Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.06.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 HEFÐI HÆTT VIÐ Jón Gerald Sullenberger, upp- hafsmaður Baugsmálsins, segir að í maí 2002 hafi Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, enn getað samið við sig um óuppgerð ágrein- ingsmál. Hann segir að aldrei hafi komið til álita að hætta við að leggja fram ákæru, eftir að hann hafði ákveðið það í júní 2002. Honum hafi síðar verið boðnar tvær milljónir dollara fyrir að hætta við. Jón segir að tölvupósti forstjóra og aðstoðar- forstjóra Baugs hafi markvisst verið eytt haustið 2002. Dauðarefsing afnumin Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, skrifaði í gær undir lög um afnám dauðarefsingar í landinu. Dauða- refsing var tekin upp árið 1993 og mátti beita henni ef um var að ræða glæpi á borð við barnaníðingshátt, morð og mannrán. Með nýju lög- unum verður lífi 1.200 fanga, sem bíða á dauðadeild, þyrmt. Í skaðabótamál við LSH Tómas Zoëga, fyrrverandi yfir- læknir á geðsviði Landspítala – há- skólasjúkrahúss ætlar ekki að taka við yfirlæknisstöðu við sjúkrahúsið að nýju og hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur LSH. Hæstiréttur hafði úrskurðað að brottvikning Tómasar úr starfi yfir- læknis hefði verið ólögmæt en hon- um var gert að víkja þar sem hann neitaði að hætta rekstri eigin stofu. Heiðursdoktor við HÍ Sir David Attenborough var í gær gerður að heiðursdoktor við Háskóla Íslands, en Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, tilkynnti þetta við útskriftarathöfn í Laugardalshöll. Sir Attenborough er einkum kunnur fyrir sjónvarpsþætti og bækur um náttúrulíf. Hann var ekki viðstaddur athöfnina í gær, en ávarpaði gesti Laugardalshallar frá eyjunni Gala- pagos. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 42/ Fréttaskýring 8 Myndasögur 48 Hugsað upphátt 17 Dagbók 48/51 Menning 52/53 Víkverji 48 Sjónspegill 28 Staður og stund 50 Forystugrein 30 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 30 Bíó 54/57 Umræðan 34/41 Sjónvarp 658 Bréf 40 Staksteinar 59 Hugvekja 34 Veður 59 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðinu í dag fylgir bækling- urinn Vetrarævintýri Heimsferða. LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna segir ekki hægt að saka Sjálfstæðisflokkinn um að sniðganga jafnréttissjónarmið við skipan í ráð og nefndir á vegum borgarinnar, líkt og ætla megi af umræðu síðustu daga. Þetta kemur fram á vefsíðu sam- bandsins, en það fór fram á það við borgarstjóra að hann tæki saman upplýsingar um fjölda og hlutfall karla og kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum í Reykjavík eftir stjórn- málaflokkum. Segir landssambandið þær sýna að í þeim 153 embættum sem um ræði séu 98 karlar og 55 konur og kynjahlutfallið því 36% konur og 64% karlar. „Einna mesta athygli vekur hvernig Framsóknarflokkurinn hef- ur skipað sínum málum, ekki síst í ljósi þess hve vel hann stendur í jafn- réttismálum innan ríkisstjórnar.“ Hlutur framsóknarkvenna 17,1% en karla 82,9% Hlutur framsóknarkvenna í ráð- um og nefndum á vegum borgarinn- ar er „einungis 17,1%, en karla 82,9%“, segir á vef sambandsins. Þar segir að einnig hljóti hlutur kvenna sem skipaðar eru á vegum Vinstri grænna að vekja sérstaka at- hygli, „ekki síst í ljósi þess að kona leiðir þann lista og stýrir starfi flokksins innan borgarinnar og ekki síður að flokkurinn telur sér til tekna að vera sérstakur baráttuvettvangur fyrir kvenfrelsi í samfélaginu. VG hefur skipað konur í 35,7% þeirra sæta sem í þeirra hlut kom, eða 5 af 14 sætum. Þetta sætir tíðindum.“ Segir einnig að upplýsingar borg- arstjóra sýni að ekki sé hægt að halda því fram að Sjálfstæðisflokk- urinn „hafi ekki staðið sína pligt“ þegar komi að skipun karla og kvenna í ráð og nefndir. „Því fagnar Landssamband sjálfstæðiskvenna og væntir þess að þegar skipað hefur verið í öll ráð og nefndir á vegum borgarinnar sýni tölur að kynjahlut- fallið sé í samræmi við niðurstöðu prófkjörs í Reykjavík, þar sem jafnt kynjahlutfall var í fyrstu 10 sætum og niðurstöðu kjörnefndar um jöfn hlutföll kynja á framboðslistanum í Reykjavík,“ segir á vef sambands- ins. Þar segir enn fremur að tölurnar frá borgarstjóra miðist við 20. júní, en enn eigi eftir að kjósa í nokkur ráð og nefndir. Fjöldi og hlutfall karla og kvenna í nefndum og ráðum borgarinnar Segja Sjálfstæðisflokk ekki hafa sniðgengið jafnréttissjónarmið                             ! " #  #%&  # '&  ("#)% &     %#  "*+&)#,-. ++%#    / #  + +. 0  * FÉLAGAR í björgunarsveitinni Gerpi frá Nes- kaupstað og fjölskyldur þeirra fengu óvænta skemmtun í fjölskylduferð sem farin var í Hellis- fjörð á dögunum. Á leið sinni í fjörðinn rakst hópurinn á hnúfubak sem lék listir sínar fyrir hópinn. Að sögn Áslaugar Lárusdóttur, sem var ein leiðangursmanna, kom hvalurinn hvað eftir annað upp úr sjónum og skemmti hópnum með listum sínum í um það bil hálftíma. „Þetta var mjög skemmtilegt og vakti mikla lukku,“ segir Áslaug og bætir við að hópurinn hafi ekki orðið var við að fleiri hvalir væru á staðnum. Mikil hvalagengd hafi þó verið í Hellisfirði og Norð- firði í sumar og segi staðkunnugir að hún sé meiri nú en verið hefur undanfarin 40 ár. Ljósmynd/Áslaug Lárusdóttir Hnúfubakur brá á leik ÖLVAÐUR ökumaður ók niður tvo staura á Sæbraut við Laugarnesveg á sjötta tímanum aðfaranótt laug- ardagsins. Aksturslag bifreiðar- innar vakti athygli vegfarenda og var lögregla kölluð á staðinn. Tveir farþegar voru í bifreiðinni auk öku- manns og höfðu allir hlotið minni háttar meiðsli vegna skakkafalla ökumannsins. Að sögn lögreglu gistu þremenningarnir fanga- geymslur þar til yfirheyrslur fóru fram. Talsverð ölvun var í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og hafði lög- reglan hendur í hári sex ökumanna sem allir eru grunaðir um ölvun við akstur. Ölvaður ók niður staura BORGARRÁÐ samþykkti á fimmtu- dag kaup Reykjavíkurborgar á lóð Landsnets að Hesthálsi 14 fyrir starfsemi Strætós bs. Á vefsíðu sinni segir Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, að hingað til hafi staðið til að byggja upp starfsemi Strætós á Þórðarhöfða, en frá því hafi nú verið fallið. „Til framtíðar er mun skynsamlegra að byggja upp aðstöðu við Hestháls fyrir þetta mik- ilvæga fyrirtæki og nýta um leið hið eftirsótta byggingarland á Höfðum fyrir íbúðabyggð,“ segir Björn Ingi. Borgarfulltrúar Samfylkingarinn- ar létu í ljós í bókun þá skoðun að kaup á lóðinni við Hestháls gætu verið skynsamleg. „Það vekur þó ekki síður athygli að í forsendum kaupanna er gert ráð fyrir því að lóð Strætós bs. við Breiðhöfða verði boð- in út og seld á markaðsverði. Þetta er stórt og jákvætt skref í átt til stefnubreytingar við úthlutanir lóða af hálfu núverandi meirihluta,“ segir í bókuninni. Borgin kaupir nýtt land undir starfsemi Strætós

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.