Morgunblaðið - 23.01.2006, Page 34
34 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
the
fog
Epískt meistarverk frá Ang Lee
Fór beint á toppinn í bandaríkjunum!
Þegar þokan skellur á…er enginn óhultur!
mögnuð
hrollvekja
sem fær
hárin til
að rísa!
THE FOG kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN Í LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45
MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5 og 10
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4, og 6
HOSTEL kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
LITTLE TRIP TO HEAVEN kl. 6, og 8 B.I. 14 ÁRA
DRAUMALANDIÐ kl. 4
THE FOG kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
HOSTEL kl. 10 B.I. 16 ÁRA
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 6 og 8
JUST FRIENDS kl. 6
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM****
StórkoStleg Saga um
áStir og átök byggð
á hinni ógleymanlegu
metSölubók eftir
arthur golden
2golden globe tilnefningarbeSta leikkona Í aðalhlutVerki: Ziyi ZhangbeSta kVikmyndatónliSt: John WilliamS
frá óSkarSVerðlauna-
leikStJóra "ChiCago"
beSta kVikmynda-
tónliSt, John
WilliamS
GolDEN GlobE vERðlaUN
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
N ý t t í b í ó
eeee
MMJ Kvikmyndir.com
„... ástarsaga eins og
þær gerast bestar -
hreinskilin, margbrotin
og tilfinningarík...“
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
„…langbesta mynd Ang Lee til þessa
og sennilega besta mynd sem gerð var
á síðasta ári.“
eeeee
S.K. - DV
„Mannbætandi Gullmoli“
„…Mynd sem þú verður að sjá [...]
Magnþrungið listaverk sem mun fylgja
áhorfandanum um ókomin ár“
eeeee
S.V. MBL
4Golden Globe verðlaunm.a. besta mynd, besti leikstjóri
og besta handrit
MARGIR fylltust eftirvæntingu er
það fréttist að Roman Polanski væri
að hefjast handa við gerð nýrrar
kvikmyndar, byggðri á Dickens-
klassíkinni Oliver Twist. Hann hafði
þá nýlokið við The Pianist, sitt lang-
besta verk í áraraðir, og þján-
ingasagan af veraldarvolki Olivers
virtist henta leikstjóranum vel.
Minnir í raun meira en lítið á sama
tímabil í ævi leikstjórans, og hann
lýsir eftirminnilega í ævisögunni,
Roman by Polanski. Á bernskuár-
um leikstjórans geisaði síðari
heimsstyrjöldin, og Polanski, sem
er af gyðingaættum, þvældist einn
og vegalaus um afkima og útnára
Póllands og Mið-Evrópu. Nasistar
bundu enda á líf móður hans í
Auschwitz, en sjálfur slapp hann
undan böðlunum við illan leik og
með góðra manna hjálp. Í stríðslok
var Polanski aðeins 11 ára.
Fáar, ef nokkrar bækur, hafa ver-
ið kvikmyndaðar jafn oft og Oliver
Twist, bíó- og sjónvarpsútgáfurnar
eru komnar vel á þriðja tuginn.
Myndin hans Polanskis er klippt og
skorin og hefst þegar Oliver er
fluttur af munaðarleysingjahælinu
fyrir agabrotið fræga, að biðja um
meiri graut í askinn sinn. Þaðan
liggur leiðin til líkkistusmiðsins, þar
sem hann býr við harðræði og jafn-
vel verri kost en áður. Oliver grípur
því fyrsta tækifærið og flýr úr vist-
inni og heldur til Lundúna sem er
langt handan við sjóndeildarhring-
inn í augum 9 ára snáða.
Er til Lundúna kemur er Oliver
illa á sig kominn á allan hátt, lang-
soltinn, skítugur, fötin hans í hengl-
um og skógarmarnir löngu gat-
slitnir eftir gönguna. Umkomuleysi
hans er algjört þegar hann kynnist
The Artful Dodger (Eden), götu-
strák og vasaþjófi, lítið eitt eldri en
Oliver og einn af mörgum drengjum
í þjófagengi Fagins (Kingsley).
Fagin er slóttugur refur sem kennir
krökkunum öll þau bellibrögð sem
duga til að ræna saklausa vegfar-
endur. Fátækrahverfi Lundúna eru
á þessum tíma sannkölluð svínastía
þar sem fólk neytir allra bragða til
að þrauka af.
Oliver hefur ýmislegt fram yfir
aðra í þjófahópnum, hann er heið-
arlegur, fallegur strákur með gott
hjartalag og stefnir ómeðvitað
hærra. Hann samrýmist ekki þjófa-
genginu þótt hann sjái í Fagin e.k.
föðurímynd sem hann hefur ekki
upplifað fyrr. Hann er lélegt þjófs-
efni og kemst því fljótlega undir
manna hendur, sem verður til þess
að Oliver er tekinn inn á heimili hjá
góðu fólki, þar sem hann er með-
höndlaður sem einn af fjölskyld-
unni. Þorpararnir ná drengnum aft-
ur og öll sund virðast lokuð en
Oliver á einn vin í raun í mannsorp-
inu.
Sagan er talsvert breytt og stytt,
eins og gengur. Polanski hefur ein-
faldað hana, dregið úr ævintýra-
bjarmanum og fækkað persónum.
Sá Oliver sem við áhorfendum blas-
ir er þokkalega túlkaður af nýlið-
anum Clark, hann hefur drengileg-
an svip og sker sig úr hyskinu. Lögð
er rík áhersla á að koma til skila því
óbrúanlega bili sem ríkti á milli fá-
tækra og ríkra á hörmungartímum
fyrri hluta 19. aldar. Sögurnar hans
Dickens eru hvassar ádeilur á þjóð-
félag sem stýrt var samkvæmt regl-
unni að fátæklingar væru óalandi
undirmálsfólk sem aldrei yrði að
mönnum. Fátækt þess stafaði fyrst
og fremst af ættleysi og með-
fæddum aumingjaskap, andlegum
sem líkamlegum.
Útlit Olivers Twist er fullkomlega
sannfærandi, ómennin, örlagavaldar
Olivers, eru hver öðrum ótótlegri og
spretta fullsköpuð af síðum bók-
arinnar; Herra Bumble, Frú Sower-
berry, Bill Sykes, Fagin. Eden er
sýnu bestur leikaranna, Foreman
(Layer Cake) gerir ómenninu Sykes
fín skil en það má setja spurning-
armerki við túlkun stórleikarans
Kingsleys (einu stjörnunnar í mynd-
inni), sem Fagin. Hann gerir sjálf-
sagt það sem fyrir hann er lagt með
miklum tilþrifum, e.t.v. of miklum.
Persónan er fast grópuð í vitund
lesenda bókarinnar, Fagin var
fyrsti gyðingurinn sem mörg barns-
sálin kynntist og hún málaði kyn-
stofninn vægast sagt ófögrum litum
sem sátu lengi í undirmeðvitund-
inni. Gyðingurinn Polanski sleppir
að geta þjóðflokksins og er það vel.
Þrátt fyrir óaðfinnanlegt útlit og
sannfærandi lýsingu á himinhróp-
andi óréttlætinu sem ríkti í þjóð-
félaginu í faglega gerðri mynd, er
hún samt sem áður undarlega blóð-
lítil. Hún hvetur þó vonandi ungt
fólk til að lesa bókina, en slíkar at-
hafnir eru reyndar lítið inni í dag.
Oliver eftir Polanski er ekki það
stórvirki sem maður vonaði en engu
að síður á margan hátt áhugaverð
og vönduð. Reyndar geldur hún
samanburðarins í hugum þeirra
sem séð hafa snilldar kvikmynda-
gerð Davids Lean frá 1949.
Óliver eftir
Polanski
„Þrátt fyrir óaðfinnanlegt útlit og sannfærandi lýsingu á himinhrópandi óréttlætinu sem ríkti í þjóðfélaginu í fag-
lega gerðri mynd er hún samt sem áður undarlega blóðlítil,“ segir Sæbjörn m.a. í dómnum.
KVIKMYNDIR
Sambíóin og Háskólabíó
Leikstjóri: Roman Polanski. Aðalleikarar:
Barney Clark, Ben Kingsley, Harry Eden,
Jamie Foreman, Edward Hardwicke. 130
mín. Bretland/Tékkland/Frakkland/
Ítalía 2005.
Oliver Twist Sæbjörn Valdimarsson
STEFÁN Karl Stefánsson leikari
sem margir þekkja í hlutverki
Glanna glæps í Latabæ heimsótti,
í seinustu viku, nemendur í
fimmta bekk í barnaskóla Bunce-
ton í Missouri í Bandaríkjunum.
Þar sagði Stefán börnunum með-
al annars frá reynslu sinni af ein-
elti. Auk þess sem hann fræddi
þau um hugsjónina að baki Regn-
bogabörnum. Greint er frá þessu
í The Boonville Daily News sl.
föstudag.Hér er Stefán með nokkrum bandarískum börnum í Bunceton að loknum fyrirlestri.
Fræðir
bandarísk
börn um
einelti