Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LANDBÚNAÐARVERÐLAUNIN
voru veitt í tíunda sinn við setningu
Búnaðarþings. Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra sagði verð-
launin viðurkenningu „… fyrir vel
rekinn búskap í sátt við land og
náttúru. Fyrir ræktun jarðargróða,
búfjár eða nýtingu annarra land-
gæða allt í samræmi við fjölþætt
gildi landbúnaðar í samfélaginu,
jafnt fyrir nýjungar og frumkvæði,
sem varðveislu menningararfs.“
Verðlaunin voru að þessu sinni
veitt fjórum býlum og ábúendum
þeirra. Hjónin Guðlaug Sigurð-
ardóttir og Hjálmar Pálmason
bjuggu á Bergsstöðum á Vatnsnesi
við Húnaflóa frá árinu 1972 til síð-
astliðins hausts. Voru þau verð-
launuð fyrir árangursrík störf að
sauðfjárbúskap og kynbótum og
fyrir merkileg félagsmálastörf.
Hjónin í Hestheimum í Ásahreppi,
Ásta Berghildur Ólafsdóttir og
Gísli Sveinsson hlutu verðlaun fyrir
bjartsýni og dugnað í fram-
kvæmdum og frumkvæði við að
samtvinna hrossarækt og ferða-
þjónustu. Bændur á Miðhúsum í
Fljótsdalshéraði, Edda Björnsdóttir
og Hlynur Halldórsson hlutu Land-
búnaðarverðlaunin fyrir listmuna-
gerð, skógræktarstörf og forystu í
félagsmálum skógarbænda. Síðast
en ekki síst hlutu verðlaunin þau
Ragnheiður Margrét Þorsteins-
dóttir og Helgi Steinsson, bændur á
Syðri-Bægisá í Öxnadal,fyrir
„myndarlegan og traustan rækt-
unarbúskap, sem öll nautgriparækt
í landinu hefur notið“.
Átta ársverk á nýbýli
Hjónin að Hestheimum keyptu
land út úr Sumarliðabæ í Ásahreppi
og hófu að búa þar árið 2001. Á
fimm ára búskapartíma hafa þau
byggt upp svo öflugt starf í
tengslum við hestamennsku og
ferðaþjónustu að á búinu eru unnin
um átta ársverk. „Við vorum í raun
heppin, þetta hefur gengið ótrúlega
vel fyrir sig. Við höfðum raunar áð-
ur rekið bú fyrir aðra aðila og erum
bæði hjónin úr sveit,“ segir Ásta.
Fyrir utan ýmsa hestatengda
ferðaþjónustu bjóða þau gistingu
og mat fyrir ferðalanga. „Einnig
nýtum við okkur mikið þjónustu í
kringum okkur; gallerý, hell-
askoðun, sundlaug og allt mögulegt
eins og hestasýningar,“ segir Ásta
sem viðurkennir að aldrei hafi ann-
að komið til greina en hestabúskap-
ur.
Dóttir hennar Katla hefur nýlok-
ið stúdentsprófi og vinnur nú öllum
stundum á búinu. Í haust segist hún
þó ætla í nám. „Ég er ekki ákveðin
en hestabrautin á Hólum heillar.“
Morgunblaðið/Sverrir
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, og verðlaunahafarnir Ásta Berghildur Ólafsdóttir og Katla Gísladóttir í forföllum Gísla
Sveinssonar, Helgi Steinsson og Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir, Guðlaug Sigurðardóttir og Matthildur Hjálmarsdóttir í forföllum Hjálmars
Pálmasonar, Edda Björnsdóttir og Hlynur Halldórsson á Miðhúsum. Lengst til hægri er Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.
„Vel rekinn búskapur í sátt við land og náttúru“
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði
við setningu Búnaðarþings í gær að það kynni að
vera heppilegra fyrir bændur að hefja nauðsyn-
lega aðlögun að breyttu umhverfi fyrr en síðar.
Átti hann þar við fyrirsjáanlegar breytingar að
loknum samningaviðræðum innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar (WTO).
„Þar er m.a. stefnt að auknum markaðsaðgangi
í milliríkjaviðskiptum með búvörur og skerðingu á
heimildum aðildarríkjanna til að stunda fram-
leiðslu- og markaðstruflandi stuðning. Stefna
stjórnvalda hefur verið að tryggja landbúnaðinum
tækifæri til að laga sig farsællega að þessari þró-
un. Við höfum ákveðna valkosti í því hvernig við
bregðumst við hinum væntanlegu nýju skuldbind-
ingum, en huga þarf að þeim við endurskoðun á
mjólkursamningi og gerð nýs sauðfjársamnings.
Best er fyrir bændur að búa við stöðugleika og
fyrirsjáanleika á rekstrarumhverfi sínu og forðast
kollsteypur ,“ sagði Guðni.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasam-
takanna, lýsti áhyggjum bænda af þessum breyt-
ingum. „Enn liggur ekki fyrir niðurstaða í við-
ræðulotu WTO. Sú óvissa sem því fylgir er okkur
erfið. Bændasamtökin hafa verið í góðu sambandi
við utanríkisþjónustu okkar og samningafólk Ís-
lands og komið á framfæri sjónarmiðum sínum. Á
þeim hefur verið allgóður skilningur, en það
breytir því ekki að ástæða er til að óttast hver
lendingin verður.“
Gæði og aftur gæði
Báðir gerðu ráðherra og formaður Bændasam-
takanna að umtalsefni mikla eftirspurn eftir ís-
lenskum landbúnaðarvörum. „Bóndinn á fullt í
fangi með að anna eftirspurninni; það ríkir því
sóknarstaða í flestum búgreinum, sem er sam-
kvæmt öllum lögmálum kjöraðstæður,“ sagði
Guðni. „Áreiðanlega hefði ekki þótt gáfuleg spá
fyrir nokkrum misserum að helstu framleiðslubú-
greinar okkar hefðu vart undan eftirspurn neyt-
enda. En skjótt skipast veðrin. Hagsæld í landinu,
aukinn kaupmáttur, samhliða öflugu markaðs-
starfi innanlands og utan, hefur breytt stöðunni.
Aukinn áhugi á gæðum, vöruvöndun og vöruþróun
okkar afurðafyrirtækja gefur okkur ný tækifæri.
Þetta gerist á sama tíma og við erum markvisst að
létta af okkur þungum höftum sem á bændur voru
lögð við átökin við offramleiðsluna. Þróunin er í
rétta átt, frjálsræði er meira til athafna,“ sagði
Haraldur.
Hann átaldi þó þjóðfélagið fyrir umræðu um
landbúnað og matvælaverð. „Hvernig má það vera
meginniðurstaða virtra fræðimanna og fjölmiðla
að íslenskar búvörur þrýsti verðlagi á matvörum
upp á við þegar þær í raun draga meðaltalsverð
innkaupakörfunnar niður?“
Guðni benti á að íslenskar landbúnaðarvörur
væru ekki hlutfallslega dýrari en aðrar matvörur
hérlendis. „… Hitt er annað mál að umræðan und-
irstrikar að íslenskur landbúnaður þarf að leitast
við að tryggja neytendum sínar góðu afurðir á við-
unandi verði; finna verður hverju sinni hinn gullna
meðalveg verðs og gæða … En það er mín skoðun
að hér megi helst lækka vöruverð með lækkun
vörugjalda og virðisaukaskatts á matvæli og efldu
eftirliti með samkeppnisskilyrðum á smásölu-
markaði,“ sagði Guðni sem jafnframt lagði áherslu
á að styrkur íslensks landbúnaðar fælist í „gæðum
og aftur gæðum“.
Haraldur benti á að Ísland yrði ekki magnfram-
leiðsluland: „… við erum of smá til afreka á þeim
sviðum, en við getum haft forskot á sviði þekk-
ingar. Landbúnaður framtíðarinnar verður þekk-
ingaratvinnugrein.“
Bændur hefji nauðsynlega
aðlögun fyrr en síðar
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
ÞETTA gekk bara mjög vel hjá
okkur, takk, aðstæður voru góðar
í dag og sunnudagur svo fáir
voru á ferðinni,“ sagði Ásgeir Ei-
ríksson framkvæmdastjóri Strætó
bs. í gærkvöldi.
Nýju leiðakerfi fyrir höf-
uðborgarsvæðið var komið í
gagnið í gærkvöldi, en tvær leiðir
bættust þá við í Reykjavík og
tvær í Kópavogi. „Við höfum
fengið fínar viðtökur og þetta lof-
ar góðu,“ segir Ásgeir.
Nokkurt öngþveiti myndaðist
við biðstöðina á Hlemmi í gær, en
hann segir það ekki vandamál.
„Tvær leiðanna sem við bættum
við stóð til að hefðu endastöð á
Hlemmi. Við ætluðum að hafa
biðstöðina við Hlemm en þurftum
að færa hana fyrir hornið inn á
Rauðarárstíg. Það er nú bara
smávegis tæknilegt atriði.
Ásgeir segir að þótt reynslan í
gær hafi verið góð, þurfi nokkra
virka daga til að fá betri mynd af
áhrifum breytinganna. „Í dag
lögðu nokkrir það á sig að
hringja í stjórnstöðina okkar, til
að þakka fyrir að fá þessar teng-
ingar aftur. Það var ósköp nota-
legt.“
Strætó fer
vel af stað
KÆRUM vegna hraðaksturs hefur
fjölgað verulega í umdæmi lögregl-
unnar á Selfossi frá því í fyrra. Á
fyrstu tveimur mánuðum ársins var
341 ökumaður kærður vegna of
hraðs aksturs. Á sama tímabili á
árinu 2005 voru þeir 103, 147 árið
2004 og 101 á árinu 2003.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að
hafa verði í huga að tíðarfar gæti átt
þátt í þessum mun á milli ára.
341 tekinn fyrir
hraðakstur á
tveimur mánuðum
JARÐSKJÁLFTI sem mældist 4,3 á
Richter samkvæmt sjálfvirkum
mælum Veðurstofunnar varð um 38
km norðnorðvestur af Grímsey um
kl. 10:20 í gærmorgun. Talsverð
skjálftavirkni hefur verið á þessum
slóðum að undanförnu og höfðu um
30 smærri skjálftar mælst hjá Veð-
urstofunni á svæðinu á einum sólar-
hring í gærkvöldi.
Upptök skjálftanna eru norð-
arlega á svonefndu Tjörnes-
brotabelti, en jarðskjálftahrinur
eru algengar á svæðinu.
Skjálftahrina
við Grímsey