Morgunblaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 C 9 Aukavinna á kvöldin Söluver Miðlunar tekur að sér úthringi- og söluverkefni á kvöldin. Vegna anna vantar okkur traust og gott starfsfólk í ný og spennandi verkefni. Í boði er vel launuð kvöldvinna frá kl. 17:30 til 21:30. Unnið er 2-4 kvöld í viku. Góð vinnuaðstaða. Umsókn óskast send til Miðlunar ehf. Tunguhálsi 19, 110 Reykjavík, eða á bjorn@midlun.is. Laust er til umsóknar starf iðjuþjálfa á fagsviði þroskahamlana. Um er að ræða 70% starf. • Starfið felst einkum í greiningu á börnum og unglingum með þroskahömlun á grunnskólaaldri og ráðgjöf til foreldra og fagfólks. Starfið fer fram í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga sviðsins. Einnig er gert ráð fyrir þátttöku í rannsóknar- og fræðslustarfi stofnunarinnar. • Leitað er eftir iðjuþjálfa, sem hyggur á starfsferil á þessum vettvangi. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af að meta þroska og færni barna og unglinga og hafi áhuga á fræðslu og rannsóknum. Umsækjandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og þarf að vera tilbúinn til þátttöku í þverfaglegu samstarfi. • Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar gefur sviðsstjóri fagsviðs þroskahamlana í síma 510 8400. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5, 200 Kópavogi fyrir 1. mars nk. Meginhlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er greining og ráðgjöf vegna barna með fatlanir og aðrar alvarlegar þroska- raskanir, auk rannsókna og fræðslu á sviði fatlana. Störf í þverfaglegu vinnuumhverfi á Greiningar- og ráðgjafarstöð veita góða innsýn í fjölþættar þarfir barna og ungmenna með ýmis konar fatlanir. Nýir starfsmenn fá hand- leiðslu á aðlögunartíma og er lögð áhersla á tækifæri til sí- og endur- menntunar. Nánari upplýsingar eru á www.greining.is IÐJUÞJÁLFI Ríkisstjórnasamstarf Norðurlandanna í Norrænu ráðherrane- fndinni tekur breytingum í ár. Verið er að aðlaga það nýju alþjóðlegu og evrópsku umhverfi, þar sem stækkun ESB býður bæði upp á möguleika og áskoranir. Áhersla verður á starfsemi þar sem virðisauki af norrænu samstarfi er mikill. Markmið með samstarfinu er meðal annars, að styrkja stöðu Norðurlandanna og samkeppnishæfni, að stuðla að samstöðu landa sem liggja að Eystrasalti, að tryggja sameiginlegan norrænan hag í norðri og vestri og að þróa áfram þau tengsl sem eru til staðar milli landanna í gegnum tungumál og menningarlega samkennd. Til að mæta þessum markmiðum auglýsir Norræna ráðherranefndin í Kaupmannahöfn eftir nýjum starfsmönnum til að vinna að samstarfi norrænu ríkisstjórnanna. Ráðgjafa í menningarmálum Við leitum at reyndum ráðgjafa í deild sem vinnur aðallega að málefnum lista, barna og unglinga, kvikmynda- og fjölmiðlasamstarfi auk þess að vinna ýmis þverfagleg verkefni. Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir: Umsóknarfrestur er til 6. mars 2006 Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferli: www.norden.org Ráðgjafa í menntun, rannsóknir og vinnumarkaðsmál Við leitum að reyndum ráðgjafa í deild sem starfar á ofangreindum sviðum, æskilegt er að viðkomandi hafi breiða þekkingu á vinnumarkaðsmálum. 3 deildarriturum Störf deildarritara eru laus til umsókna í þremur mismunandi deildum, æskilegt er að ritararnir hafi reynslu af því að vinna með þeim sem starfa á vettvangi stjórnmála. Norræna ráðherranefndin Store Strandstræde 18, DK-1255 Kaupmannahöfn K - Einn vinnustaður Áhugaverð störf í boði Menntasvið - Grunnskólar Borgaskóli, sími 577 2900 • Forfallakennari óskast á vorönn 2006. • Kennari óskast vegna forfalla í 100% stöðu í 4. bekk til 30. apríl. Foldaskóli, sími 540 7600 • Forfallakennari óskast í 4. bekk. Um er að ræða 19 kennslustundir á viku fram til 1. apríl næstkomandi. Ingunnarskóli, sími 411 7282/411 7848 • Kennari óskast í hönnun og smíði næsta skólaár. Æskilegt er að viðkomandi hafi áhuga og/eða reynslu af nýsköpun í skólastarfi. Vesturbæjarskóli, sími 562 2296 • Kennari óskast í 100% stöðu á miðstig. Hæfniskröfur: Kennarapróf. Hæfni í mannlegum samskiptum. Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi. Reynsla og áhugi á að starfa með börnum. Grunnskólakennarar Fellaskóli, sími 557 3800 • Þroskaþjálfi óskast í allt að 100% stöðu fram á vor. Hæfniskröfur: Réttindi sem þroskaþjálfi. Færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði í starfi. Jákvæðni og áhugasemi. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Þroskaþjálfi Menntasvið annast starfsemi og rekstur grunnskóla og leik- skóla. Í því felst þróun grunnskóla- og leikskólastarfs, undir- búningur stefnumörkunar, mat og eftirlit með skólastarfi og upplýsingamiðlun fyrir menntaráð og starfshópa á vegum ráðsins. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf 4 11 11 11, símaver Reykjavíkurborgar, þar færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðarskólastjórar í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til viðkomandi skóla. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkur- borgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf er að finna á www.grunnskolar.is. Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar þarf á næstu dögum að ráða kennara að Kleppjárnsreykjum vegna fæðingarorlofs. Um er að ræða kennslu í 1.—7. bekk og er starfshlutfall 100%. Einnig vantar starfmann í skólasel á Hvann- eyri frá 1. mars. Starfshlutfall er u.þ.b. 35% og vinnutími er eftir hádegi mánudaga til fimmtudaga. Nánari upplýsingar veita Guðlaugur Óskarsson skólastjóri í símum 435 1171 og 861 5971 og Elísabet Haraldsdóttir deildarstjóri á Hvanneyri í síma 437 0009.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.