Morgunblaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMVINNA = ÁRANGUR ok.is Opin kerfi ehf. • Höfðabakka 9 • 110 Rvk. • Sími 570 1000 • Fax 570 1001 • www.ok.is Hjá Opnum kerfum starfar fjöldi sérfræðinga í upplýsingatækni sem leiðbeina viðskiptavinum við val á vöru og þjónustu til að tryggja að hagkvæmasta og besta lausnin sé valin hverju sinni. Leiðarljós Opinna kerfa er að samvinna skilar árangri. Opin kerfi leggja ríka áherslu á ánægju starfsmanna og er starfsmannavelta hjá fyrirtækinu mjög lág. Starfsánægjan mælist með því allra hæsta á landinu. Opin kerfi eru fjölskylduvænt fyrirtæki. Lögð er rík áhersla á gott félagslíf með þátttöku allrar fjölskyldunnar þegar við á. Starfsmenn Opinna kerfa ætla að móta framtíðina, vera í forystu, setja viðmiðin, skapa eftirspurnina og hafa áhrif á samtíðina. Ráðgjafar og þjónustusvið Opinna kerfa leitar eftir fólki vegna aukinna verkefna. Við leitum að metnaðarfullu og jákvæðu fólki með ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Við leggjum áherslu á góða þjónustu og nauðsynlegt er að viðkomandi sé reiðubúinn til að leggja mikið á sig við að uppfylla óskir viðskiptavina. Mikilvægt er að starfsmenn sýni góða framkomu, tryggð, stundvísi, framsækni og öguð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að geta unnið undir álagi og starfað vel í hópi. Starfslýsing: Ráðgjöf til stjórnenda, framþróun á verk- og viðskiptaferlum. Greining og verkefnastjórnun á útfærslu og framkvæmd hugbúnaðarlausna. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun (t.d. í verk-, viðskipta- eða tölvunarfræði). Tveggja ára starfsreynsla æskileg. Þekking á greiningarvinnu og hugbúnaðargerð. Þekking á verk- og viðskiptaferlum ásamt skilningi á rekstrarumhverfi fyrirtækja. Nánari upplýsingar veitir Árni Þór Jónsson (arnithor@ok.is) Starfslýsing: Hönnun og útfærsla sérsmíðaðra lausna Forritun í Microsoft .NET umhverfi. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun (t.d. í verk-, viðskipta- eða tölvunarfræði). Tveggja ára starfsreynsla æskileg. Þekking á greiningarvinnu og hugbúnaðargerð Þekking á .NET umhverfinu. Forritunarreynsla, t.d. í C#, VB, XML. Þekking á gagnagrunnum, t.d. MS-SQL, Oracle. Nánari upplýsingar veitir Árni Þór Jónsson (arnithor@ok.is) Starfslýsing: Tengiliður vegna ábyrgðaviðgerða. Innkaup og sala varahluta. Samskipti við erlenda birgja. Vörumóttaka. Skráning og utanumhald þjónustubeiðna. Menntunar- og hæfniskröfur: Góð tölvukunnátta. Góð enskukunnátta. Þjónustulipurð. Sjálfstæð vinnubrögð. Áhugi og þekking á tölvutækni. Nákvæmni. Reyklaus. Reglusemi. Nánari upplýsingar veitir María Edwards- dóttir (maria@ok.is) Umsóknum skal skilað skriflega til Opinna kerfa, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík eða á netfangið halldora@ok.is merkt STARFSUMSÓKN. Umsóknarfrestur er til 5. mars næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Ráðgjöf og verkefnastjórnun Hugbúnaðarsérfræðingur Þjónustufulltrúi Starfslýsing: Viðgerðir og uppsetningar á prenturum, skönnum og tengdum tölvubúnaði. Samskipti við viðskiptavini. Menntunar- og hæfniskröfur: Reynsla af tæknistörfum. Áhugi og þekking á tölvutækni. Lipurð í samskiptum. Þjónustulund. Reglusemi. Nánari upplýsingar veitir Helgi Sævar Sigurðsson (helgis@ok.is) Tæknimaður á verkstæði BYGGIR MEÐ ÞÉR Mikil fjölbreytni ríkir í starfsemi BYKO og erum við ávallt að leita að góðu fólki. Það fólk sem við ráðum til starfa þarf að búa yfir hæfileikum til að starfa sjálfstætt, vera jákvætt og eiga mjög gott með að vinna með öðrum. BYKO HRINGBRAUT BYKO ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SÍNU SVIÐI Umsóknum skal skilað inn fyrir mánudaginn 27. febrúar nk. Vinsamlegast sendið umsóknir til: BYKO, Skemmuvegi 2a, 200 Kópavogi, merktar „Starfsumsókn 213“. Einnig er hægt að sækja um störfin á vef fyrirtækisins www.byko.is eða senda beint á runar@byko.is. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum. Við í BYKO Hringbraut erum að leita að fólki sem vill vinna með okkur að gera glæsilega verslun glæsilegri. . Afgreiðslu- og sölumaður í málningardeild Óskum eftr að ráða jákvæðan og drífandi starfsmann í fullt starf. Áhersla er lögð á reglusemi, dugnað, ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Kostur er ef viðkomandi hefur þekkingu eða reynslu af málningarvinnu eða sölumennsku. Um er að ræða framtíðarstarf LAUS STÖRF Óskum eftir að ráða samviskusaman og jákvæðan starfsmann með ríka þjónustulund í fullt starf. Reynsla af afgreiðslu- eða gjaldkerastörfum er æskileg en þó ekki skilyrði. Áhersla er lögð á stundvísi, frumkvæði og dugnað. Um er að ræða framtíðarstarf Kassagjaldkeri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.