Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 36

Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DA VINCI-lykillinn eftir Dan Brown trónir enn of- arlega á bandaríska met- sölulistanum yfir bækur. Á fimmtudag var bókin í 2. sæti listans sem tekin er saman með gögnum frá öll- um helstu bóksölustöðum í Bandaríkjunum og ama- zon.com og tekur til allra seldra bóka, sama hverrar tegundar. Hluti af skýringunni liggur án efa í væntanlegri bíómynd sem gerð hefur verið eftir bókinni, með Tom Hanks í aðalhlutverki. Hún verður frumsýnd á Cannes-kvikmyndahátíð- inni í maí. Auglýsingaplaggat fyrir kvikmyndina, sem byggð er á bók- inni Da Vinci-lykillinn. Da Vinci-lykillinn enn vinsæll AP KÓRMIÐILLINN hefur jafnan reynzt íhaldssamasti vettvangur nýrrar tónlistar. Einfaldlega fyrir þá sök að hámenntaðir atvinnukórar eru ekki á hverju strái, sízt í litlu landi. Kannski bitur staðreynd að kyngja fyrir suma höfunda, en á móti – í víð- ari samfélagslegum skilningi – ákveð- in trygging fyrir hollu jarðsambandi við almenning, meðan aðrar greinar eru uppfullar af virtúósum er sér- hæfa sig í meira eða minna óspilandi músík í járnlungaskjóli styrkjakerf- anna. Engu að síður hafa hér á seinni ár- um sprottið upp fáeinir valinskipaðir kammerkórar er ráða við kröfuharð- ari verk en stærri áhugamannakór- um er almennt kleift. Meðal nýjustu viðbóta má telja Kammerkór Akur- eyrar, er mér vitandi hefur enn lítt borið fyrir eyru suðvesturhornsins. A.m.k. heyrði ég hann í fyrsta skipti á laugardaginn var, og skal ekki tví- nónað við að uppljóstra að sú var hin ánægjulegasta reynsla. Satt að segja heyrði ég ekki betur en að Hymnodia væri þegar í stakk búin til að blanda geði við fremstu röð slíkra smærri sönghópa í þessu landi. Er þá óþarfi að tíunda sérstaklega undirstöðu- kosti eins og samtakamátt, radd- samvægi, inntónun og skýran fram- burð. Flest heyrðist mér í sem næst úrvalsflokki. Í ofanálag var söng- gleðin næsta smitandi, og skiptir það vitanlega ekki minnstu máli. Tólf atriða dagskrá Hymnodiu í hinni kórvænu Langholtskirkju hófst á útsetningu Jakobs Tryggvasonar (1907–99), organista Akureyr- arkirkju, á íslenzka tvísöngslaginu Rís upp, Drottni dýrð, úr karlatv- ísöng í rómantíska sálmalagsfjór- röddun. Hugljúf tónsetning Jóns Hlöðvers Áskelssonar á passíusálmi Hallgríms Péturssonar, Dýrð, vald virðing, leiddi síðan í afstraktari tón- setningu sambæjarmanns hans Dav- íðs Brynjars Franzsonar á Laxness- ljóðinu Hjá lygnri móðu, er fyrir vikið skilaði ekki textanum jafnskýrt og þjóðkunn útgáfa Jóns Ásgeirssonar. Eftir Færeyinginn Kára Bæk (f. 1950) voru tvö lög við Heinesen, Va- arstrofe og síðar Græsset grønnes, í bráðfallegum nýklassískum anda Knuts Nystedts o.fl. Hnausþykk erkiamerísk hómófónía Stephens Paulus í Pilgrims’ Hymn gerði og mikla lukku. Lengsta verkið, Warn- ing to the rich (1977) eftir sænska Thomas Jennefelt – „e.t.v. mest flutta norræna kórverk á síðasta fjórðungi 20. aldar“ – gerði sig undravel í sterkri túlkun Hymnodiu með alla ólíku effektana, þ. á m. tal og frammí- köll, á hreinu. Örstutt latnesk tón- setning Mäntyjärvis á Ave Maria kom og skemmtilega fram úr „sensurround“ uppstillingu meðfram kirkjuveggjum og í anddyri. Inntónunarlega vandmeðfarnasta verkið, Water Night (1996) eftir Eric Whitacre, útheimti m.a. þétta hljóm- aklasa, en ekki virtust þeir standa kórnum fyrir þrifum, enda var túlk- unin í einu orði sagt stórglæsileg. Seinna verk Brynjars, Eitt mér skilst, þú Drottinn dýr í að mestu fimmskiptum takti, kom kristals- glært og klassískt fyrir í seiðandi melódískri umgjörð, er kórinn skilaði til fyrirmyndar vel. Í fjallasal nefndist áheyrilegt verk eftir Jón Hlöðver við ljóð Sverris Pálssonar er kórinn frumflutti nú hér syðra; sumpart í þjóðlegum/nýklass- ísk-skandinavískum stíl, sumpart á nútímalegra tónmáli, og var ekki sízt borið uppi af eftirminnilegu meg- instefi og tærum einsöng Helenu G. Bjarnadóttur. Loks var klykkt út á Vertu, Guð faðir, faðir minn (Hall- grímur Pétursson) Jakobs Tryggva- sonar, er hnykkti með melódískri dúnmýkt á víðfeðmum tjáning- armætti þessa stórefnilega norð- lenzka kammerkórs. Úrvalsraddir að norðan TÓNLIST Langholtskirkja Verk eftir Jakob Tryggvason, Jón Hlöðver Áskelsson (frumfl.), Davíð Brynjar Franz- son (frumfl.), Kára Bæk, Stephen Paulus, Thomas Jennefelt, Jaakko Mäntyjärvi og Eric Whitacre. Hymnodia – Kammerkór Akureyrarkirkju. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Laugardaginn 11. febrúar kl. 17. Myrkir músíkdagar Ríkarður Ö. Pálsson VANGAVELTUR Dantes Alighieri um vatnið, himininn og jörðina, sem lesa mátti í tónleikaskrá Myrkra mús- íkdaga í Ými á laugardaginn, virtust fremur barnalegar. Enda er textinn frá árinu 1320 og er grundvallaður á heimsmynd þess tíma. En þegar Thor Vilhjálmsson hóf að lesa textann og sérkennilegir hljómar tóku að berast úr hátölurunum við sviðið, gerðist dá- lítið einkennilegt. Um var að ræða heimsfrumflutning á verki eftir þekkt ítalskt tónskáld, Maurizio Pisati, og var það fyrir rödd Thors og tölvuhljóð, auk trompet- og slagverksleikara. Stemningin var ein- stök; djúp, fornfáleg rödd Thors og annarsheimsleg tölvuhljóðin opnuðu dyr inn í horfinn heim, allt í einu varð textinn ekki lengur barnalegur, allt í einu skynjaði maður veröldina með augum miðaldamanna, allt í einu varð vatnið, jörðin og himininn þrunginn yfirskilvitlegri merkingu. Ég held að við gerum okkur ekki fyllilega grein fyrir því hversu heims- mynd okkar hefur breyst gríðarlega á síðustu árhundruðum. Gildi tón- smíðarinnar eftir Pisati er að hún er brú á milli lífsskilnings okkar og mið- aldamannsins. Og það er ekkert smá- ræði. Þar með er ekki sagt að verkið sé hafið yfir gagnrýni. Á tímabili var framsögn Thors án tónlistar heldur löng og var útkoman nokkuð lang- dregin; væntanlega skildi minnihluti tónleikagestanna ítölsku. Ennfremur var nútímalegt trommusettið hálfgert stílbrot; ég er sannfærður um forneskjulegri trumbur hefðu komið mun betur út. Trommurnar áttu augljóslega að tákna jörðina (slagverksleikarinn Steef van Oosterhout kraup og sló gólfið á tímabili), en trommusett er alltof algeng sjón í poppgeiranum og hljómurinn úr því of hversdagslegur til að maður eigi auðvelt með að setja það í svona óvenjulegt samhengi. Hins vegar voru langir tromp- ettónar Eiríks Arnar Pálssonar áhrifaríkir, og þegar hann sveiflaði hljóðfæri sínu í hringi og endurskap- aði þar með teikningu Dantes af himninum, jörðinni og vatninu, sem sjá mátti í tónleikaskránni, var það sérkennilega kyngimagnað. Vissulega er trompettinn venjulegt nútíma- hljóðfæri, en lögun hans og hljómur hefur ekki breyst svo mikið í aldanna rás. Í rauninni er hann tímalaus. Flutningur verksins virtist pott- þéttur fyrir utan þá annmarka sem hér hafa verið nefndir. Thor las af innlifun og rödd hans var svo djúp, nánast myrk, að unaður var á að hlýða. Trompetleikur Eiríks Arnar var sömuleiðis tær, en einnig þrótt- mikill, og slagverksleikur Steefs var nákvæmur og kröftugur. Tölvuhljóðin sem tónskáldið sjálft stjórnaði voru líka einstök; bæði mjúk og dularfull. Óneitanlega voru þetta eftir- minnilegir tónleikar, a.m.k. breyttu þeir skilningi mínum á veröldinni til forna. Ég er sannfærður um að það á við um fleiri tónleikagesti. Ferðalag með tímavél TÓNLIST Ýmir Maurizio Pisati: Questio. Flytjendur voru Thor Vilhjálmsson, Steef van Oosterhout, Eiríkur Örn Pálsson og Maurizio Pisati. Laugardagur 11. febrúar. Myrkir músíkdagar: Kammertónleikar Jónas Sen Stóra svið SALKA VALKA Fi 16/2 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING! WOYZECK AUKASÝNINGAR Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU AUKASÝNINGAR UM PÁSKANA! CARMEN Su 19/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20 Lau 4/3 kl. 20 Lau 11/3 kl. 20 Lau 18/3 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 18/2 kl. 14 UPPS. Su 19/2 kl. 14 UPPS. Su 26/2 kl. 14 UPPS. Su 26/2 kl. 17: 30 Lau 4/3 kl. 14 Su 5/3 kl. 14 Lau 11/3 kl. 14 Su 12/3 kl. 14 Lau 18/3 kl 14 Su 19/3 kl. 14 Lau 25/3 kl. 14 Su 26/3 kl. 14 Nýja svið / Litla svið MANNTAFL Mi 22/2 kl. 20 AUKASÝNING ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 UPPS. Fö 17/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20 UPPS. BELGÍSKA KONGÓ Lau 18/2 kl. 20 UPPS. Su 19/2 kl. 20 UPPS. Fi 23/2 kl. 20 Fö 24/2 kl. 20 UPPS. Lau 4/3 kl. 20 Su 5/3 kl. 20 Fö 10/3 kl. 20 Su 12/3 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Mi 1/3 kl. 20 Fö 17/3 kl. 20 NAGLINN Su 19/2 kl. 20 UPPS. Fö 24/2 kl. 40 Lau 25/2 kl. 20 HUNGUR FORSÝNINGAR, MIÐAV. 1.200- Kr. Í kvöld kl. 20 Mi 15/2 kl. 20 UPPSELT Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 17 Lau 18/2 FRUMSÝNING UPPSELT MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELAWW G.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Fullkomið brúðkaup Fös. 17. feb kl. 19 AUKAS. - Örfá sæti laus Fös. 17. feb kl. 22 AUKAS. - Örfá sæti laus Lau. 18. feb kl. 20 UPPSELT Lau. 18. feb kl. 22 Öfrá sæti - Síðasta sýning! Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Maríubjallan Mið. 15. feb. kl. 20 FORSÝNING - UPPSELT Fim. 16. feb. kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Sun. 19. feb. kl. 20 2.kortas - UPPSELT Fim. 23. feb kl. 20 3.kortas - UPPSELT Fös. 24. feb. kl. 19 4.kortas - Örfá sæti laus Lau. 25. feb. kl. 19 5.kortas - UPPSELT Lau. 25. feb. kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti Fim. 2. mars kl. 20 6.kortas - Örfá sæti laus Fös. 3. mars kl. 19 7.kortas - UPPSELT Lau. 4. mars kl. 19 8.kortas - UPPSELT Lau. 4. mars kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti3 10/3, 11/3, 17/3, 18/3 FÖS. 17. FEB. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS FIM. 23. FEB. kl. 20 FÖS. 3. MAR. kl. 20 MIND CAMP eftir Jón Atla Jónasson SUN. 19. FEB. SÍÐUSTU SÝNINGAR EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson VESTMANNAEYJAR ÞRI. 21. FEB KL. 9 - UPPSELT KL. 11 - UPPSELT KL. 13 - UPPSELT Námsmenn og vörðufélagar frá miðann á 1000 kr. í boði Landsbankans TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI                                      ! "          # $  %  &   % $  %  '(()* +,- ./) 0   %0 $  % 1  2  2    %    &    &  (3 - 4 (. & 555     6                         !" #"  $  %   &  "%'(%')  "  *   % +,    "% '(%--

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.