Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 40

Morgunblaðið - 14.02.2006, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frá framleiðendum „Bridget Jones Diary“ TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta aðalhlutverk kvenna (Keira Knigthley), bestu listrænu leikstjórn og tónlist.4 eeeeL.I.N. topp5.is eeeeH.J. Mbl. mynd eftir steven spielberg TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Besta leikstjórn (Steven Spielberg), besta mynd, besta handrit, besta tónlist og besta klipping.5 ***** S.V. Mbl. Frábær og kraft- mikil mynd sem styðst við raunverulega atburði með Óskarsverðlau- nahöfunum, Charlize Theron, Frances McDormand og Sissy Spacek. North Country kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 12 ára Munich kl. 5.50 og 9 b.i. 16 ára Pride & Prejudice kl. 5.30 - 8 og 10.30 Bambi 2 - íslenskt tal kl. 6 Caché - Falinn kl. 8 b.i. 16 ára Crash kl. 10.20 b.i. 16 ára TILNEFNINGAR TIL 4 ÓSKARSVERÐLAUNA ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA m.a.: Charlize Theron sem besta leikkona í aðalhlutverki og Frances McDormand sem besta leikkona í aukahlutverki. Frá leikstjóra Whale Rider.2 Hér er á ferðinni frábært framhald einnar ástsælustu teiknimynd allra tíma. Sýnd með íslensku tali. ÁRIÐ 1973 tóku gildi í Bandaríkj- unum jafnréttislög sem skylduðu fyrirtæki í stáliðnaðinum til þess að ráða konur í að minnsta kosti 20% starfa. Kvennanna sem ráðnar voru til þessara starfa beið hins vegar oftar en ekki fjandsamlegt vinnu- umhverfi, þar sem þær máttu þola svívirðingar frá hendi karlkyns sam- starfs- og yfirmanna sinna, sem litu svo á að karlar ættu einkarétt á um- setnum störfunum, og að hlutverk kvenna væri inni á heimilunum eða í láglaunastörfum sem ekki dugðu fyrir lágmarksframfærslu. Lois Jen- son var ein þeirra kvenna sem réð- ust til starfa í námaverksmiðju skömmu eftir lagasetninguna. Þetta var árið 1975, en hún og samstarfs- konur hennar í Eleveth-járnnám- unni í Minnesota sættu stöðugri kynferðislegri áreitni, og fór svo að Jenson ákvað að sigla gegn mót- vindi viðtekinna skoðana í náma- bænum og kæra fyrirtækið fyrir að láta ofbeldið viðgangast. Norðurland (North Country), nýjasta leikstjórnarverkefni Niki Caro (The Whale Rider), er skálduð kvikmynd sem byggð er á því tíma- mótadómsmáli sem kennt er við Jenson gegn Eleveth og var fyrsta hópmálsóknin sem háð var vegna kynferðislegs ofbeldis á vinnustað. Dómur sem féll kærendum í vil árið 1993, og hafði mikil áhrif á lagasetn- ingar gegn kynferðislegri áreitni, var þó aðeins liður í löngum og tor- sóttum málaferlum sem Jenson stóð í frá því að hún hóf störf hjá Eleveth og allt fram til ársins 1998. Nýlega kom út bókin Hópmálsókn (Class Action) sem fjallar um málaferlin og lýsir jafnframt á einkar sláandi máta því fjandsamlega umhverfi og viðmóti sem Jenson og samstarfs- konur hennar máttu þola á vinnu- stað og í réttarsalnum þegar þær reyndu að leita réttar síns. Kvikmyndin Norðurland byggist lauslega á umræddri bók, en í kvik- myndinni er dregin upp áhrifarík mynd af því umhverfi sem verka- konur stóðu frammi fyrir er þær stigu inn á yfirráðasvæði karlanna í námaverksmiðjunum. Þá er leitast við að lýsa aðdraganda málaferl- anna í gegnum aðalsöguhetjuna Jos- ey Aimes (Charlize Theron) sem er nokkurs konar staðgengill Lois Jen- son í skálduðu útgáfunni af sögu hennar. Kvikmyndin lýsir tilraun Josey til þess að koma undir sig fót- unum eftir skilnað við ofbeldisfullan eiginmann sinn. Hún heldur á heimaslóðir í námabæ í Norður- Minnesota þar sem hún kemst að því að hefðbundin kvennastörf eru svo lágt launuð að henni er nauð- ugur einn kostur að búa hjá for- eldrum sínum eða finna sér nýjan mann til að sjá fyrir sér og börnum sínum tveimur. Æskuvinkona Josey, Glory (Frances McDormand), hefur hins vegar nýlega hafið störf hjá járnnámunni í bænum – í skjóli nýrra jafnréttislaga – en þar eru greidd sexföld laun á við þau sem Josey hefur getað fengið hingað til. Hún ákveður því að sækja um og hikar hvergi þótt starfið feli í sér erfiðisvinnu innan um sót, hávaða og eiturefni. Raunverulegi mótvind- urinn felst nefnilega í viðmóti sam- starfsmanna Josey og kvennanna sem starfa í námunni, sem felur í sér stöðugt áreiti og spannar allt frá svívirðingum og hrekkjum sem tjá hatramma kvenfyrirlitningu til kyn- ferðislegrar áreitni og ofbeldis. Í framsetningu myndarinnar tekst einkar vel að sýna fram á hörkuna og skilningsleysið sem ríkjandi er í samfélaginu gagnvart réttindum verkakvennanna. Niki Caro skapar hér haganlega smíðaða kvikmynd, sem dregur upp sterka en um leið mjög sannfærandi mynd af því fátæka verkamannasamfélagi sem Josey Aimes lifir og hrærist í. Frammistaða leikara er undantekn- ingalaust góð í myndinni, og virðist leikstjórinn ná að draga þar fram samfelldan, jarðbundinn og kraft- mikinn tón. Málaferlin sem Josey ræðst í eru gerð að nokkurs konar ramma utan um frásögnina af bar- áttu Josey við að koma undir sig fót- unum í lífinu og á vinnustað, og er umfjöllunin um málaferlin afmörkuð við tilraun Josey og lögfræðings hennar við að fá málið tekið upp sem hópmálsókn. Handritshöfund- urinn skapar með þessum hætti mjög heildstæða kvikmyndafrásögn sem nær ákveðnu tilfinninga- þrungnu hámarki þegar lykilvitni snýr við blaðinu og málið kemst á það stig að samstarfsfólk Josey og fjölskylda ákveða að styðja hana. Þetta er mjög haganlega framsett með lögmál „réttardramans“ í huga, en sem framsetning á þeim raun- verulegu málaferlum sem kvik- myndin skírskotar til er hún mjög ónákvæm. Norðurland gefur sig nefnilega út fyrir að fjalla á dramatískan hátt um „Jensen gegn Eleveth“-málið en gefur á sama tíma gríðarlega skakka mynd af því hversu torsótt málið var í raun. Hér verður að hafa í huga að Jenson hóf störf 1975, kom máli sínu fyrst fyrir dóm árið 1988, og sá ekki krónu af þeim bótum sem fyrirtækið var dæmt til að greiða henni eftir fyrstu málsóknina. Það var ekki fyrr en árið 1991 að Josey tókst með aðstoð góðra lögfræðinga að fá mál sitt samþykkt sem hóp- málsókn. Aðeins tvær samstarfs- kvenna Jenson voru með í hópmál- sókninni, en aðrar samstarfskonur voru of hræddar við hefnd- araðgerðir til að gefa sig fram og skrifuðu meira segja undir yfirlýs- ingar á vegum lögmanna námafyr- irtækisins um að þær hefðu aldrei orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Allan þennan tíma sætti Jenson út- skúfun í heimabæ sínum og auknu ofbeldi á vinnustað. Vinnufélagar hennar gengu svo langt að ofsækja hana og brjótast inn á heimili henn- ar. Þegar dómstólar dæmdu Jen- son-málinu í hag árið 1993 stigu aðr- ar samstarfskonur Jenson fram og kröfðust bóta. Þá tók engu að síður við langt og strengt ferli þar sem konurnar sem kærðu voru spurðar fyrir dómstólum út í smáatriði um einkalíf sitt, kynlífs- og heilsufars- sögu á þremur ólíkum dómstigum, en málaferlin stóðu yfir til ársins 1998 er þeim lauk með sátt um bæt- ur til kærenda. Barátta Lois Jenson gegn kyn- ferðislegri áreitni á vinnustað stóð því yfir í rúma tvo áratugi en árið 1992 greindist hún með streit- uröskun af völdum sálræns áfalls (PTSD) og neyddist til að hætta störfum af þeim völdum. Þó svo að dómurinn í hópmálsókninni árið 1993 hafi sett mikilvægt fordæmi má segja að Jenson hafi varið stórum hluta ævi sinnar og öllum kröftum í að fylgja málinu eftir. Þessi dapurlega framvinda mála hefur ekki hins vegar ekki hentað vel sem efniviður í dramatíska kvik- mynd með möguleika á að ná stór- tækri dreifingu. Í Norðurlandi er barátta aðal- söguhetjunnar framsett sem klippt og skorið ferli, þar sem Josey nær að rísa gegn kúguninni og afstýra henni með því að fá samþykkta hóp- málsókn og vinna bæjarsamfélagið að miklu leyti á sitt band ekki svo löngu eftir að hún hefur störf hjá námafyrirtækinu. Þannig er búin til klassísk sigursaga sem áhorfendur geta lifað sig inn í og glaðst yfir því að fylgjast með hetjunni sigrast á kúgun og mótlæti. Sem slík er kvik- myndin kraftmikil, og ekki má gleyma því að hér er engin heim- ildamynd á ferð, heldur skálduð kvikmynd byggð á sannsögulegum atburðum. Engu að síður er vísað beint í „Jensen gegn Eleveth“-málið í lok myndarinnar, og því verður það að teljast vafasöm ákvörðun að draga upp svo einfaldaða mynd af réttindabaráttunni sem myndin er í raun helguð. Knöpp frásögn af langvinnri baráttu „Niki Caro skapar hér haganlega smíðaða kvikmynd, sem dregur upp sterka en um leið mjög sannfærandi mynd af því fátæka verkamanna- samfélagi sem Josey Aimes lifir og hrærist í,“ segir m.a. í dómi. KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíóin Leikstjórn: Niki Caro. Aðalhlutverk: Char- lize Theron, Frances McDormand, Je- remy Renner, Woody Harrelson og Sissy Spacek. Bandaríkin, 126 mín. Norðurland (North Country)  Heiða Jóhannsdóttir Breska fyrirsætan Kate Mosser víst dauðskelkuð þessa dagana um að skammtímaminni hennar sé að hverfa. Stúlkan, sem er ekki eldri en 32 ára, er sögð hafa farið á fund heilasérfræðings vegna þess að það hendi hana æ oftar að hún gleymi því hvaða fundi eða stefnumót hún hafi ákveðið. Vinur fyrirsætunnar sagði við dagblaðið The Sun að Kate gleymdi stundum hvert hún væri að fara eftir að hún legði af stað. „Í upphafi gerði hún grín að þessu en núna er hún frekar áhyggju- full.“ Fregnir bárust af því í síðustu viku að stúlkan hefði brunað bein- ustu leið frá Heathrow-flugvelli til taugasérfræðings en ekki er víst hvort að það hafi verið í sambandi við fyrrnefnt minnisleysi.    Fólk folk@mbl.is Bandaríska söngkonan NorahJones er sögð munu leika í næstu kvikmynd Hong Kong- leikstjórans Wong Kar-wai en myndin sem ber vinnuheitið My Blueberry Nights er fyrsta mynd leikstjórans sem leikin er á ensku. Wong er meðal annars þekktur fyr- ir myndir sínar 2046 og Fa Yeung Nin Wa en báðar voru tilnefndar til Gullpálmans á Cannes. Jones sem er dóttir indverska tónlistarmannsins Ravi Shankar fékk átta Grammy-verðlaun fyrir plötuna Come Away With Me árið 2003. Wong mun einnig leikstýra Ni- cole Kidman í Lady from Shanghai en framleiðsla á þeirri mynd hefur verið frestað til 2007.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.