Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 20.02.2006, Qupperneq 50
50 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík - Húsalind fasteignasala er með í sölu bjarta, opna og fallega þriggja herbergja 105 fermetra út- sýnisíbúð á 2. hæð (efstu) í litlu fjöl- býli á eftirsóttum stað í Víkurhverf- inu í Grafarvogi. Eignin er við Ljósavík 24, í botn- langa og langt frá miklum umferðar- götum. Hún er vel staðsett með tilliti til verslunar og þjónustu. Víkurskóli er skóli hverfisins og Borgarholts- skóli og leikskóli eru í göngufæri. Falleg útivistarsvæði eru við bæjar- dyrnar, m.a. Korpúlfsstaðagolf- völlur, Egilshöll og göngu- og hjóla- leiðir meðfram strandlengjunni. Sérinngangur er af svölum og þvottahús innan íbúðar. Úr rúm- góðri forstofunni er annarsvegar gengið í sér þvottahús/geymslu íbúðarinnar og hins vegar inn í íbúð- ina. Þvottahúsið er rúmgott með góðu hilluplássi og glugga. Holið tengir saman vistarverur íbúðar- innar. Ljóst viðarparket er heillagt á íbúðinni og gefur henni fallegan heildarsvip og gott flæði. Tölvutengi eru í svefnherbergjum og stofu, adsl-lína í íbúðinni og digital Ísland í húsinu. Íbúðin skiptist í svefnherbergis- álmu þar sem eru baðherbergi og tvö svefnherbergi og hins vegar liggja saman eldhús, borðstofa og stofa. Eldhúsið er hálfopið við borð- stofu með Axis innréttingu og mjög góðu skápaplássi. Öll eldhústæki frá Fagor. Stofan er rúmgóð með falleg- um stórum gluggum með útsýni til vesturs yfir Snæfellsjökul og norður yfir Esjuna. Útgengt er úr stofunni út á rúmgóðar svalir. Borðstofan er opin við eldhús og stofu. Birtumiklir gluggar. Hjónaherbergið, sem er með glugga í vestur, og barnaherbergið eru rúmgóð með góðu skápaplássi. Baðherbergið er líka rúmgott og flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu. Falleg innrétting við vask, innbyggð halogenlýsing í kappa. Gluggi á baðherbergi. Sérgeymsla er á jarðhæð og hlut- deild í sameiginlegri hjólageymslu. Gluggar að utan í sameign voru mál- aðir fyrir tveimur árum. „Þetta er góð og skemmtileg eign í Grafarvogi í göngufæri við Spöng- ina og alla þá verslun og þjónustu sem þar er,“ segir Guðbjörg Svein- björnsdóttir hjá Húsalind fasteigna- sölu. Ásett verð er 24,9 millj. kr. Húsalind fasteignasala er með í sölu þriggja herbergja 105 fermetra útsýnisíbúð á 2. hæð í þessu litla fjölbýli við Ljósavík 24 í Grafarvogi. Eignin er vel staðsett með tilliti til verslunar og þjónustu. Ásett verð er 24,9 millj. kr. Ljósavík 24 Laufengi - raðhús. Vorum að fá í sölu fallegt endaraðhús á tveimur hæðum á þessum eftirsótta stað. 4 herbergi eru á efri hæðinni. Afgirtur garður. Verð 29,9 millj. Breiðvangur - 4ra - Hfj. Falleg og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 1. hæð á þessum eftirsótta stað. Sérþvottahús í íbúð. Verð 18,9 millj. Seljavegur - 3ja + aukaherb. Til sölu mjög góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð með aukaherbergi í kjallara. Tvær stórar parketlagðar stofur, úr annarri stofunni er útgengt í stóran garð sem snýr í suður. Mikil lofthæð er í íbúð- inni. Verð 23,5 millj. Sólheimar - 3ja herb. Falleg, björt og talsvert endurnýjuð, 3ja herb. 83,5 fm íbúð á jarðhæð með séraðkomu, sérinn- gangi, hellulögðu og upphituðu sérbílastæði og stórum garði á þessum vinsæla stað. Verð 19,5 millj. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Nýjustu eignirnar á www.hofdi.is Þverbrekka - 2ja - Kóp. Vorum að fá í sölu sérlega fallega 63 fm 2ja her- bergja íbúð á 2. hæð í litlu snyrtilegu fjölbýli á þessum eftirsótta stað. Sérinngangur. Svalir. Laus strax. Verð 14 millj. Hjarðarhagi - 3ja Björt og snyrtileg 91,4 fm íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýli ásamt 27,7 fm bílskúr í sérlengju. Íbúðin skiptist í hol, tvær stofur, eldhús, baðherbergi og svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla og reiðhjóla- og vagnageymsla. Verð 20,5 millj. Engjasel - 3ja herb. Vorum að fá í sölu gullfallega 90 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt sérstæði í bílageymslu á þessum barnvæna stað. Verð 16,5 millj. Furugrund - 4-5 herb.- Kóp Björt, vel skipulögð 4ra-5 herb. 108,1 fm enda- íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað. Þvotta- herbergi og búr í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Aukaherbergi í kjallara sem hentar í útleigu. Verð 20,7 millj. Jörfabakki - 3ja herb. Vorum að fá í sölu sérlega glæsilega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á 1. hæð á þess- um eftirsótta stað. Fyrstur kemur fyrstur fær. Verð 16,9 millj. Kelduland 3ja-4ra herb. Gullfalleg 3ja-4ra herb. 85,9 fm endaíbúð á 2. hæð (efstu) á gróðursælum stað í Fossvoginum. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð. Parket og flísar á gólfum. Verð 20,9 millj. Ástún - 3ja - Kóp. Vorum að fá í sölu vel skipulagða 3ja herb. íbúð á eftirsóttum stað í Kópavogi. Frábært útsýni. Stórar svalir í vestur. Parket á gólfum. Góð að- koma. Snyrtileg sameign. Verð 17,9 millj. Laufásvegur - 3ja herb. Til sölu falleg 3ja herb., 82,6 fm íbúð með sér- inngangi og garði á þessum eftirsótta stað. Verð 21,5 millj. 12 - 20 milljónir 20 - 30 milljónir Til sölu er hús og eignarlóð að Bræðraborgarstíg 31. Um er að ræða 536 fm hornlóð við Hávallagötu. Á lóðinni er 104 fm hús á tveimur hæðum ásamt geymslulofti. Ýmsir möguleikar eru með lóðina, t.d. bygging stærri eignar. Tilboðum óskast skilað til Jóns Ólafssonar hrl., Tjarnargötu 4, fyrir 8. mars 2006. Teikningar af lóðinni ligga fyrir en ekki deiliskipulag. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar gefa Eiríkur í síma 896-4865 og Guðlaugur í síma 692-4646. Tilboð óskast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.