Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 30
30 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 27 ára EIGNABORG Fasteignasala Hjallabrekka Til sölu glæsilegt 173,2 fm einbýlishús, að hluta á tveimur hæð- um. Á neðri hæð er bílskúr, þvottahús og lítið herbergi. Á efri hæð eru fjögur svefn- herbergi, skápar í tveimur. Baðherbergi er nýlega flísalagt á gólfi og veggjum. Eldhús er endurnýjað að hluta. Gólfefni efri hæðar er parket. Heitur pottur við suðurhlið. Stór og vel hirtur garður. Gullsmári Mjög góð 76 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Glæsilegar innréttingar, flísalagt baðherbergi, parket á gólfum, búið að byggja yfir svalir. Í næsta ná- grenni er félagsaðstaða aldraðra. Núpalind 116,7 fm glæsileg 4ra herb. íbúð ásamt stæði í lokuðu bílskýli. Rúm- góð, þrjú svefnherb. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Laufengi 119 fm raðhús á tveimur hæðum. Fjögur svefnherbergi, eldhús með borðkróki og góðri innréttingu, rúm- góð stofa og gengið út í garð. Æskileg skipti á 3ja herb. í Hraunbæ. Smiðjuvegur 561 fm atvinnuhúsnæði með stórri innkeyrsluhurð. Möguleiki er að skipta eigninni í þrjá hluta. Laust 1. maí. Hlíðasmári 15 • 201 Kópavogur • Sími: 585 0100 Guðmundur St. Ragnarsson - Löggildur fasteignasali            DALSEL 27 ENDARAÐH. - 5 SVEFNH.174,3 FM.+ 30 FM.BÍLG. + GOTT LEIKSV. Stærð í fermetrum: 174 Fjöldi herbergja: 7 Tegund eignar: Raðhús Verð: 37,4 Lýsing eignar: NÝTT! ENDARAÐH. - 5 SVEFNH.174,3 FM.+ 30 FM.BÍLG. + GOTT LEIKSV. Glæsilegt, mikið endurnýjað og vel skipulagt 3ja. hæða endaraðhús samtals 200 fm. eign í Seljahverfinu. Falleg eign með mikið útsýni yfir Reykjavík og Snæfellnesið. Húsið var málað að utan árið 2004. 1.HÆÐ: Eldhús sem var nýlega stækkað og nýuppgert. Stofan er sérstaklega rúmgóð, útgengi út á góðar suðvestursvalir. Beikiparket er á flestum gólfum eignar. 2.HÆÐ: Á efri hæðinni eru fjögur góð svefnherbergi öll parketlögð. Hjónaherbergið er með útgengi út á suðvestursvalir og góðum skápum. Þvottahús er á hæðinni. Baðherbergið er nýuppgert, baðkar m/sturtu nýjar hvítar flísar á gólfi og vegg, upphengt klósett með mósaík flísalögðum kassa, falleg ný innrétting undir vaski og spegill yfir, handklæðaofn á vegg. JARÐHÆÐ: Á neðri hæð er mjög rúmgott herbergi og úr því útgengi út í garð, parket á gólfi , sem nýtist vel fyrir ungling, eða sem skrifstofa . Einnig er hægt að útbúa baðherbergi á neðri hæð og leigja herbergið út eða nýta sem gott sérherbergi eða gestaherbergi. BÍLAGEYMSLA: Gott sérstæði í bílgeymslu og með því sér geymsla sem er fyrir utan uppgefna fermetratölu því er eignin er u.þ.b. 200 fm. að stærð með bílgeymslu. LÓÐ+SAMEIGNLEG LÓÐ:Eigninni fylgir stór lóð fyrir framan og aftan húsið. Mikið af leiktækjum á sameiginlegri barnvænni lóð fyrir Dalselið. Stutt í Ölduselsskóla, leikskóla og í alla þjónustu! Allar nánari upplýsingar veitir: Áslaug Baldursdóttir, sölumaður í síma: 822-9519 Sölumaður:Áslaug Baldursdóttir. Mottur LAUSAR mottur eru komnar aftur í tísku. Gular, rauð- ar, grænar og bláar. Kringlóttar, af- langar, ferkantaðar – ef engin finnst sem heillar þá bjóða flestar teppaversl- anir upp á það að sníða mottur að óskum hvers og eins og falda þær (tekur um sólar- hring). Í fasteignakaupum er iðu- lega svo um samið að kaupverð fasteignar greið- ist ekki allt í einu, heldur í nokkrum greiðslum sem kaupandi á að inna af hendi á til- teknum gjalddögum. Algengt er að kaupandi sé aðeins búinn að greiða hluta kaupverðsins þegar hann fær fasteignina af- henta. Eftir af- hendingu getur kaupandi orðið þess áskynja að ástand eða eig- inleikar fasteign- arinnar er annað og verra en kaupsamningur aðila eða laga- reglur kveða á um. Við þessar aðstæður vaknar sú spurning hvort kaupanda sé heimilt, vegna þeirra galla sem hann telur vera á eigninni, að halda eftir þeim hluta kaupverðsins sem hann á þá enn eftir að greiða seljandanum. Í lögum um fasteignakaup er mælt fyrir um heimild kaupanda til að halda eftir eigin greiðslu til að tryggja skaðabóta- eða afslátt- arkröfu vegna galla. Nefnist heim- ild þessi stöðvunarréttur. Hér er ætlunin að fjalla stuttlega um skil- yrðin fyrir beitingu stöðv- unarréttar og afleiðingar þess þeg- ar honum er beitt réttilega eða ranglega. Skilyrði fyrir beitingu stöðvunarréttar Í stöðvunarrétti felst heimild kaupanda til að halda eftir svo miklu af kaupverði sem svarar til áætlaðra skaðabóta eða afsláttar vegna galla sem kaupandi telur fasteignina vera haldna. Skilyrði fyrir réttilegri beitingu stöðv- unarréttar er því að samhengi sé á milli þess sem kaupandi heldur eftir af kaupverði og áætlaðrar gallakröfu sem kaupandi telur sig eiga. Telji kaupandi sig þannig eiga skaðabótakröfu á hendur selj- anda sem áætluð er ein milljón króna en ógreiddar eftirstöðvar kaupverðs, sem t.d. eiga að greið- ast við útgáfu afsals, nema þremur milljónum króna er kaupanda ein- ungis heimilt að halda eftir einni milljón en er jafnframt skylt að standa skil á hinum milljónunum tveimur. Sá sem beitir stöðvunarrétti verður að meta það sjálfur hversu langt hann á að ganga í þeim efn- um. Grundvallaratriði er að sá sem beitir stöðvunarrétti gerir það á eigin ábyrgð og áhættu. Gangi kaupandi of langt getur hann átt á hættu að þurfa greiða seljanda dráttarvexti af því sem ekki er haldið réttilega eftir eða þurft að sæta riftun seljanda á kaupsamn- ingnum. Kaupanda er því í flestum tilvikum nauðsynlegt að afla gagna máli sínu til stuðnings. Hér getur t.d. verið um að ræða mat verk- fræðings eða byggingarmeistara á orsökum galla og kostnaði við úr- bætur. Kostnað, sem fellur til við öflun slíkra gagna, má kaupandi telja til þess sem hann heldur eft- ir. Hvenær á kaupandi að beita stöðvunarrétti? Þótt skilyrði séu fyrir beitingu stöðvunarréttar er kaupanda heim- ilt en aldrei skylt að beita honum fyrir sig. Við mat á því hvort hann skuli halda eftir greiðslum getur kaupanda verið nauðsynlegt að líta til tilgangs stöðvunarréttar en hann er einkum tvíþættur. Í fyrsta lagi felst í úrræðinu ákveðin þvingun um að seljandi efni skyld- ur sínar réttilega og bæti þar með úr göllunum. Það er því einkum í þeim tilvikum þegar um nýbygg- ingar er að ræða, þar sem seljand- inn er jafnframt byggjandi húss- ins, sem þess er helst að vænta að hald á greiðslu leiði til þess að bætt sé úr göllum. Bæti seljandi úr göllum svo fullnægjandi sé fell- ur réttur kaupanda til að halda eftir hluta kaupverðsins niður. Að- ilar geta þar með lokið viðskiptum sínum með því að seljandi gefur út afsal vegna kaupanna. Í öðru lagi getur falist í úrræðinu ákveðin trygging ef kaupandi ætlar í fram- haldinu að rifta kaupunum eða honum er kunnugt um bága fjár- hagsstöðu seljanda. Ef kaupandi er í vafa um rétt- mæti gallakröfu sinnar eða hversu háum fjárhæðum hann eigi að halda eftir og hann metur þannig áhættuna af mögulegum drátt- arvaxtakröfum seljanda of mikla getur hann einfaldlega valið þá leið að nýta sér ekki stöðvunarrétt sinn. Kaupandi greiðir þá eft- irstöðvar kaupverðsins á umsömd- um gjalddögum. Telji kaupandi ekki útilokað að hann eigi engu að síður gallakröfu á hendur seljanda við þessar aðstæður er honum nauðsynlegt að tilkynna seljanda það með sannanlegum hætti, ann- ars er hætta á að slík krafa glatist sökum tómlætis vilji kaupandi bera gallana fyrir sig síðar. Kaup- anda getur því, t.d. við útgáfu af- sals, verið nauðsynlegt að tilkynna seljanda með sérstakri yfirlýsingu að hann áskilji sér rétt til að sækja rétt sinn vegna tiltekinna galla sem hann telur vera á eign- inni. Hver eru málalok þegar stöðvunarrétti er beitt? Á meðan kaupandi heldur eftir hluta kaupverðsins á grundvelli stöðvunarréttar er ekki hægt að ljúka viðskiptum aðila sem í fast- eignakaupum lýkur að jafnaði ekki fyrr en þegar seljandi gefur út af- sal handa kaupanda. Náist ekki samkomulag milli aðila um hæfi- legar bætur vegna gallakröfu kaupanda er einsýnt að ágrein- ingur þeirra endar fyrir dóm- stólum. Kaupandi getur orðið fyrri til og höfðað gallamál á hendur seljanda. Algengara er þó að seljandi ríði á vaðið og höfði dómsmál þar sem krafist er eftirstöðva kaupverðs auk dráttarvaxta. Í slíku máli er kaupanda rétt að hafa uppi gagn- kröfu vegna þeirra galla sem hann telur vera á eigninni. Dómstóll sker þá úr hvort kaupandi hafi beitt stöðvunarréttinum innan þeirra marka sem lög setja. Kom- ist dómstóll að þeirri niðurstöðu að gallakrafa kaupanda sé jafnhá eða hærri en sú fjárhæð sem haldið er eftir er ljóst að kaupandi hélt greiðslu réttilega eftir og þarf því ekki að greiða eftirstöðvar kaup- verðsins eða dráttarvexti af því. Komi hins vegar í ljós að galla- krafa kaupanda var lægri en sú fjárhæð sem haldið var eftir er kaupandi dæmdur til að greiða seljandanum mismuninn ásamt dráttarvöxtum frá þeim degi sem greiðsla kaupverðsins átti að fara fram. Samkvæmt lögum getur kaupandi haldið eftir eigin greiðslu til að tryggja skaðabóta- eða afsláttarkröfu vegna galla. Hald á eigin greiðslu í fasteignakaupum Gestur Óskar Magnússon Hús og lög eftir Gest Óskar Magnússon, lög- fræðing hjá Húseigendafélaginu/ gestur@huseigendafelagid.is Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.