Morgunblaðið - 26.03.2006, Side 28
28 B SUNNUDAGUR 26. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Fjármálaráðuneytið hefur
tekið saman leiðbeiningar um
viðmið fyrir góða starfshætti
ríkisstarfsmanna.
Í sérstöku dreifibréfi eru
settar fram almennar leiðbein-
ingar um þau viðmið sem rík-
isstarfsmanni ber daglega að
gæta í störfum sínum. Í því
sambandi er lögð áhersla á að
ríkisstarfsmaður starfi í þjón-
ustu ríkisins og honum beri að
haga störfum sínum í sam-
ræmi við það. Í því felst fyrst
og fremst að hann skal virða
lög og stjórnarskrá og hafa
grunnreglur lýðræðis og
mannréttinda í heiðri. Hann
skal ennfremur leggja sig fram
um að sinna starfi sínu af alúð,
trúmennsku, heiðarleika og
ábyrgð.
Leiðbeiningar
Ríkisstarfsmaður skal leitast
við að haga orðum sínum og at-
höfnum í samræmi við eftirfar-
andi leiðbeiningar:
Ríkisstarfsmaður gætir
þess að fara vel með það
vald sem honum er falið og
beita því í þágu almanna-
hagsmuna, gæta sanngirnis
og meðalhófs en ekki nýta
það í eigin þágu.
Beiti ríkisstarfsmaður mati
við meðferð valds, sem hon-
um er fengið, þar sem velja
þarf á milli einstaklinga, t.d.
við ráðningu í störf, úthlut-
un styrkja eða annarra
gæða eða gerð samninga um
verktöku, skal hann byggja
ákvörðun sína á málefnaleg-
um sjónarmiðum, s.s. verð-
leikum og hæfni. Óheimilt er
að mismuna málsaðilum á
grundvelli ómálefnalegra
sjónarmiða, s.s. kynferðis,
kynþáttar, kynhneigðar, eða
samfélagslegrar stöðu að
öðru leyti.
Ríkisstarfsmaður gætir
þess að persónulegir og fjár-
hagslegir hagsmunir hans,
fjölskyldu hans eða vina fari
ekki í bága við starfsskyldur
hans. Þannig skal hann t.d.
ekki taka þátt í ákvörðunum
ef hann tengist málsaðilum
fjölskylduböndum, ef hann á
sjálfur aðild að málinu eða ef
það varðar vini hans eða
fyrrverandi maka.
Ríkisstarfsmaður skal ekki
þiggja eða sækjast eftir
gjöfum eða fjármunum frá
einstaklingum, fyrirtækjum
eða öðrum sem á einn eða
annan hátt tengjast starfi
hans ef almennt má líta á
það sem endurgjald fyrir
greiða eða sérstaka þjón-
ustu. Sanngjarnt er að víkja
frá þessu ef um afmælisgjaf-
ir eða annars konar tæki-
færisgjafir er að ræða enda
séu verðmæti þeirra innan
hóflegra marka. Hafa skal
samráð við yfirmann ef vafi
leikur á hvort starfsmanni
er heimilt að taka við gjöf.
Ríkisstarfsmaður skal
stuðla að því að upplýsingar
um ákvarðanir og starfsemi
þess stjórnvalds, stofnunar
eða fyrirtækis sem hann
starfar hjá séu aðgengilegar
almenningi enda sé ekki um
upplýsingar að ræða sem
leynt þurfa að fara sam-
kvæmt lögum.
Ríkisstarfsmaður gætir
þagmælsku um atriði er
hann fær vitneskju um í
starfi sínu og leynt skulu
fara. Honum er óheimilt að
afla sér trúnaðarupplýsinga
í starfi sínu sem ekki hafa
þýðingu fyrir starfið. Hann
skal ekki hagnýta sér upp-
lýsingar sem hann hefur
fengið í starfi sínu og ekki
hafa verið kynntar eða gerð-
ar almennar, til þess að
skapa sjálfum sér eða öðrum
ávinning, þ. á m. fjárhags-
legan, enda þótt ekki sé um
trúnaðarupplýsingar að
ræða. Ríkistarfsmaður gæt-
ir þagnarskyldu sinnar þótt
hann hafi látið af starfi sínu.
Ríkisstarfsmanni ber að
fara vel með almannafé,
gæta þess að það sé vel nýtt
og sé ekki notað á annan
hátt en ætlast er til lögum
samkvæmt.
Ríkisstarfsmaður sem verð-
ur var við spillingu, ólög-
mæta eða ótilhlýðilega hátt-
semi, skal koma upplýs-
ingum um slíka háttsemi til
réttra aðila. Til réttra aðila
geta m.a. talist stjórnendur
stofnunar, hlutaðeigandi
fagráðuneyti og eftir atvik-
um Ríkisendurskoðun eða
lögregla. Ríkisstarfsmaður
sem í góðri trú greinir á
réttmætan hátt frá upplýs-
ingum samkvæmt þessum
lið, skal á engan hátt gjalda
þess.
Siðferðileg álitamál
Í dreifibréfi frá fjármálaráðu-
neytinu segir að framan-
greindar leiðbeiningar verði
jafnan að taka mið af aðstæð-
um starfsmanna á hverju sviði
stjórnsýslunnar. Er því lagt
fyrir stjórnendur að meta það
sjálfstætt hvenær og í hvaða
tilfellum sé rétt að setja frek-
ari viðmið í formi leiðbeinandi
reglna eða sérstakra siða-
reglna. Slíkar reglur skulu fela
í sér nánari útlistun á því
hvernig æskilegt sé að starfs-
maður bregðist við þegar sið-
ferðileg álitamál koma upp í
starfinu. Jafnframt er í sama
tilgangi lagt til að stjórnendur
yfirfari og eftir atvikum endur-
skoði sérstaklega þau viðmið
eða siðareglur sem settar hafa
verið.
Stjórnendur ríkisstofnana
skulu tryggja að þær leiðbein-
ingar sem settar eru fram í
dreifibréfi þessu séu ávallt að-
gengilegar starfsmönnum. Við
ráðningu starfsmanna skulu
leiðbeiningarnar kynntar þeim
sérstaklega, segir í dreifibréf-
inu.
Viðmið um góða starfs-
hætti ríkisstarfsmanna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ríkisstarfsmenn Fjármálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig ríkis-
starfsmönnum, sem skipta þúsundum, ber að haga sér í vinnunni, og jafnframt hvernig þeir
eiga ekki að starfa.
● SIGURÐUR Pétursson, sem hefur átt sæti
í framkvæmdastjórn Alfesca, hefur að eigin
ósk látið af störfum sem framkvæmdastjóri
viðskiptaþróunar Alfesca. Hann mun þó í
samráði við yfirstjórn fyrirtækisins vinna
áfram í óákveðinn tíma sem ráðgjafi að ýms-
um verkefnum á sviði viðskiptaþróunar. Frá
þessu er greint í tilkynningu frá Alfesca.
Sigurður hóf störf hjá fyrirtækinu árið
1999 og hefur frá 2005 gegnt stöðu fram-
kvæmdastjóra viðskiptaþróunar og átt sæti í
framkvæmdastjórn félagsins. Í fyrstu gegndi hann starfi mark-
aðsfulltrúa og verkefnastjóra móðurfélagsins á Íslandi en í upp-
hafi árs 2002 hélt hann til starfa í Frakklandi þar sem hann tók
við starfi framkvæmdastjóra Iceland Seafood France (áður Nord
Ocean Seafood). Árið 2003 var Sigurður ráðinn sem fram-
kvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá SIF France og árið 2004
gegndi hann starfi framkvæmdastjóra kælisviðs félagsins.
Sigurður Pétursson hættir hjá Alfesca
Sigurður Pétursson
● NÝLEGA öðlaðist Landsteinar Strengur
hæfnisvottun frá Microsoft á sviði sjálf-
stæðra seljenda og framleiðenda hugbún-
aðarlausna. Áður hafði fyrirtækið hlotið
hæfnisvottun á sviði fyrirtækjalausna frá
Microsoft, en þessi nýja vottun styrkir enn
stöðu Landsteina Strengs á meðal sam-
starfsaðila Microsoft, segir í tilkynningu.
Að sögn Sigurjóns Péturssonar, fram-
kvæmdastjóra Landsteina Strengs, er vott-
unin mikill heiður fyrir Landsteina Streng og
góð viðbót við þær viðurkenningar sem fyrirtækið hefur áður
hlotið frá Microsoft. Á síðastliðnu ári fékk fyrirtækið æðstu við-
urkenningu sem Microsoft Business Solutions veitir samstarfs-
aðilum sínum á þessu sviði – Global ISV Partner of the Year.
Hæfnisvottun frá Microsoft
til Landsteina Strengs
Til sölu
Til sölu málverk
Tvö eftir Ásgeir Bjarnþórsson. Annað frá '47.
H. 68 cm og br. 115,5cm og hitt hæð 58 cm og
br. 82,5 cm. Einnig málverk eftir Þorlák R.
Halldórsen frá '85, h. 65, br. 79. Málverkin eru
öll innrömmuð. Upplýsingar í síma 696 9683.
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Íslands,
stofnað 1918,
sími 551 8130,
Garðastræti 8, Reykjavík.
Huglæknarnir Hafsteinn Guð-
björnsson, Ólafur Ólafsson,
Kristín Karlsdóttir.
Miðlarnir Anne Pehrsson,
Guðrún Hjörleifsdóttir, Rósa
Ólafsdóttir, Sigríður Erna
Sverrisdóttir, Skúli Lórenz-
son og Þórunn Maggý Guð-
mundsdóttir starfa hjá félaginu
og bjóða upp á einkatíma.
Hópastarf - Bæna- og þróunar-
hringir eru á vegum félagsins.
Uppl., fyrirbænir og bókanir í
síma 551 8130. Opið mán. frá kl.
9.30-14.00, þri. frá kl. 13.00-18.00,
mið.-fös. frá kl. 9.30-14.00.
www.srfi.is.
srfi@srfi.is.
SRFÍ.
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Fjölskyldusamkoma kl. 11.
Aldursskipt barnastarf. Högni
Valsson kennir, létt máltíð að
samkomu lokinni. Allir velkomnir.
Bænastund kl. 18.30.
Samkoma kl. 19.00. Freddie Fil-
more prédikar, lofgjörð, fyrir-
bænir, samfélag. Allir velkomnir.
Þriðjudaginn 28. mars verður út-
sending frá kennslu á Livets Ord
kl. 06:30 með Kong Hee frá Sing-
apore og aftur kl. 17:00. Mið-
vikudaginn 29. mars verður út-
sending kl. 17:00.
www.vegurinn.is
Samkoma í dag kl. 16.30 í
safnaðarheimili Grensáskirkju.
Thomas J. Stankiewicz
predikar.
Mikil lofgjörð og fyrirbænir.
Öll samkoman fer fram á
íslensku og ensku.
Allir eru hjartanlega
velkomnir.
www.vineyard.is
Samkoma í dag kl. 16.30.
Gunnar Þorsteinsson predikar.
Mánud. Logos-námskeið kl. 20.00.
Þriðjud. Samkoma kl. 20.00.
Miðvikud. Bænastund kl. 20.00.
Fimmtud. Unglingar kl. 20.00.
Laugard. Samkoma kl. 20.30.
www.krossinn.is.
Morgunguðsþjónusta kl. 11.
Friðrik Schram kennir um:
Hvernig kenndi Jesús og hvern-
ig þjálfaði hann lærisveinana?
Barnapössun fyrir 1-2 ára, sunnu-
dagskóli fyrir 3-6 ára og Krakka-
kirkja fyrir 7-13 ára.
Samkoma kl. 20.00 með mik-
illi lofgjörð og fyrirbænum. Frið-
rik Schram predikar. Hvernig
mætti Jesús fólki?
Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til-
veruna“ sýndur á Ómega kl. 14.
Samkoma á Eyjólfsstöðum á
Héraði kl. 17.00. Unnar Erlings-
son predikar. Tvískift barnastarf.
Kaffi og samfélag á eftir.
www.kristur.is
Í kvöld kl. 20.00. Samkoma.
Umsjón Miriam Óskarsdóttir og
Björn Tómas Kjaran.
Mánudag 27. mars kl. 15.00.
Heimilasamband. Allar konur
velkomnar.
I.O.O.F. 3 1863278 III.H.F.*Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
English speaking service at
12:30 pm.
The entrance is from the car
park in the rear of the building.
Everyone is welcome.
Almenn samkoma kl. 16:30.
Ræðum. Shawn Foster frá Youth
Storm USA.
Kirkja unga fólksins leiðir lof-
gjörð.
Fyrirbænir í lok samkomu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Barnakirkja á meðan samkomu
stendur, öll börn velkominn frá
1-12 ára.
Hægt er að hlusta á beina út-
sendingu á Lindinni fm 102.9
eða horfa á www.gospel.is
Á Ómega er sýnd samkoma frá
Fíladelfíu kl. 20:00.
filadelfia@gospel.is
www.gospel.is
Almenn samkoma kl. 14.00.
Helga R. Ármannsdóttir prédikar.
Tónlist, söngur og fyrirbænir.
Barnastarf fyrir 1-12 ára meðan
á samkomu stendur og kaffisala
að henni lokinni.
Allir hjartanlega velkomnir!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a
við Vatnsendaveg,
www.kefas.is.
Heildsala - Smásala
til sölu með eigin innflutning og góða álagn-
ingu ásamt fínum samböndum. Góð upp-
grip framundan. Verð ca 12 m. Svar merkt:
„Tækifæri“ sendist á netfang: galle@isl.is
Húsnæði í boði
Ventura - Orlando
Til leigu rúmlega 100 fm íbúð. Íbúðin skiptist
í stofu, eldhús og tvö rúmgóð svefnherbergi
með sér baðherbergjum. Íbúðin er til leigu frá
1. maí til 30. sept. Upplagt fyrir félagasamtök
og starfsmannafélög.
Áhugasamir sendi tölvupóst á arni.hall@simnet.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Ungir menn í framkvæmdum við húsið Hamborg.
ATVINNUÁSTAND er
heldur gott á félagssvæði Fé-
lags málmiðnaðarmanna á
Akureyri um þessar mundir,
en um þrjú hundruð manns
eru í félaginu.
Nemar í málmiðnaðar-
greinum eru of fáir á félags-
svæðinu, og brýn nauðsyn að
þeim fjölgi verulega á næstu
árum. Þetta kom fram á aðal-
fundi félagsins nú á dögun-
um.
Þá kom og fram að heldur
er að lifna yfir endurmennt-
unarnámskeiðum fyrir fé-
lagsmenn í endurmenntun-
arstöð félagsins við Draupnis-
götu. Verið er að ganga frá
samningi við Tölvufræðsluna
á Akureyri um tölvunámskeið
fyrir félagsmenn. Félagið er í
auknum mæli að koma til
móts við félagsmenn sína á
sem flestum sviðum m.a. með
niðurgreiðslu á margskonar
námskeiðsgjöldum sem nýt-
ast félagsmönnunum bæði í
leik og í starfi.
Nýtt sumarhús sem félagið
á með Félagi iðn- og tækni-
greina á Illugastöðum var
tekið í notkun sl. sumar. Ver-
ið er að leggja hitaveitu á
svæðinu og munu verða settir
heitir pottar við öll húsin á
Illugastöðum í vor.
Aðalfundurinn samþykkti
að fara í stefnumótunarvinnu
fyrir félagið á þessu ári.
Of fáir nemar á Akureyri
Sigurjón Pétursson