Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.03.2006, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 B 3 Ríkislögreglustjórinn Sumarafleysingar í lögreglu árið 2006 Auglýst er eftir nokkrum lögreglumönnum vegna sumarafleysinga. Þeir verða ráðnir hjá flestum embættum á landinu, þó ekki í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem nemar Lögregluskóla ríkisins munu verða þar í starfsþjálfun. Nánari upplýsingar um þörf á afleysingamönnum hjá einstaka embættum fást hjá viðkomandi embættum. Auglýst er eftir lögreglumönnum sem hafa útskrifast frá Lögregluskóla ríkisins, en náist ekki að manna allar stöður menntuðum lög- reglumönnum er heimilt að ráða ófaglærða menn til afleysinga og skulu þeir fullnægja skil- yrðum 2. mgr. 38. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og þurfa að standast inntökupróf, hafi þeir ekki ekki starfað við afleysingar innan árs frá því að þeir hefja störf að nýju. Áður en afleysinga- menn, sem ekki hafa lokið prófi frá Lögreglusk- óla ríkisins, hefja störf, þurfa þeir að sitja undir- búningsnámskeið, hafi þeir ekki starfað áður í lögreglu. Inntökupróf fyrir þá sem uppfylla almenn skilyrði verða haldin hjá Lögregluskóla ríkisins, en nánari tímasetning ákveðin síðar. Prófin gilda ekki sem inntökupróf í Lögreglu- skóla, skv. ákvörðun skólanefndar frá 28.10. 2003. Námskeið fyrir sumarafleysingamenn og héraðslögreglumenn verða haldin síðari hlut- ann í maí, nánari tímasetning og staðsetning verður ákveðin síðar. Umsóknum skal skilað til viðkomandi embættis fyrir 3. apríl 2006 á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglu- stjórum, annars vegar fyrir þá sem lokið hafa prófi frá Lögregluskólanum og hins vegar fyrir þá sem ekki hafa próf frá Lög- regluskólanum. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum „Eyðublöð“. Nánari upplýsingar um inn- tökupróf er hægt að nálgast á lögreglu- vefnum undir Lögregluskóli ríkisins/Inn- taka nýnema. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um. Reykjavík, 10. mars 2006, Ríkislögreglustjórinn. Forstöðumaður Amtbókasafnsins í Stykkishólmi Starf forstöðumanns Amtbókasafnsins í Stykk- ishólmi er laust til umsóknar. Amtbókasafnið í Stykkishólmi býr við þá sérstöðu að eiga sér lengri fortíð en mörg önnur almenningsbóka- söfn landsins, í safninu eru m.a. varðveitt prentskil frá árunum 1886 til 1976. Safnið er rekið af bæjarfélaginu skv. lögum um almenn- ingsbókasöfn frá árinu 1997. Ljósmyndasafn Stykkishólms er rekið innan safnsins og þar eru einnig ýmis listaverk sem safnið hefur fengið að gjöf. Fyrirhugað er að safnið flytjist í annað húsnæði á árinu. Menntunar- og hæfniskröfur: Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í bóka- safns- og upplýsingafræði eða jafngildu námi skv. 8. gr. laga um almenningsbókasöfn. Um- sækjandi þarf að hafa frumkvæði, getað unnið sjálfstætt, vera þjónustulipur og eiga auðvelt með samskipti. Viðkomandi þarf að getað hafið störf eigi síðar en 1. júní nk. Umsóknir þurfa að berast bæjarskrifstofum Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkis- hólmi, í síðasta lagi þann 7. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Erla Friðriksdóttir bæjarstóri um netfangið erla@stykkisholmur.is eða í síma 433 8100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.