Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 27

Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 27
benti hún manni á það á þann hátt að enginn leið var að taka það nærri sér. Oft þegar maður kíkti inn á skrifstofu til hennar, sat einhver úr fyrirtækinu þar og var að leita ráða eða bara að fá vinalegt spjall, því það var hún fús að veita öllum. Hún var ekki að fárast yfir hlutunum og hélt sínu striki til síðasta dags. Elsku Sigrún mín, ég kveð þig með söknuði í hjarta, og með þökk fyrir allt og allt. Ég hef aldrei kynnst annarri eins baráttukonu og þér, enda varst þú búin að berjast við þinn sjúkdóm í 20 ár, það eru for- réttindi að hafa fengið að kynnast þér og í mínum huga ert þú algjör hetja. Að lokum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur til Boga, Magnúsar, Stellu og annarra að- standenda. Megi guð og góðar minn- ingar styrkja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. María Hafsteinsdóttir (Mæja). Föstudaginn 13. janúar barst okk- ur starfsfólki Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins sú sorgarfregn að hún Sigrún okkar Pétursdóttir Eyfeld hefði kvatt þennan heim. Sig- rún var með lengstan starfsaldur starfsmanna eða um 40 ár. Hún hóf störf hjá Rb strax að námi loknu og starfaði óslitið hjá stofnuninni og óx með hverju verkefni og nýrri tölvu- tækni sem hún tileinkaði sér af mikl- um áhuga og ósérhlífni. Í fjölda ára hefur hún verið aðalritari stofnunar- innar auk fjölda annarra starfa sem hún innti af hendi af sinni alkunnu hógværð og lítillæti. Skýrslurnar, ritin og tækniblöðin sem farið hafa um hendur Sigrúnar og hún mótað til útgáfu eru fleiri en talin verða og ávallt tók hún öllum breytingum og ábendingum skýrsluhöfunda með brosi og velvilja. Sigrún var einstaklega vel liðin af öllu sínu samstarfsfólki og segja má að hún hafi aldrei hallmælt nokkrum manni þótt oft væri ástæða til á löngum ferli. Hún var einnig oft potturinn og pannan í félagslífi starfsmanna enda glaðlynd og fé- lagslynd með afbrigðum. Á fyrri árum var Sigrún afbragðs- góður borðtennisleikari og liðtækur bridsspilari alla tíð, en síðari ár hafði Sigrún mikinn áhuga á að skoða landið og fór víða ásamt Boga í göngu- og jeppaferðum. Hún átti hin síðari ár við erfið veikindi að stríða, sem þó komu ekki í veg fyrir að hún sinnti störfum sín- um með mikilli prýði allt fram á ný- byrjað ár. Við samstarfsfólk Sigrúnar vitum að hún átti mikinn þátt í því að skapa góðan starfsanda á stofnuninni með sinni góðu nærveru og hjálpfýsi og skarðið sem hún skilur eftir sig verð- ur vandfyllt. Við munum sakna Sigrúnar sárt og sendum fjölskyldu hennar þeim Boga, Magnúsi og Stellu hugheilar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk á Rb. Þegar ég hóf störf á Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins fyrir rúmum aldarfjórðungi tók Haraldur forstjóri á móti mér og sýndi mér vinnustaðinn. Einn þeirra starfs- manna sem ég hitti þá var ung, lag- leg kona sem heilsaði mér með handabandi og kynnti sig, háttvís og örugg í framgöngu. Þetta var Sigrún P. Eyfeld, ritari á skrifstofunni, og innan tíðar lágu leiðir okkar saman við frágang verkefna. Við fyrstu samskipti fann ég að hún var ákveð- in og gat verið föst fyrir en jafnframt skynjaði ég að þar fór vönduð og heilsteypt manneskja. Brátt skapað- ist með okkur gagnkvæmt traust og vinsemd sem er alltaf dýrmætt í samstarfi og gefur mikið þótt sam- skiptin séu nánast öll bundin vinnu- staðnum. Það var mikið áfall þegar Sigrún greindist með þann sjúkdóm sem verður svo mörgum örlagaríkur. Því hlutskipti mætti hún af þeim hetju- skap sem athygli vakti langt út fyrir þann stóra hóp sem þekkti hana per- sónulega.Við þessar aðstæður hefði margur látið undan síga í starfi á vinnustað og annarri önn dagsins. En það gilti ekki um Sigrúnu. Þvert á móti tók hún á sig aukna ábyrgð sem ritari forstjóra og var þá margs að gæta. Sómi var að henni sem full- trúa stofnunarinnar, t.d. þegar gesti bar að garði, innlenda eða erlenda. Þar kom til allt í senn: aðlaðandi framkoma, háttvísi og góð dóm- greind. Þetta hafði ekki aðeins þýð- ingu fyrir stofnunina sjálfa, heldur líka okkur öll sem þar unnum. Ýms- ar aðstæður leiddu svo til þess að starf hennar varð mun fjölþættara er frá leið; það byggðist m.a. á reynslu hennar, dugnaði og lagni við að leysa margan vanda. Eflaust hafa ósérhlífni Sigrúnar og röskleiki valdið nokkru um að á hana lögðust fleiri og þyngri byrðar en stundum var æskilegt, og þar hafa flest okkar trúlega átt einhvern hlut að máli. Árin liðu og starfi mínu lauk á Rb en síðan hefur leið mín oft legið þangað, bæði vegna verkefna sem tengjast stofnuninni og eins til að spjalla við vini og kunningja. Slíkum heimsóknum gat fylgt kvíðakennd eftirvænting ef nokkuð var um liðið og ég hafði ekkert frétt af Sigrúnu. Stundum var hún fjarri og tíðindi misjöfn, en oftar en ekki hitti ég hana fyrir, brosandi og glaðbeitta. Það var vissulega léttir. Þó hlaut alla að gruna hvert stefndi og stundum læddust að mér hendingar úr ljóði Stephans G. Stephanssonar þar sem hann yrkir um grenitréð, sterka og beinvaxna: Bognar aldrei – brotnar í bylnum stóra seinast. Og það fór svo. En nú hefur bylinn lægt og það er bjart yfir minning- unni um konu sem gaf okkur for- dæmi um einstakt baráttuþrek og jákvætt lífsviðhorf. Ég þakka Sigrúnu vinkonu minni langa samfylgd sem aldrei bar skugga á og kveð hana með hlýjum huga og einlægri virðingu. Fjöl- skyldu hennar, og þeim fjölmörgu öðrum sem hana syrgja, votta ég dýpstu samúð. Völundur Jónsson. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 27 MINNINGAR ✝ Áslaug Þor-finnsdóttir (Stella) fæddist í Reykjavík 2. maí 1927. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 14. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorfinn- ur Júlíusson, f. 27. mars 1884, d. 5. ágúst 1931, og Hólmfríður Jóns- dóttir, f. 19. janúar 1891, d. 9. júní 1964. Systkini Áslaugar eru Hjalti, lát- inn, Hulda, látin, Hólmfríður, lát- in, Lilja (eldri), látin, Sólveig, lát- in, Júlíana, Lilja (yngri), látin, Jóna Ólafía, látin. Þorfinnur átti tvær dætur fyrir, Úlfhildi, látin, Sólveigu, látin. Hólmfríður átti einn son fyrir, Hilmar Hafstein Grímsson, látinn. Áslaug var gift Kristjáni Hólm Skaptasyni, f. 26. nóv. 1911, d. 16. jan. 1978. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Hólmfríður, f. 1944, maki Magnús Ó. Kristjánsson, f. 1946, börn þeirra eru Margrét og Davíð. 2) Lilja Kolbrún, f. 1948, maki Hafliði Árna- son, f. 1950, synir þeirra eru Kristján og Gunnar. 3) Þor- finnur, f. 1950, dæt- ur hans eru Áslaug og Hugrún Dögg. 4) Sigríður Margrét, f. 1955, sambýlismað- ur Páll Helgason, f. 1953, dóttir hennar er Þórunn Hildur. 5) Þórunn Jóna, f. 1957, maki Valdi- mar Guðmundsson, f. 1955, börn þeirra eru Sævar Hólm, Halldóra Helga og Ingvar Páll. 6) Kristín, f. 1960, maki Hjalti Bjarnason, f. 1958, synir þeirra eru Elías Fannar, Birgir Snær og Eiður Logi. 7) Bryndís, f. 1964, sambýlismaður Erling Viðar Guðlaugsson, f. 1960, dóttir hennar er Hrund. Synir Erlings Viðars eru Árni Már, Egill og Gauti. Áslaug var lengst af heimavinn- andi húsmóðir, en vann einnig við fiskvinnslu og framreiðslustörf. Útför Áslaugar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma mín er dáin, loksins fékk hún hvíldina miklu sem hún hafði beðið svo lengi eftir. Við amma vorum miklar vinkonur enda tók hún stóran þátt í uppeldi mínu. Fyrstu tvö ár ævi minnar bjuggum við mamma í kofanum hjá ömmu og afa og amma talaði oft um mig sem yngsta barnið sitt. Það var okkur ömmu báðum erfitt þegar við mamma fluttum burt. Ég held við höfum báðar verið hálfvæng- brotnar á eftir. Ég sat við eldhús- gluggann á nýja heimilinu mínu og starði á húsið hinum megin við ána og beið þess að Stella amma kæmi út. Þegar við mamma fluttum aftur til landsins var amma orðin ein eftir í kofanum. Ég gisti oft hjá henni og sunnu- dagsmatur hjá ömmu var fastur liður í mörg ár. Hún var alltaf jafn blíð og góð og þegar ég gisti hjá henni hélt hún í höndina á mér alveg þangað til ég sofnaði. Ég mátti líka allt hjá ömmu, ég gramsaði í öllu dótinu hennar, klæddi mig upp í fötunum hennar og söng með Villa Vill og Hauki Mortens. Amma var líka ekk- ert að klaga í mömmu þó ég gerði eitthvað af mér. Amma mín var einstök kona, ekki alltaf sú auðveldasta í umgengni, en alltaf jafnumhyggjusöm og elskuleg við litlu stelpuna sína. Okkur þótti svo ósköp vænt hvorri um aðra. Hennar verður sárt saknað. Hildur. Elsku amma mín. Loksins fékkstu hvíldina þína. Ég man þegar ég var yngri og kom til þín á Sogaveginn og þú gafst mér rauða kexið og kók. Svo fór ég inn í stofu og fór að lita í litabókum og fékk suðusúkkulaði meðan mamma og þú spjölluðuð saman inni í eldhúsi. Eftir að þú fluttir inn á Hrafnistu kom ég oft í heimsókn og þú spurðir mig um heima og geima. Síðastliðið ár ertu búin að vera mjög veik en varst samt öll að koma til. Ég sakna þín rosalega mikið. Í gleði minni gef ég allt ég, græt, ég syng, ég hlæ. Ég þigg svo aftur þúsundfalt þann þrótt sem af því fæ. (V. S. V. S.) Þín Hrund. Ó, minning, minning. Líkt og ómur fjarlægra söngva, líkt og ilmur deyjandi blóma berast orð þín að hlustandi eyrum mínum. Eins og lifandi verur birtast litir og hljómar hinna liðnu daga, sem hverfur sinn dularfulla veg út í dimmbláan fjarskann og komu aldrei aftur. (Steinn Steinarr.) Ein af annarri týna þær tölunni, konurnar í íslensku samfélagi, sem ungir ráðamenn nútímans þykjast bera sem mest fyrir brjósti. Konur sem ólust upp á mestu krepputímum síðustu aldar, þegar aðeins þær út- völdu áttu kost á nokkurri menntun, utan barnaskóla. Strituðu við að koma skjóli yfir fjölskyldu sína. Fórnuðu starfsframa fyrir uppeldi og umönnun barna sinna, töldu það ekki fórn, heldur sjálfsagt. Þetta var á tímum, þegar engar getnaðarvarnir voru til og aðeins var kominn vísir að barnaleikvöllum, í einstaka hverfi. Leikskólar nútímans í órafjarlægð. Eina slíka hversdagshetju kveðj- um við hér í dag og ég reikna ekki með að það hrikti neitt í stoðum þjóð- félagsins. Það verður ekki lokað á æðstu stöðum. Áslaug eða Stella, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Reykjavík 2. maí 1927, hún var næstyngst níu systkina. Hún missti föður sinn að- eins fjögurra ára gömul. Það voru ekki margar leiðir færar fyrir ekkjur með fullt hús af börnum. Áður en nokkrar almannatryggingar voru komnar. Innan við fermingu þótti sjálfsagt að byrja að vinna, ef vinnu var að fá. Orðið barnaþrælkun var ekki til í íslensku máli. En svo kom „blessað stríðið“, sem öllu breytti. Næg vinna og lystisemd- ir sem áður voru óþekktar. Hernám með ótal gylliboðum. Æska þeirra tíma þurfti sterk bein til að standast allar þær freistingar. Um haustið 1948, kynntist ég Stellu fyrst. Þá flutti ég inn á Soga- veg í hálfbyggt lítið hús, við hliðina á örlitlum íbúðarskúr, sem Stella bjó í ásamt tveim kornungum börnum sínum, manni og stjúpsyni. Hún var fyrsti gestur í þessu nýja hverfi til að bjóða mig velkomna. Síðan höfum við verið vinkonur og er það hennar tryggð að þakka, því ég flutti burt fyrir 27 árum. Um vorið byrjuðu þau hjón Krist- ján Skaftason og hún að byggja hús á lóðinni, skúrinn færður ofar á lóðina og áfram búið þar, þar til flutt var inn. Allt unnið af einum manni í aukavinnu utan langs vinnudags. Á tímum sem ekkert fékkst til hús- bygginga nema gegnum kunnings- skap og klíku og allar lánastofnanir harðlokaðar fyrir alþýðufólki. Ekki er furða þó henni fyndist hún drottning í ríki sínu, þegar hún flutti í sína eigin höll, sem verið hefur fjöl- skyldunni skjól í 55 ár. Og árin liðu og börnin fæddust eitt af öðru, alls urðu þau sjö auk stjúp- sonar og seinna þegar barnabörnin komu nutu þau umönnunar hennar til að létta foreldrunum nám og störf. Auk þess vann hún um árabil við framreiðslustörf, aðallega á kvöldin og um helgar. Strax við okkar fyrstu kynni fann ég að þessi kona gekk ekki heil til skógar, alls konar kvillar hrjáðu hana, sem hún átti erfitt að fá lækn- ingu við, eitt tók við af öðru. Oft leið henni mjög illa, þó sinnti hún hús- móður- og móðurskyldum betur en margur annar, hún umvafði börnin sín og gaf þeim allan tíma sinn. Hún var gestrisin og veitul, þrifin og húsleg eins og sagt var. Eins og fleiri frumbyggjar Bústaðasóknar var hún einn af stofnendum kven- félags sóknarinnar og starfaði þar eins og kraftar og geta þoldu. Það voru erfiðar stundir þegar Kristján dó eftir þung veikindi. En nokkrum árum seinna kynntist hún góðum manni Ingvari Gunnarssyni frá Eskifirði, og áttu þau nokkur góð ár saman, en einnig hann missti hún. Og heilsunni hrakaði. Það var henni þungbært en óumflýjanlegt, þegar hún þurfti að yfirgefa heimili sitt og fara til vistunar á dvalarheim- ili. Um leið og ég þakka Stellu öll árin, sem við höfum þekkst, allar stundir í sorg og gleði, því vissulega var stundum gleði. Sendi ég börnum hennar og tengdabörnum og öllum afkomendum hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Rósa Sveinbjarnardóttir. Elskuleg nágrannakona mín, Ás- laug Þorfinnsdóttir, Stella, er fallin frá. Hún Stella var ein af frumbýling- unum í Sogamýrinni. Hún og Krist- ján, maður hennar byggðu sér hús þar skömmu eftir stríð. Nokkrum áratugum síðar fluttumst við hjónin í húsið gegnt henni Stellu. Þótt með okkur væri nokkur aldursmunur, hún var á sama aldri og móðir mín, tók hún Stella mér afar vel allt frá fyrstu. Hún átti það til að kalla í mig í kaffi þegar hún sá mig koma heim úr vinnu eða úti í garði. Þá spjallaði Stella um alla heima og geima, sagði frá börnunum sínum sjö, sem hún var svo stolt af, tengdabörnum og barnabörnum, sýndi mér myndir og talaði um það hvernig hlutirnir höfðu gengið fyrir sig í gamla daga. Hún hafði líka áhuga á mínum börnum, gætti þeirra stundum og fylgdist með þeim alla tíð. Stella var fædd og alin upp í kreppunni og bjó aldrei við neinar allsnægtir. Hún var þó sátt við sitt og kunni að gleðjast yfir litlu. Hún undi sér vel í litla húsinu sínu á Sogaveginum eftir að hún varð ekkja og börnin löngu flutt að heiman. Í húsinu hafði hún átt sín bestu ár, alið upp börnin sín og komið þeim á legg. Nú síðustu árin hefur Stella verið á Hrafnistu. Húsið stendur autt og búið að fella trén stóru sem um- kringdu það. Það verður tómlegra á Sogaveginum án Stellu minnar. Kærar þakkir fyrir samfylgdina og vináttuna. Börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendi ég samúðar- kveðjur. Lára V. Júlíusdóttir. ÁSLAUG ÞORFINNSDÓTTIR Loftskeytamenn kallast hópur sem myndaðist í Loft- skeytastöðinni gömlu fyrir um áratug. Í honum voru Kjartan og þeir sem þetta skrifa. Sameinuðumst við í því að njóta gæðakaffis og að ræða um menn og málefni. Þegar við fluttum úr Loft- KJARTAN G. MAGNÚSSON ✝ Kjartan Guð-mundur Magn- ússon fæddist í Cambridge, Eng- landi, 20. mars 1952. Hann lést á heimili sínu 13. janúar síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni 20. janúar. skeytastöðinni tókum við upp á því að funda af og til yfir öðrum gæðaveigum okkur til andlegar hressingar. Það eru margar fuglasögur af Kjartani og hér er ein sem snýr að okkur Loftskeyta- mönnum. Eitt sinn ætluðum við að halda aðalfund, en þegar dagurinn rann upp kom Kjartan að máli við einn okkar alvar- legur í bragði og sagð- ist því miður ekki komast á fundinn. Nokkuð mikilvægt hefði komið upp á sem hann gæti ekki vikist undan. Varð svo undirfurðulegur á svip og sagðist þurfa „að skoða fugl“. Í ein- tölu. Og þannig atvikaðist það að á meðan Lofskeytamenn funduðu eitt föstudagskvöld niðrí bæ, þá keyrði Kjartan í einni lotu austur á land, leit storkinn standa þar í allri sinni ein- semd, og hélt svo án frekari tafar til Reykjavíkur. Þessi litla saga sýnir vel hversu litríkur maður bjó að baki skynsemdaryfirbragði stærðfræð- ingsins. Kjartan studdi ávallt mjög þétt við bakið á stærðfræðirannsóknum okk- ar hinna á Reiknifræðistofu, og er ekki ólíklegt að hann hafi átt tölu- verðan þátt í að tveir okkar hlutu viðurkenningar á tímabilinu. Aldrei nýtti hann hins vegar stöðu sína í þágu vinatengsla og stóð fastur fyrir hagsmunum heildarinnar. Það sem einkenndi hann í sam- skiptum var kannski hvað mest ein- lægni. Eftir að veikindi hans byrjuðu kom síðan fram hreint ótrúlegur persónustyrkur. Yfirlætislaus þraut- seigja í þessu stríði verður okkur öll- um ávallt sönn hvatning. Hermann, Magnús og Örn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.