Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 37
GRAFÍKMYNDIR Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur af kvenlíkömum eru sérstæðar og áhugaverðar vegna einhvers fín- legs samspils í innri veruleika þeirra. Hugmyndin sem Magda- lena leggur upp með við gerð þeirra byggist á persónulegri sam- semd með líkama stúlkubarns, fullþroska konu og hrörnandi gamalmenni. Þessi samsemd getur átt sér stað innan sömu persónu eða milli kynslóða og birtist sem blöndun þessara aldursskeiða bæði í myndefninu sjálfu og í út- færslunni. Myndirnar eru dúk- og tréristur þrykktar á japanskan pappír í stærðinni 140x56 cm hver. Papp- írinn sjálfur er ákaflega lífrænn og skírskotar til húðarinnar, sér- staklega viðkvæmrar barnshúðar um leið og hann minnir á aldraða þunna krumpaða og brothætta húð eða fatnað. Óljóst er á köflum hvort fígúrurnar eru naktar eða í einhverjum klæðum, hvort blúnd- ur tilheyri barnæskunni eða hvort sakleysið tilheyri siðferðinu. Eina sem virðist öruggt er að kynferðið tilheyrir þessum afhjúpuðu lík- ömum sem eru dregnir upp með aðferðum barnsins, með innsæi listakonunnar og með áferð for- gengileikans. Öldrun líkamans er eitt af þeim tabúum samtímans sem listamenn eru farnir að skoða í ríkara mæli. Sýning Magdalenu kallast því á við sýningu John Coplans í Hafn- arhúsinu þar sem hann sýnir öldr- Margræðni líkamans Kvenlíkaminn varð Magdalenu Margréti að yrkisefni á sýningunni. un eigin líkama á afhjúpandi hátt í ljósmyndaverkum sínum. Magda- lena Margrét fer aðra leið, myndir hennar eru ekki skrásetningar heldur líkamlegir gjörningar sem fela í sér líkamlega nánd við vinnslu þeirra, ná út yfir sjálfið og afmáir kynslóðabilið sem óhjá- kvæmilega er til staðar í einni og sömu persónunni. Þær birtast í af- ar daufum litum þar sem hvert þrykkið ofan á öðru er varla greinanlegt. Vinnuferlið verður merkingarbær og áhugaverður hluti af hugmyndafræði verkanna þar sem miðillinn sjálfur, grafíkin, er notuð á persónulegan, hárná- kvæman og átakalausan hátt. Myndirnar eru hvorki ljótar né fallegar, reyndar eru þær kannski svoldið ljótar á sértækan hlut- lægan hátt en líka mjög fallegar á víðtækari huglægan hátt. Það er svoldið erfitt að hætta að hugsa um þær … MYNDLIST Grafíksafn Íslands Hafnarstræti Magdalena Margrét Kjartansdóttir Sýningu er lokið. Þóra Þórisdóttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 37 DAGBÓK ABC-barnahjálp hóf í byrjun mánaðarinsárlegt söfnunarátak sitt, „Börn hjálpabörnum“. Söfnunin stendur út mars-mánuð og er unnin með aðstoð skóla- barna sem ganga í hús með söfnunarbauka. Síðustu ár hafa söfnunarátök ABC-barnahjálp- ar verið helguð starfsemi hjálparstarfsins í Ind- landi og Úganda og voru til að mynda byggðir svefnskálar fyrir 800 drengi á Heimili litlu ljós- anna, sem ABC starfrækir á Indlandi, fyrir það fé sem safnaðist í fyrra. Í ár er söfnunarféð helgað verkefnum í Pakistan. „Ákveðið var að safna fyrir Pakistan strax í sumar er Maxwell Ditta, ensku- kennari í Borgarholtsskóla sem ættaður er frá Pakistan, kom að máli við okkur og sagði okkur frá verkefni sem faðir hans starfrækir þar í landi,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC- barnahjálpar. Faðir Maxwell Ditta fékk stuðningsaðila sem barn, sem gaf honum tækifæri til að mennta sig, líkt og ABC-barnahjálp fæst við. „Hann var sá eini í fjölskyldunni sem fékk að mennta sig, en bræður hans eru ólæsir og hafa aldrei gengið í skóla. Hann sjálfur lauk mastersprófi og menntaði alla sína syni, sem einnig eru allir með masterspróf. Þetta sýnir hvað stuðningur við barn getur haft geysi- lega mikil áhrif, jafnvel í margar kynslóðir,“ segir Guðrún Margrét. „Synir hans byggðu föður sínum hús þegar hann var kominn á efri ár, eftir mikið ævistarf sem skólastjóri, prestur og kennari, svo hann gæti átt notalegt ævikvöld. En hann breytti húsinu óðar í skóla og fyllti það af börnum. Í fyrstu voru Max- well og bræður hans óhressir með föður sinn, en smituðust svo fljótlega af hugsjóninni sem á bak við bjó.“ Í dag leggja Maxwell Ditta og bræður hans föð- ur sínum lið við starfið og nú bætir ABC- barnahjálp liðsstyrk Íslendinga við. „Maxwell og Þórunn Helgadóttir, stjórnarmaður ABC, ferð- uðust til Pakistan og skoðuðu aðstæður. Mjög mik- ið af börnum þarna eru í sárri þörf, sérstaklega börn úr minnihlutahópum, og á meginþorri þeirra enga möguleika á að komast í skóla sökum fátækt- ar. Jafnvel vöru þarna börn sem ekki áttu nokkurn möguleika á að komast til læknis þó þau hafi þarfnast þess sárlega,“ segir Guðrún. Þegar hafa verið fest kaup á þremur land- skikum og hafist handa við að byggja þar skóla- byggingar. ABC-barnahjálp er nú með tæplega 400 börn undir sínum verndarvæng í Pakistan, og þar af yfir 50 í fullri heimavist. Allt fé sem safnast fer óskert til hjálparstarfs- ins, enda er ABC-barnahjálp að nær öllu leyti rek- in í sjálfboðavinnu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.abc.is en söfnunarreikningur átaksins er í Netbankanum, nb.is, nr. 1155–15–41414, kt. 690688–1589. Söfnun | Söfnunarátak ABC-barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, stendur út marsmánuð Fyrir börnin í Pakistan  Guðrún Margrét Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1982. Frá 1988 hefur hún starfað við ABC- barnahjálp. Árið 2004 hlaut Guðrún Margrét riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. Maki Guðrúnar er Hannes Lentz trygginga- ráðgjafi og eiga þau fjögur börn. Ágiskun. Norður ♠DG763 ♥Á64 ♦10 ♣9874 Suður ♠– ♥D1097 ♦ÁKDG9862 ♣10 Austur er gjafari og vekur á einu spaða, en suður stingur svo upp í alla við borðið með stökki í fimm tígla. Út kemur spaðatvistur, þriðja hæsta. Hvernig á að spila? Íferðin í hjartalitinn kemur til með að skipta sköpum. Spilið er frá sveitakeppi Bridshátíðar og Jón Baldursson var einn af mörg- um sagnhöfum í fimm tíglum. Hann trompaði útspilið, spilaði tígli á tíuna og litlu hjarta úr borði. Austur stakk upp kóng og spil- aði laufás og drottningu. Jón stakk, aftrompaði vörnina og svínaði svo hjartatíu! Norður ♠DG763 ♥Á64 ♦10 ♣9874 Vestur Austur ♠852 ♠ÁK1094 ♥G832 ♥K5 ♦43 ♦75 ♣K532 ♣ÁDG6 Suður ♠– ♥D1097 ♦ÁKDG9862 ♣10 Það reyndist eina vinningsleiðin þar eða vestur átti gosann fjórða í hjarta. Auðvitað er þetta hittingur, en Jón hafði tvær vísbendingar: Ann- ars vegar opnun austurs á spaða, sem lofaði fimmlit, og svo var aust- ur eldsnöggur að rjúka upp með hjartakónginn, sem benti til að hann ætti Kx. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Gjald af pallbílum ELLEN Ingvadóttir hefur skrifað greinar um gjaldtöku af pallbílum í Hvalfjarðargöngum. Ég hef svo sem enga ákveðna skoðun á gjald- inu en einhverja flokkun verður að hafa. Bílarnir slíta vegum mismikið og eðlilegt er að gjaldið taki að ein- hverju leyti mið af því, en vel má vera að munurinn sé of mikill. En annað ranglæti er þó meira aðkallandi að leiðrétta. Hvernig má á því standa að Ellen (og ekki bara hún) sem flytja inn hálfgerðar vöru- bifreiðar sem heimilisbíla borgi um- talsvert lægri gjöld af sínum bílum en við sem á litlu bílunum ökum. Það er miklu eðlilegra af Árna Mathiesen að laga þetta augljósa ranglæti. Kveðja, Hrafnkell Gíslason. Meðvitundarleysið algert ENN og aftur sé ég mig knúinn að hripa nokkrar línur til stuðnings slökkviliði og sjúkraflutnings- mönnum. Þegar Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var stofnað voru Reykjavík og Hafnarfjörður starf- andi með þessa þjónustu, en hin sveitarfélögin ekki. Var mér mjög brugðið þegar ég sá að formaður nefndarinnar var síðast þegar ég vissi Kópavogsbúi, sem aldrei hefur haft slökkvilið eða sjúkraakstur á sínum snærum. Það eru ekki mín orð að formaðurinn sé óvandaður maður, en ég tel það eðlilegra að formað- urinn sé úr Reykjavík eða Hafn- arfirði þar sem þekking á þessum málaflokk liggur fyrir. Borgið þess- um mönnum 250.000 kr. á mán. eftir 3 ára starf og engar refjar. Ég sem borgari sem borga mína skatta og útsvar á kröfu á hendur þeim sem með þessi mál fara fyrir okkar hönd, að hagsmuna okkar borg- arbúa sé gætt í hvívetna og hana nú. Brettið nú upp ermar (sveit- arstjórnarmenn) og rubbið þessu af. Eftir hverju er verið að bíða? Reyn- ið að koma því inn fyrir ykkar þykka skráp að við erum að tala um sérfróða fagstétt sem á engan sinn líka hér álandi. Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þessi fagmenn sjá sig knúna til að fara í verkfall, það má bara ekki gerast. Að lokum langar mig að koma því á framfæri við ykkur samborgara mína, sem eruð mér sammála: Látið nú í ykkur heyra um þessi mál og það STRAX. Baráttukveðja ykkur fagmönn- unum til handa. Ómar F. Dabney, fyrrv. fangavörður. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Kastalabyggð í Opna lista- háskólanum FYRIRLESTUR verður í Opna listaháskólanum í LHÍ, Skipholti 1, á morgun kl. 17 í stofu 113. Birkir Einarsson landslags- arkitekt talar um kastala- hverfið Haverleij St. Hertog- enbosch í Hollandi; nýtt 220 hektara úthverfi með níu kast- ala, eitt þorp, tólf herragarða, tvo golfvelli, skógarsvæði, náttúrusvæði og garðsvæði sem verða opin fyrir almenn- ing. Haverleij er einskonar til- raun til þess að bræða saman arkitektúr og landslags- hönnun. FÉLAGI í Mayumana-listhópnum frá Ísrael dansar hér á sýningu í Palma á Mallorca. Sýningin sækir efnivið í ólíkar listgreinar, en grunnur hennar er ávallt taktur. Reuters Dansað í ljósinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.