Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2006, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku og afgreiðslu Um fullt framtíðarstarf er að ræða. Góð laun eru í boði. Nánari upplýsingar á staðnum. Efnalaugin Björg er rúmlega 50 ára gamalt fyrirtæki sem kappkostar að vera fremst á sínu sviði. Áratuga reynsla starfsmanna skapar þá þekkingu og þjónustu sem Efnalaugin Björg veitir viðskiptavinum sínum. Rafvirkjar Óskum eftir að ráða rafvirkja til starfa við al- mennar raf- og tölvulagnir. Upplýsingar í símum 517 6900 og 660 6901 á skrifstofutíma milli kl. 9-17. Umsóknir sendist á netfangið fagtaekni@fagtaekni.is Starf lífeindafræðings eða líffræðings Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum, Reykjavík Laust er til umsóknar fullt starf lífeindafræð- ings B.S. eða líffræðings B.S. við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Ein- staklingur með sambærilega menntun kemur til greina í starfið. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Í starfinu felst m.a. vinna við frumuræktanir, veirurannsóknir og gæðaeftirlit. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneyt- isins og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Bergljót Magnadóttir í síma 585 5100 eða á netf.: bergmagn@hi.is. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til Framkvæmdastjóra Tilrauna- stöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keld- um v. Vesturlandsveg, 112 Reykjavík, eða með tölvupósti til helgihe@rhi.hi.is fyrir 9. apríl nk. RANGÁRÞING YTRA Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Helstu verkefni: Hefur yfirumsjón og annast áætlanagerð og framkvæmdir á nýjum fasteignum sem og viðhaldi og endurbótum á eldri fast- eignum sveitarfélagsins. Hefur yfirumsjón með mannahaldi, daglegum rekstri og áætlanagerð þjónustumiðstöðvar. Sinnir jafnframt þeim tilfallandi verkefnum sem upp koma hverju sinni og sviðsstjóri umhverfissviðs felur honum. Leysir garð- yrkjustjóra/forstöðumann vinnuskóla af í fríum. Menntunarkröfur: Sveinspróf í trésmíði, vélsmíði, pípulögnum eða rafvirkjun æskilegt. Próf í byggingariðnfræði eða tæknifræði æskilegt. Reynsla af mannahaldi, rekstri og verkstjórn nauðsynleg Næsti yfirmaður er sviðsstjóri umhverfissviðs. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Veitustjóri/Vélamaður/Tækjamaður Helstu verkefni: Hefur umsjón með eftirliti og viðhaldi á fráveitulögnum á veg- um sveitarfélagsins í þéttbýli sem dreifbýli. Hefur umsjón með viðhaldi og vinnur á vélum og tækjum sveitarfélagsins. Hefur umsjón með minniháttar snjómokstri. Hefur umsjón með viðhaldi á vélum og tækjum og stýrir véla- vinnu fyrir garðyrkjustjóra/forstöðumann vinnuskóla. Sinnir jafnframt þeim tilfallandi verkefnum sem upp koma hverju sinni og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar felur honum. Menntunarkröfur: Vinnuvélaréttindi nauðsynleg. Þekking og reynsla af lagningu dreifikerfa fráveitna og vatnslagna æskileg. Sveinspróf í tré- smíði, vélsmíði, pípulögnum eða rafvirkjun æskilegt. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN ytra og viðkomandi stéttarfélags. Iðnaðarmaður/Mælingamaður/Tæknimaður Helstu verkefni: Hefur umsjón með og annast viðhald og viðgerðir á fasteignum sveitarfélagsins. Hefur umsjón með og annast GPS-landmæl- ingar fyrir Umhverfissvið sveitarfélagsins sem og úrvinnslu við- komandi gagna og skráningu. Sinnir jafnframt þeim tilfallandi verkefnum sem upp koma hverju sinni og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar felur hon- um. Menntunarkröfur: Sveinspróf í trésmíði, vélsmíði, pípulögnum eða rafvirkjun nauðsynlegt. Próf í byggingariðnfræði eða tæknifræði æskilegt. Þekking og reynsla í meðhöndlun og vinnu með landmælinga- tæki æskileg. Vinnuvélaréttindi æskileg. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Verkstjóri gámasvæða Helstu verkefni: Verkstjóri gámasvæða hefur umsjón með og annast vöktun, viðhald og umhirðu á gámastöðvunum þremur í; Meiri-Tungu, Þykkvabæ og á Hellu. Verkstjóri gámasvæða hefur einnig yfirumsjón með öðrum minni gámastöðvum í sveitarfélaginu, s.s. með Landvegi og Þingskálavegi. Verkstjóri gámasvæða skipuleggur opnunartíma gámastöðv- anna í samráði við forstöðumann þjónustumiðstöðvar og sviðs- stjóra umhverfissviðs. Verkstjóri gámasvæða sinnir jafnframt þeim tilfallandi verkefn- um sem upp koma hverju sinni og forstöðumaður þjónustu- miðstöðvar felur honum. Menntunar- og hæfniskröfur: Framhaldsskólapróf æskilegt. Vinnuvélaréttindi æskileg. Snyrti- mennska og reglusemi nauðsynleg. Næsti yfirmaður er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Garðyrkjustjóri/Forstöðumaður vinnuskóla Helstu verkefni: Hefur faglega og rekstrarlega ábyrgð með almenningsgörðum og opnum svæðum sveitarfélagsins. Annast áætlanagerð á sviði garðyrkju og hefur umsjón og eftirlit með þessum svæðum, þar með talið öryggi leiktækja o.þ.h. Hefur umsjón með og annast; gerð nýrra göngustíga og viðhald á eldri stígum, snyrtingu og flutning á trjám og gróðursetningu nýrra, viðhald og þrif á götum og göngustígum, jólaskreytingar, vinnuskóla sveitarfélagsins. Sinnir jafnframt þeim tilfallandi verkefnum sem upp koma hverju sinni og sviðsstjóri umhverfissviðs felur honum. Leysir forstöðumann þjónustumiðstöðvar af í fríum. Menntunarkröfur: Sveinspróf í garðykju nauðsynlegt/æskilegt. Reynsla af manna- haldi, verkstjórn og eftirliti með verktökum æskileg. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri umhverfissviðs. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skila inn til skrifstofu Rangárþings ytra, Laufskálum 2, 850 Hellu, fyrir kl. 12.00 mánudaginn 10. apríl 2006. Símanúmer skrifstofunnar er 487 5834 og fax 487 5434. Umsóknareyðublöð fyrir framangreind störf má finna á heimasíðu Rangárþings ytra www.rangarthingytra.is undir flokknum eyðublöð. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Júlíusson sviðsstjóri umhverfis- sviðs Rangárþings ytra í síma 487 5599 milli kl. 10.00 og 12.00 alla virka daga Vakin er athygli á þeirri stefnu hjá Rangárþingi ytra að jafna hlut kynja í störfum. Áhugaverð framtíðarstörf í boði hjá Umhverfissviði Rangárþings ytra Sölu- og dreifingarsvið MS Reykjavík Sumarafleysingar í vörudreifingu MS Reykjavík óskar eftir að ráða bílstjóra vegna sumarafleysinga til vörudreifingar hjá fyrirtækinu. Ef þú hefur áhuga á að vinna hjá MS í sumar en ert ekki með meirapróf þá mun fyrirtækið aðstoða þig fjárhagslega við að afla slíkra rétt- inda. Nánari upplýsingar gefur dreifingarstjóri í síma 569 2320 milli kl. 13:00 og 15:00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. Umsóknir skal senda á netfangið starfsmannasvid@ms.is en einnig má nálgast sérstök umsóknareyðublöð í anddyri MS á Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. MS er framleiðslu-, þjónustu- og markaðsfyrirtæki á sviði mjólkur- framleiðslu Félagið rekur 6 mjólkurbú og öfluga dreifingarmiðstöð í Reykjavík. Hjá félaginu starfa 380 starfsmenn. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu félagsins www.ms.is. Trésmiðir og kranamenn óskast Vegna nýrra verkefna óskum við eftir að ráða trésmiði eða starfsmenn sem vanir eru tré- smíðum til fjölbreyttra verkefna. Óskað er eftir starfsmönnum til úti- og inni- vinnu. Ennfremur mönnum vönum mótaupp- slætti og mönnum á trésmíðaverkstæði okkar við innréttingasmíðar fyrir fyrirtæki og heimili. Einnig óskum við eftir vönum kranamönnum með full réttindi. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu fyrirtækis- ins í síma 553 3322 og hægt er að senda inn fyrirspurnir á tsh@hbh.is. Fyrirtækið H.B.Harðarson ehf. er alhliða verktaki sem tekur að sér nýbyggingar, verkefni fyrir fyrirtæki, skip og heimili. Stofnár er árið 1986 og starfa um 50 starfsmenn við fyrirtækið við fjölbreytt verkefni á vel búnu trésmíðaverkstæði og við almennar trésmíðar úti og inni. Með fyrirtækinu starfar einnig vaskur hópur undirverktaka þannig að fyrirtækið er vel í stakk búið til að taka að sér heildarverk. H.B.Harðarson ehf., Skógarhlíð 10, 105 Reykjavík, sími 553 3322, fax 551 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.