Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VERKSTJÓRI
Vegna aukinna byggingaverkefna
viljum við bæta verkstjóra í hóp
stjórnenda okkar. Meistararéttindi
í trésmíði æskileg en ekki skilyrði.
Áhugasamir hafi samband við
Friðrik Hansen Guðmundsson,
s: 534 6000
Stafnás ehf. er bygginga og verkfræðifyrir-
tæki. Við leggjum metnað okkar í fagleg
vinnubrögð, gott starfsumhverfi og góðan
aðbúnað á vinnustöðum.
StafnÁs
Bygginga- & verkfræðifyrirtæki
Blaðamaður
á Skessuhorn
Vegna aukinna verkefna óskar Vesturlands-
blaðið Skessuhorn eftir að ráða blaðamann
í fullt starf. Í boði er krefjandi en skemmtilegt
starf fyrir réttan aðila. Skilyrði er að viðkom-
andi hafi gott vald á íslensku og rituðu máli,
sé snöggur að vinna, hafi reynslu af hliðstæð-
um störfum og haldgóða menntun. Blaðamenn
með reynslu og jákvæð meðmæli ganga fyrir
um starfið. Viðkomandi þarf að hafa gott frétta-
mat og mikinn áhuga á mannlífi líðandi stund-
ar, jafnt atvinnulífi sem mýkri málefnum. Skil-
yrði er að viðkomandi sé eða verði búsettur
á Vesturlandi. Ráðið verður í starfið sem fyrst.
Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist:
Skessuhorni ehf., Kirkjubraut 54-56, 300 Akran-
esi, eða á tölvupósti: skessuhorn@skessuhorn.is
fyrir 1. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Magnússon
í síma 894 8998.
VERKFRÆÐINGUR
TÆKNIFRÆÐINGUR
Vegna aukinna verkefna við bygginga-
stjórnun og hönnun viljum við bæta
verkfræðing/tæknifræðing í hóp
stjórnenda okkar.
Áhugasamir hafi samband við Friðrik
Hansen Guðmundsson, s: 534 6000
Stafnás ehf. er bygginga og verkfræðifyrir-
tæki. Við leggjum metnað okkar í fagleg
vinnubrögð, gott starfsumhverfi og góðan
aðbúnað á vinnustöðum.
StafnÁs
Bygginga- & verkfræðifyrirtæki
Bakari
óskast til starfa sem fyrst.
Við leitum að góðum alhliða bakara með
metnað, áhuga og faglega þekkingu.
Góð vinnuaðstaða í skemmtilegum hópi bakara.
Allar nánari upplýsingar gefur Óttar Sveinsson
framleiðslustjóri í síma 864 7733.
Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á
ottar@bakarameistarinn.is
Starfsmenn vantar
Handlaginn mann við uppsetningar
og afgreiðslumann á lager.
Innflutningsfyrirtæki í örum vexti á
höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að
ráða ábyrga og þjónustulundaða
starfsmenn.
Störfin fela í sér:
Uppsetningar á iðnaðarhurðum, krön-
um o.fl. tengdu vöruflokkum fyrirtæk-
isins.
Móttöku og tiltekt á vörupöntunum,
afgreiðslu og öðru tilfallandi.
Lyftararéttindi æskileg en þó ekki skil-
yrði.
Vinnutími er frá kl. 8:00-17:00 alla virka
daga. Laun samkvæmt samkomulagi.
Leitað er að röskum, stundvísum og
heiðarlegum einstaklingum sem geta
hafið störf sem fyrst.
Um framtíðarstörf er að ræða.
Umsóknir fást á www.formaco.is og
upplýsingar í síma 577 2050 eða
824 2050.
Lögfræðingur
Yfirskattanefnd óskar eftir að ráða lögfræðing
til starfa. Starfið er einkum fólgið í gagnaöflun
og öðrum undirbúningi mála sem eru til með-
ferðar fyrir nefndinni. Umsækjendur þurfa að
hafa gott vald á íslensku, vera sjálfstæðir í
vinnubrögðum og vera færir um að skrifa
vandaðan texta. Æskilegt er að starfsmaður
geti hafið störf hið fyrsta.
Menntunarskilyrði eru embættispróf eða meist-
arapróf í lögfræði.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Stéttar-
félags lögfræðinga.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, berist formanni yfirskattanefndar,
Borgartúni 21, Reykjavík. Hann veitir einnig
nánari upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2006.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Yfirskattanefnd,
www.yskn.is
„... eitt saklaust lítið bros“
Óskum að ráða:
Grunnskólakennara í umsjón á yngsta- og
miðstigi og í dönsku í 7. -10. bekk.
Grunnskólakennara í hönnun og smíði.
Grunnskólakennara með framhaldsnám
í sérkennslufræðum.
Námsráðgjafa í 60-70% starf.
Skoðaðu aðstæður og vertu með í liði sem
byggir upp.
Upplýsingar um störfin gefa Sveinbjörn Mark-
ús Njálsson skólastjóri, í símum 540 4700 og
821 5007, netfang:
sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og Erna
Ingibjörg Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri í sím-
um 540 4700 og 821 5009, netfang:
erna.palsdottir@alftanesskoli.is
Umsóknir sendist Álftanesskóla, 225 Álftanesi.
Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ.
Skólastjóri.
Lausar stöður lækna
Heilbrigðisstofunin Ísafjarðarbæ auglýsir eftir
tveimur læknum til starfa. Stöðurnar eru lausar
strax. Um er að ræða 100% stöður.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Þorsteinn
Jóhannesson yfirlæknir, netfang
thorsteinn.johannesson@fsi.is. og Fjölnir Freyr
Guðmundsson yfirlæknir, netfang fjolnir@fsi.is
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsreynslu sendist Þresti Óskarssyni fram-
kvæmdastjóra, fyrir 1o.apríl n.k.. Netfang:
throstur@fsi.is
Heilbrigðisstofnunin, Ísafjarðarbæ skiptist í sjúkrasvið og heilsugæsl-
usvið og er vel búin stofnun, með rúmgóðri vinnuaðstöðu. Stofnunin
þjónar Vestfjörðum, einkum norðurhlutanum. Við veitum alla al-
menna þjónustu, bæði á heilsugæslusviði og á sviði skurð- og lyf-
lækninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysahjálpar og endur-
hæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförnum árum.
Starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar eru rúmlega 150 talsins og
starfsandi er mjög góður. Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða og
þar blómstrar öflugt lista-, menningar- og félagslíf. Íþrótta- og keppn-
isaðstaða er mjög góð, bæði innan- og utanhúss. 3 golfvellir eru
á svæðinu, 4 íþróttahús og 5 sundlaugar. Einnig er líkamsræktarstöð
í bænum. Tækifæri til útivistar eru mörg, skíðaland er frábært, stutt
í veiðilönd og áhugaverð göngusvæði og aðstaða til sjósports er
engu lík. Veðursæld er mikil á Ísafirði og lognkyrrð algeng. Flugsam-
göngur eru tvisvar á dag til Reykjavíkur.
BM VALLÁ EHF
óskar eftir starfsmönnum í eftirtalin störf
húseiningadeild Garðabæ
Bílstjóra á einingabíl o.fl. (meirapróf).
Lagermann (lyftararéttindi).
Kranamann o.fl. með (meirapróf).
Verkamenn í húseiningadeild.
Nánari upplýsingar gefur
Kjartan Antonsson verkstjóri í síma 860
5020 eða kjartan@bmvalla.is.