Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 17
Laxamýri | Birkitrén sem eru
nyrst í Aðaldalshrauni, vestan
flugvallarins, hafa mjög látið á
sjá og látið undan eyðingaröfl-
unum. Sandrok og þurrkar
hafa oft leikið landið grátt og
oft blæs í gróðurinn.
Svæðið hefur verið friðað
fyrir beit á þriðja áratug en
það hefur ekki nægt til þess að
nýgræðingur nái sér á strik.
Víða má sjá fúna lurka sem
merki um skógarleifar og eldri
menn muna skóginn mun
norðar en nú er. Eins og á
myndinni má sjá er ljóst að
átaks er þörf til þess að bjarga
skóginum og mjög mikla út-
plöntun á harðgeru birki til
þess að það festi rætur til
framtíðar.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Norðanáttin næðir um birkið
Veður
Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs-
dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114.
Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds-
dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi-
@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Sigbjörn Gunnarsson, fyrrverandi þing-
maður Alþýðuflokksins, stefndi á eitt efstu
sætanna í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir
bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Hann
náði ekki takmarki sínu á laugardaginn,
þrátt fyrir að þekkja kjörstaðinn betur en
aðrir menn. Sigbjörn rak nefnilega versl-
unina Sporthúsið á þessum stað í mörg ár.
Fimm sækjast eftir efsta sæti á lista
Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar, þ.á m. tveir bæjar-
fulltrúar, og líta sumir á baráttu þeirra sem
keppni stóru íþróttafélaganna í bænum,
KA og Þórs. Þetta eru Jóhannes Bjarna-
son, sem lengi þjálfaði handboltalið KA, og
Gerður Jónsdóttir, sem er móðir formanns
Þórs.
Eftir að Jakob Björnsson, oddviti fram-
sóknarmanna í bæjarstjórn, ákvað að
hætta var fyrst í stað gert ráð fyrir því að
slagurinn um efsta sætið stæði einungis á
milli Jóhannesar og Gerðar. En sú varð
ekki raunin. Elvar Árni Lund, sveitarstjóri
Öxarfjarðarhrepps gefur kost á sér í 1. sæt-
ið, Jóhannes og Gerður í 1.–2., Erna Þránd-
ardóttir kennari og verkefnisstjóri í 1.–3.
og Sigfús Helgason einnig í 1.–3. sæti.
Hann er varaformaður Íþróttabandalags
Akureyrar, hefur lengi starfað að mál-
efnum hestamanna og er nú orðaður við
embætti formanns í íþróttafélaginu Þór.
Einn þeirra sem vilja komast ofarlega á
lista Framsóknarflokksins að þessu sinni er
Geir Hólmarsson. Nýgræðingur í pólitík,
en hefur samt „setið“ marga bæjarstjórn-
arfundi síðustu misseri; samhliða námi er
Geir myndatökumaður hjá sjónvarpsstöð-
inni Aksjón, sem tekur upp alla fundi bæj-
arstjórnar og sendir út samdægurs, og
hann hefur oft mætt á fundina fyrir Aksjón.
Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi
og leiðtogi L-listans, er gamansamur mað-
ur. Þegar tilkynnt var um þátttöku Lista
fólksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor,
á fundi með blaðamönnum á dögunum, var
Oddur spurður hvort hann væri eins og
gott viskí; yrði sífellt betri með aldrinum.
„Ég veit það ekki, ég hef aldrei geymt viskí
nógu lengi.“
Úr
bæjarlífinu
AKUREYRI
Eftir Skapta Hallgrímsson blaðamann
konar tækjabúnaði, með-
al annars áhöldum og
Einn, einn, tveir-dagur Neyðarlín-unnar var hald-
inn víða um land síðastlið-
inn laugardag. Í
Sandgerði voru til sýnis
ýmis björgunartæki við
Björgunarstöðina. Meðal
annars voru sýndar klipp-
ur og lyftur sem notaðar
eru til að bjarga fólki út
úr bílflökum.
Sýnd voru tæki og bún-
aður Slökkviliðs Sand-
gerðis og Björgunar-
sveitarinnar Sigurvonar.
Lögreglan í Keflavík
sýndi nýja lögreglu-
bifreið sem tekin var í
notkun fyrir helgi og
Slökkvilið Keflavík-
urflugvallar sýndi björg-
unarbifreið með ýmis-
búnaði til notkunar við
mengunarslys.
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Sýndu nýjustu tækin
Bjargey Arnórs-dóttir gaf RagnariBöðvarssyni
brennivínið sitt á þorra-
blóti Iðunnar. Ólafur Run-
ólfsson sat hjá og kvað:
Brennivínið Bjargey gefur
bragða vill það ekki sjálf.
Rennt því niður Ragnar hefur,
rann það líkt og mjólk í kálf.
Þá svaraði Bjargey að
bragði:
Óla skemmtir vísa á vör
virðir leikinn tama,
enga merki afturför
enn er næmið sama.
Lagður var fyrir fyrri-
parturinn:
Nú er gott að narta í svið
nesti feðra vorra.
Helgi Zimsen botnaði
hann:
Aftur á bak og út á hlið
ýmsir héðan rorra.
Af góðu
og vondu
pebl@mbl.is
Norðausturland | Sparisjóður Þórshafnar
hefur keypt húsnæði Landsbanka Íslands á
Kópaskeri og Raufarhöfn. Landsbankinn
mun hætta rekstri afgreiðslna sinna á þess-
um stöðum 9. mars næstkomandi og Spari-
sjóður Þórshafnar mun á sama tíma opna
afgreiðslu á Kópaskeri og verður þá með af-
greiðslu á báðum stöðunum, auk Þórshafn-
ar.
Undanfarin ár hafa Landsbankinn og
Sparisjóðurinn báðir starfrækt afgreiðslu á
Kópaskeri en Landsbankinn eina á Rauf-
arhöfn. Fram kemur í fréttatilkynningu
Landsbanka Íslands og Sparisjóðs Þórs-
hafnar að það er sameiginleg niðurstaða
þeirra að ekki sé grundvöllur fyrir fleiri en
eitt fjármálafyrirtæki í útibúarekstri á
þessu svæði og hefur því ofangreint sam-
komulag náðst. Í samkomulaginu er lögð
áhersla á að þjónusta við viðskiptavini á
þessum stöðum verði með svipuðu sniði og
verið hefur og að opnunartími skerðist ekki.
Núverandi starfsmönnum Landsbankans
á Kópaskeri og Raufarhöfn hafa verið boðin
störf hjá Sparisjóðnum.
Landsbankinn
lokaður á
Raufarhöfn
og Kópaskeri
Borgarfjörður | Hópur fólks sem vill betri
byggð í Borgarfirði hefur tekið sig saman
um að safna undirskriftum á netinu með
það að markmiði að halda lykilembætti lög-
regluumdæmisins í Borgarnesi.
„Rök þeirra sem vilja að lykilembættið
verði í Borgarnesi eru meðal annars sú
augljósa staðreynd að í Borgarnesi er
þungamiðja allrar umferðar sem fer norð-
ur í land, á Vestfirði og Vesturland. Auk
þess er í umdæmi Borgarneslögreglunnar
gífurlegur fjöldi sumarhúsa og fer þeim
fjölgandi með hverju árinu, ásamt því að
íbúafjöldinn eykst að sama skapi um helg-
ar allan ársins hring og hefur gróflega ver-
ið áætlað að íbúafjöldinn geti allt að fimm-
faldast þegar mest er. Með því að flytja
lykilembætti lögregluumdæmisins á Akra-
nes er fótunum kippt undan eðlilegri lög-
gæslu á svæðinu og í framhaldi af þeim
flutningi má fastlega búast við að héraðs-
dómur og sýslumannsembættin fari þá
sömu leið áður en langt um líður. Við þetta
vilja íbúar ekki una og hafa því gripið til
þess ráðs að safna undirskriftum með þeim
hætti er að ofan er lýst.“
Undirskriftalistann má nálgast á vef-
svæðinu http://alvaran.com.
Vilja lykil-
embætti í
Borgarnes
♦♦♦
Grímsey | Konurnar í
Kvenfélaginu Baugi
ákváðu einróma á síð-
asta ári að sæma
Helga Daníelsson,
höfund bókarinnar
um Grímsey og
Grímseyinga, sér-
stökum heiðurs-
krossi. Á krossinn er
letrað: „Gríms-
eyingur nr.1“. Rit-
störf Helga og söfnun
gagna vegna bók-
arinnar eru einstök
heimild um eyjuna og
lífið við nyrsta haf í
fortíð og nútíð. Bókin
er líka full af mynd-
um sem sýna íbúa og
aðstæður í húsakosti.
Helgi kom sem gest-
ur á þorrablót Baugs og þakkaði kvenfélagskonum heiðurinn. Hann sagð-
ist hafa hlotið mörg gullmerkin um ævina en þetta væri honum dýrmætast.
Helgi sagðist vona að hann stæði undir nafni og myndi ávallt vera reiðubú-
inn að gera eyjunni grænu, perlunni á heimskautsbaug, allt til góða. Helgi
kom líkt og vanalega færandi hendi. Færði Félagheimilinu Múla gamlar
ómetanlegar myndir af torfbæ utandyra og innan, myndir af skákfólki,
bæði stúlkum og piltum. Því í Grímsey var rík áhersla lögð á taflmennsku.
Líka myndir af bjargsigi og tólum til þeirrar mikilvægu iðju er færði björg
í bú. Myndirnar tók Eiríkur Þorbergsson árið 1902 fyrir tilstilli dr. Daníels
Willards Fiske. Eyjarbókasafninu gaf Helgi ljósrit af gömlum félagsritum,
Sleipni og Grími unga, sannar gersemar.
Grímseyingur nr. 1
„Grímseyingur“ Konurnar í Grímsey eru hrifnar
af Helga Daníelssyni og sæmdu hann á dögunum
nafnbótinni Grímseyingur nr. 1.
Morgunblaðið/Helga Mattína