Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁKVÖRÐUN ÁRNA MAGNÚSSONAR Ákvörðun Árna Magnússonar fé-lagsmálaráðherra að segja afsér ráðherraembætti og hverfa frá þingmennsku kemur á óvart. Árni hefur verið í forystusveit Framsókn- arflokksins hin síðari ár og margir litu til hans, sem arftaka Halldórs Ás- grímssonar. Árni Magnússon hefur unnið gott starf í félagsmálaráðu- neytinu og þeir, sem til hans hafa leit- að, hafa fundið, að þeir mættu velvilja og vilja til að leysa mál og koma þeim í betri farveg. Þótt félagsmálaráðherra hafi orðið fyrir vissum áföllum á ráðherraferli sínum er augljóst, að þau valda ekki þeirri ákvörðun, sem hann hefur tekið. Það getur enginn starfað á vettvangi stjórnmála í æðstu embættum án þess að verða fyrir einhverju hnjaski á þeirri leið. Af yfirlýsingum Árna Magnússonar er ljóst að ákvörðun hans á sér per- sónulegar rætur. Ráðherrastarfi fylgir áreiti og álag, sem eru þau tvö orð, sem hann notar til að lýsa því, og bendir á að það snúi ekki bara að honum sjálf- um heldur fjölskyldu hans einnig. Hann staðfestir að eiginkona hans hafi átt við veikindi að stríða um skeið. Þótt eftirsjá sé að Árna Magnússyni á hinum pólitíska vettvangi er aug- ljóst, að hann mun njóta mikillar virð- ingar fyrir þá ákvörðun eins og málum er háttað. Það er umhugsunarefni að ungur maður láti af ráðherrastörfum á þeim forsendum, sem um er að ræða. Árni Magnússon er annar maðurinn úr for- ystusveit Framsóknarflokksins á nokkrum árum, sem lætur af ráðherra- embætti með þeim hætti, að það kemur mjög á óvart. Það er eðlileg ráðstöfun hjá Fram- sóknarflokknum að gera breytingar á ráðherraskipan af þessu tilefni. Jón Kristjánsson hefur unnið gott starf sem heilbrigðisráðherra á undanförn- um árum og skynsamlegt að gefa hon- um færi á að takast á við ný verkefni. Hann er líka einn þeirra stjórnmála- manna, sem leggja sig fram um að nýta ráðherratíma sinn til góðra verka. Ekki var heldur við öðru að búast en Siv Friðleifsdóttir kæmi inn í ríkis- stjórn á nýjan leik. Hún átti þátt í að bera klæði á vopnin, þegar hún yfirgaf ríkisstjórn á sínum tíma vegna fækk- unar ráðherra Framsóknarflokksins haustið 2004, þegar Halldór Ásgríms- son tók við forsætisráðherraembætti. Nú uppsker hún eins og til var sáð á þeim tíma. Þjóðfélagsumhverfið á Íslandi þarf að vera þannig, að það laði hæfileika- fólk að þátttöku í stjórnmálum í stað þess að fæla það frá. Því miður er það ekki svo í dag. Það þarf að breytast. Annars er mikil hætta á ferðum fyrir íslenzka lýðveldið. BÖRNIN OG FJÖLSKYLDURNAR Staða barna og fjölskyldunnar ísamfélaginu var til umræðu á þingi, sem haldið var á föstudag undir yfirskriftinni Hve glöð er vor æska? Á ráðstefnunni flutti Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, mjög athygl- isverða ræðu. Hún kvaðst þeirrar hyggju að feðraorlof gerði starfs- menn að betri starfskröftum og virt- ist ábyrgð þeirra í starfi og örygg- isvitund aukast í samræmi við aukna ábyrgð heima fyrir. Hún sagði að það væri lykilatriði að stjórnendur fyrir- tækja færu sjálfir í fæðingarorlof bæði vegna þess að það yki skilning þeirra á stöðu annarra og til að vera undirmönnum sínum góð fyrirmynd. „Mér sýnist hins vegar því miður að margir karlkyns stjórnendur og for- ystumenn í atvinnulífinu taki ekki feðraorlof eða þá að mjög takmörk- uðu leyti,“ sagði hún og spurði: „Get- ur það verið að harkan og samkeppn- in í viðskiptalífinu sé svo mikil að það sé einfaldlega of mikil áhætta fyrir þá að fara í fæðingarorlof eða taka tíma frá vinnunni til að sinna fjölskyld- unni …“ Rannveig vakti einnig máls á því hversu mikið misræmi er í opinberri umræðu um viðskiptalífið annars veg- ar og uppeldis- og menntamál hins vegar. „Í viðskiptalífinu er talað í milljörðum, en í uppeldisgeiranum í þúsundköllum,“ sagði hún. „Fjar- lægðin þarna á milli er óþægilega mikil og áþreifanleg, jafnvel þótt þessir tveir heimar geti alls ekki hvor án annars verið. Við vitum að góð menntun er undirstaða öflugs at- vinnulífs til framtíðar og foreldrar gætu ekki tekið þátt í atvinnulífinu ef börnin væru ekki í skólum og leik- skólum.“ Þetta er mjög tímabær ábending hjá Rannveigu og hárrétt. Mikilvægt er að stjórnendur fyrirtækja geri sér grein fyrir því að þau eru hluti af því umhverfi sem þau starfa í en standa ekki utan við það. Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð. Þær miklu breytingar, sem hafa orðið í íslensku þjóðfélagi á undan- förnum árum, voru einnig til umræðu og vöktu tveir ræðumenn máls á hættunni á því að bil myndist á milli barna vegna efnahags og aðstæðna foreldra. Halldór Grönvold, aðstoðar- framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði að ójöfnuður og fátækt færi vaxandi í þjóðfélaginu og kann- anir ASÍ leiddu í ljós að farið væri að skilja á milli barna eftir efnahag og aðstæðum foreldra strax við fimm til sex ára aldur hvað snerti þátttöku í tómstundastarfi. Guðrún Helgadóttir rithöfundur sagði að nú væri svo kom- ið að þeir, sem efni hefðu á, létu fag- fólk skipuleggja líf barnanna, en þeir, sem byggju við fátækt, neyddust til þess að skilja börnin eftir í reiðuleysi. „Stjórnvöld hafa hvergi nærri komið til móts við breyttar þarfir barnafjöl- skyldnanna í landinu, sem ætti þó að hafa algeran forgang,“ sagði hún. Stjórnvöld hafa lagt á það áherslu undanfarið að leggja beri áherslu á börn og fjölskylduna. Í þeirri umræðu þarf að taka til alvarlegrar skoðunar hvernig á að koma í veg fyrir allt það, sem getur leitt til ójafnaðar og stétt- skiptingar meðal barna. Hér þarf að huga að mörgum þáttum, allt frá greiðslum fyrir mat í grunnskólum til kostnaðar vegna tónlistarnáms og íþróttaiðkunar. Það er ekki verjandi að það verði látið viðgangast að slíkt bil myndist í íslensku samfélagi. Á sdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, segir fyrirtækið hafa sótt um lóð á sama stað og Bau- haus sækir um í landi Úlfars- fells ítrekað frá árinu 1998, en verið synjað. BYKO hefur nú aflað lögfræði- álits þar sem fram kemur að fái Bauhaus lóðina geti verið að Reykjavíkurborg sé að gerast sek um brot á jafnræðisreglu stjórn- sýslulaga, nema málefnaleg sjónarmið ráði því að BYKO var synjað en Bauhaus fær lóð- ina. Ásdís Halla þvertekur fyrir að BYKO sé með einum eða öðrum hætti að beita sér fyrir því að Bauhaus-verslanirnar fái ekki lóðir á höfuðborgarsvæðinu. „Það er fráleitt og er ekki til í dæminu með neinum hætti. […] BYKO hefur aldrei beitt sér með pólitískum hætti. BYKO hefur aldrei, og mun aldrei beita sér með pólitískum hætti til að hindra eðlilega samkeppni.“ Bent er á að BYKO hafi sent Reykjavík- urborg bréf þegar fréttist að Bauhaus hefði sótt um lóð í landi Úlfarsfells, en Ásdís Halla segir það ekki helgast af því að reynt sé að bregða fæti fyrir Bauhaus. Einungis sé verið að ítreka fyrri áhuga BYKO á umræddri lóð. Í bréfinu ítrekar Smáragarður, fasteigna- félag sem sér um fasteignir BYKO, umsókn sína um þá lóð er rætt hafði verið um að út- hluta Bauhaus, og bent á að sótt hafi verið um lóð austan Vesturlandsvegar jafnt og þétt frá árinu 1998. Með bréfinu fylgir lögfræðiálit frá Andra Árnasyni hæstaréttarlögmanni, sem var falið að kanna réttarstöðu BYKO vegna málsins. Andri kemst í stuttu máli að þeirri nið- urstöðu að úthlutun lóða sé stjórnvalds- ákvörðun, og sé þar með bundin af reglum stjórnsýslulaga, þar með talið jafnræðisregl- unni. Jafnframt segir í álitinu að jafnvel þó að finnist málefnaleg sjónarmið fyrir því að út- hluta Bauhaus lóðinni, svo sem þau rök að það efli samkeppni, geti BYKO haft rétt- mætar og löglegar væntingar sem geti leitt af sér gríðarlegt tjón. Réttarúrræði þeirra sem telji brotið á sér séu m.a. að krefjast ógild- ingar á stjórnvaldsákvörðuninni, og/eða krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem ólögmæt ákvörðun hefur í för með sér. Segir Bauhaus aldrei hafa sótt um lóðir Ásdís Halla hafnar algerlega þeirri fullyrð- ingu Dags B. Eggertssonar, formanns skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, að bréf BYKO hafi komið „á elleftu stundu“ fyrir borg- arráðsfund, eins og haft var eftir honum í Morgunblaðinu á föstudag. Borgarráðsfund- urinn hafi verið haldinn 2. mars, en bréfið hafi verið boðsent á skrifstofu borgarráðs 22. febrúar, átta dögum fyrir fundinn. Þar að auki hafi Smáragarður nokkrum vikum fyrr sent skipulagsráði erindi með ósk um við- ræður um málið sem ekki hafi fengist nein viðbrögð við. Hún hafnar því einnig að Bauhaus hafi ekki fengið lóðir sem fyrirtækið hafi sótt um í Kópavogi og Garðabæ, þar sem hún var áður bæjarstjóri. Samkvæmt hennar upplýsingum hafi Bauhaus ekki sótt um lóðir heldur hafi in að ver BYKO h arsvæðu Fyrirtæ mikilvæg valkosti arinnar þ vonbrigð ber 2001 Spurð frá Reyk hafi feng vísar Ás inni. Þar hluta BY legt sé a Hamrah sótti fyrs „Þetta urborg í ítrekaði að sækja arlöndum Borgin um sam Á þess rammas víkurbor hverfi. Í rýnihóps Birni Óla Ásdís lagi hver ingu þjó ustukjar ekki séu nema næ stórvers irtæki og húsnæði „Þega varð ráð skilaboð irsóknar þarna,“ s Reykjav og gerðu ráðgjafa til þróun arkjarna „Í þes fengist ló ennfrem garður, f eignamá við Smár irtækjun ir sig,“ s „Reyk þessi fyr sameigin frá þessu BYKO le lóð eitt o ar hafi te byggja á þriggja f lokað að veginn v markað. félagið farið í viðræður við einkaaðila um kaup á lóðum í eigu einkaaðila. Bæjarfélögin hafi ekki komið að því frekar en öðrum lóða- viðskiptum einkaaðila. Ásdís Halla segir að nú verði beðið svars Reykjavíkurborgar við bréfi og lögfræðilegri álitsgerð BYKO, og segist vonast eftir því að Reykjavíkurborg bregðist við með málefna- legum hætti. „Reykjavíkurborg verður að fylgja stjórn- sýslulögum, en miðað við hvernig umræðan hefur þróast, og miðað við það hvað hefur verið mikill ágreiningur um þetta mál í lang- an tíma, og pólitískar forsendur virðast því miður spila inn í, er eðlilegt að gefa fyr- irtækjum jöfn tækifæri til að sækjast eftir þessari lóð,“ segir Ásdís Halla. „Ef lóðin er skilgreind sem lóð fyrir bygg- ingarvöruverslun er langeðlilegast að bjóða slíka lóð út þannig að menn geti keppt um hana á jafnréttisgrundvelli og samkeppn- isforsendum.“ Ásdís Halla segir að BYKO myndi sætta sig við slíka niðurstöðu. „Alveg klárlega, þessi þrautaganga BYKO síðastlið- inn áratug hefur kennt okkur að það er miklu heilbrigðara að standa svoleiðis að mál- unum.“ Spurð hvort BYKO sé með þessum hætti að reyna að nýta sér betri þekkingu á íslensk- um aðstæðum, og nota sitt fjárhagslega sterka bakland til að hindra að Bauhaus fái lóðina, segir Ásdís Halla: „Styrkur okkar hef- ur ekki verið meiri en svo að við höfum ekki fengið lóð á því svæði í Reykjavík sem við höfum sóst eftir síðastliðin tíu ár. Við höfum ekki einu sinni fengið tækifæri til að vera í samkeppni á byggingarvörumarkaðnum í norðurhluta borgarinnar og það er miður fyr- ir neytendur á þessu stóra svæði. Mér finnst það algert lágmark að jafnræðis sé gætt þeg- ar fleiri en eitt fyrirtæki hafa áhuga á starf- semi á sama stað. Talandi um fjárhagslega sterkt bakland er líka rétt að benda á að þýski risinn Bauhaus ætti ekki að eiga í vand- ræðum með að fjárfesta í lóðum á Íslandi á markaðsverði.“ Eina verslunin í Reykjavík í leiguhúsnæði BYKO-verslanir eru starfræktar á átta stöðum á landinu, þar af ein í Reykjavík. Sú er í leiguhúsnæði við Hringbraut í vest- urbænum. Ásdís segir að þessu hafi BYKO reynt að breyta í um áratug, reynt hafi verið jafnt og þétt að fá lóð undir nýja verslun í nyrðri hverfum borgarinnar allan þann tíma án árangurs. Árið 1998 ákvað BYKO að sækja um lóð á tveimur stöðum, annars vegar í Grafarholti en hins vegar í landi Úlfarsfells, í Höllum eða Hamrahlíð, sem er svæðið sem Bauhaus hef- ur nú sótt um að fá úthlutað undir verslun sína. Lítið var um svör frá Reykjavíkurborg, og ítrekaði BYKO því umsóknina árið 2001, með nánari útfærslu á því sem hugmyndin var að gera á lóðinni, en þá var mest áhersla á að fá lóðina í Grafarholtinu. Húsasmiðjunni var hins vegar úthlutað lóðinni sem BYKO sóttist eftir í Grafarholti jafnvel þó að fyrirtækið væri þegar með starfsemi í Grafarvogi. „Húsasmiðjan var bú- Forstjóri BYKO segir sanngjarnt að bjóða lóð un Úthlutun til Bau brotið gegn jafn Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, segir fyrirtæk Umsókn þýsku byggingar- vöruverslunarkeðjunnar Bauhaus um lóð í landi Úlf- arsfells hefur verið mikið í umræðunni, en fyrir liggur að BYKO hefur reynt að fá þessa lóð úthlutaða án ár- angurs frá árinu 1998. Brjánn Jónasson ræddi við forstjóra BYKO, sem segir fyrirtækið óska þess að Reykjavíkurborg fari að stjórnsýslulögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.