Morgunblaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Bílaryðvörn
Óskum eftir að ráða góðan og duglegan starfs-
kraft í ryðvarnarstöð okkar.
Bílahöllin-bílaryðvörn hf.
Jón Ragnarsson — 664 8090.
Ráðgjafi í samþættingu
upplýsingakerfa
Óskum eftir kröftugum sérfræðingi til að sinna ráðgjöf
og verkefnastjórnun fyrir samþættingu upplýsingakerfa.
Viðkomandi mun vera ábyrgur fyrir greiningu og ráðgjöf
í samþættingu upplýsingakerfa til viðskiptavina og mun
taka virkan þátt í stefnumótun og þróun lausna félagsins
á þessu sviði.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun í verkfræði, tölvunarfræði eða
sambærilegt.
• Minnst þriggja ára reynsla í ráðgjöf og
verkefnastjórnun nauðsynleg.
• Reynsla og þekking af samþættingarverkefnum
nauðsynleg.
• Reynsla og innsýn á forritun í samþættingu er
kostur.
• Sjálfstæði, ábyrgð og skipulögð vinnubrögð.
Sérfræðingur netkerfa
Leitum að framúrskarandi sérfræðingi í hönnun netkerfa.
Auk ráðgjafar til viðskiptavina Nýherja mun viðkomandi
annast verkefnastjórnun á uppsetningu og þjónustu á
netbúnaði. Viðkomandi mun einnig taka þátt í að kynna
nýjar lausnir fyrir viðskiptavinum.
Hæfniskröfur:
• Lágmark CCNA eða CCDA.
• Reynsla af uppsetningu og rekstri netkerfa.
• Háskólamenntun á sviði tæknifræði, verkfræði eða
tölvunarfræði æskileg.
• Góð mannleg samskipti, þjónustulund og skipulögð
vinnubrögð.
Nýherji leitar eftir að ráða kraftmikla og
heilsteypta einstaklinga, en fyrirtækið byggir
á langri hefð í sérfræðiþjónustu við öflugustu
fyrirtæki landsins.
Við kappkostum að skapa frjótt umhverfi fyrir okkar
starfsfólk og sækjumst aðeins eftir að ráða hæfileikaríka
og vel menntaða einstaklinga. Við höfum jafnframt
lagt metnað okkar í að fjárfesta markvisst í þekkingu
starfsmanna með það að leiðarljósi að búa ávallt yfir
dýpstu þekkingunni á þeim sviðum sem við keppum.
Frjótt umhverfi
fyrir sérfræðinga
ATVINNA
Krefjandi störf hjá kröftugu fyrirtæki
Umsóknarfrestur er til 1. mars n.k.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að senda
umsókn til Sturlu J. Hreinssonar, starfsmannastjóra
Nýherja, sturla.j.hreinsson@nyherji.is, sem einnig
veitir nánari upplýsingar.
Umsækjendur geta einnig haft beint samband við
starfsmannastjóra í síma 569 7719 alla virka daga á
milli 13:00 og 13:30.
Læknir
Starf læknis við líknardeildina í Kópavogi er laust til umsóknar.
Starfið er tímabundið og veitist það frá 1. apríl 2006. Starfshlut-
fall eftir samkomulagi. Sérfræðiviðurkenning í þeim sérgreinum
sem mikilvægar eru í líknarmeðferð, svo sem lyflækningum,
heimilislækningum eða krabbameinslækningum, er æskileg en
einnig kemur til álita að ráða áhugasaman deildarlækni. Starfið
fer fram á líknardeildinni í Kópavogi og í heimaþjónustu við
þennan sjúklingahóp. Möguleikar eru á þátttöku í vísindavinnu.
Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum, fylgi
vottfestar upplýsingar um nám og fyrri störf.
Umsóknargögn berist í tvíriti fyrir 6. mars nk. til Valgerðar Sig-
urðardóttur, yfirlæknis líknardeildar LSH í Kópavogi, og veitir
hún jafnframt upplýsingar í síma 543-6337, netfangið er val-
gersi@landspitali.is. Viðtöl verða tekin við umsækjendur og
byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim.
Laun eru skv. kjarasamningi sjúkrahúslækna og er starfið bundið við
sjúkrahúsið eingöngu, sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við
sjúkrahúslækna dags. 2. maí 2002. Hægt er að nálgast umsókn um lækn-
ingaleyfi eða læknisstöðu á heimasíðu LSH. Tekið er mið af jafnréttis-
stefnu LSH við ráðningar í störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Landspítali - háskólasjúkrahús er reyklaus vinnustaður.
Hjúkrunardeildarstjóri
óskast á skurðdeild 12CD á svæfinga-, gjörgæslu- og
skurðstofusviði við Hringbraut. Staðan veitist frá 1. apríl 2006.
Starfsemi skurðstofu við Hringbraut tekur mið af þeim sérsvið-
um skurðaðgerða sem þar eru framkvæmdar, þ.e. hjarta- og
brjóstholsskurðaðgerðum, þvagfæraskurðaðgerðum, almennum
skurðaðgerðum og augnskurðaðgerðum. Deildin þjónustar jafnt
fullorðna sem börn og sinnir skipulögðum sem bráðum skurð-
aðgerðum. Á deildinni fer einnig fram kennsla nemenda á heil-
brigðissviði. Starfsemi deildarinnar er í tveimur húsum, þ.e. við
Hringbraut þar sem meginhluti starfseminnar fer fram og á
augnskurðstofu dagdeildar við Eiríksgötu. Hjúkrunardeildarstjóri
er yfirmaður hjúkrunar á deildinni, stjórnar og ber ábyrgð á dag-
legum rekstri hennar. Hjúkrunardeildarstjóri ber ábyrgð á upp-
byggingu og þróun hjúkrunar, starfsmannahaldi, rekstrarþáttum
og áætlanagerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun,
m.a. með því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniður-
stöður. Umsækjendur skulu hafa a.m.k. fimm ára starfsreynslu í
hjúkrun og reynslu í starfsmannastjórnun. Umsækjandi skal hafa
viðbótarnám í skurðhjúkrun. Leitað er eftir framsæknum og
dugmiklum leiðtoga.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá. Jafnframt
skal leggja fram afrit af prófskírteinum og hjúkrunarleyfi. Einnig
afrit af ritgerðum, þróunarverkefnum og vísindastörfum sem
umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að vinna eða birt.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, um-
sögn stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH og viðtölum við umsækj-
endur.
Umsókn skal leggja inn á skrifstofu hjúkrunar, Landspítala
Hringbraut/ Fossvogi, fyrir 10. mars 2006.
Upplýsingar veitir Kristín I. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, í
síma 824 5986, netfangið er krisgunn@landspitali.is.
Hjúkrunardeildarstjóri
Hjúkrunardeildarstjóri óskast á smitsjúkdómadeild, lyflækninga-
sviði I. Staðan veitist frá 1. maí 2006. Deildin er 23 rúma lyf-
lækningadeild þar sem sérstök áhersla er lögð á þjónustu við
sjúklinga með smitsjúkdóma og innkirtlasjúkdóma. Á deildinni
er hafið tilraunaverkefni sem felst í því að innleiða breytingar
samkvæmt hugmyndafræði Planetree-sjúkrahúsa. Hugmynda-
fræðin miðar að því að auka vellíðan sjúklinga og starfsfólks,
m.a. með notkun sértækra hjúkrunarmeðferða og breytinga á
umhverfi.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deildinni og
stjórnar daglegum rekstri hennar. Hann ber ábyrgð á uppbygg-
ingu og þróun hjúkrunar, starfsmannahaldi, rekstri og áætlana-
gerð. Hann skal stuðla að þekkingarþróun í hjúkrun, m.a. með
því að hvetja til rannsókna og nýta rannsóknarniðurstöður. Um-
sækjendur skulu hafa a.m.k. fimm ára starfsreynslu í hjúkrun og
reynslu í starfsmannastjórnun. Leitað er eftir framsæknum og
dugmiklum leiðtoga. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfs-
ferilskrá. Jafnframt skal leggja fram afrit af prófskírteinum og
hjúkrunarleyfi. Einnig afrit af ritgerðum, þróunarverkefnum og
vísindastörfum sem umsækjandi hefur unnið, tekið þátt í að
vinna eða birt. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum
gögnum, umsögn stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH og viðtölum
við umsækjendur.
Umsóknir berist fyrir 13. mars nk. til Herdísar Herbertsdóttur,
sviðsstjóra hjúkrunar, E-7 í Fossvogi og veitir hún jafnframt upp-
lýsingar í síma 543-6430, netfangið er herdish@landspitali.is.
Umsækjendum er bent á leiðbeiningar stöðunefndar hjúkrunar-
ráðs LSH á vef spítalans varðandi frágang umsókna um stjórn-
unarstöður í hjúkrun.
Laun eru samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjár-
málaráðherra. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingum í Fossvogi og á
Hringbraut, á skrifstofu starfsmannamála á Eiríksgötu 5 og á heimasíðunni
www.landspitali.is. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar í
störf á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Landspítali - háskóla-
sjúkrahús er reyklaus vinnustaður.