Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 27
UMRÆÐAN
ÞEGAR bent hefur verið á þá fjöl-
mörgu kosti, sem fylgja því að taka
virkan þátt í Evrópusamstarfinu og
láta reyna á aðildarumsókn að ESB,
hafa andstæðingar gjarnan fullyrt
að aðild að ESB myndi fylgja mikið
atvinnuleysi hér á landi og spyrja
hverjir vilji bera ábyrgð á því. Þessu
til stuðnings er nefnt meðaltals at-
vinnuleysi á ESB-svæðinu og látið
sem svo að þetta sama meðaltal (10
til 12%) yrði hlutskipti okkar Íslend-
inga. Síðan er hamrað á þessari und-
arlegu röksemdafærslu og vitrænni
umræðu eytt með háðsglósum og
stráksskap enda þótt meðaltals-
atvinnuleysi á meginlandinu komi
málinu ekkert við. Að halda því fram
er álíka greindarlegt eins og að full-
yrða að nemandi, sem sækir nám í
tilteknum skóla, sé dæmdur til að
sitja uppi með þá meðaltalseinkunn
sem allir nemendur skólans fá á vor-
prófum. Frammistaða hans skipti
ekki máli þar sem einkunnagjöf hans
fari eftir meðaltali allra nemenda;
hann geti aðeins haft áhrif á með-
altalið sjálft með sínu litla framlagi.
Hverjum dytti í hug að halda slíku
glóruleysi fram í alvöru? Auðvitað
ræðst námsárangur fyrst og fremst
af frammistöðu viðkomandi nem-
anda og hvernig hann nýtir tíma og
tækifæri sem skólavistin býður.
Á sama hátt hefur meðaltals-
atvinnuleysi í Evrópu ekkert með
það að gera hvernig þau mál kynnu
að þróast hér á landi með aðild að
ESB. Við erum okkar gæfu smiðir,
eins og nemendur skólanna. Flest
bendir til að með því að ná góðum
samningum við ESB um aðild opn-
uðust ný tækifæri fyrir íslenskt at-
vinnulíf og unnt verði að skjóta enn
traustari stoðum undir blómlegt
efnahagslíf sem tryggi bestu lífs-
kjör. Ef menn ætla á hinn bóginn að
leggja hendur í skaut eftir aðild að
ESB og láta auðnu ráða þá gætum
við allt eins þurft að búa við meira
atvinnuleysi en nemur meðaltalinu
innan ESB. Miðað við þann þrótt og
það þor, sem einkennir íslenskt at-
vinnulíf um þessar mundir, er engin
ástæða til að óttast slík örlög. Þar
hafa menn ekki gleymt sér í vanga-
veltum um meðaltöl heldur sótt fram
með dirfskuna og góða dómgreind
að vopni. Því er þreytandi að þurfa
að hlusta á stjórnmálamenn sem
hafa gleymt sér í þvílíkri meðaltals-
umræðu sem hefur þann eina til-
gang að beina athyglinni frá kjarna
máls og velta sér upp úr álitamálum
sem engu skipta eins og er plagsiður
allt of margra Íslendinga.
INGÓLFUR SVERRISSON,
deildarstjóri hjá Samtökum
iðnaðarins.
Meðaltalsumræða
Frá Ingólfi Sverrissyni
FÉLAG leiðsögumanna, í samstarfi
við Ferðaskrifstofu Guðmundar
Jónassonar og Veiðisafnið á
Stokkseyri, bauð blindum og sjón-
skertum í ferð með leiðsögn í tilefni
Alþjóðlegs dags leiðsögumanna 21.
febrúar síðastliðinn. Nær 40 gestir
tóku þátt í ferðinni sem heppnaðist
gríðarlega vel í alla staði.
Á Veiðisafninu á Stokkseyri
fengu blindir og sjónskertir ein-
stakt tækifæri til þess að snerta
uppstoppuð dýr, upprunnin í Afr-
íku og fleiri heimsálfum. Meðal
sýningargripa voru gíraffi og
vörtusvín. Gestirnir voru hæst-
ánægðir með ferðina og sögðu
fræðslugildi hennar ótvírætt. „Hér
fáum við einstakt tækifæri til að
komast í snertingu við þessi fram-
andi dýr,“ sagði sjónskert ung kona
og minntist sérstaklega á íslenska
uppstoppaða fugla. „Það er aldeilis
frábært að fá að snerta fuglana sem
maður heyrir í en veit ekki hvernig
líta út.“
Páll Reynisson og Fríða Magn-
úsdóttir eiga og reka Veiðisafnið.
„Þegar við vorum farin að fá 1.000
manns til okkar í gegnum eldhúsið,
ákváðum við að opna alvöru safn,“
sagði Páll þegar hann kynnti hópn-
um safnið. Páll og Fríða skutu sjálf
flest dýrin en þar eru þó um 30
gripir í láni frá Náttúrufræðistofn-
un. Spurður hvort það væri ekki
dýrt áhugamál að veiða villidýr í
Afríku svaraði hann því til að þau
spöruðu á öðrum sviðum til að geta
leyft sér þennan munað. „Við eyð-
um ekki peningum í vitleysu og bú-
um meira að segja í sjálfu safninu
sem er gömul skemma,“ sagði Páll.
Eftir að heimsókninni í Veiði-
safnið lauk var hópnum ekið um
Stokkseyri og þaðan til Selfoss og í
Eden í Hveragerði. Leiðsögumenn
ferðarinnar voru Valur Pálsson og
Gylfi Guðmundsson, félagar í Fé-
lagi leiðsögumanna.
STEFÁN HELGI VALSSON,
Grundarstíg 6, 101 Reykjavík.
Blindir og sjónskertir
„sáu“ villt dýr frá Afríku
Frá Stefáni Helga Valssyni
leiðsögumanni
Blindir og sjónskertir skoða afrísk dýr.
ÞESSI bekkur heimsótti Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í
skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum Menntasviðs Reykja-
víkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verk-efnaviku
þar sem nemendur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í skólanum koma
þeir í kynnisheimsókn á Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nútíma
dagblað er búið til. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Auður í netfangi
audur@dagblod.is. Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn7. bekkur B í Melaskóla.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is