Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frönsk Kvikmyndahátíð pride & prejudice kl. 5:30 - 8:05 og 10:40 Oliver twist kl. 5:30 - 8 og 10:30 Rumor has It kl. 8:15 og 10:15 the chronicles of Narnia kl. 5:30 KING KONG kl. 9 b.i. 12 ára harry potter og Eldbikarinn kl. 6 b.i. 10 ára ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** Frá Óskarsverðlaunaleikstjóra „AMERICAN BEAUTY“ Mögnuð stríðsmynd með Jake Gyllenhaal og Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. eee H.J. MBL DÖJ, Kvikmyndir.com „Sam Mendez hefur sannað sig áður og skilar hér stórgóðri mynd.“ „...mjög vönduð og metnaðarfull mynd...“ e e e e VJV, Topp5.is Byggð á sönnum orðrómi... frá framleiðendum „Bridget Jones diary“ Byggð á sígildri skáldsögu Jane Austin sem hefur komið út í íslenskri þýðingu. S.V. / MBL *** babúska - Le poupées Russes b.i. 12 ára kl. 5.30 Síðan Otar Fór - depois qu´Otar est parti kl. 8 Villigöltur - Les Égarés kl. 10 FRÖNSK KVIKmYNdAhÁtíð babúska Síðan Otar fór Villigöltur Byggð á sönnum atburðum... svona nokkurn vegin. eeeM.M.J. kvikmyndir.com STÓRSKRÝTIN mynd, það er ekki ljóst hverjum Cause toujours!, er ætluð. Jacinthe (Abril) og Judith (Perron) eru miðaldra húsmæður sem hafa lítið fyrir stafni annað en að slást við skorkvikindi, sjúga ryk úr teppum, hnýsast í einkamál Léu (Testud) vinkonu þeirra, liggja í sím- anum og þvarga við kallana sína. Síðan fer allt á annan endann þegar Léa laðast að Emmanuel (Debuisne), leyndardómsfullum, heyrnarlausum náunga, sem fyllir upp í hillur í stórverslun. Léa vill vita meira um manninn, eltir hann út í sveit, við heyrum að keðjusög er gangsett og síðan víkur myndinni aftur til Parísar Vinkonurnar fyllast óttablandinni forvitni þegar ekkert spyrst til Léu og leggja upp í rannsóknarleið- angur. Þegar þær eru horfnar, ókyrrast karlarnir og halda á eftir þeim. Svar fransmanna við Desperate Housewifes, með keðjusagarívafi og píanóleik? Öllu frekar mislukkaður grautur. Abril og Testud eru yf- irleitt ágætar leikkonur en hafa ekki erindi sem erfiði. Cause toujours!, nær illa til áhorfandans, persón- urnar fjarlægar og óhemju lítið áhugavekjandi og efnið víðs fjarri því að virka yfir höfuð. Hinn dul- arfulli Emmanuel (leikinn af franskri vasabrotsútgáfu af Nick Nolte), sem allt snýst um, er ósann- færandi og fáránlegur kjarni mynd- arinnar. Því fer sem fer. Aðþrengdar eiginkonur KVIKMYNDIR Háskólabíó – Frönsk kvikmyndahátíð Leikstóri: Jeanne Labrune. Leikarar: Vict- oria Abril, Jean-Pierre Darroussin, Sylvie Testud, Richard Debuisne. 87 mín. Frakkland 2004 Talað fyrir daufum eyrum (Cause tou- jours!)  „Öllu frekar mislukkaður grautur,“ segir í dómnum um þessa mynd.Sæbjörn Valdimarsson Á LAUGARDAGINN voru haldnir risatónleikar á Nasa. Tilgangur tónleikanna var að safna fé fyrir Maritafræðsluna en það er fræðsla um skaðsemi fíkniefna og er sam- starfsverkefni Samhjálpar, Lög- reglunnar í Reykjavík og Reykja- víkurborgar. Fræðslan hefur verið starfrækt í átta ár og er fyrir nemendur 8. til 10. bekkjar í grunnskóla og for- eldra þeirra. Til þess að halda starfinu lifandi var ákveðið að halda fjáröfl- unartónleika sem heppnuðust ein- staklega vel og voru vel sóttir af unglingum þessa lands sem öðrum. Þeir listamenn sem komu fram og lögðu þessu mikilvæga starfi lið voru: Ego, Jakobínarína, Dóri dna og Silvía Nótt. Kynnir á tónleik- unum var hinn sífyndni Jón Gnarr og kitlaði hann margar hlátur- taugarnar. Tónleikar | Ego og Jakobínarína hristu upp í gestum á Nasa Tónleikar til styrktar fíkniefnafræðslu Bubbi, með hljómsveit sinni Egó, og Silvía Nótt voru meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum. Þessar fínu stöllur voru mættar á Nasa. Frá vinstri eru það Margrét Guðmundsdóttir, Thelma Ingólfsdóttir, Þuríður Davíðsdóttir, Inga Ragna og Fjóla Dís. Morgunblaðið/Sverrir Jakobínarína skemmti fólki á tónleikum Maritafræðslunnar á Nasa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.