Morgunblaðið - 20.02.2006, Page 21

Morgunblaðið - 20.02.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 F 21 Breytingar á íbúðum Innréttingar eru sérlega vandaðar en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk tökum við vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma. Ítarleg kaupendahandbók fylgir öllum íbúðum ÍAV. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200 H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Þjónustuhús við Lækjarbrún í Hveragerði veitir þér tækifæri til að njóta lífsins í faðmi einstakrar náttúru og hafa jafnframt aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands. Kaupendur gerast sjálfkrafa aðilar að samningi við HNLFÍ sem veitir aðgang að viðamikilli þjónustu Heilsustofnunarinnar gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds. Rómuð náttúrufegurð, friðsæld og nálægð við hvers kyns þjónustu og heilsurækt eru nokkrir af þeim kostum til að njóta lífsins sem bjóðast í Hveragerði. Fallegar gönguleiðir allt í kring, golfvöllur, hesthús og margvísleg afþreying á svæðinu. Íbúðirnar eru 2ja og 3ja herbergja frá stærðinni 86–100 fm. Verð frá 23,2 millj. ÞJÓNUSTUHÚS – HVERAGERÐI 3ja herbergja Ásakór er fallegt þriggja hæða fjölbýlishús með lyftu og 6 íbúðum á hæð. Sérinngangur er í hverja íbúð og fylgir eitt bílastæði í bílageymslu hverri íbúð. Svalagangar 2. og 3. hæðar eru með glerskermum. Íbúðum er skilað fullbúnum án gólfefna en með flísalögðum baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Innréttingar eru mjög vandaðar og hægt er að velja á milli þriggja viðartegunda í innréttingum og innihurðum. Þvottaherbergi er í öllum íbúðum. Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja frá stærðinni 96–120 fm. Verð frá 22,5 millj. ÁSAKÓR – KÓPAVOGI 3–4ja herbergja BAKKAGERÐI – REYÐARFIRÐI Parhús Glæsilega hönnuð tæplega 160 fermetra parhús með sérstæðum bílskúrum. Húsin eru klædd með bárumálm- klæðningu og litaðri viðarklæðningu að hluta. Íbúðum er skilað fullbúnum að utan, með grófjafnaðri lóð og rúmlega fokheld að innan. Húsin eru á fallegum stað með góðu útsýni yfir fjörðinn. Verð frá 17,5 millj. NORÐURTÚN – EGILSSTÖÐUM 3ja–4ra herbergja Í Norðurtúni eru til sölu glæsilega hönnuð 128 fm rað- og par- hús á einni hæð. Húsunum fylgir leik- og útivistarsvæði og því eru þau tilvalin fyrir fjölskyldufólk. Bílskúrsréttur fylgir hverri íbúð. Útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með litaðri bárumálmklæðningu og að hluta með litaðri viðarklæðningu. Þakið er klætt með krossvið og bárumálmklæðningu. Íbúð- unum er skilað frágengnum að utan og rúmlega fokheldum að innan. Sameiginlegri lóð er skilað með malbikuðum bíla- stæðum. Afhending er samkomulag. Verð frá 16,4 millj. SMÁRAFLÖT – AKRANESI 3ja herbergja Fallegar 92–97 fm íbúðir í þriggja hæða stigahúsi. Sér inn- gangur er í hverja íbúð. Íbúðum er skilað fullbúnum, parket á gólfum, en flísar á anddyris-, geymslu-, baðherbergis- og þvottahúsgólfum. Gólfhiti er í íbúðunum. Verð frá 17,7 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.