Morgunblaðið - 23.01.2006, Side 20

Morgunblaðið - 23.01.2006, Side 20
Tungumálið er farvegur minnin reynslu og gilda Íslenska tungan stendur á tíma-mótum. Þjóðin þarf að gera uppvið sig hvort hún vill halda í mál-ið, freista þess að láta það lifa eða ekki. Glatist íslenskan er það ekki einkamál okkar sem þjóðar. Efla þarf lestur og örva þannig orðaforða barna og ungmenna, því lestrargeta er und- irstaða alls bóklegs náms. Sé bókinni ekki haldið að börnum og unglingum í dag verður enginn til að lesa bækur morgundagsins. Tungumál er ekki skraut, þ.e. spurning um rétt eða rangt mál, heldur er tungumálið grundvöllur samskipta, farvegur minninga, reynslu og gilda. Hafi orð fallið úr gildi er lík- legt að samhliða orðinu hafi þekking, reynsla og minning þeirra ekki flust milli kynslóða. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu áhugafólks um stöðu máls- ins sem haldin var í Norræna húsinu í gærdag fyrir troðfullu húsi. Pétur Gunnarsson rithöfundur og fundarstjóri hóf ráðstefnuna með því að velta upp þeirri spurningu hvað héldi einni þjóð saman. Sagði hann að í tilfelli Íslend- inga væri það annars vegar hin stór- brotna náttúra og hins vegar tunga sem er í senn ævaforn og alltaf ný. Benti hann á að þessu tvennu væri ólíku sam- an að jafna þar sem náttúran væri fyrir allra augum á meðan tungumálið er bara okkar. „Sem aftur veldur því að við erum eina líftaug þess, ef við skeytum ekki um það fer það úrskeiðis og líður undir lok,“ sagði Pétur og tók fram að ým- islegt benti til að Íslendingar væru hreint ekki nægilega meðvitaðir um fjöreggið sitt og skammist sín á stund- um jafnvel fyrir það. „Hvers vegna að halda í og varðveita tungu svo fámennrar þjóðar? Og af hverju ætti okkur ekki að vera sama um þessa smáþjóðartungu sem er eng- an veginn gjaldgeng á neinum al- þjóðamarkaði?“ spurði Matthías Jo- hannessen skáld í erindi sínu og kom sjálfur jafnharðan með svarið. „Ástæð- urnar eru margar. Þær eru allar mik- ilvægar. Þær snerta kvikuna í Íslend- ingseðli okkar, þær eru vitnisburður um það hvaðan við erum komin og hvernig þessari löngu leið í kaupstaðinn hefur verið háttað. Minna á svaðilfarir myrkra alda og hvernig okkur tókst að sækja í kaupstaðinn þrátt fyrir allt. Minna á sigrana sem unnir hafa verið á vegleysum þessarar miklu heiðar sem við köllum sögu Íslendinga. Minna á hvað tókst í nafni þessarar tungu, þess- arar arfleifðar sem hún hefur varðveitt og það er í þessari arfleifð sem þjóðin eignaðist sitt ræktaða og nærandi stolt,“ sagði Matthías og benti á að hefði ekki verið fyrir tunguna og rit- hefðina í skjóli hennar hefði Íslend- ingum ekki tekist að vinna sér fullveldi né sjálfstæði síðar. Lestrargeta undirstaða alls bóklegs náms Hrafnhildur Ragnarsdóttir barnasál- fræðingur fjallaði í erindi sínu um mál- töku barna sem hefst strax í móð- urkviði. Sagði hún börnin mæta vel undirbúin til leiks með fullkomnustu tæki til náms og hæfileikann til tak- markalausrar sköpunar á sviði tungu- málsins. Hins vegar væri spurning hvernig fullorðna fólkið stæði sig í mál- örvunar- og ræktunarhlutverkinu. Benti hún á þá mikilvægu staðreynd að máltaka útheimti samfélag við aðra menn, styðjandi orðræðu, endalausar æfingar, örvandi samræðu. Hrafnhildur benti á hversu hratt orðaforði barna og ungmenna margfald- ist á nokkuð skömmum tíma. Flest börn mæla fyrsta orðið um eins árs ald- ur og læra næstu mánuði um 10–15 orð á mánuði. Við tveggja ára aldurinn verður hins vegar orðaforðasprenging og á leikskólaárunum eykst orðaforði barna um að meðaltali 12 orð á dag. Við sex ára aldur er orðaforði barna um 10 þúsund orð. „Á fyrstu fimm ár- um í grunnskóla fjórfaldast orðaforðinn. Hámarkshraða nær vöxtur orðaforðans ekki 2–4 ára, eins og margir myndu halda, heldur á tímabilinu 10–13 ára,“ sagði Hrafnhildur og benti á að ein að- alástæða þessa væri að á þeim aldri væru börn orðin nægilega vel læs, en með aldrinum færist máltakan sífellt meira yfir í ritmálið. Um 17 ára aldur er orðaforðinn síðan orðinn 60–80 þúsund orð, en þetta jafn- gildir því að hver einstaklingur læri að meðaltali 15 orð á dag frá 2–17 ára ald- urs. Sagði Hrafnhildur mikinn mun á einstaklingum og þannig hefðu rann- sóknir sýnt að einstaklingsmunur í orðaforða fari vaxandi frekar en minnk- andi eftir því sem liði á skólagönguna. „Því fleiri orð sem maður kann því auð- veldara er að læra ný.“ Ástæðu marg- falds orðaforðamunar á einstaklingum má, að sögn Hrafnhildar, fyrst og fremst rekja til þess hvernig og hversu mikið foreldrar fyrir þau. Lykillinn að áttu felst í góð Þannig getur þ að láta börn le að bæta stærðf Þetta var meða erindi Júlíusar ings, sem gerð rannsóknarinna menna í lestri, úrufræðigreinu „Þess betri s lesa, þess betri hugtök, þess b rökhugsun og ö inleikum sem e að geta lært st og tók fram að undirstaða alls að ef nemandin yfirgnæfandi lí slakur í öðrum Barnabókme Kristín Helga undur líkti lest hús þar sem le og fyrsta hæð bókmenntaheim á. „Ég lít á bar irstöðubókmen sem allar aðrar styðja sig við,“ fram að sér þæ vægar barnabó taldar. „Því þótt í b skemmtun og f upp er staðið m Hann er undirs „Hvers vegna að halda í og varðveita tungu svo fámennrar neinum alþjóðamarkaði?“ spurði Matthías Johannessen. Be Fjölsótt ráðstefna um stöðu málsins var haldin í Norræn gær. Á frummælendum var það að heyra að íslenska tun á tímamótum. Einn fyrirlesara gekk svo langt að spá end íslenskunnar innan næstu 100 ára að öllu óbreyttu. Aðrir ekki of seint að bregðast við og bjarga tungunni frá tortí með samstilltu átaki. Silja Björk Huldudóttir var á staðn 20 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STAÐA ÍSLENSKUNNAR Hver er staða íslenskrar tungu?Er íslensk tunga í útrýming-arhættu eins og svo mörg önn- ur tungumál í heiminum um þessar mundir? Er svo sótt að tungunni úr öll- um áttum að brátt muni hún glatast og við taka eitthvert hrognamál? Í raun má færa rök að hvoru tveggja; annars vegar að íslenska hafi aldrei staðið traustari fótum og hins vegar að aldrei hafi verið jafnhart að henni sótt. Sennilega hefur aldrei verið skrifað jafnmikið á íslensku og um þessar mundir. Útgáfa dagblaða er mjög öfl- ug og lætur nærri að prentað sé eitt eintak fyrir hvern læsan Íslending. Bókaútgáfa er öflug og mikil. Á hinn bóginn krefst enskan stöðugt meira olnbogarýmis. Eins og kom fram í Lesbókinni um helgina verður það stöðugt algengara að töluð sé enska í fyrirtækjum. Enskan ræður iðulega ríkjum í kennslustofum æðri menntastofnana. Þegar ætlunin er að fá hingað nemendur til háskólanáms frá útlöndum er ef til vill erfitt að fara fram á það að kennsla fari fram á ís- lensku. Það er hins vegar enginn vafi á því að Íslendingar, sem ekki geta gert þeim fræðum, sem þeir hafa numið, skil á sínu móðurmáli eru fátækari fyr- ir vikið. Háskólasamfélagið má ekki gleyma þeirri grundvallarskyldu sinni að tryggja að fræðileg umræða geti farið fram á góðri og gagnsærri ís- lensku þannig að heimur fræðanna verði opinn og aðgengilegur, en ekki afvikinn og lokaður. Sömuleiðis er erf- itt fyrir íslensk fyrirtæki í alþjóðleg- um rekstri að halda því til streitu að öll umræða og samskipti fari fram á ís- lensku þegar starfsfólk kemur víða að, en það hlýtur að vera kyndugt þegar Íslendingar hjá sama fyrirtæki eru farnir að tala ensku sín á milli. Dag- skrá sjónvarpsstöðvanna er að mjög miklu leyti á ensku og er Ríkissjón- varpið því miður þar engin undantekn- ing. Páll Valsson, útgáfustjóri skáld- verka og fræðirita hjá Eddu, gekk svo langt á ráðstefnu um stöðu málsins í Norræna húsinu í gær að segja að und- irstöður tungunnar væru að bresta. Á meðan eytt væri púðri í að berjast gegn smáatriðum á borð við þágufalls- sýki væri að verða stökkbreyting í þróun tungumálsins, beygingakerfið í uppnámi og setningafræðilegur grundvöllur sömuleiðis. Sagði hann að íslenska yrði útdauð eftir hundrað ár yrði ekkert að gert. Íslensk tunga lifir góðu lífi um þess- ar mundir. Hins vegar er síður en svo gefið að svo verði um aldur og ævi. Því þarf að vera stöðugt á verði, sérstak- lega gagnvart breytingum á borð við þær, sem Páll benti á í fyrirlestri sín- um. Það er einstakt að á Íslandi skuli tal- að tungumál, sem svo lítið hefur breyst á þúsund árum að það eitt að fá málið með móðurmjólkinni veiti lykil að fornsögunum. Sá lykill getur hæg- lega glatast og í raun með eindæmum að hann skuli ekki hafa gert það. Framtíð íslenskunnar er undir not- endunum komin. Ef þeim stendur á sama verður íslenskan ekki langlíf. „Hvers vegna að halda í og varðveita tungu svo fámennrar þjóðar? Og af hverju ætti okkur ekki að vera sama um þessa smáþjóðartungu sem er eng- an veginn gjaldgeng á neinum alþjóða- markaði?“ spurði Matthías Johannes- sen í erindi sínu á ráðstefnunni um stöðu málsins og svaraði um hæl: „Ástæðurnar eru margar. Þær eru all- ar mikilvægar. Þær snerta kvikuna í Íslendingseðli okkar, þær eru vitnis- burður um það hvaðan við erum komin og hvernig þessari löngu leið í kaup- staðinn hefur verið háttað. Minna á svaðilfarir myrkra alda og hvernig okkur tókst að sækja í kaupstaðinn þrátt fyrir allt. Minna á sigrana sem unnir hafa verið á vegleysum þessarar miklu heiðar sem við köllum sögu Ís- lendinga. Minna á hvað tókst í nafni þessarar tungu, þessarar arfleifðar sem hún hefur varðveitt og það er í þessari arfleifð sem þjóðin eignaðist sitt ræktaða og nærandi stolt.“ Þráður tungumálsins liggur gegn- um kynslóðirnar. Hver kynslóð skilar tungumálinu til þeirrar næstu. Í þeim efnum er ábyrgð foreldra og uppal- enda mikil. Nái barn ekki eðlilegum tökum á málinu getur það háð því um aldur og ævi. Skólakerfið gegnir vita- skuld gríðarlega mikilvægu hlutverki. Vald á tungumálinu er grundvallarat- riði fyrir alla einstaklinga, sama við hvað þeir fást. Ítrekað hefur verið vís- að til þess að samkvæmt PISA-könn- uninni þar sem borið er saman 41 land er gríðarlegur munur á læsi stúlkna annars vegar og pilta hins vegar. Pilt- arnir standa sýnu verr að vígi og getur þessi munur á kynjunum ekki talist eðlilegur. Íslenskukennsla fer ekki að- eins fram í íslenskutímum, hún fer fram í öllum fögum og greinum. Eins og Ari Páll Kristinsson, forstöðumað- ur Íslenskrar málstöðvar, segir í við- tali í Lesbókinni á laugardag verður íslenskukennsla aldrei nægilega mikil og leggur hann áherslu á að allir kenn- arar séu íslenskukennarar: „Þá á ég við að það sé notuð góð íslenska í kennslubókunum, að kennarar í öllum greinum noti góða íslensku í kennslu sinni og að það séu notuð íslensk hug- tök í öllum greinum.“ Íslenskukennslan er ekki aðeins mikilvæg íslenskunnar vegna heldur er hún einnig forsenda annars náms. Á ráðstefnunni í gær benti Júlíus K. Björnsson sálfræðingur á að gott læsi væri meira að segja lykillinn að góðri stærðfræðikunnáttu og það gæti reynst árangursríkast að láta börn lesa meira ef bæta ætti stærðfræði- kunnáttu þeirra. Í vor verður á Alþingi fjallað um frumvarp um Stofnun íslenskra fræða – Árnastofnun, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa í september, verði frum- varpið að lögum. Þar verða sameinað- ar fimm stofnanir innan Háskóla Ís- lands. Þær eru Stofnun Árna Magn- ússonar á Íslandi, Stofnun Sigurðar Nordal, Örnefnastofnun Íslands, Ís- lensk málstöð og Orðabók Háskólans. Markmiðið með þessu er að efla rann- sóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráð- gjöf til styrktar og eflingar íslenskri menningu. Mikið starf hefur verið unnið í þágu íslenskrar tungu og verð- ur áfram að leggja kapp á málrækt þannig að hér verði talað þróttmikið og lifandi mál. Allar forsendur eru fyr- ir því að það takist. Til er góður og að- gengilegur fræðilegur grunnur að málinu og útgáfa orðabóka er öflug. Rannsóknarefnin eru hins vegar hvergi nærri upp urin og nauðsyn þess að greina og koma auga á brestina í tæka tíð verður alltaf brýn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.