Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 25.06.2006, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er 21. júní, sum- arsólstöður, og glampandi sól. Í kennslustofu í Há- skólanum í Reykja- vík situr fólk og lærir markaðsfræði. Út úr stofunni stíga Mary, Sarah, Audrey og Angeline og heilsa glaðlega. Þarna eru líka Christine og Grace og þeir Edward og Charles. Þau koma frá mismunandi stofnun- um sem látið hafa til sín taka í Úg- anda. Blaðakona kynnir sig með fullu nafni. „Þú ert sem sé dóttir Jóns?“ Íslensku nafnahefðirnar hafa aug- ljóslega komið til tals. Síðustu dagar hafa verið kaldir og þungbúnir. Þótt fólkið sé vant rign- ingu frá regntímabilunum heima í Úganda er kuldinn töluvert meiri hér en þar. Ofnarnir í kennslustofunni reynast hafa verið mikið notaðir síð- ustu daga. Yfir kaffinu er boðið upp á flatkök- ur með hangikjöti. Björtu sumarnæt- urnar berast í tal og Edward lyftist allur upp. „Maður vissi náttúrlega vel að svona norðarlega væru bjartar sumarnætur en það er skrýtið að upplifa það sjálfur,“ segir hann bros- andi. Mary bendir á að fyrir þann sem ekki er vanur birtu 24 klukku- stundir sólarhringsins sé skrýtið að upplifa sólskin seint um kvöld. Það er ef til vill táknrænt að þennan tiltekna dag er lengstur sólargangur. Að námskeiðinu loknu mun hópur- inn halda aftur til Úganda og koma af stað frumkvöðlafræðsluverkefni í samvinnu við Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands. Fólkið þjálfar hóp samlanda sinna sem aftur mun kenna almenningi að reka fyrirtæki og ýta eigin rekstri úr vör. Hópurinn gistir í miðbænum og gengur þaðan í skólann, sem stendur við Kringluna. „Auk þess að ganga höfum við tekið ólíka strætisvagna heim eftir skóla klukkan fimm, til að sjá sem flest svæði borgarinnar,“ segja konurnar. Þær hyggja einmitt á ferð um kvöldið út á Álftanes með tveimur strætisvögnum. „Við verð- um nú að fara og sjá hús forsetans.“ Þegar blaðamaður og ljósmyndari líta aftur við eftir hádegismat er rektor Háskólans í Reykjavík, Guð- finna S. Bjarnadóttir, stödd í kennslustofunni og ræðir við hópinn um frumkvöðlastarfsemi. Svín og hænur en ekki gíraffar Á sólríkum degi eftir rigningu síð- ustu vikna á höfuðborgarsvæðinu sjást brosandi Íslendingar hvarvetna þegar kennarinn Magnús Orri Schram ekur út úr bænum á 11 manna bíl sem hann hefur útvegað. Hitamælirinn sýnir þó einungis 13 gráður. „Hvað segirðu, verður eitt- hvað heitara hér en þetta?!“ heyrist í gegnum hlátrasköllin í hópnum. Hraunbreiðan á Reykjanesinu er glæsileg í góða veðrinu. Grace bendir út um gluggann. „Þegar við ókum af flugvellinum áttaði ég mig ekki strax á því að þetta væri hraun. Heima gegnir það að yrkja landið svo stóru hlutverki að maður hugsaði ósjálf- rátt að það hlyti að vera mjög erfitt að rækta nokkuð í landslagi eins og þessu,“ segir hún og hlær. „Er ekki sagt að maður læri í gegnum augu, hjarta og hendur – það sem maður sér, tengir við sig og þreifar á? Með því að koma hingað til lands til að læra námsefnið höfum við blandað þessu þrennu saman,“ bætir hún við og bendir sem dæmi á að athyglis- vert hafi verið að sjá frumkvöðla- starfsemina hjá Kaffitári. Bíllinn ekur framhjá nokkrum trjám sem hefur verið plantað. „Nei sko, þarna er skógur!“ Allir hlæja. Við Bláa lónið blakta fánar við hún. „Hva, bara næstum því flaggað úg- andíska fánanum og allt!“ heyrist úr Frumkvöðlarnir frá Úganda kunnu vel að meta heita vatnið í Bláa lóninu, leirinn og landslagið í kring. „Verður eitthvað heitara hér en þetta?!“ Hvernig er að ferðast yfir 8.000 kílómetra til að koma til Íslands í frum- kvöðlafræðslu? Það hefur átta manna hópur frá Úg- anda reynt en hann hefur síðustu tvær vikur setið námskeið á vegum Háskól- ans í Reykjavík og Þróun- arsamvinnustofnunar Ís- lands. Sigríður Víðis Jónsdóttir og Eggert Jó- hannesson slógust í för með fólkinu þegar það leit upp úr bókunum og brá sér í Bláa lónið. Morgunblaðið/Eggert Charles Omusana slappar af í Bláa lóninu eftir strembna daga á frumkvöðlanámskeiðinu sem hann hefur setið á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og HR. Angeline, Audrey og Christine á leið í kennslustund í Háskólanum í Reykjavík. Audrey Kahara Kawuki er kennari í frumkvöðlafræðum og stjór un smárra fyrirtækja og býr í Kampala í Úganda ásamt eigi manni sínum og fjórum börnum. Hún vinnur við þekktan háskóla, Makerere- viðskiptahá kólann og er yfirmaður frumkvöðlaseturs skólans. A drey er me BS-próf í landbúnaðarfræðum og lagði í MBA-prófi sínu áherslu á stjórnun smáfyrirtækja. „Fólk í Úganda hefur veitt því at- hygli að rík þörf r á að auka gæði frumkvöðlastarfsemi í landinu. Marg- ir vita til dæmis ekki hvernig þeir eiga að gera eitthvað sem líkist við- skiptaáætlun en með góðri áætlun er líkl gra hægt sé að útvega fj rmagn til verkefnisins. Ég er bjart- sýn á að þetta eigi eftir að skila ár- angri. Ég held að við höfum komið hingað sem sterkt lið og frá þeim lykilstofnunum sem þurfti. Við höf- um bæði stuðning stjórnvalda heima og stuðning Þróunarsamvinnustofn- unar Íslands. Við höfum öðlast aukna þekkingu á námskeiðinu og hvað annað þurfum við núna nema að vinna vel og leggja hart að okkur?“ spyr hún. Audrey viðurkennir að hún hafi átt von á því að hér á landi væri meiri ís. „Síðan kom mér satt best að segja á óvart hversu þróað landið er og hversu mikið er af grænum gróðri.“ Bj rtsý á árangur Morgunblaðið/Eggert Audrey Kahar Kawuki Edward og Grace velta hitastiginu fyrir sér áður en haldið er út úr bænum. ’Bíllinn ekurframhjá nokkrum trjám sem hefur ver- ið plantað. „Nei sko, þarna er skógur!“ Allir hlæja. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.