Morgunblaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. JANÚAR 2006 37
frá framleiðendum
„Bridget Jones
diary“
Byggð á sígildri skáldsögu Jane Austin
sem hefur komið út í íslenskri þýðingu.
2tilnefningAr til golden gloBeBesta myndin.fyrir besta leik: Keira Knightley
UpplifðU stórfenglegasta ævintýri allra tíma.
kvikmyndir.is
***
m.m.j / KVIKMYNDIR.COM
****
S.V / MBL
SAmbíó ÁLFAbAKKA SAmbíó KRINGLUNNI SAmbíó AKUREYRI SAmbíó KEFLAVíK
RUmOR hAS It
kl. 8 - 10
bORthERS GRImm b.i. 12
kl. 8 - 10:20
dOmINO
kl. 8 - 10:15 b.i. 16
JARhEAd
kl. 8 - 10:15 b.i. 16
pRIdE ANd pREJUdIcE kl. 5:20 - 8 - 10:40
pRIdE ANd pREJUdIcE Lúxus VIp kl. 8 - 10:40
OLIVER tWISt kl. 5 - 8 - 10:40 b.i. 12 ára.
JARhEAd kl. 8 - 10:40 b.i. 16 ára.
RUmOR hAS It kl. 3:50 - 6 - 8:10
dOmINO kl. 10:40 b.i. 16 ára.
chRONIcLES OF NARNIA kl. 5
chRONIcLES OF NARNIA Lúxus VIp kl. 5
KING KONG kl. 6 - 9:30 b.i. 12 ára.
Litli Kjúllin m/ísl. tali kl. 3:50
Byggð á sönnum orðrómi.
OLIVER tWISt kl. 6 - 9 b.i. 12 ára.
chRONIcLES
OF NARNIA kl. 6 - 9
dOmINO kl. 6 b.i. 16 ára.
KING KONG kl. 8:15 b.i. 12 ára.
eeeM.M.J. kvikmyndir.com
SÖGUSVIÐ kvikmyndarinnar
Villigötur er Frakkland árið 1940.
Þjóðverjar hafa gert innrás og
París er við það að falla. Íbúarnir
streyma suður á bóginn, á flótta
undan stríði sem ekki verður flúið.
Þetta verður ljóst í magnþrungnu
atriði þar sem þýskar orustuflug-
vélar gera árásir á varnarlausa
flóttamennina. Meðal þeirra er
Odile (Emmanuelle Béart) en hún
flýr inn í skóginn ásamt tveimur
börnum sínum, þrettán ára syni
og sjö ára dóttur, og tæplega tví-
tugum karlmanni, Yvan (Gaspard
Ulliel), sem reynist vel þegar
kemur að því að lifa af í óbyggð-
um. Af honum stafar þó óljós ógn
og Odile reynist ófær um að
treysta honum fullkomlega, enda
þótt hann reynist á stundum sann-
kallaður bjargvættur. Fjölskyldan
og Yvan finna yfirgefið óðalsbýli
þar sem þau koma sér fyrir í all-
nokkrum vellystingum og að því
er virðist í órafjarlægð frá stríð-
inu. Ránsferðir eru farnar um vín-
kjallarann og Yvan er duglegur
veiðimaður. Þarna dvelst fjöl-
skyldan og Yvan dögum og vikum
saman og myndin lýsir, á afar
nostursamlegan hátt, flóknu sam-
skiptamynstri sem þróast milli
þessara ólíku einstaklinga. Hinn
þrettán ára gamli sonur Odine
tekur Yvan í hálfgerða guðatölu
en það er Yvan sjálfur sem er
helsta ráðgáta myndarinnar.
Hérna er það auga André Téchiné
fyrir smáatriðum sem skiptir
mestu máli. Sagan er að mörgu
leyti einföld en Yvan er langt í frá
einföld persóna. Þegar hann fyrst
brýst inn í húsið fylgjumst við
með honum skera á símalínur áður
en hann hleypir fjölskyldunni inn
og hvílir þetta tiltekna atvik yfir
frásögninni sem á eftir kemur.
Stafar Odine og börnunum hætta
af Yvan? Spurningunni er í raun
ekki svarað fyrr en undir lokin.
Þetta er afskaplega haganlega
unnin kvikmynd, fallega tekin og
afar vel leikin. Hér er um að ræða
mynd sem gengur upp þar sem
svo margir misstíga sig: hið sögu-
lega er sett fram í gegnum hið
persónulega á lifandi og sannfær-
andi hátt.
„Sögusvið kvikmyndarinnar Villigötur er Frakkland árið 1940. Þjóðverjar
hafa gert innrás og París er við það að falla,“ segir um myndina Les égarés.
Fjölskylda
á flótta
KVIKMYNDIR
Háskólabíó – Frönsk kvik-
myndahátíð
Leikstjórn: André Téchiné. Aðalhlutverk:
Emmanuelle Béart, Gaspard Ulliel,
Grégoire Leprince-Ringuet, Clémence
Meyer. Frakkland/Bretland, 95 mínútur.
Villigötur / Les égarés
Heiða Jóhannsdóttir
UM síðustu helgi opnuðu fimm íslenskir myndlistar-
menn sýningu hér í Berlín. Allir eiga þeir það sammerkt
að vera búsettir í Berlín, sumir í námi en aðrir sem
starfandi listamenn. Listamennirnir eru þau Elín Hans-
dóttir, Darri Lorenzen, Guðmundur Thoroddsen,
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Baldur Geir Braga-
son. Sýningin fer fram á Fräulein Smillas, kaffihúsi/
galleríi á Pappelallee í Prenzlauer Berg-hverfinu. Kaffi-
húsið er sambland af mörgu; er gallerí, kaffihús og
verslun, en þar er að finna gamlar bækur, plötur og
ýmsa muni sem eru allir til sölu. Uppákomur eru þar
reglulega, 8 millimetra myndum er varpað á veggina,
upplestrar eru haldnir o.s.frv.
Verk Íslendingana eru af margvíslegum toga; skúlpt-
úrar, málverk, hönnun og límbandsverk.
Á opnun sýningarinnar var auk þess haldin einslags
Íslandskynning. Boðið var upp á íslenskan mat (harð-
fisk, flatkökur með hangikjöti og lakkrís t.d.) og ljóð eft-
ir þrjú íslensk samtímaskáld voru lesin upp en hægt var
að nálgast lauslegar þýðingar á ljóðunum á þar til gerð-
um dreifimiðum. Þá hélt Andrés Ingi Jónsson, einn af
umsjónarmönnum Félags Íslendinga í Berlín (FÍBer)
stutta og grínaktuga tölu um „eðli“ Íslendinga.
Íslenskri dægurtónlist var enn fremur hlaðið inn á
spilastokk (ipod) og kenndi þar margvíslegra grasa en
auk Múm, Sigur Rósar og Bjarkar er þar einnig að
finna íslenskt rapp og minna þekkta, en frambærilega,
jaðartónlist. Þessi tónlist ómar enn í kaffihúsinu fyrir
gesti og gangandi. Þá var stuttmyndin augnablik sem
Karsten Liske gerði í samstarfi við Ernu Ómarsdóttur
sýnd.
Opnunin var gríðarvel sótt, mikið var um Íslendinga
sem búsettir eru í Berlín og einnig var talsvert af for-
vitnum heimamönnum.
Þess má þá geta að Elín Hansdóttir opnaði nokkru
áður aðra sýningu í REC-galleríinu, sem er í Mitte-
hverfinu.
Myndlist | Íslensk menning af margvíslegum toga
Fimm íslenskir mynd-
listarmenn sýna í Berlín
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Guðmundur Thoroddsen og Darri Lorenzen eru tveir af þeim listamönnum sem sýna í Berlín.