bjóða lægra. Fyrirfram átti útboðið að taka 20 mínútur en ef fleiri og lægri tilboð komu fram- lengdist tíminn um þrjár mínútur í senn. „Þetta er gott verkfæri til að ná enn betri árangri í innkaupum, sem er að sjálfsögðu mjög mikilvægt fyr- ir okkur. Á undanförnum misserum hafa ýmis systurfyrirtæki okkar ver- ið að þreifa sig áfram með þetta kerfi. Það er markmið Alcan að bæta árangurinn á öllum sviðum og þetta er ekki undanskilið,“ segir Hrannar, aðspurður hvernig þessi útboðsað- ferð kom til. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Skeljungs, segir niðurstöð- una ánægjulega en Skeljungur hefur til þessa verið með Alcan í viðskipt- um. Linda segir þetta einn stærsta viðskiptasamning félagsins. Útboðs- aðferðin sé sannarlega nýstárleg og spennandi en spurning hvort hún henti við öll viðskipti. Í ljós eigi eftir að koma hvort fleiri stórir viðskipta- vinir beiti sömu aðferð. Alcan sparaði 24 milljónir í olíuútboði Eftir harða baráttu olíufélaganna á netinu átti Skeljungur lægsta boð Olíuviðskipti Alcan í Straumsvík stóð fyrir útboði á netinu meðal olíufélaganna og börðust þau hart um olíu- viðskipti upp á tæp 6.500 tonn og samning til eins árs. Á endanum var það Skeljungur sem átti lægsta boð. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SVO VIRÐIST sem íslenskum eig- endum Magasin du Nord í Kaup- mannahöfn sé að takast að snúa við rekstri stórverslunarinnar en sala Magasin fyrir jólin jókst um 7% en bæði 2004 og 2003 hafði jólaverslunin dregist saman frá fyrra ári. Þá hefur salan gengið vel það sem af er janúar og er um 8% meiri en gert hafði verið ráð fyrir í rekstraráætlunum en vöxt- urinn í sölu hefur verið mestur í fatnaði, eða meira en 30%. Þetta kemur fram í viðtali Børsen við Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóra Magasin du Nord. Hann segist gera ráð fyrir að Magasin muni skila hagnaði fyrir afskriftir og fjárfestingar en að heildarniðurstaða verði þó nei- kvæð í ár og á næsta ári. Þannig nefnir hann að Magasin sé að skipta út um 80% af tölvu- kerfi sínu og eins eigi að fjárfesta fyrir um 800 milljónir í nýjum innréttingum eða fyrir um 250 milljónir á næstu fjórum árum. „Það hefði átt að vera búið að gera þetta fyrir mörgum árum. Kaupmannahöfn á að eiga stór- verslun á heimsmælikvarða. Borgin er fimmta stærsta ráð- stefnuborg heimsins. Nú hækkum við staðlana,“ segir Jón við Børsen. Magasin du Nord á réttri leið ENN liggur ekki fyrir hvort Orkla Media er til sölu eða ekki, hvort eig- endur félagsins eru bara að leita að hentugum samstarfsaðila. Orðrómur er um að Media og A-pressen, sem m.a gefur út nokkur staðarblöð í Noregi og á meirihluta í einum átta staðbundnum sjónvarpsstöðvum, hafi áhuga á samvinnu eða samruna félaganna. Eigendur A-pressen eru Telenor og LO. Þetta kemur fram í frétt Dagens Næringsliv en þar er bent á að með sameiningu fyrirtækj- anna tveggja geti þau betur staðist samkeppni við fjölmiðlarisann Schibsted og bætt rekstrarforsend- ur umtalsvert. Orkla Media, A-pressen, Telenor og LO eru nú sögð reyna að fá menntamálaráðherra Noregs, Trond Giske, til að fjarlægja helsta þrösk- uldinn, þ.e. bann við eignatengslum í norsku fjölmiðlalöggjöfinni. Dagsbrún hefur verið nefnd sem hugsanlegur kaupandi að Orkla Media ásamt með Bonnier, Avishus- et Dagbladet, Sanoma og Bertels- mann í Þýskalandi. Giske hefur stað- fest að hann hafi átt fundi með Stein Erik Hagen, stærsta eigenda og stjórnarmanni í Orkla Media, og stjórnarformanni og einum stærsta eigenda Avishuset Dagbladet fyrir jólin. Óvissa um Orkla Media ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.