Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 B 17 Vélstjóri óskast 2. vélstjóri óskast á frystitogarann Hrafn GK 111. Réttindi 1500 KW. Upplýsingar í síma 892 2502. Það vantar enn fleira gott fólk í Skagafjörð Sveitarfélagið Skagafjörður er spennandi valkostur Nálægð við náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, ein ódýrasta hitaveita á landinu, fjölbreytt þjónusta, öflugt íþróttalíf, mikil veðursæld og kröftugt menningarlíf er meðal þess sem gerir Skagafjörð að fýsilegum búsetu- kosti, ekki síst fyrir fjölskyldufólk. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði eru um 4200, þar af um 2600 á Sauðárkróki. Sauðárkrókur er einn öflugasti byggðakjarni landsbyggðarinnar þar sem saman fer öflug útgerð, úrvinnsla afurða af stóru landbúnaðarsvæði og þjónusta sem jafnast á við það besta sem býðst á landsbyggðinni. Það er alltaf pláss fyrir fleira gott fólk í Skagafirði! RÁÐHÚS SKAGFIRÐINGABRAUT 21 550 SAUÐÁRKRÓKUR  455 6000www.skagafjordur.is ÁRSKÓLI SAUÐÁRKRÓKI Við Árskóla eru eftirtaldar stöður lausar skólaárið 2006-2007: • umsjónarkennsla á yngsta stigi • enskukennsla • tónmenntakennsla, • handmennta- og sérkennsla • skólaritari • námsráðgjafastarf er laust nú þegar og út næsta skólaár Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma: 455 1100 / 822 1141 Heimasíða skólans: www.arskoli.is Í Árskóla eru 440 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er einsetinn og að hluta til endurbyggður, en starfar í tveimur skólahúsum. Í skólanum er ágætlega búin sérdeild og einnig er aðstaða í tölvu- og upplýsingatækni með því besta sem gerist í grunnskólum. Við skólann er skólavistun fyrir nemendur í 1.-3. bekk. Síðastliðin ár hafa starfsmenn skólans unnið að sjálfsmati eftir skosku kerfi sem aðlagað hefur verið að íslenskum aðstæðum og nefnist „Gæðagreinar“. Skólinn vinnur einnig eftir Olweusaráætluninni. Sauðárkrókur býður upp á góða þjónustu, öflugt íþróttastarf, leikskóla og fjölbrautaskóla. DAGVIST ALDRAÐRA Starfsmann til sumarafleysinga vantar í Dagvist aldraðra Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Elísabet Pálmadóttir. Símar: 453 5909 / 893 5398 Netfang: dagvist@skagafjordur.is „Dagvist aldraðra er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima” VINNUSKÓLI SKAGAFJARÐAR Auglýst eru laus til umsóknar störf flokksstjóra og starf forstöðumanns Vinnuskóla Skaga- fjarðar sumarið 2006. Laun samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Skagafjarðar. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu www.skagafjordur.is og skal skila í Ráðhúsið á Sauðárkóki fyrir 18.apríl n.k. Forstöðumaður Vinnuskólans tekur til starfa 15. maí og vinnur til 31. ágúst. Flokkstjórar taka til starfa 1. júní og vinna ýmist til 15. ágúst eða 31. ágúst. Um er að ræða störf á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri og er æskilegt að viðkomandi hafi unnið með börnum og/eða unglingum. Þek- king á staðháttum í sveitarfélaginu er einnig nauðsynleg. VARMAHLÍÐARSKÓLI Laus er kennarastaða við Varmahlíðarskóla, meðal kennslugreina er heimilisfræði. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma: 453 8225 Heimasíða skólans: www.varmahlidarskoli.is Í Varmahlíðarskóla eru 125 nemendur í 1. - 10. bekk. Í skólanum er öflugt félagslíf, góður starfsandi og góð vinnuaðstaða. LEIKSKÓLINN FURUKOT LEIKSKÓLINN GLAÐHEIMAR Stöður leikskólakennara og starf í eldhúsi laus til umsóknar. Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar í síma: 455 6110 (Furukot) og 455 6120 (Glaðheimar) Heimasíður leikskólanna: www.skagafjordur.is Sveitarfélagið Skagafjörður rekur fjóra leikskóla og þar dvelja um 220 börn á aldrinum 1-6 ára. Allir leikskólarnir byggja starf sitt á lögum um leikskóla, reglugerð og Aðalnámskrá leikskóla sem tók gildi frá og með júlí 1999. Hver skóli fer þó sína leið að settum markmiðum. Nánari upplýsingar um Sveitarfélagið Skagafjörð og þjónustu þess má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is N ÝP RE N T eh f www.rumfatalagerinn.is SÖLUMAÐUR! Rúmfatalagerinn óskar eftir sölumönnum, í boði er fullt starf. Góð laun í boði fyrir duglega einstaklinga. Mikil vinna í boði á líflegum og skemmtilegum vinnustað. Ör vöxtur fyrirtækisins gefur mikla möguleika á að vaxa í starfi. Hæfniskröfur: • Hressleiki • Opin fyrir nýjungum • Tilbúin að læra • Metnaður og áhugi Umsóknir sendist á rumfatalagerinn@rumfatalagerinn.is eða Smáratorg 1 201 Kópavogur merkt „Sölumaður“. Allar nánari upplýsingar veita verlsunarstjórar í verslunum Rúmfatalagersins milli 14:00 - 16:00. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Holtagörðum v/Holtaveg 104 Reykjavík 588 7499 Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Glerártorg 600 Akureyri 463 3333 Póstkrafa Glerártorg 463 3333 Smáratorgi 1 200 Kópavogi 510 7000 Póstkrafa Smáratorgi 1 510 7020 Tjónaskoðunarmaður óskast Óskum að ráða mann til að tjónaskoða bifreið- ar. Leitum að metnaðarfullum og vandvirkum einstaklingi, mikillar nákvæmi krafist. Frábær vinnuaðstaða. Upplýsingar í síma 567 8686. Bílastjarnan, Bæjarflöt 10, 112 Reykjavík. 1. vélstjóra vantar á togara sem stundar bolfiskveiðar. Vélarstærð 1309 kW. Þarf að geta leyst af sem yfirvélstjóri. Upplýsingar í síma 450 4620 á skrifstofutímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.