Morgunblaðið - 19.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2006 C 11
Leikskólastjóri
Djúpavogshreppur auglýsir eftir leikskólastjóra
við Leikskólann Bjarkatún á Djúpvogi.
Um er að ræða tveggja deilda leikskóla. Hús-
næðið var tekið í notkun í okt. 2005 og er full-
búið. Lóð hússins er nánast fullfrágengin.
Í leikskólanum eru í dag um 25 nemendur.
Stöðugildi eru u.þ.b. 7.
Um er að ræða áhugavert starf og mun nýr
leikskólastjóri leiða uppbyggingarstarf og
þróunarvinnu í hinu nýja húsnæði.
Í sveitarfélaginu er hátt þjónustustig. Þar eru
t.d., auk hins nýja leikskóla, góðar stofnanir,
svo sem grunnskóli, tónlistarskóli og íþrótta-
miðstöð með frábærri innisundlaug.
Á Djúpvogi er gott atvinnuástand, m.a. í sjávar-
útvegi, ferðaþjónustu og öðrum grunnþáttum
atvinnulífsins.
Umsóknir berist til:
Skrifstofa Djúpvogshrepps
v/ leikskólastjóri
Bakka 1
765 – Djúpivogur.
Umsóknarfrestur er til 6. marz 2006.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
Djúpavogshrepps, sími 478 8288.
Sveitarstjóri.
Rekstrarstjóri
óskast að
Þróunarsetri Hólaskóla á Sauðárkróki
Hólaskóli - Háskólinn á Hólum og Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins hafa ásamt fleiri aðilum
samstarf um rekstur Þróunarseturs Hólaskóla
við höfnina á Sauðárkróki. Þar er góð aðstaða
til kennslu og rannsókna, m.a. í fiskeldi, fiskalíf-
fræði og matvælavinnslu. Þar fer fram kennsla
við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Hólaskóla
og ýmis rannsókna- og þróunarverkefni á veg-
um Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og
Hólaskóla, m.a. í samstarfi við Háskóla Íslands,
Háskólann á Akureyri og FISK Seafood.
Starfssvið rekstrarstjórans verður að hafa um-
sjón með rekstri Þróunarsetursins á Sauðár-
króki og bera ábyrgð á honum gagnvart stjórn
setursins og Hólaskóla. Rekstrarstjórinn mun
taka þátt í frekari uppbyggingu Þróunarseturs-
ins með þátttöku í gerð kynningaráætlana, ef-
lingu tengsla á milli atvinnulífs, skóla og rann-
sóknarstofnana og hafa umsjón með samning-
um við aðila sem nýta aðstöðuna eða koma
að frekari uppbyggingu setursins.
Hæfniskröfur:
Auglýst er eftir dugmiklum einstaklingi með
haldgóða menntun á sviði viðskiptafræði,
rekstrarfræði eða véla- eða rekstraverkfræði.
Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa
frumkvæði og metnað í starfi og hafa færni
í mannlegum samskiptum.
Launakjör eru skv. kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur
gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
Umsóknarfrestur er til 13. mars 2006.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
fyrri störf ásamt afritum af prófgögnum óskast
sendar með tölvupósti (skuli@holar.is eða
sjofn@rf.is) eða til Hólaskóla, Hólum í Hjalta-
dal, 551 Sauðárkróki.
Upplýsingar um starfið veita Skúli Skúlason
í síma 455 6300 og Sjöfn Sigurgísladóttir í síma
530 8600.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf) er sjálfstæð ríkisstofnun og
heyrir undir sjávarútvegsráðuneytið. Stefna Rf er að auka verðmæti
og öryggi sjávarfangs með rannsóknum, þróunarvinnu, miðlun
þekkingar og ráðgjöf.
Háskólinn á Hólum er miðstöð rannsókna og kennslu í fiskeldi á
Íslandi.